Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Qupperneq 14
Heimsreisufarar DV áttu dýrðardaga á Fiji rétt fyrir byltingu: Aldingarðurinn Eden gæti vart verið betri Sigrún og Auðbjörg heimsreisuferðalangar halda hér enn áfram frá- sögn sinni. Að þessu sinni var staldrað við í mánað- artíma á Fiji-eyjum. Þegar þær stöllur voru þar á ferð var umhverfið rólegt og þægilegt. Þarna hvíldu þær sig og létu sér líða vel eftir erfiðari ferðalög mánuðina á und- an. Aðeins hálfum mánuði eftir að þær vin- konur hurfu brott frá eyjunum hófst þar bylting sem komst í heimsfrétt- irnar í maí sl. En látum þær segja frá dýrðardög- unum sem þær upplifðu á Fiji. Lögreglumenn i fullum skrúða á Fiji, reyndar í höfuðborginni Suva. Á dimmum vetrardögum hefur draumur um grænar Suðurhafseyjar sjálfsagt vermt frostbólgnar hjarta- rætur flestra íslendinga. Flestir láta þó sitja við orðin tóm og kastala- smiðar - þetta er bara eitthvað sem aðrir gera. Ástæður gætu þó e.t.v. verið þær að fólki hefur vaxið í aug- um að það er yfir hálfan hnöttinn að fara. Þar sem við vorum þarna í næsta nágrenni ákváðum við að bregða okkur bæjarleið og við dvöld- umst á Fiji-eyjum í um mánaðartíma. Fiji-eyjaklasinn er um það bil 300 eyjar sem eru miðja vegu á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Fiji er heimili tveggja gjörólíkra kynþátta sem telja um sjö hundruð þúsund manns. Indverjar helmingur íbúanna Um miðja nítjándu öld fluttu Bret- ar sextíu þúsund Indverja til Fiji, sem er hluti breska samveldisins, til starfa á sykurplantekrunum. Ind- Þannig átti lífið að vera, segja Fiji-búar. Auðbjörg kann svo sannarlega að notfæra sér það Kókóshnetan kom sér vel við þorsta, enda vildu þær stöllur lifa sparlega, þó á Fiji væru. Á sem Fiji býður upp á. einni eyjunni kostar dagurinn t.d. sextán þúsund krónur. Hér er það Sigrún sem svalar þorst-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.