Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Rnattspyma unglinga Úrslit í íalandsmóti I 5. flokks A-riðill: I KR - Þór V. 12-0 . ÍR - Týr 0-3 I FH - Þór V. 1-1 I Fram - Týr 1-5 ■ B-riðill: [ Stjarnan - ÍK 1-4 | ÍK - ÍBK 2-5 | Skallagrímur - Grindavík 0 -2 * Fylkir - IK 1-2 I Leiknir - Selfoss 1-1 ^ C-riðill: I Njarðvík - Haukar 2-6 I Ármann - Hveragerði 5-1 | E-riðill: | Völsungur - Tindastóll 12-1 . Þór A. - Völsungur 1-7 | F-riðill: I Sindri - Huginn 6-0 Þróttur N. - Súlan 4-0 Úrslit í íslandsmóti 4. flokks I A-riðill: I ÍA - Víkingur 6-1 UBK - Stjaman 5-0 ÍBK - Fram 0-4 I T>t - UBK 0-1 B-riðiU: Valur - Selfoss 6-3 I FH - Þór V. 5-0 Leiknir - Þór V. 0-4 Selfoss - ÍK 3-2 C-riðill: I Grindavík - Ármann 9-0 Eyrarbakki Þróttur 1-11 Ármann - Eyrarbakki 1-1 | Úrslit í íslandsmóti 3. flokks karla A-riðill: Stjarnan - ÍA 6-4 Stjarnan - Víkingur 2-0 Þróttur - KR 0-5 Valur - ÍK 3-0 Fram - KR 3-1 Týr - IA 2-0 B-riðill: Leiknir - Njarðvík 6-0 I Þór V. - Selfoss 0-2 UBK - IBK 3-1 Njarðvík - Selfoss 0-14 Fylkir - Leiknir 6-0 C-riðill: I Skallagrímur - Reynir 2-2 | Ármann - Grótta 1-8 Reynir - Eyrarbakki 10-2 | Víkingur Öl. - Ármann 3-5 ■ FH - SkaUagrímur 6-0 D-riðill J Bolungarvík - Bíldudalur 8-0 | E-riðill Þór A. - KS 7-0 Vökungur - Tindastóll 2-1 ■ Þór A. - Völsungur 6-0 I Hvöt - KA 6-2 I Úrslit í íslandsmóti | 2. flokks karla ■ A-riðill: I ÍA - Þróttur 4-0 I Þór A. - ÍBK 6-1 1 B-riðill . UBK - Valur 1-2 | C-riðill I Njarðvík - Grótta 1-3 I Eyrarbakki - Tindastóll 1-6 _ Afturelding - Leiknir 3-1 | Úrslit í íslandsmóti ■ 2. flokks kvenna I A-riðill: I Afturelding - KR 2-5 ■ Völsungur - Stjaman 2-0 | KA - Stjaman 3-0 . Þór A. - Völsungur 0-0 | KR - Stjaraan 8-1 ■ B-riðill FH - Þór V. 3-1 ÍA - Þór V. 13-0 ÍBK - Fylkir 1-1 UBK - FH 9-1 Týr - Þór V. 8-0 Fylkir - FH 4-1 Fylkir - UBK 0-3 FH - Týr 1-8 ÍA - Týr 0-1 Atvinnumenn í heimsókn Arnór og Lárus léku listir sínar fyrir unga knattspyrnumenn Lárus Guómundsson og Arnór Guðjohnsen á meðal ungra knattspyrnu- manna í knattspyrnuskóla Víkings. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Þorbjörn Atli Sveinsson og Atli Már Ragnarsson eru staðráðnir í að standa sig vel á Tommamótinu. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Hlökkum til Tommamötsins Þeir Þorbjöm Atli Sveinsson og Atli Már Ragnarsson leika báðir með 6. flokki Víkings og nú um helg- ina verða þeir báðir í eldlínunni á Tommamótinu í Vestmannaeyjum. „Við hlökkum mikið til Tomma- mótsins og það verður örugglega hart barist í leikjunum en við erum bjartsýnir á góðan árangur enda erum við með gott lið,“ sagði Þor- bjöm en hann leikur í framlínunni og líkar það vel. Gary Lineker er í miklu uppáhaldi að hans eigin sögn. „Ég hef æft í 5 ár og alltaf verið í marki og finnst það mjög gaman. Það getur þó verið leiðinlegt ef illa gengur en ég hef verið heppinn og sjaldan fengið á mig mörg mörk,“ sagði Atli Már að lokum. -RR Stöðugleika og metnað vantar í ÍK-liðið Eftir leik Vals og ÍK voru Hugi Sævarsson og Valdimar Hilmarsson teknir tali en þeir leika báðir með 3. flokki ÍK. „Það var grátlegt að tapa þessu svona stórt því við áttum mikið í leiknum en vandamálið virðist vera að skora mörk. Það vantar líka allan metnað og stöðugleika í