Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Brúðubíllinn á leikvellinum á Tunguveginum. Reyndar eru örfá börn á þeim leikvelli miðað við t.d. uppi í Breiðholti en þar sitja mörg hundruð börn saman og horfa á brúðusýningarnar. Það eru börn á öllum aldri sem fylgjast með sýningu Brúðubílsins og mömmur koma gjarnan með og hafa gaman af. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Brúðuleikhús á hjólum: Rebbi er óvinur barnanna Einn sendiferðabíll hér á landi er mun vinsælli en aðrir af slíkri gerð. Það er ekki bara vegna þess að hann hefur sérlega skrautlegt útlit heldur er hann í rauninni brúðuleikhús á hjólum. Þetta er hinn vinsæli Brúðu- bíll sem hefur heimsótt leikvelli borgarinnar í ellefu ár. Nú hefur Brúðubíllinn verið á ferðinni í tæpan mánuð og það er ekki ofsögum sagt að börnin séu þakklátustu áhorfendur sem um getur. Þegar DV menn heim- sóttu einn leikvöllinn um daginn, þar sem Brúðubíllinn var í heimsókn, sátu börnin í hring í kringum bílinn og tóku virkan þátt í leiksýningunni. Bæði sungu þau með og svöruðu spurning- um brúðanna. Brúðuleikhúsið hefur verið byggt þannig upp að vissar brúður eru alltaf með í ferðum á hverju sumri og síðan er bætt við nýjum. Sýningin gengur út á kennslu að sumu leyti því í henni læra börnin t.d. að telja upp í fimm, læra um fingurna, læra litina og um- ferðarreglur. Allt er þetta sett upp þannig að börnin fylgjast mjög vel með og læra söngvana. Að þessu leyti hefur Brúðubillinn ákveðinn tilgang. Einnig eru sagðar sögur og mikið er sungið. Mörg barnanna eru farin að þekkja persónur Brúðubílsins og halda með einni brúðunni frekar en annarri. Til dæmis hefur rebbi verið hálfgerður óvinur þeirra en Lilli litli og amma eru bestu vinir barnanna. Brúðubíllinn er löngu búinn að sanna tilverurétt sinn og að öllum líkindum myndu börnin láta í sér heyra ef hann kæmi ekki. I sumar fer Brúðubíllinn tvær um- ferðir á gæsluvellina í Reykjavík þannig að enginn ætti að missa af. Helga Steffensen er forsvarsmaður bílsins og einnig sér hún um brúðu- og leikgerð. Við spurðum Helgu hvern- ig stæði á því að börn í næstu bæjarfé- lögum í kringum Reykjavík fengju ekki að sjá Brúðubílinn og sagði hún að það væri vel mögulegt ef þau ósk- uðu eftir því. „Reykjavíkurborg rekur þennan bíl og þess vegna er hann á ferðinni um borgina. Hins vegar er vel mögulegt að við færum í annað bæjar- félag en það verður þá að biðja okkur um það,“ sagði Helga. „Það er eins og hin bæjarfélögin geri sér ekki grein fyrir því að það er hægt fá okkur þang- að,“ sagði hún ennfremur. Hér á síðunni getur að líta nokkrar myndir frá einum gæsluvelli borgar- innar þegar Brúðubíllinn kom þar í heimsókn. Eins og sjá má eru bömin altekin og þau lifðu sig svo inn í leik- ritið að það var greinilegt að annað komst ekki að. -ELA Rebbi og Lilli litli eru vinsælustu persónur bílsins. Þarna var rebbi gamli aö plata Lilia greyiö og börnin voru gráti næst yfir þessum ósköpum. Það er ekki látunum fyrir aö fara. I 35 mínútur, á meðan leiksýn- ingin varir, sitja börnin eins og limd. Þau taka engu að síður mjög virkan þátt í öllu sem gerist. „Nú fer eitthvað svakalegt að gerast!“ Hnátan þessi sat stjörf og horfði á leiksýninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.