Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 14
14
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987.
Spumingin
Ertu búinn að láta skoða
bílinn þinn?
(Spurt á föstudag)
Guðbjartur Sævarsson: Já, já, fyrir
löngu. Ég er að norðan og lét gera
þetta fyrir tveimur mánuðum - bif-
reiðaeftirlitsmaðurinn þarf að
komast í lax.
Ingi Þórðarson: Já - á réttum tíma.
Það eru nokkrir dagar síðan, var
allavega ekki í biðröðinni.
Ragna Vigfúsdóttir: Fór í morgun
í Hafnarfirði og það stóð á hurðinni
að við ættum að koma aftur í ágúst.
Ég slapp því vel við biðröðina.
Einar Tryggvason: Já, að sjálfsögðu.
Fór í febrúar. Hann var í lagi þá,
bíllinn - í eina skiptið á árinu - og
að sjálfsögðu notaði ég tækifærið.
Ragnhildur Hannesdóttir: Nei - ætli
það verði fyrr en eftir sumarfrí. Þeir
eru búnir að loka. Segi bara eins og
er - ég nenni ekki að standa í biðröð
í marga klukkutíma.
Steinþór Kristjánsson: Ég á engan
bíl svo því er fljótsvarað. í augna-
blikinu er ég bara ánægður bíllaus.
Lesendur
Sigtún:
Hroðaleg umgengni
íbúi við Sigtún hringdi:
Milli Sigtúns og Suðurlandsbraut-
ar liggur göngustígur yfir gamalt tún
Sigtúnsreitinn svokallaða. Um
þessa slóð yfir túnið gengur yfirleitt
Qöldi ferðamanna á sumrin því
þama rétt við er til dæmis Hótel
Esja og nú nýja Holliday Inn hótelið.
Frá þessu stöðum koma margir
ferðamenn bæði að skoða Ásmund-
arsal, fara í Blómaval, Sundlaugam-
ar og á íþróttavöllinn.
Þama em gamlir skurðir, niður-
fallnar girðingar og gaddavírsdrasl.
Skurðimir em meira og minna yfir-
fullir af margra ára gömlu drasli.
Þar sem hverfið er að öðm leyti
snyrtilegt í kring er þetta til skamm-
ar - bæði er ágæt umgengni við
Ásmundarsal og Blómaval.
Þegar kappleikir em á íþróttavell-
inum verður mslið jafrimikið og eða
meira en þann sautjánda júní í mið-
bænum.
Alltaf öðm hverju em haldnir
kappleikir og sýningar líka og sífellt
eykst draslið í skurðunum þótt
kannski beri ekki jafnmikið á því
núna vegna gróðursins.
Einnig er bakhlið Verkfræðinga-
hússins alveg hörmuleg - ófrágengin
lóð full af rusli. Nauðsynlegt er að
einhveijir fari að taka þama til
Það er ekki alls staðar vel hreinsað og snyrt á gamla Sigtúnsreitnum.
hendinni. annað þess háttar skuli vera það sem
Ekki er gaman að msl, skurðir og útlendingar skoða þar sem umhverf-
DVmynd S.
ið er að öðm leyti mjög faUegt héma
í hverfinu.
Blfreiðaeftirlítið í Hafnarfirði:
Oliðleg afgreiðsla
Ólafur Bjöm Ólafsson hringdi:
Ég flutti bíl inn beint frá Þýskalandi
og hann kom á erlendum númerum
eins og venjan er í slíkum tilvikum.
Númerin ætlaði ég að senda út sjálfur
til eigandans sem ég keypti bílinn af.
Þegar ég kom inn í Bifreiðaeftirlitið
í Hafnarfirði lenti ég í vandræðum
með númeraskiptin þar sem verkfærin,
sem vom þama, reyndust ekki upp á
marga fiska og því var erfitt að ná
númeraplötunum af bílnum. Þegar ég
náði númerinu af að aftan var ég bú-
inn að stórskemma bílinn.
Þar sem Bifreiðaeftirlitið er bara
opið til þijú á daginn - og ég gat ekki
beðið endalaust - setti ég að lokum
nýju númerin yfir það gamla að aftan
og sagði skoðunarmanninum að ég
ætlaði bara að ljúka þessu heima hjá
mér þar sem engin verkfæri vom á
staðnum, nema bara þetta drasl.
En hann tók það ekki gilt og gaf
mér grænan miða - sem sagt ófull-
nægjandi skoðun - þannig að til þess
að þurfa ekki að koma aftur fór ég í
næstu verslun og keypti mér verkfæri
til þess að þurfa ekki að eyða í þetta
einum vinnudegi í viðbót.