liðið sem er auðvitað mikilvægt fyrir liðsheildina. Við áttum mjög góða leiki í Faxaflóa- mótinu og okkur tókst að vinna það mót en síðan hefur allt hrokkið i bak- lás og við höfum byrjað íslandsmótið mjög illa og sæti í úrslitunum virðist nú alveg út úr myndinni," sagði Valdi- mar Hilmarsson og bætti við að áhuginn væri geysilega mikill hjá lið- inu og að minnst 20 manns mættu á æfingar. „Mér fannst við leika ágætis fótbolta en það vantaði meiri ákveðni við mark Valsmanna. Við höfum góða einstaklinga og liðið spilar vel en það virðist ekki vera nóg. Við stefnum bara áfram á næstu leiki og reynum að vinna það sem eftir er og þá er aldr- ei að vita nema við komumst í úrslita- keppnina," sagði Hugi Sævarsson en auk þess að vera knattspymumaður er hann stórefnilegur hlaupari. -RR Það var heldur betur glatt á hjalla í knattspymuskóla Víkings þegar þeir Amór Guðjohnsen og Láms Guð- mundsson, atvinnumenn í knatt- spymu með Anderlecht og Kaisers- lautem, komu við á dögunum og efhdu til smáknattspymusýningar sem Vík- ingspollamir kunnu sannarlega vel að meta. Þeir Amór og Lárus léku báðir með Víkingi fyrir nokkrum árum og það var greinilegt að þeir höfðu mjög gaman af að koma á gamlar slóð- ir og hitta framtíðarleikmenn Víkings. Það var líka á öllu að sjá að þama vom komin sjálf fótboltagoð strák- anna í heimsókn. „Það er alltaf gaman að leika sér í fótbolta og ekki síðra að vera með svona áhugasömum strákum. Það er hreinasta unun að sjá hvað sumir þessara stráka em góðir og flinkir með boltann. Það er um að gera fyrir strákana að leika sér eins mikið með bolta og hægt er því þrekið og styrkleikinn kemur seinna meir,“ sagði Lárus i stuttu spjalli og hélt síðan áfram á fullri ferð með pollunum. -RR Hvorskyldinu halda honum lengur á lofti! Lárus og Arnór léku margar list- ir og sýndu skemmtilega takta. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Fylkismenn sterkir í B-riðli Fylkir vann enn einn sigurinn í B-riðli 3. flokks á raánudags- kvöldið og nú voru það Leiknis- menn sem máttu sín lítils gegn Árbæjarliðinu. Fylkismenn '• - Þeir félagar Valdimar Hilmarsson og Hugi Sævarsson. Stöðugleiki og metn- aður er það sem vantar i ÍK-liðið. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Umsjón: Róbert Róbertsson unnu stóran sigur, 64), en það gaf þó ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins því Leiknismenn sýndu ágætan leik en samt sem áður réðu þeir lítið við Fylkis- strákana. ■ I Magnús Bragason skoraði ■ fyrsta mark leiksins með góðum I skalla eftir homspymu og Krlst- I inn Tómason bætti öðru marki 1 við fyrir leikhlé. í síðari hálfleik [ hélt Fylkisliðið uppteknum hætti og Gunnlaugur Ingibergsson og | Ragnar Guðmannsson skoruðu ■ tvívegis með stuttu millibili. I Undir lokin skoraði Kristinn sitt | annað mark og Grétar Grétars- • son átti síðasta orðið þegar hann | skoraði 6. mark Fylkis á síðustu mínútunni. | Fylkisliðið virðist vera með . langsterkasta Hðið í B-riðH og | hefur Hðið unnið alla leiki sína ■ frekar auðveldlega. Nú á næstu ' I dögumheldurliðiðtilDanmörku | og tekur þar þátt í Copenhagen * Cup og verður fróðlegt að fylgj- | ast með árangri liðsins þar ytra. _ -RR |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.