Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Page 2
2 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Fréttir Málefnasamningur væntanlegrar nkisstjómar: Verðbólgu á svipað stig og í viðskiptalöndum Alþýöuflokksmenn fögnuðu stjórnarmyndun í veitingahúsinu Naustinu i gærkvöldi. Verðandi fjármálaráð- herrafru, Bryndís Schram, stýrði hófinu. Karlmennirnir, sem umkringja hana, eru Karl Steinar Guðnason, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jón Sigurðsson, Eiður Guðnason og eiginmaðurinn, Jón Baldvin. DV-mynd JAK „Markmið efnahagsstefhu ríkis- stjómarinnar eru að örva hagvöxt og framfarir í atvinnulífinu á grund- velli aukinnar framleiðni og nýsköp- unar, að bæta lífskjör, tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd, sem stöðugast verðlag og fulla at- vinnu." Þannig er efnahagsmarkmiðum lýst í 24 síðna málefnasamningi væntanlegrar ríkisstjómar Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. „Ríkisstjómin mun beita hag- stjómartækjum með samræmdum hætti. Fjárlögum, lánsfj;iráætlun, peninga- og gengismálum verður markvisst beitt til þess að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi í þjóð- arbúskapnum." Meginþættir í efhahagsstefriunni á næstu árum era taldir upp þessir: „Að verðbólgu verði náð niður á svipað stig og í helstu viðskipta- og samkeppnislöndum. Að halla á ríkissjóði verði eytt á næstu þremur áram. Að jafnvægi verði náð í viðskiptum við útlönd. Að erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðartekjum lækki. Áð innlendur spamaður aukist. „Ríkisstjómin mun stuðla að því að launaákvarðanir í þjóðfélaginu samræmist þessum markmiðum, jafnframt því sem kaupmáttur lægstu launa verði aukinn," segir ennfremur um efiiahagsstefnuna. Sem minnst ríkisafskipti Um atvinnustefhu segir meðal annars að markmið hennar sé að búa atvinnulífinu sem best vaxtarskil- yrði. Ríkisafskipti og ríkisrekstur á atvinnufyrirtækjum verði sem minnstur. Opinber afskipti af verðlagningu verði sem minnst en stuðlað að auk- inni samkeppni. Löggjöf um hringa- myndun verði endurskoðuð. Fríverslun verði meginstefhan í viðskiptum. Áfram verði leitað sam- starfs við erlend fyrirtæki um stór- iðju. Verktakastarfsemi fyrir Vamarliðið verði tekin til endur- skoðunar. Gjaldeyrisverslun og fjármagns- hreyfingar milli íslands og annarra landa verður frjálsari og dregið úr skilaskyldu á gjaldeyri. Erlent áhættufé geti komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun at- vinnufyrirtækja. Átak verði gert til að stytta vinnu- tíma. Fiskveiðistefnan endurskoð- uð Um sjávarútveg segir að fiskveiði- stefhan verði tekin til endurskoðun- ar og stefna mörkuð sem taki gildi þegar í upphafi næsta árs. Endur- skoðunin verði falin sérstakri nefhd sem hafi samráð við helstu hags- munaaðila. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að taka afstöðu til er hvort veiði- heimildir verði alfarið bundnar við skip og hvemig taka megi meira til- lit til byggðasjónarmiða. í landbúnaði er boðað að stærri hluti fjárveitinga renni til nýrra búgreina. Menntun, starfsfræðsla og rannsóknir í landbúnaði verði efld- ar. Jafhframt verði unnið skipulega að Qölgun nýrra starfa í sveitum landsins. Landbúnaðarkerfið endur- skoðað Ríkisstjómin taki upp viðræður við Stéttarsamband bænda um fram- kvæmd á samningi um verðábyrgð ríkisins með það að markmiði að hún verði sem hagkvæmust og ódýrast. Meðal annars verði skipting heild- arfjárframlaga milli útflutningsbóta og búháttabreytinga athuguð út frá því sjónarmiði að stærri hlut verði varið til að greiða fyrir breytingum á búháttum í ljósi markaðsaðstæðna. Boðuð er endurskoðun á reglum um framleiðslustjóm og fullvirðis- rétt, hlutverki Framleiðnisjóðs, starfsemi afurðastöðva, sölu- og verðmyndunarkerfi landbúnaðar, sjóðakerfi, starfsemi stofnana land- búnaðarins, jarðræktar- og búfjár- ræktarlögum, jarðalögum og fleira. „Að loknum aðlögunartíma er stefht að jafnvægi milli framboðs og eftirspumar eftir búvörum á inn- lendum markaði," segir loks í landbúnaðarkaflanum. „íslendingar taki virkan þátt í starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Til þess þarf að efla