Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1987, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1987.
Flóttamannastraumurinn
eykst á nýjan leik
Straumur flóttamanna frá Víetnam
hefur á þessu ári aukist að nýju, eftir
að hafa dregist saman jafht og þétt
undanfarin ár. Aukningar hefur eink-
um orðið vart í Hong Kong, en þangað
sækja Víetnamar mikið, og telja
stjómvöld í þessari bresku nýlendu að
þau geti ekki lengi Ieyst vanda þessa
fólks án utanaðkomandi aðstoðar.
Opið og lokað
Ástæður þessa aukna straums flótta-
manna til Hong Kong eru taldar
tvíþættar. 1 fyrsta lagi hafa yfirvöld í
Víetnam slakað á klónni gagnvart
þeim sem óska að yfirgefa landið og
láta sig ferðir þeirra litlu skipta. í
öðru lagi hefur straumur löglegra inn-
flytjenda frá-Víetnam til Bandaríkj-
anna stöðvast að mestu. Ríkisstjóm
Víetnam krefst þess að mál þeirra sem
em á biðlista til innflutnings til
Bandaríkjanna verði afgreidd áður en
nýjar umsóknir verði teknar. Talið er
að margir þeir sem ella hefðu valið
þessa löglegu leið gerist nú flóttamenn
á ólöglegan máta.
Nær 700.000
Frá því Víetnamstyrjöldinni lauk,
árið 1975, hafa um 680 þúsund Víet-
namar flúið úr heimalandi sínu og
komist til annarra landa, ýmist gang-
andi eða á sjó. Talið er að mikill fjöldi
hafi látið lífið á leiðinni, en engar
áreiðanlegar tölur em til yfir það fólk.
Af þessum fjölda hefur um 645 þús-
und verið veitt landvistarheimild í
þriðja landi. Bandaríkjamenn hafa
tekið við 346.153 víetnömskum flótta-
mönnum, auk um hundrað og þijátíu
þúsund Víetnama sem fluttust til
Bandaríkjanna þegar í styrjaldarlok.
Ríki Vestur-Evrópu hafa veitt liðlega
108 þúsund flóttamönnum landvist,
áttatiu og sex þúsund hafa farið til
Ástralíu, áttatíu og þrjú þúsund til
Kanada, Japanir hafa tekið við 3.700
og önnur ríki nær fimmtán þúsund
flóttamönnum til samans.
Undanfarin ár hefur borið mikið á
því sem stundum er nefrid „samúðar-
þreyta". Lýsir það ástand sér í því að
ríki verða sífellt tregari til að taka við
flóttamönnum frá Víetnam, einkum
þeim sem talið er að flýi í leit að betri
lífskjörum, það er fólki sem ekki er
talið hafa verið í hættu í heimalandi
sínu.
Flóttamenn dvelja því sífellt lengur
í flóttamannabúðum, þar sem þá rekur
á fjörur, og æ erfiðara verður að levsa
vandamál þeirra og þau sem þeir
skapa.
35 þúsund bíða
Alls biða nú um þijátíu og fimm
þúsundir Víetnama í flóttamannabúð-
um eftir að fá umfjöllun sinna mála.
Liðlega ellefu þúsund þeirra eru í
búðum í Thailandi. Rúmlega átta þús-
und eru í Malasíu, þijú þúsund og
fimm hundruð á Filippseyjum, hátt á
þriðja þúsund í Indónesíu og fáein
hundruð í Japan, Makao, Singapore
og Suður-Kóreu.
í Hong Kong voru í ársbyrjun nær
átta þúsund víetnamskir flóttamenn.
Undanfamar vikur hafa hins vegar
komið þangað um 2300 flóttamenn til
viðbótar, þannig að heildarfjöldi Víet-
namanna er nú vel yfir níu þúsund þar.
Alls hafa um hundrað og áttatíu
þúsund víetnamskir flóttamenn farið
um Hong Kong á leið sinni til nýs lífs.
Greiðlega gekk lengst af að koma fólki
þessu áfram til þriðja lands, en á þessu
ári hefur hvorki gengið né rekið í þeim
efnum.
Stjómvöld í Hong Kong telja sig illa
svikin af þeim ríkjum sem gefið höfðu
vilyrði um landvistarheimildir, eink-
um er þeim í nöp við Breta vegna
stefhubreytingar þeirra í málinu.
