Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Side 17
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. 17 Erindi Alþýðuflokks í ríkisstjórn Sjaldan hefur myndun ríkisstjóm- ar vakið jafnmikið umtal og nú. Að vísu er hlutur fjölmiðla óvenju mik- ill en fleira kemur til. Þar ber fyrst og fremst að nefna þrjú atriði. Embætti forsætisráðherra Besta embætti stjómmálaforingja er forsætisráðherraembættið. Sá sem það embætti hefur á nær víst að öðlast leiðtogasess í vitrmd þjóðar- innar. Áf þessum sökum skiptir embættið formann flokks miklu. Glöggt dæmi er staða Steingríms og útkoma Framsóknar i síðustu kosn- ingum. Það er því ekki óeðlilegt að spurt sé hvers vegna Jón Baldvin leiði Þorstein í embættið, þrátt fyrir að fyrir liggi yfirlýsing frá honum þess efhis að embættið sé ekki skilyrði fyrir stjómarþátttöku. Hér réð mestu að Alþýðuflokkurinn hafði ákveðið að fórna öllu til þess að ná fram kaupleiguhugmyndinni, fengist hún viðurkennd tæki flokkurinn þátt í ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokkurinn var mest á móti kaupleigunni, hins vegar gerir veik staða Þorsteins það að verkum að hann verður að fóma andstöð- unni við hugmyndina fyrir nauðsyn- ina á að fá embætti forsætisráðherra. KjaUaiiim Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokksins Staða ríkisfjármála Annað helsta ágreiningefnið er staða ríkissjóðs og eðli málsins sam- kvæmt stjóm Þorsteins sem ráð- herra fjármála. Alþýðuflokkurinn hefur einn flokkanna þriggja bent á nýjar leiðir í ríkisfjármálunum. Framsókn hefur tekið undir nauðsyn þess að snúa við blaðinu en Þor- steinn tregast. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram fjölda tillagna um ábyrgari stjóm efnahagsmála, sumt hefur náðst fram. Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við að draga hæíhi Jón Sigurðssonar í efa. Hið rétta er- að enginn hefur sömu þekkingu sem hann á ríkisfjármálunum og er betur til þess fallinn að gera það vel og víst er að ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar mun frekar njóta þess en hitt. Hins vegar hafa A-flokkar goldið „Sjálfstæðisflokkurinn var mest á móti kaupleigunni, hins vegar gerir veik staða Þorsteins það að verkum að hann verður að fórna andstöðunni við hugmyndina fyrir nauðsynina á að fá embætti forsæt- isráðherra.“ þess að stjóma fjármálunum í ríkis- stjóm með klofnum Sjálfstæðis- flokki. Kaupleiguíbúðir Það hefur ekki farið framhjá nein- um að vandinn síðustu daga hefur fyrst og fremst verið vegna ágrein- ings um kaupleiguíbúðir Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokksmenn hafa alltaf vitað að ekki yrði af stjómar- þátttöku flokksins nema tryggt yrði að hugmyndin um kaupleigu fengist a.m.k. viðm'kennd. Hugmyndin er eitt stórmála Alþýðuflokksins. Framkvæmd hennar er ætlað að tryggja tvennt. f fyrsta lagi að fólk hafi val - geti valið milli þess að kaupa og leigja í ömggri vissu um rétt til búsetu. f öðm lagi að það geti sótt þennan rétt sinn með réisn, þurfi hvorki að fyrirverða sig né örvænta um hag sinn. Þó ekki fáist mikið í byrjun þá er aðalatriðið að fá hugmyndina viðurkennda og hefj- ast handa um að framkvæma hana. Framkvæmdin Ein leið er að stokka upp hús- næðiskerfið, t.d. með því að stofha húsbanka. Húsbanki þessi yrði hlutafélag. Tilgangur bankans yrði að afla fjár til húsnæðismála, sem „Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við að draga hæfni Jóns Sigurðs- sonar í efa.