Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
15
Oryggis- og hvala-
mál íslendinga
„Hvalarannsóknir íslendinga eru að mati bandariskra ráðamanna jafn-
alvarleg brot og innrás í Afganistan og herstjórn i Póllandi en hins
vegar miklu alvarlegra brot en að afhenda leyndustu tækni til Rússa.“
Þeir sem hafa talið Bandaríkja-
menn í hópi vinaþjóða íslendinga
eru nú komnir að vegamótum. Það
er ljóst að til of mikilla áhrifa hafa
komist vestra menn sem vinna leynt
og ljóst að þvi að spilla fomri vin-
áttu. Einkanlega kemur þetta fram
í viðhorfum bandarískra ráðamanna
gagnvart hvalarannsóknum íslend-
inga.
Það er rétt að undirstrika að hval-
arannsóknimar fara að öllu leyti
fram skv. samþykktum Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Hvalveiðar íslendinga
vom aldrei gagnrýndar af vísinda-
nefrid Alþjóðahvalveiðiráðsins, enda
fóm íslendingar ætíð eftir tillögum
nefridarinnar. Stöðvun hvalveiða
var síðan pólitísk ákvörðun, tekin
að frumkvæði Bandaríkjamanna, en
þar ráða ferðinni ofstækishópur sem
vill engar hvalveiðar.
Jakob Jónsson, forstöðumaður
Hafrannsóknarstofnunarinnar, hef-
ur lýst því nýverið í sjónvarpi
hvemig hvalarannsóknimar hafa
verið skipulagðar og hvemig leitað
var álits meðal færustu vísinda-
manna um allan heim til þess að
tryggja að þær skiluðu sem mestum
árangri og á sem skemmstum tíma.
Markmið þessara rannsókna er að
treysta grundvöllinn undir eðlilegri
nýtingu hvalastofnanna í höfunum
umhverfis landið, svo og að gera sér
grein fyrir því að hve miklu leyti
hvalir hér við land em staðbundnar
tegundir og að hve miklu leyti
flökkudýr en slíkt getur skipt máli
skv. Hafréttarsáttmálanum. Það em
nefnilega ákvæði í Hafféttarsáttmál-
anum sem gera ráð fyrir því að slíkar
rannsóknir fari fram með nýtingu
stofnanna að markmiði.
Ósannindi hjá
Guðrúnu Helgadóttur
Þess vegna em það hrein ósann-
indi hjá frú Guðrúnu Helgadóttur
alþm. að halda því fram að hvala-
rannsóknir Islendinga séu brot á
Hafréttarsáttmálanum. En kannski
er ekki við öðm að búast hjá konu
sem greiðir atkvæði skv. óskum er-
lendra ríkja á Alþingi íslendinga.
I fyrra þvinguðu Bandaríkjamenn
okkur til þess að draga úr sölu á
hvalaafurðum erlendis. Þetta er
vegna þess að þeir telja að ekki fari
saman vísindastörf og kaup-
mennska. Maður sem stundar
rannsóknir á dýrum á að mati þeirra
að henda hræjunum. Slíkt er vitan-
lega sóun og gátu þeir ekki haldið
þessari skoðun sinni til streitu. Þá
sögðu þeir: Þið megið selja hvalaaf-
Kjallariim
Haraldur Blöndal
lögfræðingur
urðimar en ekki til útlanda. Þeir
hafa ekki fengist til þess að útskýra
hver sé munur á innanlands- og ut-
anlandsneyslu, enda er krafa þeirra
einungis sett fram til þess að skapa
vandræði hér á landi.
I fyrra gáfu íslendingar eftir og
vonuðust þá til þess að friður næðist.
En ekki var hægt að treysta Banda-
ríkjamönnum í þeim efnum. Virðast
lífsviðhorf Georgs Washingtons ekki
lengur vera ráðandi í viðskipta- og
utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Bandaríkjamenn hafa byrjað söng-
inn upp á nýtt og nota til þess
ályktanir Alþjóðahvalveiðiráðsins
sem em brot á samþykktum ráðsins
og þess vegna að engu hafandi.
