Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
23
Fréttir
Okuleikni BFÖ - DV
Enn láta konurnar sigvanta í ökuleiknina
Ekki viðraði vel til keppni þegar
stíirfsmenn ökuleikninnar heimsóttu
Sigluljörð fyrir skömmu. Hávaðarok
og rigning var og voru því keppend-
ur og áhorfendur í færra lagi og
ekki var árangurinn heldur eins
góður og venjulega. Keppendur í
ökuleikni voru aðeins 9 talsins og
er það fámennasta keppnin til þessa.
Aðeins tvær konur létu sjá sig og
er enn sama sagan á ferðinni að
konur láta sig vanta í keppnina.
Sú kvennanna sem betur stóð sig
var Birgitta Pálsdóttir og sýndi hún
mjög góð tilþrif í akstrinum. Hún
fékk aðeins 271 refeistig. Hún er því
meðal þeirra kvenna sem best hefúr
gengið í ökuleikni sumarsins til
þessa.
Birgitta var einnig með besta tím-
ann í brautinni og fékk því að
launum fallegt CASIO úr sem Casio
umbðið gaf. Sú er á móti henni
keppti var aðalheiður Jóhannsdóttir
og má segja að hún hafi tapað á því
Betur má ef duga skal
hversu lengi hún var að aka braut-
ina.
I karlariðli sigraði Helgi Magnús-
son á Subaru, með 260 refsistig.
Hann hafði komið til þess að fylgj-
ast með en endaði með því að keppa
og sigra.
I öðru sæti varð Öm Amarson á
Volvo 244, með 278 refeistig. í 3.
sæti varð Ólafúr Valsson á Toyota
Corolla. Hann fékk 296 refeistig.
I ökuleikninni vom tveir gefendur
verðlauna. í karlariðli gaf Sparisjóð-
urinn á staðnum verðlaunin en
Billjard og veitingastofan gaf verð-
launin í kvennariðli.
Árangur í hjólreiðakeppinni varð
mun betri en hjá bílstjórunum. Sig-
urvegari í eldri riðli, Eiríkur Sigfús-
son var með aðeins 71 refsistig og
er hann því í 7. sæti yfir landið.
Hann ók brautina alveg villulaust.
Sá er lenti í öðm læti var með
aðeins 6 sekúndum lakari árangur.
Sá er Bragi Birgisson. í yngri riðli 133 refsistig. Verðlaun í hjólreiða-
sigraði Hafliði H. Hafliðason með keppninni gaf Fálkinn hf.
Bill ökuleikninnar. Hann hefur farið um land allt í sumar.
Mjólkursamsalan
samlokurnar
sem þú getur
farið með
í 5 daga
ferðalag
Einu
Einkareikningur Landsbankans
er tékkareikningur með háum
vöxtum, sem gefur kost á heimild
til yfirdráttar og láni, auk margvís-
legrar greiðsluþjónustu.
Einkareikningur er framtíðarreikningur.
Einkareikningur er nýr reikningur sem kemur til móts viö
þær kröfur sem viðskiptahættir nútímans gera um arðsemi
og sveigjanleika.
Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður
hafa þekkst, sem þannig sparar þér snúninga við að færa á
milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti.
Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru
jafnháir af öllum innstæðum.
Þú getur sótt um allt að 30.000 króna yfirdráttarheimild til
að mæta tímabundinni aukafjárþörf og möguleiki er á allt að
150.000 króna láni til allt að tveggja ára í tengslum við
Einkareikninginn.
Reikningnum fylgir bankakort sem hægt er að nota í
tvennum tilgangi, sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum og
sem aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17
ára unglingum kleift að stofna Einkareikning. Þeir nota
bankakortið í stað tékkheftis þar til þeir hafa náð aldri til að
mega nota tékkhefti.
Einkareikningur er þess virði að kynna sér hann betur.
Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu
nánari upplýsingar.
Einkareikningur er framtíðarreikningur.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna