Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. RITARI ÓSKAST Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og nokkur mála- kunnátta æskileg. í boði er góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 83200. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldnaholti. LITANIR, SKOLOG STRÍPU R FYRIR ALLA VERIÐ VELKOMIN VALHOLL ÓÐiriSQÖTU 2, REYKJAVm V HÁRGREIÐSLUSTOFA SIMI:22138 Eigendur fjórhjóla og annarra tækja sem ekið er á utan vega. Öll umferð slíkra tækja utan vega er með öllu bönnuð í Hafnahreppi (Hafnir), Gullbringusýslu. Þeir sem brjóta bann þetta verða umsvifalaust stöðv- aðir og kærðir ef nauðsyn krefur. Landsvæði það sem umræðir er frá mörkun Njarðvíkur og Hafna og allt suður fyrir Reykjanesvita. Hreppsnefnd Hafnahrepps og landeigendur. Ólsal hf Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsir eftir starfs- fólki, körlum og konum, til starfa í Kringlunni. 1. Almenn þrif í Kringlunni, vaktavinna á bilinu kl. 10-22. Aðlaðandi vinnuaðstaða. 2. Hreingerningar, föst störf, mikil vinna Ólsal hf., Dugguvogi 7 - sími 33444 Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Jörundarholti 230, þingl. eigandi Guðbrand- ur Þorvaldsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, fimmtudaginn 10. september kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl., Landsbanki Islands, Útvegsbanki íslands, Þórður Þórðarson hdl„ Jón Sveinsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Jörundarholti 112, þingl. eigandi Þórir Stefáns- son, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, fimmtudaginn 10. september kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Lansbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Ægisbraut 28, þingl. eigandi Jón V. Björgvins- son, fer fram I dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, fimmtudaginn 10. september kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki Islands, Akra- neskaupstaður, Stefán Sigurðsson hdl., Verslunarbanki Islands hf„ Sigurður G. Guðjónsson hdl„ Jóhannes Guðmundsson hrl„ Anna Th. Gunnarsdóttir lögfr. og Hákon H. Kristjónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Skagabraut 23, þingl. eigandi Valdimar Þor- valdsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, fimmtu- daginn 10. september kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Lágumýri 6, 2.h.t.h„ Mosfellsbæ, þingl. eign Inga Bjamars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10.09.87 kl. 14.00. _______________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Sandkom 13 V Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri: „Skiljið þið þetta?" Skiljið þið þetta? „Fjórðungsþingið bendir á að uppbygging og framtíðar- þróun framleiðsluatvinnuveg- anna er homsteinn varanlegr- ar þjóðarhagsældar. Af þessum ástæðum, með tilliti til þess að framleiðslusvæðin eru dreifð um landið, leggur þingið mikla áherslu á alls- heijar kerfisbreytingu í landinu, með dreifingu stjórn- sýslu, fjármála- og þjónustu- kerfis til landsbyggðar í samræmi við framleiðsluhags- muni þjóðarbúsins." - Skiljið þið þetta? sagði Sigfús við fundarmenn. Stofnanamál- lýska Á þinginu kom fram gagn- rýni á sumar nefndir þingsins sem skiluðu álitum síniun á slæmri stofnanamállýsku. Ein nefndin var send út í heilu lagi til að umskrifa sínar nið- urstöður og þegar kom að viðamikilli tillögu atvinnu- málanefndar fór að vandast málið. Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði að hann gæti alls ekki greitt at- kvæði með tillögunni og las upp eftirfarandi kafla úr henni máli sínu til stuðnings. Valtý Sigurbjarnarsynl finnst illt að starfa eftir fjárhagsáætlun meö gatl. Gat í fjár- hagsáætlun Á Fjórðungsþingi Norð- lendinga á Dalvík fyrir skömmu urðu talsverðar um- ræður um fjárhagsstöðu samtakanna og fjárhagsáætl- un. Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri á Ólafsfirði og formaður samtakanna, sagði er fjárhagsáætlunin hafði ver- ið samþykkt að það væri illt til þess að vita að stjórninni væri ætlað að starfa eftir fjár- hagsáætlun „með gati“ og var Valtýr hvassyrtur í ræðustól. Getum gert þetta líka Og áfram með Fjórðungs- þingið. Þegar þarna var komið sögu kom Valtýr formaður í ræðustól og sagði hann að enginn tími væri til að endur- semja tillöguna. Valtýr sagði að þar sem stjóm samtakanna væri ætlað að reka þau „með gati“ í fjárhagsáætluninni yrði stjóminni ekki skota- skuld að endursemja þessa tillögu án þess að efnisinni- hald hennar breyttist og varð það niðurstaðan. Lífskjör með því besta Það fór víst ekki framhjá neinum að Akureyrarkaup- staður hélt upp á 125 ára afmæli staðarins uitt síðustu helgi og við það tækifæri héldu menn að sjálfsögðu ræð- ur og ávörp eins og gengur og gerist. Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri þar nyrðra, er maður sem lúrir yfirleitt ekki á skoð- unum sínum og sagði hann meðal annars í ávarpi sem hann flutti í Akureyrarkirkju að lífskjör á Akureyri væru með því besta sem gerðist í heiminum og að vandamál bæjarfélagsins væru ákaflega lítilfiörleg. - Hvað eru menn svo að væla? Helgatil Stöðvar2? Stöð 2 hefur verið að leita að fréttamanni á Akureyri að undanfömu. Nú hefur Sand- korn hlerað að allar líkur séu á að Helga Jóna Sverrisdóttir, blaðamaður á Degi, muni verða ráðin í stöðuna. Sparkað í rassg... Það er oft fiörugt þegar kefl- vískir knattspymumenn komr til Akureyrar og þannig var það til dæmis á dögunum þeg- ar kvennalið ÍBK keppti við Þór. Þá gekk mikið á og þótti munnsöfnuður Keflavíkur- stúlknanna ljótur. Eittdæmi um það er þegar ein þeirra öskraði til vinkonu sinnar í hita leiksins: „Blessuð spark- aðu í rassgatið á henni svo hún geti ekki skitið í tvo daga!!“ Og ekki orð um þetta meir. Þaö er grelnllega gott aö vera trésmlður á Akureyrl. Slegistum trésmiðina Það er kunnara en frá þurfi að segja að nú er mikill skort- ur á vinnuafli víða um Iand og er mikið auglýst eftir fólki til vinnu. Á Akureyri er þetta ástand fyrir hendi og vantar til dæmis marga iðnaðarmenn, Ekki finnast málmiðnaðar- menn á lausu í bænum og í byggingariðnaði er ástandið lítið betra. En Reykvíkingar seilast líka eftir vinnuafli að norðan. Þannig auglýsti fyrir- tæki í Reykjavík á dögunum eftir trésmiðum á Akureyri. Boðið var upp á 150 þúsund króna mánaðarlaun, frítt hús- næði og fæði. Umsjón Gylfi Krlstjánsson Kvotinn færður milli skipa Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyit Afli Akureyrartogaranna er einung- is um 700 tonnum minni en hann var á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að Slétt- bakur hafi verið frá veiðum allt árið vegna breytinganna sem gerðar hafa verið á honum í frystiskip hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Kvóti Sléttbaks er nú svo til óskert- ur að sögn Einars Óskarssonar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. „Það verður sennilega farið í það fljótlega að færa eitthvað af þessum kvóta yfir á hin skipin og það mun bjarga tals- verðu þó óvíst sé hvort það muni nægja togurunum fimm út árið,“ sagði Einar. Um síðustu mánaðamót var heildar- afli togara ÚA orðinn 13.834 tonn en var 14.567 tonn á sama tíma í fyrra. Sé kvóti Sléttbaks tekinn með eiga Akureyrartogarar eftir kvóta sem nemur 4.600 tonnum þorskígilda en sú tala hækkar eftir því sem meira er veitt af öðrum tegundum. Sléttbakur hefur verið í slipp síðan í nóvember á síðastliðnu ári. Skipið hefúr verið útbúið sem frystitogari, það stækkað talsvert og ýmsar aðrar breytingar gerðar á því. Mun Slétt- bakur verða glæsilegasti togari ís- lenska flotans þegar hann kemur úr þessum breytingum á næstu vikum. OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 Reykjavik Skúlagötu 54 - út Laugaveg 120-170 Borgartún 1-7 Siöumúla Suöurlandsbraut 4-16 Ármúla Suðurlandsbraut 16-36 Baldursgötu Bragagötu Skólavöróustíg Lokastig Bergstaöastrœti Mióstræti Grundarstig Ingólfsstræti Laufásveg Bókhlöðustíg Síóumúla Suöurlandsbraut 4-16 Aóalstræti Garóastræti Grjótagötu Hávallagötu Skólavöróustíg Lokastig BJarnarstig Hverfisgötu 2-66 Vatnsstig Smiójustíg Aragötu Oddagötu Fossagötu Hörpugötu Byggóarenda Austurgeröí Litlageröi Skógargerói Laugaveg, oddatölur Bankastræti, oddatölur Lindargötu Klapparstíg 1-30 Frakkastig 1-0 **************************** Freyjugötu Þórsgötu Lokastig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.