Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
Menniiig
Fegurð og notagildi
Norræn hönnunarsýning að Kjaivalsstöðum
Þessa dagana stendur yfir sýning á
listiðnaði fiá Norðurlöndunum í vest-
ursal Kjarvalsstaða. Hún er kennd við
Danann Frederik Lunning sem stoín-
aði verðlaunasjóð árið 1951 og úr þeim
sjóði voru norrænum hönnuðum veitt
verðlaun um tuttugu ára skeið. Sýn-
endur á þessari sýningu hafa allir
hlotið Lunnings-verðlaun, sem þóttu
merkasta viðurkenning á sviði hönn-
unar meðan þeirra naut við. Jafhvel
þótt hugtakið „hönnun" sé erfitt að
skilgreina þá hefur það tiltölulega
þrönga merkingu í huga almennings.
Það nær þá einkum til ýmissa nytja-
hluta á heimilum: húsgagna, eldhús-
áhalda, skrautmuna o.s.frv. I hugum
hönnuða nær hugtakið hins vegar til
alls þess í umhverfi okkar sem gert
er af mannahöndum.
Skilin milli listiðnaðar og myndlist-
ar hafa alla tíð verið mjög óljós og
spuming hvort þau séu yfir höfuð fyr-
ir hendi. Þegar leirlistarmaðurinn
gerir blómavasa er hann listhönnuður
en þegar hann gerir veggplatta eða
skúlptúr er hann skyndilega orðinn
að myndlistarmanni!
Ýmsir hafa reynt að einangra hug-
takið „hönnun'1 og láta það aðeins ná
til þeirra hluta sem eru fjöldafram-
Merming
Þorgeir Ólafsson
leiddir. Þessi skilgreining hefur ekki
fundið náð fyrir augum úthlutunar-
nefhdar Lunnings-verðlaunanna eins
og sjá má á sýningunni að Kjarvals-
stöðum.
Fjölbreytni
Jafnvel þótt skilgreining úthlutun-
;í
Stólar eftir Tias Eckhoff.
amefiidar Lunnings-verðlaunanna á
hönnun virðist í ætt við skilning'al-
mennings þá á það í rauninni bara við
um val á munum eða starfsgreinum.
Það sem við sjáum á sýningunni em
munir sem ætlaðir em til heimilis-
notkunar svo og skartgripir og fatnað-
ur. Þama em hvorki bílar né garðar
þótt hvort tveggja sé árangur hönnun-
ar. Hins vegar sjáum við gripi sem
ekki em ætlaðir til fjöldaffamleiðslu.
Þar er einkum um að ræða skartgripi
og vefnað, en einnig gler- og leirsk-
úlptúra. I því sambandi má nefha
muni sænska listamannsins Herthu
Hillfon. Leirskúlptúrar hennar virðast
eiga ákaflega fátt sameiginlegt með
stólum Finnans Tias Eckhoff og það
sýnir hve mönnum reynist oft erfitt
að takmarka það svið sem hönnun nær
yfir.
Skandinavískt
Norðurlandabúar standa mjög fram-
arlega í hönnun og „Scandinavian
Design" er gæðastimpill sem fest hefur
rætur í hugum fólks um allan heim.
En hvað einkennir norræna hönnun?
Að flestra mati er það léttleiki og nota-
gildi hlutanna framar öðm. I þeim
kemur einnig fram sérstæð tilfinning
fyrir efni og litum. Finnski listmálar-
inn Ulla Ranthanen sagði í spjalli við
greinarhöfund að hún teldi að aðall
norrænnar hönnunar fælist í nálægð
hennar við náttúruna og tók sem dæmi
húsgögn sem Alvar Aalto hannaði.
Tapio Periáinen hjá Norræna hönn-
unarráðinu tekur í sama streng í
viðtali í Morgunblaðinu í september
sl. og bætir við að nýsköpunin hefur
verið stöðug á Norðurlöndunum og
það rennir stoðum undir orðstí norr-
ænnar hönnunar.
Fegurð og notagildi
Ef við gefum okkur að fegurð sé eft-
irsóttur eiginleiki hjá þeim hlutum
sem við höfúm í umhverfi okkar þá
er nokkuð augljóst að góð hönnun
hlýtur að fela í sér fullkominn sam-
runa forms (fegurðar) og notagildis.
Það er einnig takmark margra hönn-
uða sem fást við hönnun nytjahluta.
Það er síðan mat hvers og eins hversu
vel hefur tekist til en ég held að flest-
ir geti verið sammála því að ólíkt
skemmtilegra hlýtur að vera að
hripgja úr símunum frá Antti, sem sjá
má á sýningunni, en úr gömlu svörtu
símtólunum frá Ericson!
Gengið til góðs?
AfmælisheW TMM
Serhefli, 142 bls.
I ár er Mál og menning fimmtugt
og er bókaútgáfan því með mesta
móti, um sjötíu bækur. En auk þess
er þetta hefti tímarits þess helgað
afinælinu og því sér um blaðsíðutal.
Vel fer á því, hér fer mest fyrir efriis-
skrá Tímarits MM 1977-86, fram-
haldi skrár sem birtist um efni þess
1940 til 1976. Auk þess er Bókaskrá
Heimskringlu og Máls og mennignar
frá upphafi þess fyrmefiida, 1934.
Allar þessar skrár eru eftir Kristínu
Björgvinsdóttur og er mikill fengur
að þeim. Þetta hefti hefst á tveimur
greinum, Pétur Gunnarsson fjallar
um hugsjónir frumherja fyrirtækj-
anna, en Jakob Benediktsson
minnist starfeins fyrir fjörutíu árum.
Efni tímaritsins
Ég taldi einu sinni saman helstu
efnisflokka í skrá TMM 1940-76, og
sé það borið saman við þessa skrá
um næstliðinn áratug kemur í ljós
mikil breyting sem sjálfsagt hefur
þó gerst töluvert fyrir 1976. Um bók-
menntir og önnur menningarmál
flalla nú nær 60 % allra greina (að
tiltölu), en voru innan við 30% á
tímabilinu 1940-76. Næstum jafh-
margar greinar mátti þá flokka
undir sögu af einhveiju tagi, en nú
er það miklu minna, um ein af sext-
án. Ámóta margar greinar eru nú
samanlagt um vísindi, fræði og ýmis-
legar hugleiðingar, en slíkar greinar
voru nokkru fleiri áður, rúmur tí-
undi hluti. Hins vegar eru enn ámóta
margar greinar um þjóðmál innan-
lands og utan, tæpur þriðjungur, en
var rúmur þriðjungur. Smásögur eru
nú 10 að meðaltali árlega en það
meðaltal var áður 5. Fjórðungi meira
er nú af ljóðum og er skýringin að
nokkru leyti sú að tímaritið hefur
stækkað um helming að blaðsíðutali
hvers árgangs en smásögum hefur
fjölgað mun meira en því nemur og
stangast það nokkuð á við þær
áhyggjur af þeim sem margir hafa
látið í ljós undanfarin ár. En þá er
þess að gæta að TMM er helsti vett-
vangur þeirra, glanstímaritin birta
ekkert fyrir utan Nýtt líf. Áður voru
auk TMM bæði Eimreiðin og Birt-
ingur til áð birta skáldskap og fjalla
um hann. Nú er TMM einfaldlega
helsta menningartímarit landsins og
því mikils virði að fá þessa skrá um
efhi þess.
Starfið fyrrum
Jakob Benediktsson riljar upp
starf sitt sem forstjóri Máls og menn-
ingar á árunum upp úr stríði en
hann var þá í stað Kristins E. Andr-
éssonar. Það er fróðlegt að sjá
hversu lítil starfeemin þá var, aðeins
þrír starfsmenn, og þó stóð and-
kommúnistum ógn af Máli og
menningu og beittu sér gegn fyrir-
tækinu á ýmsa lund. Samkeppnis-
fyrirtæki var sett upp með ríkisstyrk;
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins, og gerði mikil
undirboð í bókaverði. Fróðlegt hefði
verið að fá meira að vita um þessar
aðstæður, þrengdi samkeppnin ekki
að starfeemi Máls og menningar?
Pappír var skammtaður, bókaverð
fastákveðið og miðað við að hvert
einasta eintak seldist, ákaflega erfitt
var að fá umsamið efiii frá höfundum
því þá þegar voru allir famir að taka
að sér meira en þeir gátu komist
yfir. Þessi grein er fróðleg viðbót við
t.d. viðtal við Halldór Stefánsson
sem birtist í TMM fyrir áratug og
fjallar meira um fyrsta skeiðið. Auk
þess eru svo endurminningar Krist-
ins E. Andréssonar: Enginn er
eyland.
