Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 31
Sandkom FIMMTUDAGUR 30. JÚLf 1987. DV \fiKun yzm Skjaldarmerki Grinda vikur er til vinstri en merkiö úr uppsláttarbókinni til hægri. Undarleg tilviljun hvaö þau eru lík. Bæjarmerkið tilviljun? I síðasta tölublaði af Víkur- fréttum er að finna klausu þar sem verið er að velta fyrir sér hvemig nýsamþykkt bæjar- merki Grindavíkur sé til komið. Bæjarmerkið er geit- hafur á tveimur fótum og er merkið sláandi líkt öðru sem er að finna í bandarískri upp- sláttarbók sem gefín var út árið 1950 og ber heitið „Sym- bols, Signs & Signets". Eini munurinn er sá að dýrið í Grindavíkurmerkinu hefur verið haft dökkt og bakgrunn- urinn er annar. Segja Víkur- fréttamenn að þeir hafi áður fimdið aðra samlíkingu í þýskri uppsláttarbók. Nú er bara spumingin hvort hér sé um „ódýra stælingu" að ræða, merki fundið í upp- sláttarbók, eða þá að hér sé um furðulega tilviljun að ræða. Gúrkuleysi Þjóðviljans Eins og fram hefur komið áður í sandkomi tilkynnti Þjóðvilj inn fyrir skömmu að blaðið ætlaði að heíja afhend- ingu á sérstökum verðlaunum. Bám verðlaunin heitið „gúrka dagsins" og átti að veita fyrir svokallaðar „gúrkufréttir". Eitthvað hefur þó þessi verðlaunaveiting vaf- ist fyrir Þjóðviljamönnum. Níu blöð hafa verið gefin út síðan verðlaunaveitingin hófst en gúrka hefúr aðeins verið veitt í rúmlega helmingi blaðanna, eða í fimm blöðum. Virðist því svo vera sem fjöl- miðlar séu annaðhvort mun málefiialegri en Þjóðviljinn reiknaði með eða þá gúrkuút- gerðin hefur verið orðin helst til dýr eins og verðið er nú á gúrkum. Forsætis- ráðherrann veðurtepptur Það em gömul sannindi og ný að allra veðra er von hér- lendis. Getur veður og færð sett strik í ferðaáætlun flestra þó að j úlí sé nú kannski einna skásturtil ferðalaga. Veðrið getur jafnvel haft áhrif á störf íslensku ríkisstjómarinnar. f gær var ríkisstjómarfund- ur og brá svo við að Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra stjómaði fundinum en sjálfan forsætisráðherrann vantaði. Skýringin var sú að Þorsteinn Pálsson var veðurtepptur í Vestmannaeyjum og gat af þeim sökum ekki setið fúnd- inn. Rottuveiðar lögreglunnar Lögreglukona í Kópavogi varð um daginn áþreifanlega vör við þá staðreynd að stund- um verður að gera fleira en gottþykir. Hún var keyrandi í mestu makindum í eftirlitsferð um bæinn þegar henni var til- kynnt að vart hefði orðið við rottu í húsi einu í bænum. Var lögreglukonunni stefnt á stað- inn og sagt að finna rottuna og koma henni dauðri eða lif- andi út úr húsi. Eitthvað maldaði nú embættismaður- inn í móinn í fyrstu og þóttist lítt fallinn til rottuveiða. Á endanum tók hún á sig rögg, mætti á staðinn og gómaði aðskotadýrið. Renndi hún með bráðina niður á stöð og bauðst til að færa varðstjóran- um að gjöf og jafnvel matreiða fyrir hann. Aumingja Út- vegsbankinn „Vömbíll ók á Útvegsbank- ann“ segir í fyrirsögn í Víkurfréttum. Einn af lesend- um blaðsins varð alveg miður sín yfir þessum sífelldu hrak- forum bankans og varð að orði þegar hann sá þessa frétt: „Það á ekki afaumingjaÚt- vegsbankanum að ganga. Fyrst fer hann á hausinn, en ekki nóg með það. Síðan er ekið á hann, og það á vörubíl." Enn halda einhverjir i lorpokadar hugmyndir um verkasklptingu kynj- anna og telja konum ekki treystandi til afl keyra strætlsvagn. Kvenstrætó- bílstjórar Maður nokkur, sem hefur mjög ákveðnar skoðanir á verkaskiptingu kynjanna, er fullviss um að bregði út af því sem hann telur eðlilega skipt- ingu fari allt í bál og brand. Byggir hann einkum