Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987.
43
Fólk í fréttum
Kristján Loftsson
Kristján Loftsson, framkvæmda-
stjóri Hvals hf., heftir verið í fréttum
DV vegna ákvöðunar ríkisstjómar-
innar um að draga úr veiðum á
sandreyði.
Kristján Loftsson er fæddur 17.
mars 1943 í Hafnarfirði og lauk
verslunarskólaprófi úr Verslunar-
skóla íslands 1962. Hann var í námi
í viðskiptafræðideild Wales College
Advanced Technology í Cardiff
1963-1965 og hefur unnið við stjóm-
unarstörf hjá Hval hf. frá 1966.
Kristján hefur verið forstjóri Hvals
hf. frá 1974. Kona hans er Auðbjörg
Stejnbach hjúkmnarfræðingur. For-
eldrar hennar em Guðmundur
Steinbach verkfræðingur og íyrri
kona hans, Auðbjörg Guðbrands-
dóttir, og eiga þau einn son, Loft.
Kristján á eina systur, Bimu Sól-
veigu, kaupmann i Hafnarfirði.
Foreldrar Kristjáns em Loftur
Bjamason, útgerðarmaður í Hafnar-
firði og framkvæmdastjóri Hvals hf.,
og kona hans, Sólveig Sveinbjamar-
dóttir. Faðir Lofts var Bjarni,
kaupmaður á Bíldudal, Loftssonar,
b. á Brekku á Hvalfjarðarströnd,
Bjamasonar, b. og hreppstjóra á
Vatnshomi í Skorradal, Hermanns-
sonar. Meðal systkina Lofts vom
Kristín, langamma Ólafs Johnson
forstjóra, föður Amar Ó. Johnson,
forstjóra Flugleiða, og Ólafs Ó. Jo-
hnson forstjóra. Bróðfr Lofts var Jón
á Skálpastöðum, langafi Sigmundar
Guðbjamasonar háskólarektors.
Móðir Bjama á Bíldudal var Guðrún
Snæbjömsdóttir af Fremra-Hálsætt-
inni. Móðir Lofts útgerðarmanns var
Gíslína Þórðardóttir, b. á Sveinseyri
í Tálknafirði, Jónssonar, af ætt Sel-
látrabræðra, og kona hans, Sigríður
Lovísa Friðbertsdóttir frá Tungu í
Tálknafirði. Föðurbræður Kristjáns
vom Þórður, bókari i Hafharfirði,
og Kristján stýrimaður, sem lést á
stríðsámnum.
Móðir Kristjáns, Sólveig Ingibjörg,
er dóttir Sveinbjöms, kaupmanns á
ísafirði, Kristjánssonar, jámsmiðs i
Búðardal, Erlendssonar. Móðir
Sveinbjamar var Sólveig Einars-
dóttir, b. á Klukkufelli í Reykhóla-
sveit Sveinbjamarsonar. Móðir
Sólveigar var Daníelína Kristín
Brandsdóttir, b. í Kollabúðum í
Þorskafirði, Sigmundssonar og
Kristínar Daníelsdóttir, gullsmiðs í
Hlíð í Þorskafirði, Hjaltasonar.
Bróðir Daníelínu var Jón, b. á
Kambi í Reykhólasveit, faðir Stef-
áns, forstjóra Eddu, Ólafs, forstjóra
Electru, Sigmundar, gjaldkera hjá
Slysavamafélaginu, föður Gunn-
laugs, fv. forstjóra Framkvæmda-
stofhunarinnar, Magnúsar,
júmsmiðs, föður Jóns Hjaltalíns,
formanns Handknattleikssambands
Islands, og vélstjóranna Bjama og
Guðmundar. Móðursystkini Kristj-
áns em Anna, gift Lárusi Jónssyni,
skókaupmanni í Rvík, Daníelína,
gift Ólafi Ófeigssyni, skipstjóra í
Rvík, Þómnn, gift Hafliða Halldórs-
syni, forstjóra Gamla bíós, og María,
gift Ragnari Stefánssyni, mennta-
skólakennara á Akureyri.