“ og að ávaxta það í samræmi við öfluga uppbyggingu kaupleigukerf- isins. Alþýðuflokkurinn fer með þau ráðuneyti sem til þarf svo að af þess- ari uppstokkun geti orðið. Framhaldið er vissulega mikið undir því komið að vel takist til í byrjun. Hver svo sem þróunin verður í þeim efrium þá verður ekki annað sagt en Jón Baldvin megi vel við una hvemig til hefur tekist. Alþýðflokks- menn eru ánægðir með árangur vinnu formanns síns. Bjarni P. Magnússon Afram með umhverfismálin opið bréf til Krisbnar Halldórsdóttur Ágæta þingkona. Ég læt hér með í ljós ánægju mín með það sem þú skrifaðir um úrbæt- ur í umhverfismálum og birtist i DV 26. júní sl„ svo og með það hvemig þið kvennalistakonur hafið sett þessi málefni á oddinn. Ég er sammála umhverfisvemdarmarkmiðum ykk- ar. Ég er því alveg sammála að við höfum farið illa með náttúruna (þó aldrei sem einmitt nú) og að tími sé kominn til að snúa við blaðinu. ' Hvar erfyrirstaða? Heildarlöggjöf um umhverfismál væri þarfit skref og líklega einnig það að ná kjama þessara mála saman í eitt ráðuneyti. Þar er við ramman reip að draga. Það kann að vera rétt sem þú segir að einhverjir heimaríkir ráðherrar og embættis- menn hafi viljað halda fast í sín mál þegar fráfarandi ríkisstjórn reyndi að ná þessum málum saman í þó ekki væri nema ein lög, hvað þá ráðuneyti. Ég held nú samt að þetta sé ekki erfiðasta hindrunin. Mér sýnist emb- ættismenn yfirleitt frekar vera að kafha í málefnum. Eins held ég að umhverfismálin séu fáum ráðuneyt- ismönnum svo kær að þeir vilji ekki sjá af þeim. Nei, ég held að stærsti steinninn í vegi allra fi-amfara í umhverfis- stjómsýslu sé hagsmunahyggja, þ.e. ótti margra aðila við að raunveru- legar úrbætur muni kosta þá eitt- hvað. Ég held að stjómmálaflokk- amir verði fyrir þrýstingi frá slíkum aðilum og það drepi niður viljann til að gera eitthvað, þó ekki væri nema það eitt að standa við kosn- ingaloforð eða ákvæði í málefna- samningi. Þetta held ég að skýri öðm fremur tregðu bæði ráðherra og embættismanna. Kostnaður og ávinningur Að vísu hefúr ótti af þessu tagi í mörgum tilvikum reynst ástæðulaus þegar til kastanna kom. T.d. þráuð- ust eigendur jámblendiverksmiðja um allan heim lengi við að koma upp hreinsibúnaði og spúðu óþverra yfir borgir og byggðir lengi eftir að KjaUariim Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og námstjóri að ástæðulausu og eins þeirra sem hafa fulla ástæðu til að óttast um sinn hag. Ég geri ráð fyrir að þið kvennalistakonur séuð við þessu búnar, jafhvel þó þess sjáist ekki merki í umræddri grein þinni, Krist- Hvað mun heyra undir hið nýja ráðuneyti? Jafnvel þótt komið verði til móts við kröfu ykkar um sérstakt ráðu- neyti er ekki bjöminn þar með unninn. Þá veltur allt á því að þeir málaflokkar, sem mest varða um- hverfisvemd, fáist settir undir það ráðuneyti. Það yrði t.d. ekki nóg að fá Náttúruvemdarráð. hluta af Holl- ustuvemdinni og jafnvel skipulags- stjóra undir hatt hins nýja ráðuneytis,. þótt það sé vissulega frumskilýrði. Þar ættu að mínu viti „Það stórátak í umhverfismálum, sem mörg okkar sjá þörf á, verður ekki til þótt þingmenn segi hókus pókus. Það kostar bæði vit og.strit og þar af leið-. andi einnig starfsmenn, bæði í ráðuneyti og undirstofnanir þess.