Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JULl 1987. \ Utlönd Borgarbúar bölva beram brjóstum llonu Staller, itölsku fatafellunni og þingmanninum, leyfist það sem erlendum ferðamönnum er bannað í borgum Ítalíu. Að sýna á sér brjóstin. Það er meira að segja litið hornauga á þá sem ganga í stuttbuxum og flegnum, ermalausum bolum Simamynd Reuter Það er ekki nema mánuður síðan Italir kusu fatafellu á þing. Erlendir ferðamenn á Ítalíu eiga hins vegar á hættu að vera dæmdir til að greiða sekt efþeir sýna of mikið af lærunum á sér eða brjóstunum. Þessi mótsagnakennda afstaða gegn beru holdi skýtur svolítið skökku við sérstaklega þegar sumar- hitamir hafa verið svo miklir en hún þykir bara vera eitt dæmi af mörgum um þversagnimar sem menn reka sig á hvað eftir annað á Italíu. Umferðin í Róm stóð kyrr þegar fatafellan Ilona Staller, sem var írambjóðandi róttæklinga, átti það til að birtast með ber brjóstin á götu úti í kosningabaráttunni í júní. Cicciolina, eða sú litla og holdmikla eins og Ilona er stundum kölluð, hlaut atkvæði mörg þúsund kjós- enda. Svo virðist sem slagorð hennar, „Niður með kjamorkuna og upp með kynorkuna", hafi fallið í góðan jarðveg. Háttvirta Cicciolina Það var með naumindum að flokksbræður hennar gátu talið hana á að mæta ekki í gegnsæjum kjól við setningu þingsins. Og Giulio Andreotti utanríkisráðherra lét þau orð falla að þessi háttvirti nýi þing- maður myndi líklega ekki leggja mikið af mörkum til þess að leysa kreppuna sem ríkir í vefnaðariðnað- inum. Það kveður aftur á móti við harð- ari tón þegar ferðamenn fækka öllum nema nauðsynlegustu spjör- unum vegna hitanna í borgunum. Yfirvöld í Feneyjum hafa ákveðið að sekta þá sem vanvirða þessa við- felldnu borg með því að fækka fötum. Verða menn krafriir um íjórtfin hundmð krónur á staðnum. I Róm geta ferðamenn, sem ganga um í stuttbuxum eða bikini, átt von á því að lögreglan snúi sér að þeim og skipi þeim að klæða sig betur. Þeir sem baða sig í gosbrunnum eiga á hættu að verða sektaðir. Hryllir suma Rómarbúa við því að sjá ferða- mennina busla í gosbrunnunum, þó svo að hitinn sé þrjátíu og sex stig, og hafa þeir á orði að Róm sé engin baðströnd. Nektarmyndir selja vel Æ fleiri ítölsk frétta- og viðskipta- tímarit skreyta forsíður sínar með myndum af nöktu eða hálfhöktu kvenfólki. Staðreyndin er sú að þau seljast betur ef þau eru skreytt á þennan hátt. Auglýsendur hafa einnig orðið varir við sömu þróun. Þykir varla stætt á öðru en að aug- lýsa bíla og meira að segja ritvélar og þvottavélar öðruvísi en að ber skvísa sé látin hlykkjast um grípina. Lítið ber samt á mótmælum gegn þessu og er talið að það sé vegna mikilla þjóðfélagslegra breytinga sem orðið hafa á Italíu síðustu tíu árin. Meðal annars er lögleiðing skilnaðar og fóstureyðinga gengin í gildi þó svo að kaþólska kirkjan hafhi henni og fordæmi. Eins og Rómverji í Róm Vegna þess hve nektarmyndir eru algengar og sala á klámritum mikil eiga ferðamenn erfitt með að skilja hvers vegna þeim er gefið að sök að misbjóða almennu velsæmi með því að klæðast stuttbuxum og ermalaus- um og flegnum bolum í borgunum. Þar virðist gilda að sértu í Róm þá hagar þú þér eins og Rómveiji. Sem sé, ekki er um það að ræða að svipta sig klæðum þó svo að hitinn sé að drepa mann. Öllum Rómveijum, Feneyjabúum og Flórensbúum með sjálfsvirðingu dytti ekki í hug annað en að klæð- ast á venjulegan hátt þegar þeir fara út að versla eða sinna öðrum erind- um innan borgarmarkanna. Líta þeir með fyrirlitningu á útlending- ana sem hegða sér öðruvísi. Þeir ítalir, sem geta komið því við, yfirgefa borgimar á heitasta tíma ársins. ítalir taka sér einnig hvíld um miðjan daginn á meðan útlend- ingamir ráfa um í steikjandi hitan- um. Stjómarfár víðast ótvyggt Vesturlandafólk býr við stjómar- farslegt öryggi sem íbúar fárra annarra ríkja eiga að fagna. Breska tímaritið Economist birti nýlega nið- urstöðu nokkurra sérfræðinga í stjómmálum og alþjóðamálum, þar sem reynt var að áætla hættu þá sem er á skyndilegum breytingum valda- hlutfalla í þeim löndum sem við- kvæmust em talin fyrir slíku. Alls em það fimmtíu lönd sem talin em búa við einhverja ótiyggð í þessum efhum. Þríþætt