Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987.
Sviðsljós
DV
Ólyginn
sagði...
Warren Beatty
finnst það algjört aðalatriði að
hafa þægilegan stól til að sitja
í enda segist hann vera orðinn
dauðþreyttur á að sitja á grjót-
hörðum og óþægilegum
stólum á erilsömum dögum
þegar hann er á stöðugu
flandri til og frá. Til að bæta
úr þessu hefur Warren nú
keypt sér sérstaklega hannað-
an hægindastól með inn-
byggðum rafmagnsnudd-
púðum og þar að auki hefur
hann ráðið tvo stælta aðstoð-
armenn sem bera stólinn á
eftir honum hvert sem hann
fer. Eftir þetta segist Warren
geta slappað af hvenær sem
er og hvar sem er, jafnvel á
næsta götuhorni ef svo býður
við. Ekki fylgir sögunni hvern-
ig Warren ferðast með stólinn
og aðstoðarmennina milli
bæjarhluta, má vera að hann
hafi fjárfest í sendiferðabifreið
líka. Dýr þægindi þetta!
Whitney
Houston
er ein þeirra sem komist hefur
á toppinn á ótrúlega skömm-
um tíma enda seldist fyrsta
breiðskífa hennar í meira en
þrettán milljónum eintaka um
allan heim. Nú er komin út
önnur breiðskífa stórstjörn-
unnar og ber hún einfaldlega
nafnið „Whitney". Er þeirri
plötu ekki spáð minni vin-
sældum enda eru lög af henni
farin að skjótast upp í topp-
sæti dægurlagalista beggja
megin Atlantshafsins.
Diahann
Carroll,
úr Dynasty þáttunum, á pelsa-
metið í Hollywood en geysi-
leg spenna er ávallt ríkjandi
þar um metið í þeim málum
enda keppast þær glæsidöm-
urnar hver um aðra þvera að
bæta í safnið sitt. Þaó verður
þó líklega erfitt að slá met
Diahönnu enda á hún saman-
lagt 75 stykki af öllum stærð-
um og gerðum og geymir hún
þá í sértöku pelsaherbergi í
villunni sinni því skápar yrðu
hvort eð er of plássfrekir und-
ir allan þennan fjölda. Gott ef
þetta er ekki heimsmet í pelsa-
eign. Hún virðist vera kulsæk-
in manneskja, Diahann.
, ,Hvar fáið þið peningana?‘ ‘
„En svona þér að segja, Kristin mín, þá líst mér bara vel á að þið fáið fjármálaráðuneytið enda ágætis áætlanir
sem þið hafið i huga. Segðu mér samt: Hvar ætlið þið að fá alla peningana?"
„Mér list ekkert á þetta stjórnar-
myndunarbrölt ykkar, þetta ætlar
aldrei að ganga saman." Ólafur
spjallar við þær Kristinu og Önnu.
Hann var ómyrkur í máli, Ól-
afur Ketilsson, hinn lands-
kunni langferðabílstjóri,
þegar Kristín Einarsdóttir,
þingmaður Kvennalistans
fyrir Reykjavík, hitti hann
einn góðviðrisdaginn á Laug-
arvatni fyrir skömmu. Ólafur,
sem oi’ðinn er áttatíu og
þriggja ára gamall, var að
vinna við múrverk þegar
Kristín og samferðakona
hennar, Anna Skúladóttir,
áttu leið hjá en hann var þó
ekki svo upptekinn að hann
gæfi sér ekki tíma til að ræða
pólitíkina fram og aftur dá-
góða stund.
Mezzoforte eru á ferð um Evrópu.
Mezzo-
forte
á hljóm-
leikaferð
Mezzofortemenn eru nú lagðir upp
í hljómleikaferð um Evrópu sem
hófst með tónleikum í Sandane í
Noregi í gær. Hljómsveitin mun
koma víða við, m.a. í Danmörku,
Englandi, Þýskalandi og Hollandi.
Hljómsveitin fer nú að nálgast það
að verða víðförlust allra íslenskra
hljómsveita, en undanfarin 4 ár hefur
hún spilað á fleiri hundrað tónleik-
um í Evrópu og Japan og selt yfir
300 þúsund smáskífur um víða ver-
öld.
Liðskipan Mezzoforte er óbreytt
frá síðasta ári; Eyþór Gunnarsson á
hljómborði, Friðrik Karlsson gítar,
Gunnlaugur Briem á trommum og
Jóhann Ásmundsson bassa. Þeim til
halds og trausts eru síðan saxófón-
leikarinn David O’Higgins og
söngvarinn Noel McCalla, sem starf-
að hefur með strákunum í tæp tvö ár.
Heldur ósjáleg Fiatlús fyrir nokkrum árum siðan tttir breytinguna er allur bíllinn sérstaklega innréttað-
ur fyrir hinn smávaxna Peter Risch. Öll þægindi á
sínum stað.
Heimsins stærsti
pínuglæsivagn
- með heimsins minnsta eiganda
Flestar limósinur eru af Kádiljákagerð eða öðrum
álíka fínum tegundum, en heimsins stærsti pínuglæsi-
vagninn er þó af annarri sortinni. Bandaríkjamaður-
inn Peter Risch er að auki líklega einn minnsti
glæsivagnseigandi i heimi, aðeins 80 sentimetrar á
hæð. Glæsivagninn var upphaflega ósköp venjulegur
Fiat 5000, en eftir að sá stutti tók til hendinni hefur
Fíatlúsin aldeilis breytt um útlit, bíllinn hefur verið
lengdur, grillið er tekið af Rolls Royce og hjólkopparn-
ir eru húðaðir með 18 karata gulli. Það er því ekki
skrýtið þótt litið sé á Peter Risch sem stórmenni þeg-
ar hann keyrir glæsivagninn, sem metinn er á tæpar
tværmilljónirkróna, gegnum göturheimabæjarsíns.
„Eg hef ekkert að gera við stærri glæsivagn,” segir Peter Risch, enda virðist þessi i fullkomnu samræmi
við stærð eigandans.