Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
UMBOÐIÐ Á SIGLUFIRÐI
Blaðbera vantar strax víðs vegar um bæinn.
Upplýsingar gefur umboðsmaður DV, Friðfinna
Símonardóttir, í síma 96-71208 eða 96-71555.
HARSNYRTISTOFAN
GRETTISGOTU 86. - SIMI18830
OPNUNARTIMI
mánudaga til miðvikudaga 10-17
fimmtudaga og föstudaga 10-19
laugardaga 9-12
VERIÐ VELKOMIN
FRAMANDI MENNING
í FRAMANDI UNDI
• Ert þú fædd/ur 1970 eða 1971?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða?
• Viltu búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu verða skiptinemi?
Umsóknarfrestur til 12. okt. Opið daglega
milli kl. 14 og 17.
Ef svarið er já hafðu þá samband við:
á Islandi
-alþjóöleg fræðsla og samskipti-
Hverfisgötu 39, P.O. Box 735 -
121 Reykjavík, sími 25450.
SEUUM SÍÐUSTU
CITROEN AXEL BÍLANA
AF ÁRG. 1987 Á SÉRSTÖKU
TILBOÐSVERÐI
AÐEINS KR. 239.000,-
HVER BÝÐUR BETUR?
Globus?
Lágmúli 5, Reykjavík
Sími 91-681555
Utlönd
Réðust Inn
í Líbýu
Loftárásir eru nú gerðar á hermenn
frá Chad sem hafa tekið á sitt vald
flugvöll í Sahara-eyðimörkinni í
Líbýu. Þrjú þúsund líbýskir hermenn
reyndu að verja hann án árangurs.
Hermennimir frá Chad em sagðir
hafa eyðilagt þrjátíu orrustuflugvélar
og fellt eða tekið til fanga fleiri hundr-
uð líbýska hermenn i bardögum á
landi á laugardaginn. Fréttir frá Líbýu
herma að árásir hafi verið gerðar á
flugvöll við Sara en þeim hafi verið
hmndið.
Flugvöllurinn í Saharaeyðimörkinni
er mikilvægur aðstaða fyrir þá her-
menn Líbýu sem staðsettir em í
suðurhluta landsins og er hann í um
hundrað kílómetra íjarlægð frá hinum
viðurkenndu landamærum ríkjanna
tveggja.
Er þetta í fyrsta skipti sem her frá
Chad ræðst inn fyrir landamæri Líbýu.
Að sögn sendiherra Chads í París mun
ekki verða reynt að halda flugvellin-
um heldur munu hermenn frá Chad
hverfa þaðan á brott eftir að hann
hefur verið jafhaður við jörðu. Til-
gangurinn sé einungis að eyðileggja
hemaðarlega bækistöð þaðan sem ár-
ásir séu gerðar á Chad.
Árás þessi átti sér stað viku eftir að
hermenn Chads voru reknir frá
Aouzou sem er á umdeildu landa-
mærasvæði. Hermenn frá Chad höfðu
tekið borgina þann 8. ágúst en hún
hafði verið fjórtán ár undir yfirráðum
Líbýumanna.
Handtóku tugi rétttrúnaðarmanna
ísraelska lögreglan handtók um
helgina tuttugu og níu rétttrúnaðar-
' gyðinga í átökum sem urðu milli
þeirra og lögreglu við mótmæli gegn
kvikmyndasýningum á laugardögum.
Rétttrúnaðarmennimir telja kvik-
myndasýningar þessar, á laugardög-
um, sem og ó föstudagskvöldum, brjóta
í bága við trúarreglur gyðinga. Hafa
þeir undanfarið mótmælt þeim ákaft
og um þessa helgi kom loks til beinna
átaka milli þeirra og lögreglu.
Lögreglan handtekur einn réttrúnaóarmannanna um helgina.
Simamynd Reuter
Kosningar
Sammála um fast gengi
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfti;
Nú er kosningabaráttan ó enda og
hafa verið skiptar skoðanir um ágæti
hennar. Þar sem hún hefur aðeins
varað í þrjár vikur hafa fjölmiðlar
og þá sérstaklega sjónvarp verið
aðalvettvangur hennar.