Niðurstöður umfjöllunar þessarar em byggðar á þríþættu mati. I fyrsta lagi á stöðu efnahagsmála og spám um þróun þeirra. I öðm lagi á stöðu í stjómmálum, þar sem tekið er með hversu lýðræðisleg og hversu fijáls- lynd stjómvöld em, svo og hversu nálægt ríkið er styijaldarástandi. I þriðja lagi á þjóðfélagsháttum, þar með talið hvort um þéttbýlis- eða dreifbýlisland er að ræða, sem og spillingu og spennu milli kynþátta. Ekki á óvart Niðurstöður sérfræðinganna koma líklega fáum á óvart, að minnsta kosti ekki þeim sem fylgjast með fréttum. Mest hætta er talin á stjóm- arfarslegum sviptingum við Persaf- lóa og í löndum suð-vestanverðrar Afríku. Fjögur ríki em talin í mestri hættu, það em íran og írak, Eþíópía og Súdan. Athyglisvert er að þessi fjögur ríki umlykja nánast Arabíuskaga og þar með Saudi-Arabíu. I Saudi-Arabíu er hins vegar hættan aðeiils talin í meðallagi. Af þeim ríkjum, sem talið er að mjög mikil hætta sé á sviptingum í, em fjögur í Afríku. Það em Ug- anda, Zambía, Nígería og Zaire. Eitt af ríkjum Suður-Ameríku er talið búa við mikla hættu, það er Chile, og eitt Mið-Ameríkuríki, E1 Salvad- or, er einnig talið mjög viðkvæmt. Af Asíuríkjum er Víetnam eitt ta- lið vemlega hætt komið, þrátt fyrir tilraunir stjómvalda þar til að treysta stöðu sína og bæta afkomu almennings. Töluverð hætta Þau ríki, sem talin em búa við töluverða hættu á stjómarfarslegum sviptingum, dreifast mun meir. Með- al þeirra em Mexíkó, Guatemala, Bólivía og Perú í Ameríku, Suður- Afríka, Zimbabwe, Tansanía, Marókkó og Túnis í Afríku og Filippseyjar, Bangladesh, Pakistan og Burma í Asíu. Alls em seytján ríki talin í þessum flokki. Það sem ef til vill kemur ofurlítið á óvart í niðurstöðum sérfræðing- anna um þennan ríkjahóp er að þeir telja töluverða hættu á stjómarfars- legum sviptingum í Egyptalandi. Vegur þai' þungt að friður þykir við- kvæmur umhverfis Egypta, spilling stjómvalda og hversu háð ríkið er utanríkisviðskiptum. Pólland og Tyrkir Það er ekki fyrr en komið er niður í þann hóp ríkja sem talin em búa við áhættu í meðallagi að fyrsta Evrópuríkið kemst á lista. Það er Pólland, en talin er nokkur hætta á að þar dragi til stjómarfarsbreyt- inga, einkum vegna stöðnunar stjómvalda, mikilla valda hers, vegna þess hversu margir landsmenn líta á ríkisstjómina sem ólögmæta og vegna mikillar verðbólgu. Júgóslavía býr við svipaða stöðu, nema að hætta á innamríkisátökum er þar talin meiri en í Póllandi. Tyrkir em einnig í þessum ríkja- hópi og vegur þar þyngst styrjaldar- hættan, einkum hættan á innan- landsátökum. Hætta á sviptingum er talin vera í meðallagi í þrettán ríkjum, Sri Lanka, Thailandi, Malaysiu og Indl- andi í Asíu, Columbíu, Ecuador, Argentínu og Uruguay í Ameríku og Alsír í Afríku, auk þeirra sem fyrr em talin. Lítil hætta Loks kemur svo fámennur hópur ríkja þar sem talin er lítil hætta á skyndilegum breytingum, en hætta þó. Tvö Evrópuríki teljast þar í flokki, Portúgal og Grikkland. Ekki er það neitt eitt atriði sem vegur þungt í mati á þessum tveim löndum heldur fremur slæleg staða í flestum málum. Það em níu ríki sem teljast búa við ofurlitla hættu. Auk framan- greindra em það Suður-Kórea, Singapore, Taiwan, Hong Kong og Kína í Asíu en Brasilía og Venezu- ela í Ameríku. Niðurstöður þessar em byggðar á stigagjöf, þar sem ríki getur fengið allt að hundrað stigum. Mikill mun- ur er á ríkjum innbyrðis, því Irak fékk áttatíu stig og er talið í mestri hættu, en Brasilía fékk ekki nema liðlega tuttugu stig þó að talin sé einhver hætta á sviptingum þar. Ástralía og norðrið Af ríkjum heimsins má því næstum alhæfa að auk landa á norðurhveli búi Ástralía ein við tryggt stjómar- far. Flest Evrópuríki búa við öryggi, sem og ríki Norður-Ameríku og Sov- étríkin. Teljast verður þó athygli- svert að engin hætta er talin á stjómarfarslegum breytingum í Afg- anistan sog Gaddafi, leiðtogi Líbýu, virðist vera talinn fyllilega traustur í sessi, þrátt fyrir reglubundinn orð- róm um uppreisnartilraunir gegn honum. Stjómvöld Nicaragua em einnig talin traust, þrátt fyrir harða hríð kontrahreyfingarinnar að þeim, með fulltingi Bandaríkjamanna. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.