Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
KANTSTEINAR
Járnbentir
og
vélsteyptir
kr. metrinn.
Margra ára reynsla.
KANTSTEYPAN, s. 672535.
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA
VESTFJARÐAUIVIDÆ M ISf
ÍSAFIRÐI
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
Ein staða skólasálfræðings.
Ein staða sérkennslufulltrúa/kennslufulltrúa.
Hálf staða ritara.
Þá vantar talkennara og bókasafnsfræðing til sér-
stakra verkefna sem mætti vinna í áföngum eftir
samkomulagi.
Ein staða kennsluráðgjafa í Vestfjarðaumdæmi. Miðað
er við hlutastörf, 25-50%, með búsetu hvar sem er í
umdæminu.
Óskað er eftir kennurum með starfsreynslu og/eða
framhaldsnám.
Fræðsluskrifstofan býður fram góða vinnuaðstöðu í
húsakynnum sínum á ísafirði og starfsandi er góður
meðal skólamanna á Vestfjörðum, auk þess sem boð-
ið er upp á góð laun fyrir ofangreind störf.
Upplýsingar veitir fræðslustjóri, Pétur Bjarnason, í
síma 94-3855 og 94-4684 og forstöðumaður ráðgjaf-
ar- og sálfræðideildar, Ingþór Bjarnason, í síma
94-3855 og 94-4434.
TOLLMEISTARINN
NÝ TOLLALÖG,
STRANGARA EFTIRUT
Hér er góð lausn, ódýr og árangursrík. Tollmeistarinn
er nýtt forrit sem hannað er fyrir P.C. tölvur.
Forrit sem hjálpar þér við frágang, dregur úr töfum á
afgreiðslu tollskjala hjá tollyfirvöldum.
Forritið er hannað eftir þörfum innflytjenda, ásamt
kröfum embættisins um frágang.
Forritið er einfalt í notkun, einnig fyrir byrjendur.
Allar breytingar á núverandi kerfi eru í þessu forriti,
nákvæmni er númer eitt.
Ert þú leiður á athugasemdum frá toll-
ínum, lausnin er Tollmeistarinn sem gerir athuga-
semdir strax, þannig að betri frágangur verður á
innlögðum aðflutningsgögnum. Rétt unnin aðflutn-
ingsskýrsla flýtir afgreiðslu.
Margir innflytjendur álíta nýja kerfið auðveldara. Inn-
flytjendur álíta að nú muni tollyfirvöld alfarið sjá um
útreikning. Rétt er að embættin munu reikna út skýrsl-
urnar, en gera jafnframt mun meiri kröfur um gerð
og frágang aðflutningsskýrslu.
Illa unnin skýrsla tefur örugglega afgreiðslu hjá toll-
embættum og munu væntanlega margir fúskarar falla
úr leik. Samkeppnin fer harðnandi, meiri kröfur, nýtt
skipulag, gott kerfi.
Góð kunnátta innflytjenda er raunveruleg krafa.
Dæmi um ýmsar nýjungar sem innflytjandi þarf að
svara:
Yfirfærslunúmer banka, Vy lykill, sérstakur skýrslulyk-
ill, tegund gjalda, upprunaland o.m.fl.
Tollmeistarinn hefur verið hannaður til að auðvelda
og bæta aðflutningsskýrslugerð, með spurningum lið
fyrir lið.
Nánari upplýsingar gefur Rúnar Georgsson í síma
652130 eða Niels Einarsson í síma 52996.
Forritið mun kosta u.þ.b. 18.000 kr. en verður á kynn-
ingarverði út september '87 á kr. 6.000,- m/söluskatti.
Svidsljós
Hattamir hennar Söru
Fyrir skömmu gáfum við ykkur
örlítið sýnishom af hinum ýmsu
hárgreiðslum Söru Ferguson,
þeirrar hressilegu, þunguðu her-
togaynju af York. Nú er komið að
höttunum, þeir eru ekkert síður
fjölbreytilegir. Sara er mikið fyrir
hatta, eins og sannri prinsessu
sæmir, og sérstaklega fyrir stóra
og mikla hatta eins og sjást hér á
myndunum; enga pena og tíkarlega
hatta, takk. Þótt það sé ennþá
prinsessuhátturinn að bera hatta
við hin ýmsu tækifæri þá eiga hatt-
ar ekki miklum vinsældum að
fagna á meðal annarra ungra
kvenna um þessar mundir. En
hvernig væri að prófa? Stórir hatt-
ar eru örugglega fínir í rigningu
sem og í miklu sólskini; ágætis-
skýli. En þá er bara eitt vandamál
fyrir íslenskar stelpur sem hygðust
bera hatt á höfði; rokið, það ís-
lenska.
Súperman enginn
,,súperpabbi“
Gae Exton, eiginkona Chris Reeve, mætir hér ein með börnin tvö á frumsýn-
ingu nýjustu Súpermanmyndarinnar í London. Súperman sjálfur var fjarri
góðu gamni. Hann var að njóta lífsins með yngismeyjum í Ameríkunni.
Einkalíf fræga fólksins gengur allt-
af jafn brösulega. Daglega fáum við
fregnir af nýjum og nýjum hjóna-
skilnuðum þeirra á meðal. Það
nýjasta í þeim efnum er að Christop-
her Reeve, sá sem leikur Súperman,
sé nú fluttur burt frá konu sinni og
tveimur börnum. Hann hefur verið í
sámbúð með fyrrverandi fyrirsæt-
unni Gae Exton síðastliðin níu ár.
Saman eiga þau tvö börn, Matthew,
sjö ára, og Álexöndru, þriggja ára.
En nú er Súperman sjálfur sem sagt
floginn á vit ævintýranna og leikur
víst á als oddi með sætum stelpum í
Massachusetts.
Gae tekur á málinu með mestu ró
en margir vilja meina að samband
þeirra hafi verið nokkuð furðulegt
gegnum árin. Hún hefur sárasjaldan
fylgt honum þegar hann hefur farið
út að skemmta sér en hann hefur
víst gert mikið að því.
„Hann er mikill kvennamaður,"
segja vinir hans. En ástæðan fyrir
skilnaðinum mun einmitt vera sú að
hann langar til að skemmta sér
reglulega með ungum fegurðardísum
og þá er betra að vera ekki í neinu
föstu sambandi.
Eiginkonan stendur ein uppi með
börnin í húsi þeirra í London en seg-
ist ekki vera fjárhagslega háð
Súperman. Hún komi alveg til með
að standa á eigin fótum og fari bara
að vinna meira ef þess þarf. Fólk sem
þekkir til Gae segir hana mjög svo
þægilega manneskju. Hún sé frekar
gamaldags og líði best heima með
börnunum. Hún er heldur ekkert fyr-
ir það að slá um sig þótt nóg hafi
verið af peningunum. Allra sinna
ferða hefur hún farið með strætis-
vagni og telur það ekki eftir sér.
„Hún meira að segja stendur úti þótt
hann rigni og bíður eftir vagninum
til þess að sækja börnin í skólann,“
segja þeir sem til þekkja.
En Súperman gekk þó einum of
langt þegar hann mætti ekki einu
sinni á frumsýningu nýjustu Súper-
manmyndarinnar í London nú fyrir
skömmu. Þar mætti Gae með börnin
tvö en ekkert bólaði á pabba. Hann
var að skemmta sér í Ameríkunni.