Framkoma Bandaríkjamanna í sum-
ar undirstrikar það sem ég sagði í
upphafi, að við erum komin að vega-
mótum í samskiptum við þessa þjóð.
Hvala- og öryggismál
Morgunblaðið hefur sagt að ekki
megi blanda öryggis- og vamarmál-
um íslendinga í hvalamálin. Mér er
spum: Geta Bandaríkjamenn varið
þjóð sem þeir neita að versla við?
Samkvæmt venjum í alþjóðarétti er
það óvinaaðgerð að setja viðskipta-
bann á þjóð. Bandaríkjamenn hafa
gert það gagnvart Sovétmönnum
vegna Afganistan, þeir hafa beitt
sömu aðferð gagnvart Pólverjum.
Þeir hafa hins vegar ekki beitt refsi-
aðgerðum gagnvart Norðmönnum,
hvorki vegna hvalveiða eða vegna
þess að norskt fyrirtæki seldi Sovét-
mönnum tæknileyndarmál. Hvala-
rannsóknir íslendinga em að mati
bandarískra ráðamanna jafnalvar-
leg brot og innrás í Afganistan og
herstjóm í Póllandi en hins vegar
miklu alvarlegra brot en að afhenda
leyndustu tækni til Rússa.
Það em þess vegna ekki íslending-
ar sem em að blanda saman öryggis-
málum og hvalamálum. Það em
Bandaríkjamenn sjálfir. Það em
Bandaríkjamenn sem em að spilla
gamalli vináttu og menn taka því.
Nú hafa veður skipast svo að ís-
lendingar eiga ekki eins mikið undir
bandaríska fiskmarkaðnum og áður.
íslendingar hafa undanfarið selt
meira og meira á hefðbundna mark-
aði í Evrópu. Nýir markaðir hafa
opnast í Japan. Þangað eigum við
að stefna okkar viðskiptum í fram-
tíðinni. Þar búa þjóðir sem vilja
halda verslun og stjómmálum að-
skildum. Þessar þjóðir virða fullveldi
Islands.
Hjörleifur Guttormsson skrifaði
ágæta grein í Þjóðviljann fyrir
stuttu um hvalamálin. Þar hrakti
hann fullyrðingar ofstækismanna úr
hópi líffræðinga um að hvalarann-
sóknimar væm brot á alþjóðaregl-
um. Því miður dugði sú grein ekki
til þess að koma vitinu fyrir hóp
nokkurra líffræðinga sem gengu er-
inda Bandaríkjamanna meðan
Halldór Ásgrímsson átti í viðræðum
við Bandaríkjastjóm. Mun skömm
þessara manna vera lengi uppi.
Hvalfriðunarmenn óttast
Það sama verður þvi miður að
segja um Náttúmvemdarráð. Það
virðist ráða meira ríkjum að halda
frið við ofstækismenn en tryggja
eðhleg samskipti manns og náttúm.
Ég man eftir ályktunum Náttúm-
vemdarráðs gegn lagningu Kísilveg-
arins, gegn lagningu Gjábakkaveg-
arins og gegn rannsóknum í
Mývatni til þess að tiyggja að verk-
smiðjurekstur þar geti haldist án
þess að gengið sé á lífríki vatnsins.
Náttúmvemdarráð viðurkennir að
vísu að rétt sé að stunda hvalveiðar
í framtíðinni en hins vegar vill ráðið
ekki láta þær nauðsynlegu rann-
sóknir fara fram sem þarf til þess
að þær veiðar verði stundaðar.
Kjami þessa máls er nefiiilega sá
að íslendingar hafa stundað hval-
veiðar af skynsemi, e.t.v. einir þjóða
í heiminum. Rannsóknir þær sem
nú em gerðar munu sanna þetta.
Þetta vita hvalfriðunarmenn og ótt-
ast. Þess vegna hamast þeir nú gegn
hvalarannsóknum íslendinga.