Kristján Loftsson, framkvæmda
stjóri Hvals hf.
Afmæli
Sigríður Elíesersdóttir
Sigríður Elíesersdóttir, Dvalar-
heimili aldraðra á Hvammstanga, er
níræð í dag.
Sigríður er fædd á Þóroddsstöðum,
Hrútafirði, og ólst upp á Valda-
steinsstöðum og Óspaksstaðaseli.
Hún var vinnukona á Gröf í Mið-
dalahreppi, en bjó með Emil Randr-
up, málarameistara í Búðardal, en
þau fluttust til Borðeyrar um 1960
og þar lést Emil 1972. Sigríður hefur
dvalist á Dvalarheimili aldraðra á
Hvammstanga síðan 1981, systkini
Sigríðar em Einar, b. á Óspaksstáð-
aseli, fyrri kona hans var Pálína
Bjömsdóttir en seinni kona hans var
Guðmunda Ásgeirsdóttir, Jón,
verkamaður í Keflavík, giftur Sess-
elju Bjömsdóttur, Jakobína, gift
Matthiasi Matthíassyni, b. Kvíslas-
eli í Hrútafirði, Sveinn, verkamaður
í Keflavík. Foreldrar Sigríðar vom
Elíeser Eiriksson, b. á Þóroddsstöð-
um, og kona hans, Þuríður Einars-
dóttir.
Guðrún Sigurðardóttir
Guðrún Sigurðardóttir, Hróars-
stöðum í Hálsahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu, verður sjötug í dag.
Guðrún er fædd á Bakka í
Fnjóskadal og ólst þar upp til 6 ára
aldurs er hún fluttist að Hróarsstöð-
um og hefur búið þar síðan og rekið
þar bú, fyrst með bróður sínum og
nú með syni sínum. Systkini hennar
em: Davíð Hermann, b. á Hróars-
stöðum, sem lést 1986, og Aðalbjörg,
gift Hermanni Vilhjálmssyni, verk-
stjóra hjá Iðunni á Akureyri.
Foreldrar Guðrúnar vom Sigurður
Davíðsson, b. á Hróarsstöðum, og
kona hans, Kristin Benediktsdóttir.
Sigurður var sonur Davíðs, b. Sig-
urðssonar af Reykjaættinni í
Fnjóskadal, og Aðalbjargar Jóns-
dóttur af Amdísarstaðaættinni.
Móðir Guðrúnar, Kristín, er Dóttir
Benedikts, b. á Bakka í Fnjóskadal,
Jónatanssonar, b. á Þórðarstöðum
Þorlákssonar.
Elín Krístjánsdóttir
Elín Kristjánsdóttir, Hvítárholti í
Hrunamannahreppi, er sjötug í dag.
Hún er fædd í Haukadal í Biskups-
tungum og ólst upp á Felli í Biskups-
tungum frá ellefu ára aldri. Hún
giftist 1943 Sigurði Sigmundssyni,
b. í Hvítárholti í Hmnamanna-
hreppi, syni Sigmundar Sigurðsson-
ar, læknis í Laugarási í Biskuptung-
um, og konu hans, Önnu
Eggertsdóttur; og eiga þau átta böm,
en þau em: Sigurður, bygginga-
meistari á Hvolsvelli, giftur Guð-
laugu Oddgeirsdóttur frá Tungu í
Fljótshlíð, Anna Soflfta, b. á ísa-
bakka í Hrunamannahreppi, gift
Helga Jónssyni, b. þar, Kristján,
byggingameistari á Hvolsvelli, Guð-
björg, kristniboði í Thailandi, gift
enskum manni, Sigríður Halla, b. á
Hvítárholti, gift Þórhalli Gestssyni,
b. þar, Kolbeinn Þór, vélamaður í
Hafnarfirði, giftur Helgu Auðuns-
dóttur, Guðmundur Geir, verkstjóri
á Flúðum í Hrunamannahreppi, gift-
ur Ulrichu Sigurðsson, Hildur, býr
á Ármóti á Rangárvöllum.
Systkini Elínar vom þrettán, af
þeim komust upp tíu en þau em
Greipur, lögregluþjónn i Rvík, giftur
Guðleifu Helgadóttur, Sigurgeir, for-
stjóri OLlS í Vestmannaeyjum,
giftur Björgu Ágústsdóttur, Jó-
hanna, sem er látin, var gift Kolbeini
Jakobssyni, pípulagningameistara i
Rvík, Loftur, lögregluþjónn í Rvík,
sem er látinn. Sigríður, matráðskona
í Rvík, gift Guðmundi Hermanns-
syni, eftirlitsmanni á Vífilsstöðum.
Auður, gift Jóhanni Vilbergssyni, b.
á Felli í Biskupstungum, Katrín, sem
er látin, var gift Áma Guðmunds-
syni, málarameistara í Mosfellsbæ,
Áslaug matráðskona, gift Guttormi
Sigurbjömsyni, jarðeðlisfræðingi i
Rvík.
Foreldrar Elínar vom Kristján
Loftsson, b. i Haukadal i Biskups-
tungum og kona hans, Guðbjörg
Greipsdóttir. Faðir Elínar, Kristján,
var sonur Lofts Loftssonar, b. á Mið-
felli i Hrunamannahreppi og kona
hans Sigríður Bárðardóttir, b. í
Kollabæ í Fljótshlíð Sigurðssonar.
Móðir Elínar, Guðbjörg, var dóttir
Greips, b. í Haukadal Sigurðssonar
og konu hans, Katrínar Guðmunds-
dóttur frá Stóra-Fljóti í Flóa.
Ingimundur Hjálmarsson
Ingimundur Hjálmarsson, Austur-
vegi 9, Seyðisfirði, er áttræður í dag.
Ingimundur er fæddur á Hátúni í
Skagafirði og alinn upp hjá foreld-
rum sínum. Hann fluttist 14 ára með
foreldrum sínum til Seyðisfjarðar og
hefur búið þar síðan.
Hann vann við fiskvinnu og var til
sjós á síld og þorski. Ingimundur var
í tvö og hálft ár vinnumaður hjá
Sveini Víkingi og Sigurveigu Gunn-
arsdóttur á Dvergasteini, eftir það
fór hann að vinna sjálfstætt, fyrst
sem bifreiðarstjóri og var á vertíð í
Keflavík og við síldarsöltun. Ingi-
mundur var gjaldkerastörf í kaup-
félagi, 1960-1963 en var gjaldkeri á
fógetaskrifstofu Erlendar Bjöms-
sonar sýslumanns 1963-1977. For-
eldrar Ingimundar vom Hjálmar
Jónsson, b. á Hátúni í Skagafirði,
og kona hans, Guðrún Ingimundar-
dóttir. Faðir Ingimundar, Hjálmar,
var sonur Jóns Sigurðssonar, b. á
Fjallhúsi, en móðir Ingimundar,
Guðrún, var dóttir Ingimundar
Sveinssonar hómópata.
70 ára_______________________
Kristján Guðmundsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Æskunnar,
er 70 ára.
Guðmundur S. Hjálmarsson,
Grænhóli, Barðastrandarhreppi,
Barðastrandarsýslu, er 70 ára í dag.
60 ára_______________________
Eva Sturludóttir, Búlandi 13,
Reykjavík, er 60 ára í dag.
50 ára_____________________
Reynir Albertsson, Álfaskeiði 98,
Hafnarfirði, er 50 ára í dag.
Steingrímur Kristjánsson, Fjólu-
götu 13, Reykjavík er 50 ára í dag.
Vignir Einarsson, Brekkubyggð 34,
Blönduóshreppi, er 50 ára í dag.
