Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Page 17
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
17
Kóngadagar á íslandi
myndir frá opinberri heimsókn Karls XVI. Gústafs og Silvíu
Á þriöjudagsmorgun lenti SAS-vélin meö kóngafólkið innanborós. Hátiöleg athöfn var er forseti íslands
bauð þau velkomin. Hér kynnir Vigdis konungshjónin fyrir Steingrimi Hermannssyni og Matthiasi Mathiesen.
Frú Vigdis forseti og Silvia Svíadrottning ræddu mikiö saman á meðan á heimsókninni stóð og fór vel á
með þeim eins og myndin sýnir. Reyndar undruðust Sviar aö islendingar skuli tala um forseta sinn með
fornafni. Þeim fannst það jákvætt. Myndin var tekin í Vestmannaeyjum er Vigdis sagði drottningunni frá
lundaveiði Vestmannaeyinga.
Litlu börnin biðu spennt eftir að sjá alvöru kóngafólk og veifuðu sænska fánanum við það tækifæri. Mynd-
in var tekin fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrsta dag heimsóknarinnar en þá bauð forseti islands konungs-
hjónunum til hádegisverðar.
A miðvikudag var haldið til Vestmannaeyja en sænski kóngurinn var búinn að lýsa yfir áhuga á að sjá
eyjarnar aftur. Margt manna beið hinna tignu gesta á flugvellinum i Vestmannaeyjum er Fokker-vél Land-
helgisgæslunnar lenti þar.
Silvía drottning var ekki siður áhugasöm um hraunhitaveituna en maður hennar. Páll Zophoníasson,
bæjarverkfræðingur í Eyjum, tekur hér upp brennheitan hraunmola og sýnir hjónunum. Þau fengu að gjöf
minni mola til minningar.
Komið til kvöldverðar aö Kjarvalsstöðum sem Davíð Oddsson og borgarstjórn buðu til. Silvia drottning
er klædd rauðum kjól, jafnglæsileg sem fyrr. Hárgreiðslustill hennar vekur nokkra eftirtekt þvi hún tekur
venjulega allt hárið aftur og er síðan með hinar ýmsu fléttugreiðslur að aftan.
Komið til hádegisverðar i Ráðherrabústaðnum. Konungshjónin sneru sér við áður en þau gengu inn og
veifuöu til barnanna handan götunnar. Silvia var alltaf jafnglaðleg á svip en varla verður það sama sagt
um kónginn.
Sest að borðum. Karl Gústaf ræðir við borgarstjóra, Davíð Oddsson, en Silvia virðist niðursokkin i samræð-
ur viö utanrikisráðherra, Matthias Mathiesen.
DV-myndir GVA