Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1987. Meiming______________ Laxness-þing 1987 Halldór Laxness ásamt Jakobi Benediktssyni, fyrrverandi ritstjóra Orðabókar Háskólans, og Þórarni Guðnasyni, lækni og rithötundi. DV-mynd S Þessi ráðstefna var haldin í Hótel Esju laugardaginn 4. júlí. Að henni stóðu Félag áhugamanna um bók- menntir og forlagið Vaka - Helga- fell. Blöðin höfðu sagt að yfirbókað væri á ráðstefnuna. Veður var gott og sumarhelgi og því voru nokkur sæti auð en þó sat ráðstefnuna tölu- vert á annað hundrað manns. Halldór var sjálfur viðstaddm- lengstum ásamt Einari svni sínum. Ráðstefnan fór hið besta fram og stóðst áætlun nokkum veginn alveg. sem mér finnst tíðindum sæta. Ég þakka það mikið því að hádegisverð- ur á staðnum og síðdegiskaffi voni innifalin í verði og fóru þvi fáir burt til þess ama. Fimm erindi voru haldin, hvert um þrjú kortér. Þetta hefði getað orðið nokkuð stíft ef ekki hefðu verið létt- ari atriði á milli: Svanhildur Óskars- dóttir og Tómas R. Einarsson sögðu stuttlega frá eftirlætisbókum sínum, Halla Margrét Ámadóttir söng þrjú ljóð Halldórs við lög Þorkels Sigur- bjömssonai', Jóns Ásgeirssonar og Jóns Nordal og leikarar lásu ljóð Halldórs og léku atriði úr Atómstöð- inni. Ráðstefnan stóð frá kl. 10 til hálfsex. Hér verður aðeins hægt að segja frá nokkrum meginatriðum og stokkað upp eftir viðfangsefnum. Höfundarferill Peter Hallberg var heiðursgestur og talaði fyrstur. Hann rakti æsku- minningar Halldórs um upphaf ritferils síns og sagði frá nokkrum meginatriðum hans framan af: hvernig hann tók eindregna afstöðu sem maður nútímans gegn hvers kyns fomeskju og vildi teljast al- þjóðaborgari. En það breyttist í Ameríku í lok 3. áratugarins, þá varð Halldór meðvitaðri um þjóðleg- ar forsendur sínar sem skáld. Alla tíð er samúð með alþýðu meginatriði í skrifum Halldórs, þegar um miðjan 3. áratuginn taldi hann að menntun- arlaus öreigastéttin væri miklu frjórri starfsvettvangur höfundar en borgarastéttin. En lesendur sáu oft ekki samúð höfundar í gegnum skop- ið. Hallberg sagði að Halldór hefði snemma þróast frá þröngsýnni raun- sæisstefriu til ævintýralegrar frá- sagnar og æ meir, þetta sýni t.d. þróun þorpskapítalistans frá tiltölu- lega hefðbundinni mynd Jóhanns Bogesens í Sölku Völku (1931) til ýktrar myndar Péturs Þríhross í Heimsljósi (1937 o.áfr.). Smám saman víkja skoðanir höfundar af framsviði fyrir áherslu á sjálft söguefnið, frá- sögnin verður þá lágspenntari. Þetta er í Gerplu en einkum Brekkukots- annál. Djöfulóö snilld Matthías V. Sæmundsson talaði um hvörf þau er orðið hafi í íslensku menningarlífi sem víðar í fyrri heimsstyrjöld. Áður hafi íhaldssöm embættismannastétt, einkum prest- ar, einokað menningarumræður um langan aldur og haldið þeim í þröng- um skorðum svo að uppreisnarverk fengu ekki birst þótt samin væru, svo sem Smalastúlka Sigurðar Guð- mundssonar. En margir hafi litið á fyrri heimsstyrjöld sem gjaldþrot ríkjandi menningar og þess vegna aðhyllst gereyðandi svartsýni. Menn hafi verið fastir í þeim hugsunar- hætti fyrri tíðar að mannlífið ætti að hafa tilgang en í stað guðs er til- gangsins nú leitað í mannfólkinu. Þar gat hann ekki fundist en af því stafar tryllingur og örvænting sem einkennir oft bókmenntir þær sem spretta upp af þessum nýja hugsun- arhætti. En Halldór Laxness hafi hafið sig yfir þetta til þeirra viðhorfa sem nú tíðkast frekar, að leita ekki tilgangs í heildinni. Matthías taldi þijú mikil bók- menntaverk íslensk rísa upp úr þessum nýja hugsunarhætti: Mörð Valgarðsson eftir Jóhann Sigurjóns- son, Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson og Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. í þeim stigi nútímahetjan fram á sviðið en hún sætti sig ekki við mannleg kjör, sveiflist á milli þess að vilja aðlagast þjóðfélaginu og gruns um að geta það ekki. Vefarinn mikli hafi það nú fram yfir bók Gunnars að í henni sé aðeins fjallað um upplausn gildis- mats fyrri tíðar sem móti hins vegar einnig form Vefarans, hann sé vefur sjálfstæðra radda, sem ekki sé rit- stýrt í eina heild að fyrri tíðar hætti og Gunnars þar sem höfundur vill ráða stefhu ritsins samkvæmt sínum skoðunum á réttu og röngu. Halldór hafi sjálfur talað um sundurleitni Vefarans, þar séu smásögur, bama- bókmenntir, prédikanir og surreal- ismi. Þetta taldi Matthías fléttað í fjölradda heild, líkt og rússneski fræðimaðurinn Baktín lýsti Dostoj- efskí. Flugsýn og tvísæi Sveinbjöm Baldvinsson talaði um það að skrifa á eftir Halldóri og fannst skuggi stórskálds engin af- sökun fyrir því að skrifa illa. Honum varð starsýnt á að fyrr hefðu íslensk- ir höfundar náð til erlendra lesenda en Halldóri tekist það best og fáum að marki síðar. Þar kenndi hann um metnaðarleysi þeirra og sagði að ekki væri vit í öðm en að keppa við stórskáld eins og Halldór, enda sýndu aðrir höfundar honum mestan sóma með því en ekki hinu að ætla sér minni hlut. Thor Vilhjálmsson andmælti því að yngri höfundar væm metnaðarlausir en taldi Hall- dóri Laxness til tekna að hafa drepið meira af meðalmennsku og lélegum bókmenntum en aðrir með því einu saman að vera glæst viðmiðun. Aðr- ir töldu alþjóðlega frægð hæpinn mælikvarða ó gildi bókmennta. Umræður þessar fóm ágætlega fram en mér finnst þeim jafnan of þröngur stakkur sniðinn þegar að- eins em leyfðar fyrirspumir til fyrirlesara sem sitja saman á palli. Þær vilja verða óeðlilegar og miklu skemmtilegra er að hafa almenn skoðanaskipti ráðstefnugesta um efhið. Ámi Siguijónsson rakti mismun- andi sjónarhom í bókum Halldórs, einkum Sölku Völku. Þar sé rammi í upphafi sögu og lok þar sem talað sé um hve þýðingarlaust þetta mannlíf sé í þorpinu sem sagan svo lýsi. Annað veifið bregði þessu sjón- arhomi alviturs sögumanns fyrir í bókinni en einnig sé sagt frá sjónar- miði Sölku. I gegnum Amald birtist lesendum einkum hversu afstæð sjónarhom séu og þá afstaðan til þess sem sagt er frá. Sé sú afstaða andstæð hagsmunum lesenda detti sagan dauð niður. Bókmenntir Öm Ólafsson Um fótaburð I Gerplu Bergljót Kristjánsdóttir rakti hve mikinn svip Gerpla bæri af ýmsum verkum þýska skáldsins Bertold Brecht og taldi um bein áhrif að ræða, svo sem í mynd víkinganna, sem væm eins og bófaflokkar Brechts, í hentistefnu ýmissa ein- staklinga o.fl. einkennum þeirra. Þessu mótmælti Thor Vilhjálmsson í umræðum á eftir og sagði að aldrei væri að vita hvor hefði orkað á hvom þegar um tvo svo skaplíka góðkunningja væri að ræða, enda lægi margt sameiginlegt í tíðarand- anum. Báðir höfundamir hefðu fyrst verið tilfinningasamir, síðan kald- hæðnir, loks náð miklum árangri í grátbroslegri tvíræðni. Peter Hall- Serg sagði áhrif annarra skálda á Halldór einkum hafa orðið þau að losa hann undan fyrirmyndum, vera honum fordæmi í sjálfstæði. Bergljót lagði raunar ekki mest upp úr sameiginlegum efnisatriðum en taldi að Halldór hefði lært frá- sagnartækni epískra skáldsagna af Brecht. Vissulega beri Gerpla mik- inn svip af íslendingasögum en sögumaður sé óvenjuáberandi og skopstæling en hvort tveggja sé einnig í Fóstbræðrasögu sem Gerpla byggist beinlínis ó að hluta. Skop- stæling Gerplu beinist þó mest að hugmyndum 20. aldar manna um hetjuskap, um sjálfa sig o.fl. Margt minni á kvikmyndir í Gerplu, svo sem klippitækni (montage) sem skeyti saman sundurleitt efni, t.d. sagnfræðiköflum inn í þessa skáld- sögu. Þessi aðferð geri hversdags- lega hluti framandi og veki lesendum heilabrot. Oft sé skipt á milli nær- myndar og yfirlits. Gerpla sé að byggingu eins og mósaík og ekki persónusaga fyrst og fremst heldur samfélagssaga sem einkennist af ótal stríðandi andstæðum. Klippitæknin sé því notuð til að miðla marxískri, tvísærri lífssýn (díalektískri). Þann- ig verði viðbót í lýsingu iðulega til að umtuma því sem á undan fór. í Gerplu beri íslenskir höfðingjar sögualdar svipmót samtíma Hall- dórs; í þeim birtist verslunarauðvald og útgerðarauðvald. Persónur séu einkum fulltrúar andstæðra stétta. Þorgeir Hávarsson sé alþýðumaður haldinn ranghugmyndum um stöðu sína en þær hugmyndir gagnist fyrst og fremst ráðamönnum. Líkt sé þessu farið um Ólaf konung digra, því séu báðir dauðanum vígðir - enda fótaburður áþekkur! Þormóður skáld þjáist á efnaheimili sínu að Ögri því þar hafi skáldið fjarlægst alþýðuna í mynd Kolbrúnar. Þegar hann í Stiklastaðaorrustu hafhi því að standa með alþýðu og fylgi Ólafi konungi falli hann, eins og konung- ur falli fyrir lurkum bænda. Þó megi segja að Gerpla sé að sönnu harm- ræn en endi ekki í svartsýni því eins og Þormóður skilji lesendur að lok- um samhengið. Gerpla leggi áherslu á að sýna Island í víðtæku alþjóð- legu samhengi, þau öfl sem varast þarf eru hin sömu hér og erlendis. Ást og óhugnaður Það var gaman að fá aðra úttekt á Gerplu, frá allt öðru viðhorfi, er Dagný Kristjánsdóttir fjallaði um hana frá sjónarmiði sálgreiningar. Dagný taldi marga hafa gert of lítið úr Þorgeiri Hávarssyni sem væri ekki bara persónugervingur eigin- leika eða heimskur heldur sálrænt bæklaður af því að sjá á barnsaldri lífið murkað úr föður sínum. Alla ævi er hann ofurseldur hetjudýrkun móður sinnar. Aldrei vill hann koma nálægt öðrum konum, óttast þær og er afbrýðisamur í garð ástkvenna Þormóðs fóstbróður síns. Sá er aftur að mati Dagnýjar svipaður goð- sagnahetjunni Tristan í því að hann elskar ekki ástkonuna heldur ást sína, því geti hann aldrei unað í sam- bandi og sambandið sé ekki milli jafningja heldur gefist hann konum sem ómálga bam. Eins séu stöðugir meinbugir á ástamálum Ólafs digra en hann hafi raunar lítinn áhuga á konum heldur sé stöðugt að leita föður í stað þess sem hann missti á bamsaldri. Þegar hann býr við hina mestu niðurlægingu í Rússlandi verður hann ákaft kristinn. En sú trú sé leit að kærleiksríkum, mildum föður. Þessi trú stangist á við fasísk- an eyðingarboðskap hans fyrir innrásina í Noreg, því beri hann í sér geðbilun og feigð. Karlmennskudýrkun og kvenfælni þessa taldi Dagný stafa af sálarstríði frumbemsku, barnið hafi þörf fyrir móður sína en óttist jafnframt að hún gleypi persónuleika þess. Hetjur Gerplu séu á eilífum flótta undan slíkum ótta inn í hatur, ekki ást. Nú höfðu þeir Marx og Freud mæst í Gerplu og hófust þriggja kort- éra umræður. Bergljót var þá beðin álits á túlkun Dagnýjar. Bergljót taldi hana staðfesta orð sín um að lesendur fengju jafhan mikið verk í sinn hlut við að túlka sögur Hall- dórs en kenningakerfi freudismans fannst henni of algilt til að henta þessari sögu sérstaklega. Matthías Sæmundsson hafði talað í þeim anda um móðurleit Steins Elliða sem eitt helsta hreyfiafl Vefarans mikla en sagði nú að freudískar túlkanir gengju náumast nema fallist væri á forsendur þeirra, kenningar Freuds um Ödipusarduld, auk þess drægju þær gjaman brodd úr bókmenntum með því að færa öll vandamál inn í einkalífið. Það taldi Dagný vera öfg- ar sem vel mætti forðast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.