rök- stuðning sinn á því hvemig ástandið er hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. Segir hann að strax og kvenfólk hafi gerst strætóbílstjórar hafi farið að halla undan fæti. Bæði hafi ferðum fækkað og farþegum fækkað. Er hann sannfærður um að hér sé orsakasamhengi á milli, hvort sem það er nú rétt eður ei. Umsjón: Jónas Fr. Jónsson Athugasemd við ritdóm LOKAÐ LAUGARDAGINN 1. ÁGÚST iiii: BILASALAN GRENSASVEGI 11. SÍMAR 83085 OG 83150. KENNARAR Tvo kennara vantar við grunnskólann á Flateyri. Um er að ræða kennslu í 7.-9. bekk, erlend tungumál og raungreinar. Upplýsingar í síma 94-7645. Skólastjóri. ÓLAFSVÍK DV óskar eftir að ráða umboðsmann í Ólafs- vík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61243 og afgreiðslu DV, Reykjavík, sími 91-27022. Þann 27.7. birtist ritdómur í DV eft> ir Öm Ólalsson um nýlega útgáfú Hávamála og Völuspár í umsjón und- irritaðs. Enda þótt Öm sé nokkuð vinsamlegur í garð útgáfunnar og yfir- leitt sé ósiður að svara ritdómurum um hæl verður ekki hjá því komist að leiðrétta örlítinn misskilning sem fram kemur hjá Emi. Öm segir um Völuspártextann: „Gísli tekur þann kost að birta ein- göngu texta Konungsbókar. Það rökstyður hann ekki beinlínis...“ I eftirmála bókarinnar er beinlínis rök- stutt af hverju þessi leið var farin og reynt að sýna fram á að með því að birta eingöngu texta Konungsbókar verður Völuspá miklu heikteyptara listaverk en ætla mætti af blönduðum texta Konungsbókar og Hauksbókar en slíkur texti er oftast prentaður í útgáfúm handa almenningi. Þannig er reynt að fiara nýja leið í heildartúlk- un kvæðisins án þess að nokkru sé varpað rýrð á einstök erindi Hauks- bókar sem em glæsilega ort eins og Öm bendir réttilega á. Það er m.ö.o. aðalatriðið í sambandi við þessa út- gáfú að þar er Konungsbókartextan- um fylgt og reynt að túlka kvæðið í heild út fra þeirri grundvallarfor- sendu. Á einum stað kvartar Öm undan ósamræmi í afstöðu til textans og seg- ir: „Loks tekur Gísh stundum orðalag Hauksbókar fram yfir texta Konungs- bókar í einstökum línum en hvemig verður þá litið hjá textamun sem er heil og hálf erindi? í þessu virðist htið samræmi." Hér hlýtur orðið „stund- um“ hjá Emi að vísa til 5. og 6. línu 58. erindis en þær línur em teknar úr Hauksbók. Erindið er svona í útgáf- unni (Hauksbókarlínumar skáletrað- ar hér): „Finnast æsir/á Iðavelh/og um moldþinur/máttkan dæma/ ogminnast þar/á megindóma/ og á Fimbultýs/ fomar rúnar.“ Enda þótt útgefandi hafi verið allur af vilja gerður að skýra eingöngu texta Konungsbókar varð varla hjá því komist að hugsa sér að eitthvað vantaði í þetta erindi. í stað þess að prenta textann óbreyttan var þvi notast við texta Hauksbókar á þessum stað enda hafa þær línur sem bætt er við þaðan ekki áhrif á heildar- túlkun kvæðisins á sama hátt og þau erindi sem Öm saknar úr Hauksbók. Leiðréttingarinnar er vitaskuld getið sérstaklega í skýringum. Gish Sigurðsson ÞU FÆRÐ ALLT Á 200 KRÓNUR Ég veit að þú átt erfitt með að trúa þessu, en komdu á staðinn og sjáðu þetta með eigin augum. Þú getur klætt alla fjölskylduna fyrir nokkur hundruð krónur á fatamarkaðnum hjá okkur. VERSLUNIN Grensásvegi 50 Sími83350 HVERFISGÖIU 50 * SÍMI12744 ÍFERÐALAGIÐ Álegg - dósamatur - kex o.fl. Plastglös - diskar - hnífapör Soðin svið - hangikjöt Rófustappan frá ORA Súrmatur, t.d. í veiðiferðina Óbarinn harðfiskur að vestan 10% afsláttur í dag og á morgun. Tilvalið fyrir vini og œttingja erlendis. Opið til kl. 19 á morgun. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.