Síðan lagaði ég númerið þannig að
það var fínt. En þá setti eftirlitsmaður-
inn út á það að bílinn var með D-
merki og vildi þá ekki skoða bílinn
vegna þessa. Þetta merki hafði verið
á bílnum frá upphafi og því orðið pikk-
fast á lakkinu. Því bað ég um að fá
að fara heim og ná merkingunni af
þar í rólegheitunum. En það var ekki
mögulegt heldur.
Þá spurði ég skoðunarmanninn
hvort ekki væri til eitthvað sem héti
liðlegheit en hann svaraði því neit-
andi. Eg skýrði það út fyrir honum
að ég ætti bágt með að koma daglega
en ekkert þýddi.
Svo fór ég í Garðabæinn á verkstæði
og fékk þar viðgerðarmenn til þess að
ná D-merkinu af sem, eins og áður
sagði, var á bílnum frá upphafi. Til
þess þurfti að hita svæðið þannig að
litamunur sést greinilega.
Núna er ég að fara í íjórða sinn sama
daginn í Bifreiðaeftirlitið í Hafriarfirði
og ég vildi bara láta það koma fram
að mér finnst þeir vera sérlega óliðleg-
ir, starfemennimir í Hafriarfirðinum.
Honum gekk sæmilega að tylla afturnúmerunum á bíiinn, þessum, en ekki
eru allir jafnheppnir.
Tjaldvagnar:
Óskiljanleg hækkun
G.R. hafði samband:
Við erum héma þrenn hjón sem
ætlum að fara að kaupa okkur tjáld-
vagna. í haust kostuðu þeir 134
þúsund - fyrir tæplega einum mán-
uði kostuðu þeir 175 þúsund og í dag
kosta þeir 198 þúsund. Þetta er hjá
Benco.
Af því að danska krónan hefur
lðekkað frá því í fyrra en ekki hækk-
að og tjaldvagnamir em danskir er
okkur þetta óskiljanlegt. Okkur
finnst óeðlilegt að hlutimir geti
hækkað svona og vildum benda á
að svipaðir tjaldvagnar hafa ekki
hækkað sambærilega hjá Gísla Jóns-
syni.
Þegar lesendasíða DV hafði sam-
band við Benco höfðu forsvarsmenn
fyrirtækisins það að segja að í þessu
tilviki væri verið að rugla saman
tveimur ólíkum gerðum tjaldvagna
í samanburði á vögnum þeirra frá
haustinu til vorsins.
Varðandi hækkunina frá í vor
kæmu til tollabreytingar vegna
nýrrar reglugerðar frá maímánuði
síðastliðnum. Áður vom vagnamir
fluttir inn í hlutum - tjald og vagn
hvort í sínu lagi - og fóm þeir ekki
í sama tollflokk. Frá og með 15. maí
úrskurðaði fjármálaráðuneytið að
tjöld á vagna skyldu öll fara í sama
tollflokk og vagninn sjálfúr og við
það hækkuðu tjaldvagnar verulega.
Hjólið hvarf í
skólagörðunum
Ása Guðmundsdóttir hringdi:
Þannig er mál með vexti að dótt>
ir mín fékk hjól fyrir hálfúm
mánuði og fór hjólandi á þriðju-
daginti í skólagarðana í Laugard-
alnum. Þá var hjólinu stolið frá
henni.
Þetta er ekki nýtt hjól en hún
er óskaplega sór og ef einhver hef-
ur orðið var við hjólið er hann
vinsamlegast beðinn um að láta
okkur vita
Hjólið er Ijósdrapplitað með
gylltu í og búið að hækka stýrið
og sætið eins og hægt er á því -
þetta er að visu strákahjól. Hafið
samband í síma 689490 og er fund-
arlaunum heitið.
Heilvita menn
og fjórhjól
S. hringdi:
Ég er nú orðin talsvert fúllorðin
og get ekki skilið hvemig nokkr-
um manni getur flogið í hug að
flytja inn fjórhjól. Eins og þessi
tæki stórskemma landið og eyði-
leggja mikið starf sem unnið hefur
verið í landgræðslu síðustu árin.
Þetta þarf að stöðva strax áður en
meira tjón hlýst af vitleysunni.
HjólhvaifíVest-
uifoeiginu
Unnur Þorsteinsdóttir hringdi:
Ég hef séð það á lesendasíðu DV
að það hefur gefið góða raun að
lýsa þar eftir hjólum sera hafa horf-
ið af tíinhverjum ástæðum. Hjól
sonar míns hvarf frá Vesturbergi
i Breiðholti og var tekið aðfara-
nótt fimmtánda júní. Þetta er
krómað Everton BMX og hjólið
hlýtur emhvers staðar að vera nið-
ur komið. Þvi vil ég snúa máli
mínu til foreldra ef bömin þeirra
væm með hjólið einhvers staðar
hjá sér. Við erum fús til að borga
fúndarlaun og biðjum fólk að hafa
samband í síma 72696.