Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Síða 7
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
7
Ungur plltur myrtur
Níu ára gamall drengur af palest- ... ..,
ínskum ættum lét lífið og átta aðrir Jerusolem\f
Palestínumenn særðust t gær þegar wj
arabískur drengur kastaði hand- Gaza i/ í .
sprengju inn í verelun á Gaza vNÍiiiLJríiJ* í-"í Ammart'
svæðinu sem ísraelsmenn halda
hernumdu. Koiró
Að sögn lögreglu á svæðinu voru ■
tveir hinna slösuðu taldir i lífehættu
eftir sprenginguna.
Aðdragandi atburðar þessa var sá að þrír palestínskir drengir voru að
leika sér með hætdsprengjur, sem þeir höíðu fundið í ruslatunnu nálægt
vereluninni, sem er í bænum Khan Yunis. Einn þeirra gerði þá hand-
sprengju virka og kastaði henni inn í verslunina.
Meðal hinna særðu var hundrað ára gamall maður.
Útgöngubann var fyrirakipað í bænum í gærkvöldi á nteðan rannsókn fer
fram.
Talið er að hin nýja ríkisstjóm Italíu, sem í gær sór embættiseiða sína,
muni reynast sjálfri sér sundurþykk og varla verða langlíf.
Giovanni Goria, leiðtoga kristilegra demókrata, tókst t gær að mynda
nýja samsteypustjóm fimm fiokka í landinu og batt þannig enda á fimm
mánaða langt upplausnarástand í ítölskum stjómmálum. Goria sór Franc-
esco Cossiga, forseta ítaliu, embættiseið sinn í gær.
Nýja ríkisstjómin, sem er hin fertugasta og sjöunda frá lokum siðari heims-
styrjaldar, er sarasteypustjóm kristilegra demókrata, sósíalista, repúblikana,
sósíal demokrata og fijálslyndra. Sömu flokkar hafa farið með völd á Italíu
að mestu undanfarin sex ár.
Alls eru þrjátíu ráðherrar í þessari nýju ríkisstjóm, sem hefúr um fimm-
tíu og sjö prósent fylgi á þingi landsins.
Staðfestu samning um Ermarsundsgöng
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Francois Mitterrand,
forseti Frakklands, staðfestu í gær formlega samkomulag ríkjanna tveggja
um byggingu jarðganga undir Ermarsund. Samkomulag þetta bindur enda
á nær tveggja alda langar deilur ríkjanna um göngin.
Vinna við göngin er þegar hafin í íVakklandi og ef starf hefst á fullu síðar
á þessu ári, eins og áætlað er. Má búast við að göngin verði tiibúin í maí 1993.
Göng þessi verða byggð fyrir einkafjármagn og hefúr þegar verið tryggt
lán sem nemur fimm milljörðum sterlingspunda til framkvæmdanna.
Ekki allir jafnhrifnir
Ekki em allir Bandaríkjamenn jafnhrifnir af Oliver North, ofúrsta og fyrr-
um starfsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, né heldur aðgerðum
bandarískra stjómvaida í Nicaragua. Til nokkurra mótmæla kom í Chic-
hago í gær þar sem andstæðingar North og stuðnings stjómarinnar við
kontrahreyfinguna, sem berst gegn stjóm Nicaragua, lýstu viðhorfúm sínum.
Á kröfúspjöldum mótmælenda mátti meðal annars lesa þá spumingu hvers
kyns kerfi það væri eiginlega sem framleiddi „hetjur“ á borð við North.
Ekki kom til átaka við mótmæli þessi.
Útlönd
Reagan gekkst undir aðgerð
Reagan Bandarikjaforseti lætur ekki smáaðgerðir raska dagskrá sinni og flutti i gær tölu við minningarathöfn um
Malcolm Baldrige viðskiptaráðherra sem lést af slysförum síðastliðinn laugardag. Símamynd Reuter
Ólafur Amaisan, DV, New York:
Reagan Bandaríkjaforseti gekkst í
fyrradag undir smávægilega aðgerð
þar sem fjarlægt var úr nefi hans lítið
ber. Ekki er enn vitað hvort um ill-
kynjað krabbameinsæxli var að ræða.
Það kemur hins vegar væntanlega í
ljós í dag er niðurstöður ræktunar á
sýninu verða gerðar kunnar.
Forsetinn er hins vegar orðinn svo
vanur svona smáaðgerðum að hann
lætur slíkt ekki raska dagskrá sinni.
í fyrradag stóð hann í ströngu við að
kynna þá nýju stöðu sem komin er
upp í afvopnunarviðræðum stórveld-
anna og í gær flutti hann tölu við
minningarathöfn sem haldin var um
Malcolm Baldrige viðskiptaráðherra
sem lést af slysförum síðastliðinn laug-
ardag.
stírirót swáir búctarkassar
fyrirliflar rerslanir oy sfórmarkacti ,
verct frá kr. 30.000.-
HANS ÁRNASON
UMBOÐ & ÞJÓNUSTA
I.augavegi 178 - 105 Reykjavík S 3 13 12
TISKUVAL ER í TAKT VIÐ TÍSKUNA
Tískuverslunin TISKUVAL er með frábæra
ÚTSÖLU fram að helgi. Þú getur fengið þér
fyrir Verslunarmannahelgina TOPP-TÍSKUFÖT
á ótrúlegu verði.
TISKUVAL
TISKUVERSLUN
AUSTURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI - SÍMI 611886
U^BXtl£á UjjM
-K \ % ^al pfill |É f '''‘'-B KÉjjfclC
jj§ hi
LIl i s f
TÍSKUVAL ER í TAKT VIÐ TÍSKUNA