En í stað pólítískrar umræðu um
stefnu flokkanna í hinum ýmsu
málaflokkum hefur miklu af púðrinu
verið eytt í að ræða um mögulega
stjómarmjmdun eftir kosningar.
Hver sem stjómin verður þá þarf
að bretta upp ermamar á næstu
misserum. Greiðsluhallinn við út-
lönd mun í ár nema rúmlega tuttugu
milljörðum danskra króna, tala at-
vinnulausra mun nema tvö hundmð
og fimmtíu þúsundum og skattamir
em nú þeir hæstu í heimi eða fimm-
tíu og eitt prósent. Auk þess er ekki
víst að jafnvægi verði á ríkisfjárlög-
um næsta ár eins og í ár og verð-
bólgan er um þijú til fjögur prósent.
Fast eða of hátt gengi krónunnar á
sinn þátt í fyrmefndum atriðum.
Dagblaðið Politiken lagði níu
spumingar um efnahagsmál fyrir
þrettán þeirra sextán flokka er nú
bjóða fram við þingkosningamar.
Var meðal annars spurt hvort rík-
isútgjöld ættu að vera stöðug,
hækka eða lækka. Sama var spurt
um skattana. Spurt var hvort gengi
krónunnar ætti að vera fast og þá
miðað við Evrópubandalagsgjald-
miðlana eða gjaldmiðla þeirra landa
sem mest er verslað við, Bandaríkin,
Skandinavíu og Bretland. Var spurt
hvort nauðsynlega þyrfti að vera
jafnvægi á ríkisfjárlögum og hvort
verðbólga væri endilega af hinu illa.
Loks var spurt hversu fljótt við-
skiptahallinn ætti að vera úr
sögunni og hvort væri mikilvægara,
baráttan við hann eða atvinnuleysið.
Þykir athyglisvert að flokkarnir
eru nokkuð sammála hvað varðar
gengi krónunnar. Á gengi hennar
að vera nokkum veginn fast í nán-
ustu framtíð.
Varðandi spuminguna um verð-
bólgu em allir flokkar sammála um
að henni eigi að halda niðri. Vegna
óska um fast gengi krónunnar þrátt
fyrir lélegri samkeppnisaðstöðu út-
flutningsfyrirtækja getur orðið erfitt
að koma viðskiptahallanum við út-
lönd fyrir kattamef.
Segja íhaldsmenn beinlínis það
gamaldags hugsunarhátt að halda
að greiðsluhalli og atvinnuleysi séu
svo samtengd vandamál. Með auk-
inni atvinnu megi auka framleiðslu
og útflutning og þannig lækka
greiðsluhallann.
Hvað varðar ríkisútgjöld em
stjómarflokkamir fjórir sammála
um að þeim eigi að halda stöðugum.
Framfaraflokkurinn vill lækka rík-
isútgjöldin meðan jafnaðarmenn,
sósíalistar, kommúnistar og græn-
ingjar vilja hækka ríkisútgjöld á
sviði eftirlauna, ellilífeyris, náms-
lána og mörgum öðrum sviðum.
Varðandi skattana segja stjómar-
flokkamir að ekki sé rými til skatta-
lækkana nú. Samkvæmt Vinstri
flokki og Ihaldsflokki getur það fyrst
orðið þegar jöfriuður er kominn á
viðskipti við útlönd. Ef lækka eigi
einhveija skatta verði að hækka
aðra. Stjómarandstaðan er ekki
sammála. Jafhaðarmenn telja ekki
vera rými til skattalækkana en
hindra eigi hækkun einstaklings-
skatta. Sósíalistar vilja nýja sköttun,
þar á meðal á verðbréfahagnað og
verðbréfaverslun og ef skattalækk-
un kemur til mála em flokkamir
sammála um að tekjuskattur eigi að
lækka. Framfaraflokkur vill tafar-
lausa lækkun tekju-, eigna og fyrir-
tækjaskatts.
Allir flokkar vom sammála um að
helst þyrfti að vera jafhvægi á ríkis-
fjárlögum. Stjómarflokkamir vilja
fara afar hægt í að lofa lækkun
greiðsluhallans en stefiia á að hann
sé úr sögunni við lok komandi kjör-
tímabils eða 1991.