starf utanríkis- ráðuneytisins á sviði vamar- og öryggismála,“ segir meðal annars um utanríkisstefnuna. Staðgreiðsla skatta f skattamálum er boðað að stað- greiðsla skatta komi til framkvæmda um næstu áramót. Jafhframt verði . stefnt að nýrri skipan tekjuskattsá- lagningar atvinnurekstrar á næsta ári. Virðisaukaskatti, eða nýju og end- urbættu söluskattskerfi, verði komið í varanlegt horf árið 1989. í kafla um endurmat ríkisútgjalda er boðað að ýmsar stofhanir ríkis- ins, til dæmis þær sem gagngert þjóna atvinnuvegum, fái aukið sjálf- stæði og rekstrarábyrgð og afli sér í auknum mæli tekna fyrir veitta þjónustu. Jafiiframt verði lögð meiri fjárhagsleg ábyrgð á stjórnendur stofnananna, meðala nnars hvað varðar starfsmannahald og launa- mál starfsmanna. Útboð era boðuð á rekstrarverk- efhum ríkisins í auknum mæli svo og sala ríkisfyrirtækja. Eftirlit Alþingis með aukafjárveit- ingum, fjárhagsskuldbindingum ríkisins utan fjárlaga og útgjöldum ríkisins verður treyst. Stefnt að samruna banka í bankamálum er boðað að dregið verði úr ábyrgð og afskiptum ríkisins af bankarekstri. Stefht verði að samrana banka. í húsnæðismálum mun þeim sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa á undanfömum árum gefast kostur á endurfjármögn- un lána vegna öflunar eigin hús- næðis með vaxtakjörum húsnæðis- lánakerfisins. í umhverfismálum hyggst ríkis- stjómin setja almenn lög um umhverfismál og fela einu ráðuneyti samræmingu þessara mála. Boðað er að ríkisjarðir verði nýttar til úti- vistar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning. í kafla um stjómkerfisbreytingar boðar ríkisstjómin framvarp að nýj- um lögum um Stjómarráð íslands ásamt drögum að nýrri reglugerð um verkaskiptingu ráðuneyta. Hreyfanleiki milli embætta verði aukinn og æviráðning embættis- manna afnumin. Undirbúin verði lagasetning um hagsmunaárekstra. -KMU Selma Jóns- dóttir er látin Látin er í Reykjavík, á sjötugasta aldursári, Selma Jónsdóttir, for- stöðumaður Listasafns fslands. Hún var fædd í Borgamesi 22. ágúst árið 1917. Foreldrar hennar vora Jón Bjömsson frá Bæ, kaupmaður í Borgamesi og kona hans, Helga María Bjömsdóttir. Selma var ráðin að Listasafhi ís- lands árið 1950. Hún var skipuð umsjónarmaður safnsins árið 1953 og forstöðumaður þess árið 1961. -KGK Bílvelta á Njarðargötu Bíll valt á horni Njarðargötu og Hringbrautar á laugardagskvöldið. Ökumaður slasaðist nokkuð. Hann meiddist í baki og handleggsbrotnaði. Ölvun mun ekki hafa verið með í spil- inu heldur er talið að bíllinn hafi verið á miklum hraða og beygjan verið of snörp. -Ró.G. Ráðherraefhi nýju stjómarinnar valin Alþýðu- og framsóknarmenn með hluta viðskiptaráðuneytisins Þá er valið á ráðherram Sjálf- gengu frá vali á ráðherraefnum sín- og dóms- og kirkj umálaráðuneytið. stæðisflokksins eftir. Það mun fara um í nýju ríkiastjómina f gær. Það Því tók hann ákvörðun um að fram á þingflokksfundi flokksins á kom mjög á óvart að Jón Baldvin skipta við Jón Sigurðsaon. Jó- morgun kl. 15. Ekki er enn ljóst Hannibalsson gerði tillögu um hanna Sigurðardóttir verður síðan hverja Þorateinn Pálsson, verðandi sjálfan sig en ekki Jón Sigurðsaon félagsmálaráðherra fyrir Alþýðu- forsætisráðherra, gerir tillögu um sem fjármálaráðherra. flokkinn. sem ráðherraefni en hann mun Eftir því sem næst verður komist Hjá Framsóknarflokknum fór nota daginn í dag til samráðs við er hér um að ræða ákvörðun hjá allt eina og búiat hafði verið við. þingmenn Sjálfstæðiaflokksins. Jóni Baldvin sem tekin var á sfð- Steingrímur Hermannsson tók ut- Almennt er talið að þeir Friðrik ustu dögum. Þrýst var á hann viða anríkisráðuneytið, Halldór Ás- Sophusson, Birgir Isleifur Gunn- að taka sjálfur áhrifamesta emb- grímsson sjávarútvegsráðuneytið, arsson og ólafur G. Einarsson ætti Alþýðuflokksins, fjármála- Jón Helgason var valinn land- skipti með sér ráðuneytum ráðuneytið. Auk þess mun honum búnaðarráherra og Guðmundur menntamála, iðnaðarmála og sam- hafa þótt sinn hlutur nokkuð rýr Bjarnason heilbrigðis- og trygg- göngumála. eftir að ljóst var að hann sæti eftir ingamálaráðherra. _ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.