Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
7
Atvinnumál______________________
Suðureyri:
DV
Allmargir ungir Hornfirðingar voru að vinna utan við Hótel Höfn, þegar
fréttaritari DV rakst á þá á dögunum og smellti að sjálfsögðu af þeim mynd.
Mikið hefur verið að gera í unglingavinnunni á Höfn i sumar og hafa marg-
ir unglingar notið góðs af. Þá nýtur bærinn einnig góðs af þessari atvinnu-
starfsemi, því það er ótrúlega mikið sem krakkarnir í unglingavinnunni vinna
að fegrun og snyrtingu hans á einu sumri hafi þeir góðan leiðbeinanda.
DV-mynd Júlía Imsland
SENDUM í PÓSTKRÖFU
ERU
ÞITT
EF SVO ER, VERÐUR ÞÚ AÐ GERA
EITTHVAÐ í MÁLINU.
Erling Auðunsson skipstjóri um borð í Villa Magg. DV-mynd GVA
HROTUSTOPPARINN er einfalt og öruggt tæki
sem stoppar hrotur og tryggir væran svefn,
semer öllum lífsnauðsynlegur.
Hrotur eru ekki bara hvimleiðar, þær
geta verið lífshættulegar.
HROTUSTOPPARINN er
hljóðnæmt lítið rafeindatæki,
sem fest er á fót eða
handlegg þegar
menn fara að sofa.
Hann sendir frá
sér boð er hann
nemur hrotur.
Boðin valda
örlítilli ertingu
sem líður hjá strax,
en veldur því að -
menn hætta (stoppa)
að hrjóta og ná að festa
svefn þannig að
full hvíld fæst jafnt fyrir
sál og líkama.
Verð kr. 3.950,-
wJAPIS
BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
„Við vorum búnir að undirbúa þetta
í tíu ár áður en við fórum að stað. Það
er markaður fyrir kúfiskinn í Banda-
ríkjunum og einnig höfum við von um
að komast inn á Japansmarkað, þar
fengjum við hærra verð. Það hafa all-
ir útreikningar sýnt okkur að þetta
getur gengið, enda hefðum við ekki
farið af stað annars," sagði Erling
Auðunsson, skipstjóri á Villa Magg
ÍS 87, en Villi Magg er fyrsti sérsmíð-
aði kúfiskveiðibátur í Evrópu. Auk
Villa Magg eru Erling og félagar hans
að leggja síðustu hönd á verksmiðju
til að vinna aflann. Fyrirtæki þeirra
félaga heitir Bylgjan hf.
„Nú er svo komið að hér á Suður-
eyri er erfitt að fá keypt eða leigt
húsnæði, það er af sem áður var. Á
bátnum hjá mér eru fimm menn, bara
vegna hans eru að flytja hingað þrjár
stórar fjölskyldur. Það hefúr verið er-
fitt að útvega þessu fólki húsnæði.
Vinnslan fer af stað í næsta mánuði.
Þar munu starfa átta til tíu manns ef
okkur dugar ein vakt annars verðum
við að bæta við sex til átta manns,“
sagði Erling.
Villi Magg ÍS er nýsmíði, hann kom
til landsins í byrjun máí en samningar
um smíðina voru undirritaðir í nóv-
ember í fyrra. Villi Magg var smíðaður
hjá Damen Shipyards í Hollandi. Bát-
urinn er 145 tonn að stærð og aðalvélin
510 hestöfl. Báturinn er allur hinn
huggulegasti. Erling sagðist vera afar
ánægður með bátinn, hann hefði
reynst vel hingað til. Villi Magg er á
tilraunaveiðum á vegum Hafrann-
sóknastofhunar og sagði Erling það
hafa gengið vel hingað til. Aflinn er
ekki hirtur, heldur er honum sturtað
jafnharðan í sjó aftur. Verið er að leita
að kúfiskmiðum og hafa þau fundist
víða. Helstu miðin sem þeir hafa fund-
ið eru í Súgandafirði, í Aðalvík, á
Jökulfjörðum og út af Sléttanesi.
Erling sagði að þessi veiðiskapur
þyldi ekki brælu en staðhættir væru
þannig fyrir vestan að finna mætti
skjól fyrir öllum áttum.
Veiðamar á Villa Magg fara þannig
fram að báturinn dregur á eftir sér
plóg en í plóginn liggur barki frá bátn-
um sem dælir sjó í gegnum plóginn.
Dælan sem dælir sjónum er knúinn
af 400 hestafla vél og getur dælt allt
að 840 tonnum af sjó á klukkustund.
Lestamar um borð í Villa Magg em
nokkuð sérstakar. Þar em 60 tonn af
sjó og er kúfiskurinn settur í sjóinn
og getur hann lifað þar allt að viku-
tíma. Hvert hal stendur yfir í um fjórar
mínútur og mesta veiði í einu hali
hingað til er 1200 kíló.
„Það var vitað að hér í Súgandafirði
væri mikið af kúfisk, áður fyrr veiddu
menn skel með því að stinga hana og
var hún notuð til beitu. Á Villa Magg
höfum við veitt allt upp á sjö faðma
dýpi. Nú getum við ekki farið dýpra
en 22 faðma en það ræðst af lengd
barkans. Við erum með 50 faðma langa
barka en erum að fá lengri svo við
getum farið dýpra,“ sagði Erling.
Erling sagði að hann væri mjög án-
ægður með samskiptin við hið opin-
bera. Hrafnkell Eiríksson hjá
HafrEmnsóknastofnun hefur verið með
á tilraunaveiðunum og sagði Erling
að samstarfið við hann hefði gengið
mjög vel. „Fyrirgreiðslur sem við höf-
um fengið hjá Byggðastofiiun gerðu
okkur kleift að ráðast í þetta. Einnig
hafa viðkomandi ráðherrar verið mjög
jákvæðir. Ég er því ánægður með þátt
þess opinbera," sagði Erling Auðuns-
son að lokum.
-sme
Villi Magg á Suðureyri tilbuinn i slaginn.
Bjaitsýnir a
kúfiskveiðar
jurti-: