Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Útlent vinnuafl Þau tíðindi hafa gerst að hingað er komið erlent fólk til starfa og fleira mun vera á leiðinni. Forsvarsmenn iðnrekenda hafa áætlað að nær fjögur þúsund starfs- menn skorti í atvinnurekstur á íslandi til að sinna þeim störfum sem framleiðslan og þjónustan þarfnast. Slátur- félag Suðurlands hefur nú riðið á vaðið og ráðið til sín danskt fólk til starfa. Það hefur reyndar áður gerst að erlent vinnuafl hef- ur komið til íslands og má þar einkum nefna ástralskar stúlkur sem sótt hafa vinnu í fiskvinnsluhúsum víða um land. Það hefur þó verið í mjög takmörkuðum mæli og á rætur sínar að rekja til ævintýraþrár stúlknanna fremur en skipulagðs innflutnings á vinnuafli. Ennfrem- ur hafa útlendingar sest hér að eins og gengur og stunda þá störf hér á landi vegna varanlegrar búsetu. Hitt er alveg nýtt og óvanalegt að atvinnurekendur telji sig þurfa að auglýsa beinlínis eftir vinnuafli erlend- is og skipuleggja komu þess í stórum stíl í hinum ýmsu greinum framleiðslunnar og þjónustunnar. Ástandið hefur verið þolanlegt í sumar, meðan skólafólk var á vinnumarkaðinum, en nú er því ekki lengur að heilsa og þá er leitað annarra ráða. Ef það er rétt að fjögur þúsund manns vanti til almennra starfa er það gífurlega há tala í ekki stærra þjóðfélagi og hlýtur að teljast vandamál sem ástæða er til að staldra við.í rauninni hefur atvinnuleysið verið eitt mesta þjóðfélagsvandamál Vest- ur-Evrópu nú um nokkurt skeið og ekki sjáanlegt að úr því rætist í náinni framtíð. Sérstaða íslendinga er því mjög óvenjuleg og ekki ástæða til að kvarta undan þeirri sérstöðu, miðað við það böl sem atvinnuleysinu fylgir. Enda þótt við getum fagnað því ástandi að næg at- vinna sé fyrir hendi kallar það á ýmis hliðaráhrif þegar flytja þarf inn erlent vinnuafl í stórum stíl. í ýmsum Evrópuríkjum hefur fólk af erlendum uppruna flykkst að í leit að vinnu. Fólk af öðru sauðahúsi, litarhætti og með aðrar siðvenjur. Tilhneiging hefur verið til að þetta fólk einangrist, lifi út af fyrir sig og taki að sér láglaunastörf vegna menntunarskorts og tungumála- vandræða. Alls kyns félagsleg vandamál hafa sprottið upp af þeim sökum sem útlendingarnir verða ekki einir sakaðir um. Ef þróunin verður sú hér á landi að erlendur vinnu- kraftur verði fluttur inn þurfum við að vera undir það búnir að taka við honum, þannig að félagsleg vandamál í samskiptum og lífsháttum verði óveruleg. Hér er ekki verið að predika fordóma, síður en svo. En það er verið að benda á þá reynslu, sem aðrir hafa, til að við getum lært af henni. Útlendingar eru velkomnir til íslands, sér í lagi út- lendingar sem hér vilja starfa og hér vilja búa. Fólk sem er að reyna að bjarga sér. Það er merki um velmegun og vöxt í íslensku samfélagi þegar atvinnutækifærin eru fleiri en við verður ráðið af okkur sjálfum. En við meg- um heldur ekki gleyma því að fljótt geta veður skipast í lofti. Þá þurfum við að vera menn til að leysa atvinnu- mál okkar án þess að líta á erlenda starfskrafta sem annars flokks fólk sem engan rétt á. íslendingar hafa í ríkum mæli sótt atvinnu til hinna Norðurlandanna. Þar hefur þeim verið vel tekið. Það sama þurfum við að gera gagnvart þeim gestum sem nú eru að rétta íslensku atvinnulífi hjálparhönd. Ellert B. Schram Krýsuvíkur- samtökin Það var ekki stór hópur, sem fékk þá hugmynd að kaupa Krýsuvíkur- skóla og freista þess að koma þar á fót meðferð og skóla íyrir unglinga. Við vorum 12. Okkur fannst það góð tala. Fljótlega stækkaði þessi hópur þó og þegar við komum fyrst saman, á formlegan fund, vorum við orðin 24. Við áttum ekki mikla peninga, vorum ekki sérstaklega mikið afl í þjóðfélaginu, en innan hópsins mátti finna heilmikla þekkingu á þeim við- fangsefnum sem við blöstu. Þó var annað sem einkenndi hópinn enn frekar en það var sameiginleg reynsla okkar á einn eða annan hátt af málefriinu og sú vissa, að framkvæmda væri þörf á þessu sviði. Síðan þetta gerðist eru tvö ár liðin og margt hefur gerst síðan en eitt hefur ekki breyst. Við erum enn jafii- viss um að við séum á réttri leið. Að mörgu er að hyggja þegar verk- efni sem þessu er hleypt af stokkun- um. Fyrst og fremst þarf að koma húsinu í notkunarhæft ástand en samhliða því að skipuleggja meðferð, skólarekstur og vinnu fyrir ungling- ana og stuðning við fjölskyldur þeirra. Skólahúsið Við erum svo heppin að hafa innan okkar vébanda ýmsa aðila sem vita lengra en nef þeirra nær varðandi húsbyggingar og nú eru þeir gjör- nýttir. Við erum búin að vinna mikið starf í sjálfboðavinnu við að hreinsa brotið gler úr gluggum, sópa út og loka húsinu til bráðabirgða. Síðan hefur verið unnið við að hreinsa glugga og mæla þá upp fyrir gler- ísetningu, undirbúa þak fyrir við- gerð og gera úttekt á þörf fyrir málningu. Þá hefur allt vatnskerfi verið þiýstiprófað og gert við það sem bilað var. Mikið undirbúnings- starf er að baki varðandi notkun heita vatnsins á staðnum. Þá hefur útboð verið framkvæmt fyrir viðgerð á þaki, gler í glugga, smíði á ofnum og málningu á húsið. Vinna er hafin að öllum þessum þáttum og von bráðar fara framkvæmdir við þetta í húsinu sjálfu að líta dagsins ljós. Þá hefur okkur verið gefin rafstöð, sem verið er að koma fyrir og mun duga okkur til að byrja með. Raf- lagnir hafa verið athugaðar og yfirfamar. Einnig fengum við gefið kynditæki sem verið er að tengja og koma fyrir. Við eigum enn eftir svo mikla vinnu við rannsóknir og und- irbúningsvinnu áður en við getum tekið heita vatnið á staðnum í notk- un að við töldum ekki stætt á öðru en að byrja að kynda með olíu. Vet- ur fer í hönd. Þess utan verðum við að velja vandlega þær framkvæmdir sem dýrmætt söfriunarfé fer í og hita- veita getur ekki verið efst á blaði meðan svo margt annað er ógert. Hitt er svo annað mál að hún verður að koma, þótt síðar verði. Islendingar hafa persónulega gefið okkur peninga til að ljúka þessu sem hér hefur verið upp talið og komið er af stað. Við munum geta gert við þakið, sett gler í glugga, sett upp ofna, hitað húsið og lýst það upp og málað fyrir það fé sem nú er í hendi. Þá getum við sagt að húsið liggi ekki lengur undir skemmdum. Þá eigum við enn eftir að finna leiðir til að koma innréttingum í þá álmu sem við ætlum að taka fyrst í notk- un. Bjartsýni? Auðvitað er það bjartsýni, en með hverju hefur það gerst sem komið er? Bjartsýni. Meðferðin Við búumst við að fá til meðferðar eitthvað af þeim unglingum sem telj- ast þurfa lengri meðferð en nú er boðið upp á hérlendis. Við erum að safiia að okkur upplýsingum um það sem best hefur verið gert á þessu Kjallaririn Sigurlína Davíðsdóttir formaður Krýsuvíkursamtakanna t.d. langa reynslu í rekstri slíkra meðferðarstofnana. Við munum byggja á því kerfi sem besta raun hefur gefið fyrir fólk sem er að ná sér á strik eftir ofneyslu vímugjafa. Unglingamir munu fyrst fara í gegn- um slíka meðferð en eftir hæfilegan tíma tekur skólastarfið smám saman við og síðan vinna. Skólastarfiö Við erum að leggja drög að skóla- stefnu Krýsuvíkurskóla. Við munum stefna að því að þeir sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi geti tekist á við það en að öðru leyti munum við reyna að koma til móts við þarfir hvers nemanda. I Krýsusvíkurskóla kemur væntanlega fólk með ákaf- lega ólíkan bakgrunn og ólíkar þarfir. Það verður því heilmikið verkefni að mæta þörfum hvers og eins. Vinnan Ymislegt varðandi þennan þátt liggur ljóst fyrir, annað ekki. Það er til dæmis ljóst að heimilisstörf og tiltekt verða fastur liður í vinnutil- höguninni. Þá hljóta unglingamir að vera kjömir aðilar til að vinna ýmis ræktunarstörf úti við. Landið í kringum skólann kallar á hjálp og það er spennandi verkefni að veita hana. Þá em margar fleiri hugmynd- ir í deiglunni, sem of snemmt er að ræða enn, en áreiðanlega má takast að finna viðfangseíni við hæfi ungl- inganna. Fjölskyldan Þegar unnið er með unglingmn er það svo að segja skilyrði fyrir ár- angri að fjölskyldur þeirra séu með í ráðum. Fjölskyldan hefur líka oft- ast gengið í gegnum gífurlega mikið álag og þarf ekki síður á stuðningi að halda en unglingurinn sjálfur. Þegar unglingurinn hefur lokið meðferð sinni og er tilbúinn til að takast á við lífið að nýju er ákaflega mikilvægt að fjölskyldan skilji hvað við er að glíma og geti tekið þátt í því. Þama veitir ekki af að allir legg- ist á eitt ef árangur á að nást. Við munum leggja mikla áherslu á þenn- an þátt. Til þess munum við hafa námskeið fyrir foreldrana og ráðgjöf fyrir þá. Við munum þurfa aðsetur í Reykjavík til þeirra hluta. Við höf- og vonumst til að geta hafið nám- skeiðshald þar sem allra fyrst fyrir aðstandendur nemenda okkar. Lokaorð Islendingar hafa tekið okkur hjá Kiýsuvíkursamtökunum ótrúlega vel. Við hugsum stundum til þess þegar við tökum við fjárhæðum sem skipta hundmðum eða þúsundum króna úr hendi venjulegs launafólks, sem berst kannski í bökkum með að borga af lánum sínum og lifa af laun- um sínum, að við erum ekki einu samtökin sem óska eftir fjárstuðn- ingi. Mánaðarlega berast bunkar af gíróseðlum inn á heimilin og ýmiss konar leiðir aðrar eru famar. Skemmst er þess að minnast, hve margir réttu Vímulausri æsku hjálp- arhönd, þegar þau samtök stóðu að sinni fyrstu fjársöfnun. Samt vill fók gefa okkur peninga og ýmislegt ann- að, sem að gagni má koma. Af þessu ráðum við að fólk vilji að starfsemi eins og sú sem við ætlum að koma á fót fari af stað hér hjá okkur. Mörgum er orðið ljóst að meinið lagast því miður ekki af sjálfu sér. Fyrirbyggjandi starf er ákaflega nauðsynlegt. Því að betra er að koma í veg fyrir bölið en reyna að laga skaðann af því þegar hann er orðinn. En fyrirbyggjandi starf gagnar bara ekki þeim einstakling- um sem þegar eru flæktir í eitumet- inu. Þeir geta heldur ekki losað sig af sjálfsdáðum, það skulum við gera okkur alveg ljóst. Þá er aðeins eftir spumingin hvort við sem utan við stöndum viljum hjálpa til. Þessir unglingar geta komist á rétta leið eins og aðrir ef rétt er að staðið en þeir þurfa mikinn stuðning því fyrstu skerfin á leiðinni geta verið erfið óhörðnuðum ung- mennum. Viljum við líta upp úr eigin erfiðleikum og basli andartak og rétta hjálparhönd? Eða kannski ætt- um við að orða þessa spumingu öðmvísi. Myndum við vilja að ein- hver rétti okkar eigin barni slíka hjálparhönd ef á þyrfti að halda? Ég stakk niður penna til að skrifa þessa grein af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að margir hafa gefið okkur peninga og það er ekki annað en sjálfsögð kurteisi að þeir frétt eitthvað af þvi hvernig þeim er varið. í öðm lagi vegna þess að nafh okkar er farið að hljóma kunnuglega í eyrum margra og það er því rétt að leggja áherslu á til- gang okkar og markmið svo að fólk fái hugmynd um fyrir hvað við stöndum í rauninni. Margar fleiri ástæður mætti upp telja, en að lok- um þetta: Ég vann sem ráðgjafi hjá SÁÁ i þrjú ár. Á þessum tíma kynntist ég fjölmörgum ungmennum sem áttu í vandræðum vegna vímugjafaneyslu og hefðu þurft meðferð eins og við ætlum að koma á fót í Krýsuvíkur- skóla. Hún hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis. Sum þessara ung- menna þurfa ekki lengur á umönnun okkar að halda. Þau eru dáin. En mörg önnur eru enn okkar á meðal. Við höfum ekki hörku til að horfa fram hjá þeim. Við viljum rétta höndina inn í eiturmóðuna til þeirra og reyna að kippa þeim út. Sigurlina Daviðsdóttir sviði erlendis. Bandaríkjamenn hafa um tekið 4 leigu hús i Þverholti 20 „Ég stakk niður penna til að skrifa þessa grein af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að margir hafa gefið okkur peninga og það er ekki annað en sjálf- sögð kurteisi að þeir frétti eitthvað af því hvernig þeim er varið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.