Bretar eru ábyrgir fyrir utanríkis-
stefnu Hong Kong. Þrátt fyrir það
hafa þeir gefið mjög neikvætt fordæmi
í flóttamannamálum með því að helm-
inga þann Qölda sem þeir veita sjálfir
landvistarleyfi. Á þessu ári taka Bret-
ar aðeins 468 víetnamska flóttamenn
frá Hong Kong og ætluðu sér þó minna
en það í upphafi.
Stjómvöldum í Hong Kong ofbýður
að þurfa sjálf að standa straum af
kostnaði vegna flóttamannanna, en
talið er að sá kostnaður nemi um 153
milljónum dollara. í ár er talið að
rekstur flóttamannabúða í Hong Kong
kosti um fimmtán milljónir dollara.
Fáirtilbaka
Bretar hafa samið við Kínveija um
að Hong Kong taki ekki við nema 75
innflytjendum frá Kína á ári. Þeir sem
koma ólöglega inn í nýlenduna verða
að snúa við til síns heima, jafnvel
þótt þeir séu nákomnir ættingjar Kín-
veija sem þegar búa í Hong Kong.
Mörgum íbúum Hong Kong þykir
rétt að veita Víetnömum svipaðar
móttökur. Bretar hafa hins vegar tek-
ið þá afstöðu að neyða Víetnama ekki
til heimferðar. Undanfarin tólf ár hafa
því aðeins fjórtán þeirra snúið við.
Stjómvöld í Víetnam hafa enda ekki
gert flóttamönnum auðvelt um vik
með að snúa heim. Hafa þau lýst því
yfir að ekki verði tekið vel við þeim
sem snúa til baka, nema því aðeins
að til komi aðstoð frá vestrænum þjóð-
um, bæði viðskiptaleg og tæknileg.
Ljóst er því að flóttamennimir munu
halda áfram að hópast til Hong Kong.
Stjóm nýlendunnar virðist ekki viss
um hvemig meðhöndla skuli vanda
þann sem fylgir þeim, en komið hefur
til tals að breyta flóttamannabúðun-
um, sem em opnar, í lokaðar búðir,
sem líkist meir fangelsi.
Hvað sem öðm líður er ljóst að taka
verður að nýju í notkun búðir sem á
síðasta ári var lokað, þar sem flótta-
mönnum virtist þá vera að fækka til
muna.
Atlantshafsbandalagið leitar nýs framkvæmdastjóra
Leit er hafin að nýjum fi'amkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins. Carrington lávarð-
ur, núverandi framkvæmdastjóri bandalagsins,
er orðinn sextiu og átta ára gamall og hann
heldur fast við þá ákvörðun sína að láta af
embætti í júní á næsta ári eftir fjögurra ára
tímabil.
Nýr framkvæmdastjóri getur átt von á að
þurfa að stýra erfiðum umræðum um framtíð-
arhemaðaráætlanir ef svo fer, eins og búist
er við, að Bandaríkin og Sovétríkin imdirriti
samkomulag um meðaldræg kjamavopn í lok
þessa árs.
Atlantshafsbandalagið er hlynnt samkomu-
lagi um að Bandaríkin fjarlægi meðaldræg og
skammdræg kjamavopn frá Evrópu með þvi
skilyrði að Sovétríkin geri slíkt hið sama.
Unnið er nú að því að styrkja önnur kerfi til
þess að bæta upp það sem hverfúr og þykir
bandalagið þar af leiðandi hafa þörf fyrir nýja
og sterka foiystu.
Aukinn styrkur stjómarinnar í Kreml, undir
forystu Gorbatsjovs, og aukin spenna milli
Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evr-
ópu em einnig viðfangsefni sem leysa þarf.
Giskað á eftirmann
Það em engin ákvæði sem segja hversu langt
kjörtímabil framkvæmdastjóra Atlantshafs-
Carrington lávarður hefur notið mikilla vin-
sælda sem framkvæmdastjóri Attantshafs-
bandalagsins sem nú er fariö að leita að
eftirmanni hans.
bandalagsins er en Carrington bað um að fá
að gegna embættinu í fjögur ár til að byrja
með. Og þó að ekki hafi verið tilkynnt opin-
berlega að hann hyggist láta af störfum er
þegar farið að giska á hver verði eftirmaður
hans.