Þórir Ásgeirsson, Hálsaseli 5,
Reykjavik, er 50 ára í dag.
40 ára__________________________
Bragi Guðjónsson, Grímshaga 7,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Guðrún Sigurðardóttir, Einibergi
29, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Bjamey Njálsdóttir, Hverafold 134,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Ása K. Jóhannsdóttir, Akurgerði
54, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Jón Erlingsson, Miðstræti 6, Nes-
kaupstað, er 40 ára í dag.
Herdís Guðmundsdóttir, Heið-
vangi 64, Hafnarfirði, er 40 ára í
dag.
HANN VEIT
HVAÐ HANN
SYNGUR
Úrval
Andlát
Halldóra Jóhannesdóttir kaup-
kona, Suðurgötu 30, Akranesi, lést
í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudag-
inn 3. september.
Jón Hilmar Jónsson, fyrrverandi
formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur, lést á Hrafnistu 3. septemb-
er.
Ragnheiður Gróa Vormsdóttir,
Ægisgötu 43, Vogum., andaðist í
Landspítalanum föstudaginn 4.
september.
Edda Sigrún Björnsdóttir augn-
læknir lést 5. september i Landa-
kotsspítala.
Sveinn V. Ólafsson hljóðfæra-
leikari andaðist í Landakotsspítala
4. september.
Jóhanna Helgadóttir
Jóhanna Helgadóttir, prestsfrú frá
Prestbakka í Hrútafirði er 60 ára í
dag, 7. september. Hún býr nú á
Reynigrund 39 í Kópavogi.
Jóhanna er fædd í Keflavík og ólst
þar upp. Hún giftist 1945 Yngva Þór
Ámasyni, presti í Ámesi, en síðar á
Prestbakka í Hrútafirði, og eiga þau
10 böm, þau eru Ámi, flugmaður í
Rvík, giftur Sigrúnu Baldvinsdóttur,
Helgi verslunarmaður, giftur Rósu
Ingvarsdóttur, Gísli Jóhann stýri-
maður, sem nú er látinn, Ragnheið-
ur, gift Pálma Jóhannessyni,
verkfræðingi í Rvík. Sigurbjörg,
vinnur á bæjarskrifstofunum í
Þrándheimi, Eysteinn Þórir vélvirki,
giftur Bergljótu Viktorsdóttur, Ingi-
björg Hulda jarðeðlisfræðingur, gift
Ingvari Magnússyni jarðeðlisfræð-
ingi, Guðmundur verktaki, sambýl-
iskona hans er Áslaug Björgvins-
dóttir, Magnús Þórir, Þórdís, bæði
við nám.
Foreldrar Jóhönnu voru Helgi
Guðmundsson, læknir í Keflavík, og
kona hans, Hulda Sigurbjörg Matt-
híasdóttir. Faðir Jóhönnu, Helgi. var
sonur Guðmundar, prests á Berg-
stöðum, Helgasonar, b. á Svínavatni,
Benediktssonar, b. á Eiðsstöðum í
Blöndudal, Tómassonar. MóðirGuð-
mundar, var Jóhanna, ljósmóðir,
Steingrímssonar, b. á Brúsastöðum
í Vatnsdal, Pálssonar, prests á Und-
irfelli, Bjamasonar. Móðir Helga var
Jóhanna Jóhannesdóttir, b. á
Brekku á Þingi Eyjólfssonar. Móðir
Jóhönnu, Hulda, var dóttir Matthí-
asar, kaupmanns og alþingismanns
í Haukadal í Dýrafirði, Ólafssonar,
b. í Haukadal, Jónssonar. Móðir
Matthíasar var Ingibjörg Jónsdóttir,
b. og hreppstjóra í Stapadal, Bjama-
Jóhanna Helgadóttir.
sonar. Móðir Huldu var Marsibil,
Ólafsdóttir, skipstjóra á Þingeyri,
Péturssonar og konu hans, Þórdísar
Ólafedóttur.
L