Hugmyndaheimurinn
Pétur Gunnarsson skrifar hálfu
lengri grein: „Fjögrablaðasmárimi
og eitursveppurinn" um mismunandi
hugarfar á ýmsum tímum. Fjögra-
blaðasmárinn er Fjölnismenn, bjart-
sýni þeirra og framkvæmdavilja
tengir Pétur við frönsku byltinguna,
sem skömmu áður hafi brotið niður
fom höft á flestum sviðum. En síðan
kom útfirið, þeir deyja vonsviknir
menn. Augljós er hliðstæðan við
upphafemenn Máls og menningar
enda bentu þeir á hana sjálfir með
því að gefa út árbók sína, Rauða
penna, fyrsta sinni á aldarafmæli
Fjölnis. Pétur rekur hvemig svipuð
bjartsýni og sóknarvilji gagnsýrir
fyrstu skrif þeirra en eftir stríð koma
vonbrigðin, einkum þó eftir afhjúp-
un Stalíns 1956. Kristinn E. Andrés-
son var einn fárra sem aldrei lét
segjast í þeim efhum en hann var
helsti leiðtogi Máls og menningar.
Pétur rekur hversu slæm áhrif þetta
hafi haft á þennan fremsta bók-
menntafræðing landsins, hugsjónin,
Bólanenntir
Örn Ólafsson
sem áður hvessti sjón hans ó bók-
menntir, slævir hana við breyttar
aðstæður: „Bókmenntir sjötta ára-
tugarins eru honum framandi,
úrræðaleysi þeirra og vomur óskilj-
anlegar “
Er nú ekki líklegt að þetta tengist
hinu, sem Pétur rekur í megindrátt-
um, það er hve gagnger stefnubreyt-
ing verður með stalínismanum frá
marxismanum, í stað rannsókna
loka menn augunum og skipa fyrir:
„Sú sljórmálahreyfing sem lét
fræðikenninguna í skiptum fyrir
áróður hefur að vonum staðið
höllum fæti eftir syndafallið.
Vitsmunalega hrökk hún aftur í
formarxískt far og tók að andæfa
auðvaldinu alfarið á tilfinninga-
legum nótum og fella siðferðilega
áfellisdóma yfir ómannúðlegu
kerfi. Krafan var um að vankant-
ar auðvaldsskipulagsins yrðu
sniðnir brott uns ekkert væri eft-
ir nema kostir þess - og þá alveg
horft fram hjá því á hveiju þessi
framleiðsluháttur byggir. Var
verkalýðurinn þá ekki arðrænd-
ur af auðstéttinni? Jú, en ofur-
gróðanum yrði hægt að ná aftur
inn með skattheimtu hins opin-
bera (og þá horft fram hjá þeim
andlegu búsifjum sem arðránið
veldur).[...]
Og hugsjónin?
Er hugsjón yfirleitt möguleg á
þessu méli? Er ekki eins og hug-
sjónin, þessi stóra, hafi sprungið
og tvístrast í óteljandi „litlar"
hugsjónir: ofdiykkjuvandann,
líkamsrækt, íbúasamtök.
Svo mikið er víst að fjölda-
hreyfingar eru ekki fyrirferðar-
miklar á nútímasviðinu,
fjöldakyrrstaða væri nær lagi.“
Pétur skyggnist vítt yfir og djúpt,
þetta er vekjandi grein. Hins vegar
mætti ganga lengra í að velta fyrir
sér ástæðum þessarar almennu
kyrrstöðu og nærsýni í pólitík sem
hann talar um. Er ekki eðlilegast
að tengja það því að foiystuafl al-
þýðu brást? Það tengir Pétur vel
við efnislegar aðstæður, þær að
sósíalísk bylting sigraði í einu van-
þróaðasta ríki Evrópu en frum-
kvöðlar marxismans höfðu útskýrt
að forsendur hennar væru þróað
auðvaldskerfi. Því var það að um
áratug eftir byltinguna festust
Sovétríkin í fari sem Pétur kallar
„kommisarakapítalisma", og
byggðist m.a. á því að útrýma bylt-
ingarmönnunum. Hugmynda-
heimur stalínismans, sem Pétur
lýsir svo vel í f.hl. tilvitnunarinnar
hér að ofan, býður svo sannarlega
ekki upp á fjöldabaráttu. En þetta
er sá hugmyndaheimur sem m.a.
íslendingum hefur áratugum sam-
an verið kennt að kalla sósíalisma
„lengst til vinstri", það er sú kenn-
ing að í auðvaldskerfi sé rúm fyrir
stöðugar framfarir, öllum geti liðið
þar vel, bara ef Alþýðubandalagið
ráði ferðinni. En slíka afstöðu til
þjóðskipulagsins virðist nær að
kalla íhaldssteftiu.
Það er vonandi að einhver skrifi
sögu Máls og menningar áður en
langt um líður, sú saga fjallar um
varanleg vandamál. Þetta hefur
lengi verið mikil bókaútgáfa, hún
átti að hafa veruleg óhrif á þjóð-
félagið en þó hlaut hún að miða
starf sitt við ramma þess. Hver
varð útkoman?