Þeir sem nefndir hafa verið em Manfred
Wömer, vamarmálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, og Leo Tindemans, utanríkisráðherra
Belgíu. Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra
Noregs, nýtur stuðnings stjómarinnar í Nor-
egi að því er heimildarmenn innan Atlants-
hafsbandalagsins segja.
Vinsæll framkvæmdastjóri
Carrington, sem verið hefur vamar- og utan-
ríkismálaráðheira Breta, hefur notið mikilla
vinsælda flestra aðildarríkjanna og þá sérstak-
lega Bandaríkjanna. Er hann sagður hafa brúað
bilið yfir Atlantshafið milli Evrópu og Banda-
ríkjanna og beitt öllum hæfileikum sínum til
þess að bæta sambandið og koma á sáttum á
fundum Atlantshafsbandalagsins. „Hann veit
hvenær hann á að draga sig í hlé á fúndum
og láta fulltrúa bandalagsríkjanna ræða málin.
Hann veit líka hvenær hann á að grípa fram í,
á gamansaman hátt, og þoka þeim í átt að sam-
komulagi," segir embættismaður nokkur um
framkvæmdastjórann.
Manfred Wömer, vamarmálaráðherra Vest-
ur-Þýskalands, er sagöur hafa áhuga á stöðu
framkvæmdastjóra AUantshafsbandalagsins.
Eldri stjórnmálamaður
Framkvæmdastjórastarfinu gegnir venju-
lega einhver eldri stjómmálamaður frá ein-
hverju aðildarríkjanna sem getið hefúr sér
góðan orðstír innan stjómar lands síns og sem
hefur unnið fyrir málstað bandalagsins.
Það eru þó ekki öll aðildarríkin sem koma
til greina. Bandaríkin em úr leik þar sem það-
an kemur alltaf æðsti yfirmaður herafla
Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Frakkland
og Spánn koma heldur ekki til greina þar sem
herir þeirra em ekki með í herafla bandalags-
ins. Og deila Grikkja og Tyrkja veldur því að
varla mun verða samþykkt að framkvæmda-
stjórinn komi frá löndum þeirra.
Vangaveltur
Wömer yrði fyrsti Vestur-Þjóðveijinn til að
gegna embættinu og heimildarmenn innan
stjómarinnar í Bonn segja að hann hafi áhuga
á því. Það sem vinnur gegn honum er hins
vegar andstaða hans í byrjun gegn því að einn-
ig yrði samið um eyðingu skammdrægra
kjamavopna í Evrópu, að því er embættismenn
segja.
Tindemans, sem einnig hefur gegnt embætti
forsætisráðherra, hefur dyggilega stutt Atl-
antshafsbandalagið og oft tekið þá áhættu
Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, kem-
ur til greina sem eftirmaður Carríngtons þó svo
að harm hafi ekki látið í Ijós ósk um að hljóta
embættið.
heima fyrir að taka málefni þess fram yfir inn-
anríkismál. Hann er þó aldrei sagður hafa látið
í ljós ósk um að hljóta embættið. Embættis-
menn Atlantshafebandalagsins segja hann
samt koma sterklega til greina. Sömu embætt-
ismenn segja að sterkur vafi leiki hins vegar
á því hvort hann hafi til að bera þann styrk-
leika sem með
þurfi.
Einnig eru vangaveltur um hæfni Willochs
þó að hann hafi verið talinn traustur banda-
maður Bandaríkjastjómar þegar hann var við
völd í byrjun áratugarins.
Ómögulegt verkefni
Sumir stjómarerindrekar gefa í skyn að telja
megi Carrington á að gegna embættinu áfram.
En þeir sem þekkja hann segja hann hafa
mikinn hug á að hætta í júní á næsta ári.
Haft er eftir honum að nýr maður á toppnum
geti orðið Atlantshafebandalaginu til góðs.
Honum er einnig sagt leiðast það nánast
ómögulega verkefni að þurfa að tala opin-
berlega og á áhrifamikinn hátt um mikilvæg
málefiii Nató án þess að mega móðga neitt
bandalagsríkjanna.
Káre Willoch, fyrrum forsætisráöherra Nor-
egs, er meðal þeirra sem nefndir hafa verið
sem líklegir eftirmenn Carringtons lávaröar.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson