Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR 30. JÚLl 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sir Laurence
Olivjer
leikarinn góðkúnni, er nú orðinn
80 ára. Það eru rúm 65 ár liðin
síðan hann lék í frumraun sinni
og siðan hefur hann verið fastur
gestur á skjánum. Hann hélt
upp á afmæli sitt fyrir nokkru
og fjöldi manns kom saman til
að hylla gömlu kempuna. Sir
Laurence tilkynnti þar að nú,
eftir að hann væri orðin 80 ára,
ætlaði hann að láta hvíta tjaldið
eiga sig og hvila sig örlítið.
Hann mun þó ekki draga sig
alveg í hlé heldur er draumurinn
að taka þátt í sjónvarpsþáttum
og lesa Ijóð i útvarp.
Bob Geldof
og kona hans, Paula Yates, eiga
í hjónabandsörðugleikum um
þessar mundir. Það gengur svo
langt að jafnvel hefur verið talað
um skilnað. Hvort sem af því
verður eða ekki þá á Bob heið-
urinn og hugmyndina að starfi
Paulu. „Af hverju verður þú ekki
blaðamaður," spurði Bob hana
einhverju sinni. „Ef þú skrifar
eins og þú talar þá verður þú
fljótlega rík." Paula, sem var þá
atvinnulaus, var búin að fá sér
vinnu við tónlistarblað eftir viku.
Siðan hefur leiðin legið upp á
við og nýlega er hún farin að
taka viðtöl við frægt fólk í sjón-
varpi.
Karólína
prinsessa
af Mónakó er kasólétt og á að
eiga eftir rúma tvo mánuði. Sú
saga gengur nú fjöllunum hærra
í furstadæminu að Karólína
gangi ekki einungis með eitt
barn undir belti heldur tvö.
Prinsessan hefur þyngst um 14
kíló á meðgöngutímanum og
er það mun meira en þegar hún
gekk með hin börnin sín tvö.
Karólína hefur ekki borið til baka
þessar sögusagnir um tvíbura-
fæðingu heldur brosir bara
undirfurðulega þegar hún er
spurð.
Vígsla Bjamareyjarbóls
Eitt úteyjafélagið í Vestmannaeyj-
um, það sem nytjar Bjarnarey, vígði
nýtt hús í eynni sl. laugardag og
hlaut það nafnið Bjarnareyjarból. I
tilefni dagsins bauð félagið öllum
þeim Eyjamönnum er lyst höfðu í
ferð út í Bjarnarey á opnunarhátíð-
ina. Eyjamenn létu ekki bjóða sér
tvisvar og fór hátt á þriðja hundrað
manns út í eyna. Séra Kjartan Örn
Sigurbjörnsson og séra Ólafur Jó-
hannesson vígðu húsið og Árni
Johnsen flutti opnunarræðu.
Veglegar veitingar voru á boðstól-
um í nýja húsinu sem er allt hið
myndarlegasta. Þar verður aðstaða
fyrir 10-12 manns, auk allra þæg-
inda. Sama dag var einnig bókasafn
Bjarnareyjar opnað og hafin var
skógrækt í girðingu í kringum
Bjarnareyjarbólið. Dagurinn endaði
með varðeldi, flugeldasýningu og
söng. Og að lokum hélt hljómsveitin
7-UND tónleika á stórum palli við
húsið.
Hið nýja hús Bjarnareyinga er veglegt á að líta og kemur til með að veita veiðimönnum hið besta skjól og þægindi.
Auróra Friðriksdóttir, umboðsmaður DV í Vestmanna-
eyjum, stendur við fyrsta tré Bjarnareyinga en ætlunin
er að hefja skógrækt í eynni.
DV-myndir Ómar Garðarsson
Bjarnareyingar hjálpuðu fólki í og úr bátunum og upp á eyna og gættu þess að enginn færi sér
að voða i klettunum.
Séð yfir hluta hópsins en það var hátt á þriðja hundrað manns sem kom í eyna, þáði veitingar
og tók þátt i skemmtidagskránni.
Mary King hefur úr nógu að velja
á morgnana þegar hún setur upp
hringana sína. Hún er stoltur eig-
andi að stærsta hringasafni í
Ameríku. í safninu eru 1.650 hring-
ar af öllum stærðum, gerðum og
litum. Það hefur tekið Mary 61 ár
að safna öllum þessum hringum í
safnið sitt og verðgildi þeirra er
allt frá 40 'kr. upp í 40 þús. „Ég
byrjaði að safna hringum þegar ég
var 12 ára,“ sagði Mary. „Ég not-
aði peningana sem ég fékk fyrir
barnapössun til að kaupa fyrstu
hringana mína. Síðan hef ég verið
með algjöra bakteríu og kaupi
hringa sem minjagripi hvar sem ég
fer um. Vinir og kunningjar gauka
líka að mér hringum við öll tæki-
færi.“ Mary segist halda mest upp
á stóra, áberandi hringa en hún
notar sjálf aldrei nema tvo, mest
þrjá hringa í einu.
Mary King situr hér við hluta af hinu risastóra hringasafni sínu. Afgangurinn af safninu komst hreinlega ekki
fyrir á myndinni!