Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987.
21
Knattspyma unglinga
Varnarmanni IK tekst að komast á milli og bægja hættunni frá.
DV-mynd Þorsteinn Auðólfur
IK-menn óðu í færum
KENNARAR - KENNARAR
Að grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar nokkra kennara
næsta vetur, meðal annars í ensku, dönsku, raungrein-
ar og byrjendakennslu. Ódýrt húsnæði og flutnings-
styrkur í boði ásamt yfirvinnu. Upplýsingar gefur
skólastjóri í síma 97-5159.
ÓLAFSVÍK
DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Óiafs-
vík.
Upplýsingar í síma 93-6243 og 91-27022.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Vatnsendabletti 102, þingl. eigandi Lárus Hafsteinn Óskars-
son, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud.
1. júlí kl. 11.10. Uppboðsbeiðandi er bæjarfógetinn í Kópavogi.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Laufbrekku 23,1. hæð, þingl. eigendur Magnús Valdimarsson
og Elín Þorbjarnardóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í
Kópavogi, miðvikud. 1. júlí kl. 11.20. Uppboðsbeiðendur eru Andri Árnason
hdl.-Jón Eiríksson hdl., Reynir Karlsson hdl. og Hákon Árnason hrl.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
- en tuðran vildi ekki í Valsmarkið
Valsmenn unnu góðan sigur á IK
þegar liðin mættust í 3. flokki á Hlíð-
arenda á þriðjudagskvöld. Leikur
liðanna var nokkuð jafn en engu að
síður sigruðu Valsmenn með þremur
mörkum gegn engu og var sá sigur
ansi stór miðað við gang leiksins.
Munurinn á liðunum var sá að Vals-
menn nýttu marktækifæri sín en það
gerðu leikmenn ÍK ekki og fyrir það
var þeim refsað. Það var reyndar ótrú-
legt hvemig Kópavogliðinu tókst að
klúðra fæmnum en það var sem tuðr-
an vildi hreinlega ekki fara í Vals-
markið.
Það vom einungis 2 mínútur liðnar
af leiknum þegar Valsmenn náðu for-
ystunni. Aukaspyma var dæmd á ÍK
til hliðar við vítateiginn. Há fyrirgjöf
kom fyrir markið en markvörður ÍK
misreiknaði boltann og Kristján Jó-
hannesson skoraði af stuttu færi. Gísli
Þorsteinsson skoraði síðan annað
mark Valsmanna af stuttu færi og
staðan í hálfleik var 2-0. í þeim síðari
náðu ÍK-menn oetri tökum á leiknum
og áttu mörg góð marktækifæri sem
þó nýttust ekki. Þorsteinn Hallgríms-
son fékk t.d. gullið tækifæri en skaut
hörkuskoti rétt yfir markið. Það vom
hins vegar Valsmenn sem skomðu sitt
þriðja mark á einfaldan hátt. Stungu-
sending kom inn fyrir vöm ÍK og
Axel Ingvarsson átti ekki í erfiðleikum
með að skora framhjá markverði ÍK.
Gísli Þorsteinsson og Kristján Jó-
hannesson áttu bestan leik hjá
Valsmönnum en í liði IK bar mest á
þeim Huga Sævarssyni og Valdimar
Hilmarssyni.
-RR
Markvörður Fram nær ekki að slá boltann frá marki og fyrirgjöf Ingólfs fór i hliðarnetið innan frá.
DV-mynd Þorsteinn Auöólfur
Eysteinn skoraði tvö
-Og
Það var sannarlega hart barist þeg-
ar Framarar og KR-ingar leiddu
saman hesta sína í 3. flokki á Fram-
vellinum á þriðjudag. Framarar hafa
átt velgengni að fagna í sumar og er
liðið sigurstranglegt í þessum flokki
en KR-ingar hafa átt erfitt uppdráttar
það sem af er. Það var greinilegt strax
í byrjun að bæði lið ætluðu sér ekkcrt
annað en sigur í leiknum. Það vom
þó Framarar sem stóðu uppi sem sigur-
Framarar logou KF
vegarar í lok leiksins því leiknum lauk
3-1 þeim í vil. Eysteinn B. Jóhannsson
var hetja Framara í þessum leik. Hann
átti mjög góðan leik og skoraði auk
þess tvö mörk sem dugðu Frömurum
til sigurs. Eysteinn skoraði strax í
upphafi leiksins en KR-ingum tókst
að jafna metin með marki Ingólfs Giss-
urarsonar sem var sérlega glæsilegt,
skorað beint úr hompymu. KR-ingar
vom óheppnir að skora ekki annað
-inga
mark fyrir hálfleik þvi þeir fengu tvö
góð marktækifæri en klúðmðu báðum
á klaufalegan hátt. I síðari hálfleik
komu Framarar grimmir til leiks og
Anton Markússon skoraði laglegt
mark og kom Frömurum þar með yfir.
Undir lok leiksins skoraði síðan Ey-
steinn annað mark sitt og gulltryggði
sigurinn.
-RR
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hlíðarvegi "146, þingl. eigandi Kristófer Eyjólfsson, fer fram í
skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 1. júli kl. 11.35.
Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki íslands hf.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Þverbrekku 2, íbúð 201, tal. eigandi Þrúður Óskarsdóttir, fer
fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 1. júli kl.
11.45. Uppboðsbeiðendur eru Kristján Ólafsson hdl., Bæjarsjóður Kópavogs
og Ævar Guðmundsson hdl.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Álfhólsvegi 103, kj„ þingl. eigandi Guðrún
Jóna Sigurjónsdóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópa-
vogi, miðvikud. 1. júlí kl. 11.50. Uppboösbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka
íslands og Bæjarsjóður Kópavogs.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Furugrund 58, 1. hæð A, þingl. eigandi Guðlaug Jónsdóttir,
fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 i Kópavogi, miðvikud. 1. júli
kl. 11.55. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóður Kópavogs og Veðdeild Lands-
banka islands.
_________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Hvaða kostur
er bestur?
leg rakvélarblöð! Og hver rakvél dugar jaJ5i-
lengi og eitt rakvélarblað.