“ búið var að þróa nothæfan hreinsi- búnað. En svo kom í ljós að hreinsi- búnaðurinn gat borgað sig, því hægt var að nýta og selja bæði varmann og rykið sem numið var úr útblást- ursloftinu. Til allrar hamingju var hreinsibúnaður settur á verksmiðj- una í Hvalfirðinum strax i upphafi og sementsverksmiðjan á Akranesi nýtir rykið til að bæta sementið. Svipuðu máli gegnir um hreinsun ýmiss annars konar úrgangs. Því er þó ekki að leyna að margar brýnar úrbætur í umhverfismálum munu kosta samfélagið í heild nokkra fjármuni, a.m.k. ef til skamms tíma er litið, og munu kosta suma aðila meira en aðra. Því er ekki við öðru að búast en að tilraun- ir til úrbóta mæti talsverðri mót- stöðu, bæði frá aðilum sem óttast einnig heima - að einhvejju eða öllu leyti - Landgræðslan, Skógræktin, Umferðarráð og jafnvel Ferðamála- ráð, svo dæmi séu tekin. Svo þvrfti að auki að koma á fót þjónustu sem sárvantar enn, svo sem nútímalegu náttúrufræðisafhi sem væri eins konar náttúrufræðslumiðstöð. Þú segir í greininni, Kristín, að með stofnun nýs ráðuneytis stefnið þið ekki að aukinni yfirbyggingu eða stækkun „báknsins", að ekki sé um að ræða aukna starfsemi heldur að safna undir einn hatt stofnunum og verkefnum sem nú heyra undir hin ýmsu ráðuneyti. Hér finnst mér þér fatast flugið. Að því ég best fæ séð eru ákaflega fáir (ef nokkrir) starfs- menn ráðneyta sem hafa það fyrir aðalstarf að sinna umhverfismálefn- um. Hér er líklega einungis um brot af starfi nokkurra yfirhlaðinna emb- ættismanna að ræða sem kannski næði samanlagt 2-3 störfum þegar allt væri skrapað saman. Það yrði ekki burðugt ráðrmeyti úr því einu saman. I ýmsum stofnunum og ráð- um má vissulega finna starfsmenn sem helga starfskrafta sína umhverf- ismálum. Samt held ég að sá mannskapur dugi ekki til að gera átak í þeirri stefriumótun og fræðslu- stai'fi og þvi eftirliti sem nauðsvnlegt er, jafrivel þó stofnunum yrði'breytt og verkefni færð til. Auðvitað þarf martnskap Það stórátak í imihverfismálum. sem mörg okkar sjá þörf á, verður ekki til þótt þingmenn segi hókus pókus. Það kostar bæði vit og strit og þar af leiðandi einnig starfsmenn, bæði í ráðuneyti og-undirstofnanir þess. Þið verðið að horfast í augu við það. Um svipað leyti og ég las grein þína barst mér í hendur kvnning- arbæklingur frá norska umhverfis- málaráðuneytinu. Það ráðuneyti er nú komið á fermingaraldurinn og hafði fyrir 2 árum á að skipa u.þ.b. 60 starfsmönnum. Því er skipt í 6 deildir, -23 undirdeildir og sinnir u.þ. b. 140 skilgreindum málaflokkum. Ja, það mvndi einhver tala um bákn ef þetta væri hér á landi! Ég held- að við kæmumst af með mun minna, en þó held ég að ráðunevti, sem ekki væri annað en ráðuneytisstjóri, einn fulltrúi og e.t.v. ritari. vrði aldrei til neinna stórræðaög e.t.v. engin fram- för frá því sem við búum við nú. Umhverfisfræðsla Þú gerir umhverfisfræðslu að sér- stöku umræðuefhi og tek ég þar undir hvert orð. Þar er mikill og nær óplægður akur sem ég þekki dálítið til. Ég efast þó um að ráðuneyti umhverfismála muni í sjálfu sér bæta stöðu þessa málaflokks. Hann heyrir þó, það litla sem hann er, að verulegu leyti undir eitt ráðuneyti, þ.e. menntamálaráðuneytið. Nýtt ráðuneyti gæti orðið til að drepa umhverfisfræðslumálum enn meir á dreif milli ráðunevta. Vonandi er þó hægt að finna einhver ráð til að koma í veg fyrir það. Ég vona að barátta ykkar skili árangri og að þeir mörgu, mætu þingmenn .úr öllum flokkum, sem sýnt hafa þessum málum áhuga, sameinist um að koma þeim áleiðis. Bestu kveðjm-. Þorvaldur Öm Amason, liffræðingur og námstjóri P.s. Þetta er að sjálfsögðu bréf frá mér sjálfum, ekki þeim sem ég vinn fyrir. „Nýtt ráðuneyti gæti orðið til að drepa umhverfisfræðslumálum enn meir á dreif milli ráðuneyta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.