Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Side 7
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Tjaldsvæðin ekki fyrir Reykvíkinga „Tjaldsvæðið í Laugardal er ekki fyrir Reykvíkinga heldur ferðamenn, þetta er nákvæmiega sama regla og gildir á hótelunum,“ sagði Pétur Hannesson, deildarstjóri hjá gatna- málastjóra. segja boigaiyfiivöld Manni, sem var húsnæðislaus um miðjan júnimánuð, datt í hug að tjalda ásamt eiginkonu sinni og 6 ára syni þeirra og dveljast á tjald- svæðinu í Laugardal uns hann Þessi fengu augardalnum, enda eriendir ferðamenn hann hafði greitt fyrir tjaldstæðið var honum meinaður aðgangur er tjaldvörðurinn varð þess áskynja að hann ætti lögheimili í Reykjavík. Pétur sagði að hann þekkti ekkert til þessa manns og hefði því ekkert út á hann að setja. Hins vegar hefði oftast vcrið um vandræðafólk að ræða sem tjaldaði svona innan eigin héraðs. „Ég veit hvergi til þess að mönnum sé heimiluð gisting innan síns sveitarfélags, hvorki á tjald- stæðum né hótelum. Um leið og fordæmi eru geftn þá er erfitt að neita öðrum um,“ sagði Pétur. Pétur Hannesson sagði að tjald- svæði væru ekki hugsuð fyrir húsnæðislausa en sjálfsagt hefði mátt ræða gistingu í einhvem tak- markaðan tíma ef sótt hefði verið um tíi viðkomandi'yfirvalda. -JFJ ÁTVR: Opnunartími óbreyttur Áfengisverslun ríkisins mun ekki hafa verslun sína í Kringlunni opna lengur en venja er til um áfengis- búðir. Aðrir verslunareigendur í Kringlunni hafa boðað lengri opnun- artíma en samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Svövu Bernhöft, inn- kaupastjóra ÁTVR, em ekki fyrir- hugaðar breytíngar á opnunartíma nýju verslunarinnar í Kringlunni. Ibúar í nokkrum kaupstöðum á landinu hafa óskað eftír að opnaðar verði áfengisverslanir í þeirra heima- byggð án þess að umsóknir þar um hafi verið samþykktar. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði að ekkert slíkt erindi hefði borist til sín frá því hann tók við embætti. Jón Baldvin sagði að hann gerði ráð fyrir að erindi um opnun áfengisverslunar yrði vandlega skoðað innan ramma framkvæmdaáætlana ÁTVR. „Ef það em hér í ráðuneytinu eldri erindi frá einhveijum aðilum þá er mér ekki kunnugt um það,“ sagði ráðherra. -sme Viðtalið___________________________________________________ „Langar helst að ferðast til Perú“ - segir Fanney Gísladóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Ratvís „Reyndar er ég menntaður hár- greiðslumeistari en ferðabransinn hefur alltaf heillað enda er líf og fjör í þessu starfi þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti,“ segir Fanney Gísladóttir, framkvæmdastjóri nýrr- ar ferðaskrifstofu sem opnaði í Hamraborginni í Kópavoginum í síðasta mánuði. Ber ferðaskrifstofan nafnið Ratvís og er Stefhir Helgason einn hvatamaður að stofnun hennar og hluthafi. Fanney er auk fram- kvæmdastjórastarfsins einn sex hluthafa í ferðaskrifstofunni. Áður en Fanney hóf störf hjá Rat- vís starfaði hún í fjögur ár hjá Ferðamiðstöðinni í Reykjavík við sölu á einstaklingsferðum. Áður hafði hún starfað um nokkurt skeið við skrifstofustörf hjá Timburversl- uninni Völundi í Skeifunni og einnig var hún gjaldkeri hjá Agli Vil- hjálmssyni og Fiat umboðinu. „Ég er fæddur Reykvíkingur en hef víða komið við um ævina,“ segir Fanney sem er 34 ára gömul. „Til tveggja ára aldurs bjó ég á Hamra- endum á Mýrum, tíl níu ára aldurs í Bolungarvík og loks í Keflavík um nokkurt skeið. Síðan hef ég mest- megnis búið á Reykjavíkursvæðinu, fyrir utan að ég bjó í Karlsruhe í Þýskalandi á árunum 1977-79. Ég kann best við mig i Reykjavík, er hálfgert borgarbam." Það kemur ekki á óvart að helsta áhugamál Fanneyjar eru ferðalög. „Það tilheyrir þessu starfi t.d. að ferðast mikið um Evrópu. Ég hef þó einna mest áhuga á fjarlægari lönd- Fanney Gisladóttir, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Ratvis i Kópavoginum. um, S-Ameríka finnst mér t.d. stórkostleg en ég hef einu sinni kom- ið til Brasilíu. Draumurinn er að komast einhvem tímann tíl Perú, menning þessara þjóða finnst mér áhugaverð." Fanney segir að markmið Ratvís sé einmitt að bjóða upp á ferðir til fjarlægra landa og nú sé verið að skipuleggja hópferðir til ísrael, Ind- lands og Indónesíu. „Við munum ekki leggja sérstaka áherslu á sólar- landaferðir eða leita á hefðbundin mið í ferðum. Við teljum að það sé markaður fyrir þessa ferðaskrifstofu. Þótt sumarvertíðin hafi að méstu verið yfirstaðin þegar skrifstofan opnaði hefur hún fengið góðar við- tökur,“sagði Fanney að lokum. -BTH VARAHLUTIR I AMC JEEP. VORUM AÐ FÁ M.A. FELGUBOLTA FJAÐRAFÓÐRINGAR CJ5 GÍRKASSAPÚÐA GLUGGASTYKKI CJ7 HJOLLEGUR HLIÐARLJOS HRAÐAMÆLA CJ + 7 MÓTORPÚÐA PAKKDÓSIR ROCKERARMA ROCKERARMABAULUR VATNSLÁSAHÚS ÞURRKUMÓTARA í WAG. OG FLEIRA Spicer B 3 7 2 7 3 Vinsælu bíltækin á Islandi 1 ■■ Kl | i > 1 ALLA BÍLA Einstök tæki Einstakt verð Verð aðeins kr. 9.580,- TPNINÖ OTf/VOl-PUSHDtSfLAY MAX DOWN t/M/F SI/MO FMO ÐALANCE INT6RffRENCf ABSORPTION CIRCUIT AUDIOLINE AUTO-SCAN/SEEK • 18 MEMORY PUSHSttK PUSHSCAM Aðrir útsölustaðir: öll kaupfélög og stærri verslanir i landinu auk Esso oliustöðvanna. LW - MW - FM stereo - sjálfvirk stöðvaleitun og minni á 18 stöðvar. Digital klukka - næturlýs- ing - hraðspólun áfram á kassettu o.fl. o.fl. SJONVARPSMIÐSTÖÐIN HF., Síðumúla 2, sími 39090 - 689090 12 Watt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.