Haraldur Blöndal.
„Mér er spurn: Geta Bandaríkjamenn
varið þjóð sem þeir neita að versla við?
Samkvæmt venjum í alþjóðarétti er það
óvinaaðgerð að setja viðskiptabann á
þjóð.“
Land í flakandi sánim
Það er ekki langt síðan þjóðin
endurheimti sjálfstæði sitt og auð-
lindir hafsins. En landið, sem guð
gaf okkur til varðveislu og ævarandi
eignar, höfum við ekki endurheimt.
Og nú er svo komið að stórir hlutar
þess em flakandi sár sem líkja má
við eyðimörk.
Á goðaveldistímanum samþykkti
alþingi við Öxará lögin um hreppa
og hreppaskipan. Goðamir sam-
þykktu að afrétturinn og upprekstr-
arlönd væm almenningur, þ.e.a.s.
sameign okkar allra. Og þetta er
arfur forfeðranna sem þeir lögfestu
í árdaga. Gjöf þeirra til okkar sem
ganga skal frá kynslóð til kynslóðar.
Löglegt en siðlaust
Nú er ég ekki lögfróður maður en
það virðist nokkuð ljóst að við og
feður okkar og mæður, sem fluttum
á mölina, höfum fyrirgert þessum
arfi. En þar með er ekki sagt að við
sem erum um 95% þjóðarinnar og
leggjum fram mikið fjármagn til að
viðhalda byggð í sveitum landsins
þurfum að horfa upp á það að landið
Kjállarinn
Sigurður
Arngrímsson
framkvæmdastjóri
okkar verði gert að auðn vegna of-
beitar.
Og nú er svo komið að alþingi
verðui' að taka í taumana. Setja
verður ný lög um upprekstrarlönd
„Banna á þegar í stað hefðbundinn búskap
á ríkisjörðum og færa þarf forkaupsrétt
jarða í hendur alþingi.“
og almenning. Best væri að hrossa-
og sauðfjáreigendur yrðu skyldaðir
til að hafa bústofn sinn innan girð-
ingar í landi jarða sinna. En upp-
rekstrarlönd og almenning þarf
víðast hvar að friða þar til gróður
hefur náð sér í það sem hann var á
söguöld. Því þó að það sé löglegt er
það siðlaust að skila landinu til kom-
andi kynslóða í flakandi sárum, eins
og nú er gert.
Lokaorð
Vitanlega á að greiða eigendum
sanngjamar bætur fyrir að taka
tímabundið upprekstrarlönd og af-
rétt eignamámi. Og best væri fyrir
alla að trjárækt og uppgræðsla á
landi eiganda kæmi þar til frádrátt-
ar. Vinna þarf að kynbótum á
sauðfjárstofninum og hætta fram-
leiðslu á skvapfituðum dilkum.
Stofnstærð þarf að miða við innan-
landsneyslu, þar til bændum hefúr
tekist að rækta seljanlega afurð sem
stendur undir framleiðslukostnaði.
Banna á þegar í stað hefðbundinn
búskap á ríkisjörðum og færa þarf
forkaupsrétt jarða í hendur alþingi.
Byggja á upp nýjar atvinnugreinar
til að viðhalda byggð í sveitum
landsins. Og ljóst má vera að þessar
aðgerðir þola enga bið, þvi nú er svo
komið að bændumir og þjóðin öll
líður fyrir heimska, flausturslega og
ranga landbúnaðarstefnu, sem engu
öðm hefúr áorkað en því að gera
dugnaðar- og bjargálna menn í sveit-
um að bónbjargarmönnum. Þessari inni aftur landinu sem guð fól okkur
þróun verður alþingi þegar í stað að til varðveislu og sameignar.
brevta en umfram allt að skila þjóð- Sigurður Amgrímsson
„..Ijóst mávvera að þessar aðgerðir þola enga bið, því nú er svo komid
að bændurnir og þjóðin öll Itða fyrir heimska, flausturslega og ranga land-
búnaöarstefnu,..."