Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Side 18
18 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. NÓABORG. STANGARHOLT111 Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 29595. GRANDABORG v/Boðagranda óskar eftir að ráða fóstrur eða starfsfólk til starfa nú þegar e.h. Upplýsingar í síma 621855. Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrir unga pilta utan af landi sem verða nemendur í Öskjuhlíðarskóla skólaárið 1987-88. Upplýsingar um greiðslu og fyrirkomulag hjá félags- ráðgjafa í síma 689740. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar gefa Gunnar í síma 97-11073 og Áshildur í síma 97-11631. Sjúkrahúsið Lagarási 19, 700 Egilsstöðum FELLA- OG HÓLAHVERFI STARFSKRAFTUR: Við erum hress og ánægð börn og hressar og ánægð- ar konur. Okkur vantar aðeins 1 starfsmann til að vera með okkur kl. 12.30-17.30. Upplýsingar á staðnum eða í síma 78350. Skóladagheimilið Hraunkot, Hraunbergi 12. FJÖLBRAÓTASKÚUNN BREIÐHOLTI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Óskum eftir að ráða starfskraft til starfa á prentstofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar á skrifstofu skólans kl. 8.00-15.00 næstu daga. Sími 75600. UMSJÓNARFÓSTRA Umsjónarfóstra með daggæslu á einkaheimilum ósk- ast til starfa strax. Um er'að ræða 9 mánaða afleysingu vegna námsleyfis. Upplýsingar veitir Fanny Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277. KVARNABORG, NÝTT DAGVISTARHEIMILI í ARTÚNSHOLTI óskar eftir fóstrum í heilar og hálfar stöður 15. sept. nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Margrét Petersen, í síma 27277. Menning MyndHst Þorgeir Ólafsson Gestur Á sýningunni í Gallerí Borg sýnir Gestur höggmyndir úr steini, sem hann heíur gert undanfarin þrjú ár. Sumir þessara skúlptúra eru gerðir úr graníti og fleiri steintegundum, sem hann varð sér úti um þegar þau hjón- in voru við störf í Sveaborg í Finnl- andi. Það sem öðru fremur einkennir skúlptúra hans nú eru einföld og sterk form, ásamt áherslu á eiginleika efnis- ins sem hann vinnur i. Hann nýtir sér séreinkenni steinsins og magnar and- stæðumar í efhinu ýmist með þvi að slípa hann spegilsléttan eða láta hrjúft yfirborðið standa óhreyft. Þessum andstæðum teflir hann einnig saman í sumum skúlptúrunum. Það leynir sér ekki að það á vel við Gest að vinna með stein, og maður getur ekki annað en dáðst að þolinmæði hans og þraut- seigju við þetta vandasama efni, því vandvirkni hans er viðbrugðið. Gestur Þorgrimsson Gestur Þorgrimsson og Sigrún Guðjónsdóttir á sýningunni í Gallerí Borg. Gestur og Rúna í Gallerí Borg Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjóns- dóttir (Rúna) hafa opnað sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll. Rúna sýnir leirmyndir og teikningar en Gestur höggmyndir úr steini. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að Gestur og Rúna komu heim frá listnámi í Kaupmannahöfh. Þá komu þau á fót leirmunaverkstæðinu Laugamesleir sem þau starfræktu til ársins 1954 og endurvöktu siðan árið 1968. Á síðustu árum hafa þau gert margar veggskreytingar, úti og inni, fyrir ýmsa aðila. Rúna Rúna sýnir annarsvegar myndir sem hún hefur teiknað eða þrykkt á jap- anskan pappír og hins vegar myndir sem gerðar eru með sérstakri tækni á leirflísar. Japanski pappírinn er efhis- mikill og gljúpur, andstætt við leirflís- amar sem hafa harða og glansandi áferð. Hið mjúka og ávala form, ljóð- rænt, létt og taktfast, einkennir myndir Rúnu. Yfir þeim er einhver mannúðlegur blær sem kemur manni í gott skap! Fígúrur hennar em bústn- ar og aðlaðandi verur úr öðrum heimi færandi góð tíðindi. Áhorfendur kom- ast varla hjá því að taka eftir fiskun- um, eplunum og ormunum í myndum Rúnu. Allt em þetta vel þekkt tákn úr myndlist fyrri tíma, sem vísa til atburða sem sagt er frá í Biblíunni. Hver og einn verður síðan að gera það upp við sig hvort hann telji að Rúna noti þessi fyrirbæri sem tákn eða sem ákveðin form. Það getur, hvað sem öðm líður, gert heimsóknina á sýning- una enn skemmtilegri að velta vöngum yfir því. Sýning Gests og Rúnu stendur til 15. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.