Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Neytendur KIGGDIffl MYNDAVÉL FRÁBÆRAR MYNDIR 12, HeiUaráð Ef þú ert í öörum heimi vióstýrió eru miklar líkur á aö feröin endi þar Vaknaðu maöur! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi ökumanna eru langalgengustu or- sakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöpp- in, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarendum í stór- kostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR Samráð milli Allar gerðir með tösku og ól fyrirtækja um verð ólöglegt „Allt samráð um verð milli fyrir- tækja er lögbrot samkvæmt íslenskum verðlagslögum og verður ekki betur séð en að þ'rð sé einmitt samráð um verð hjá aðilum Sölufélagsins. Hins vegar eigum við dálítið erfitt með að tjá okkur um væntanlegt fyrirkomu- lag á grænmetismarkaðinum sem þeir hyggjast koma á fót. Við vitum svo lítið um hann, raunar lítið annað en það sem við höfum lesið í fjölmiðlum. Þó virðist okkur það vera til bóta miðað við þær upplýsingar sem við höfum,“ sagði Gísli G. Isleifsson, lög- fræðingur hjá Verðlagsstofnun, i samtali við DV. „Þótt samráð um verð sé ólöglegt er hægt að fá undanþágu en mér vitan- lega hefur Sölufélagið ekki sótt um slíka undanþágu. Hins vegar gera lög- in mjög strangar kröfur um að reynt sé að komast að samkomulagi um leið- réttingu á ólögmætu ástandi áður en gripið er til harðra aðgerða," sagði Gísli. Það er hins vegar ekki á móti lögum að margir framleiðendur sameinist í samlag eða sölufélag eins og framleið- endur grænmetis og garðávaxta hafa gert. „Við megum ekki gleyma því að þessir framleiðendur hafa aldrei farið fi-am á ríkisstyrki vegna framleiðslu sinnar. Þeir verða að geta fengið með- alverð fyrir sína framleiðslu því annars myndi framleiðsla þeirra leggj- ast niður," sagði Gísli G. Isleifsson lögfræðingur. -A.BJ. Feiti á ískrandi lamir Ef skápalamir eða hurðalamir ískra og þú átt ekki smurningsol- íu geturðu notað matarolíu og úðabrúsa. Gættu þess að það sprautist ekki alltof mikið fram- hjá. Dragið úr kállyktinni Ef ein teskeið af ediki er látin út í vatnið þegar hvítkál er aoðið dregur stórlega úr lyktinni sem mörgum fellur ekki við. Edik í vatninu dregur bæði úr lyktinni og kálið verður líka hvítara. Brýnið nálar Notið brennisteinshliðina á eldspýtustokk ef þið þurfið að brýna nálar eða prjóna. Stoppið lekann Gott ráð er að setja smá doppu af smjöri undir stútinn á rjóma- könnunni. Það kemur í veg fyrir að dropinn leki niður á borðið. Hneppið og rennið upp Hneppið öllum hnöppum og rennið upp rennilásunum á fötum áður en þau eru sett í þvottavél- ina, Rennilásarnir halda lengur og hnappamir detta síður af. Feiti á rifjárnið Sprautið feiti úr úðabrúsa á rif- jámið áður en þið rífið ost á því. Osturinn klessist þá 8101» í jámið og auðveldara er að hreinsa það á eftir. Það er einnig sniðugt að spauta feiti inn í tappann af límt- úpunni oða glasinu, þá festist tappinn síður á. Brauðrasp í „dippið“ Ef „dippið" hefur orðið of þunnt er heillaráð að láta brauðrasp út í. Úrval viö allra hœfi Fjölbreytt úrval á frábæru verði YF20............kr. 3.450,- AF50............kr. 6.250,- AF 500 DATA .kr. 8.485,- LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Uugavegi 178 • Reykjavlk - Slml 685811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.