Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
Jón Helgason landbúnaðaaráðheira:
Útilokað er að skerða
niðurgreiðslurnar
niðurskurður til Búnaðarfélagsins mjög vafasamur
„Ég tel útilokað að ætla að afhema
niðurgreiðslur á landbúnaðarafurð-
ir, enda hefði það mikinn kostnað í
för með sér. Ég er til viðtals um að
skoða hvað hægt er að gera varð-
andi útgjöld til landbúnaðarmál-
anna en tel þó að þar sé ekki mikið
hægt að skera niður,“ sagði Jón
Helgason landbúnaðarráðherra í
samtali við DV í gær.
Jón var spurður hvemig honum
litist á þá hugmynd nafna sína
Hannibalssonar fj ármálaráðherra
að draga úr opinberum greiðslum til
ýmissa stofnana, þar á meðal Búnað-
arfélagsins?
„Ég tel að það dæmi þurfi að skoða
betur en gert hefur verið. í landinu
standa yfir breytingar á búskapar-
háttum og ég tel varasamt að draga
úr starfsemi Búnaðarfélagsins á
meðan svo er. Ég tel þó að skoða
megi hvort hægt er að hagræða ein-
hverju til spamaðar þar eins og
annars staðar," sagði landbúnaðar-
ráðherra.
Jón Helgason viðurkenndi að
ágreiningur væri innan stjómar-
flokkanna um leiðir til þess að ná
fjárlagahallanum niður. Hann sagð-
ist vara við hugmyndum um niður-
skurð í heilbrigðis- og menntamál-
um. Á þeim sviðum hefðu menn verið
að byggja upp á liðnum árum og þar
væri ekki staða til að skera niður nú.
Loks var Jón Helgason spurður
hvort verðbólguhjólið færi ekki á
fulla ferð ef beinir og óbeinir skattar
yrðu hækkaðir eins og fjármálaráð-
herra vill?
„Vissulega er hætta á því en það
er líka hætta á að verðbólgan magn-
ist ef áfram verður svo mikill halli
á fjárlögum og verið hefur og fyrir-
sjáanlegur er á næsta ári ef ekkert
verður að gert,“ sagði Jón Helgason.
-S.dór
Þeir voru mildir á svip, Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambandsins, og Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambandsins, áður en fundur þessara aðila hófst i gær. Svipurinn breyttist eftir fundinn og var
mönnum þá heitt i hamsi. DV-mynd KAE
Kjarasamningar:
Stefnir í hörð átök
- eftír að tilboði vinnuveitenda var hafnað
Fjáriagagerðin:
Gerir Jón Baldvin
frumvarpið að
sínu eigin?
- vegna djúpstæðs ágreinings
„Ég fæ ekki betur séð að að ágrein-
ingur stjómarflokkanna um leiðir til
að ná fjárlagahallanum niður sé svo
mikill að Jón Baldvin fjármálaráð-
herra neyðist ti! að leggja fjárlaga-
frumvarpið fram sem sitt eigið
frumvarp en ekki frumvarp ríkis-
stjómarinnar. Það væri að vísu mjög
alvarlegur gjömingur, en hvað á að
gera þegar engin samstaða næst um
gerð fjárlagafrumvarpsins?" sagði
einn af áhrifamönnum Alþýðuflokks-
ins á Alþingi í samtali við DV.
Hann sagði að Framsóknarflokkur-
inn treysti sér ekki út í niðurskurð
ríkisfjármálanna að neinu marki. Ekki
mætti hrófla við niðurgreiðslum land-
búnaðarafurða. Ekki mætti skera
niður greiðslur til Búnaðarfélagsins
sem er mikið bákn. Aftur á móti væm
ráðherrar Framsóknarflokksins til-
búnir til að skera eitthvað smávegis
niður hjá sínum ráðuneytum.
Það mega ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins ekki heyra nefht. Þeir em
tilbúnir til að samþykkja niðurskurð
í öðrum ráðuneytum en sínum. Þá em
sjálfstæðismenn tregir til að sam-
þykkja skattahækkanir fyrr en skorið
hefur verið niður á þeim sviðum sem
framsóknarmenn veija og þeir hafa
ekki viljað tilnefna neitt fleira sem
skera á niður.
Þá sagði hann að allt virtist svo
ótrúlega þungt í vöfum hjá Sjálfstæð-
isflokknum og erfitt að fá svör við
spumingum. Fjárlagagerðin væri
komin í bullandi tímaþröng og svör
yrðu að fást.
Alþýðuflokkurinn stendur þama á
milli og setur fram hveija tillöguna á
fætur annarri í báðar áttir, að skera
niður eða hækka skatta og setur sam-
starfsflokkana upp að vegg í hverju
máli.
í fyrramálið klukkan 08 er fyrir-
hugaður ríkisstjómarfundur um fjár-
lagagerðina en í dag og kvöld em
vinnunefhdir að störfum.
-S.dór
Alþýðusamband íslands hafnaði í
gær tilboði Vinnuveitendasambands-
ins um nýjan kjarasamning sem gildi
út næsta ár. í tilboðinu er gert ráð
fyrir að öll laun í landinu hækki um
1600 krónur 1. október í stað 7,34%
hækkunar eins og nú stefnir í. Þá er
í tilboðinu er gert ráð fyrir að lág-
markslaun verði 30.000 krónur á
mánuði hjá ófaglærðum en 38.900 hjá
faglærðum frá og með 1. október.
Á næsta ári hækki laun sem hér
segir: 1. janúar um 3%, 1. apríl um
2 %, 1. júlí um 1,5% og 1. október um
1,5%. Hækki framfærsluvísitala um-
fram 10 % á tímabilinu 1. október 1987
til júlí 1988 getur Alþýðusambandið
krafist endurskoðunar á launalið.
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambandsins, sagði samninga á
þessum nótum ekki koma til greina.
Landssamböndin stæðu nú í samning-
um við vinnuveitendur og þessi tillaga
væri ekki þess virði að Alþýðusam-
bandið kallaði eftir umboði frá lands-
samböndunum til samninga.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
sagðist óttast að þær samningaviðræð-
ur sem komnar eru í gang milli
Verkamannasambandsins og Vinnu-
veitendasambandsins færu út um
þúfur vegna þessa tilboðs, sem hann
sagði fullkomlega óaðgengilegt.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði að ef 7,24 % hækkun
kæmi á öll laun 1. október væri ljóst
að verðbólguhjólið færi á fulla ferð
og tilboð Vinnuveitendasambandsins
váeri tilkomið til að koma í veg fyrir
það.
Gunnar J. Friðriksson, formaður
Vinnuveitendasambandsins, sagðist
óttast að hörð átök yrðu á vinnumark-
aðnum fyrst Alþýðusambandið hafn-
aði þessu tilboði sem hann sagði bæði
raunhæft og ábyrgt. -S.dór
Vhniudeiliir í Álverinu
„Það hefur verið mikill órói á svæð-
inu síðustu þijá dagana eftir að
forráðamenn fyrirtækisins upplýstu
okkur um að bónusgreiðslur til starfs-
manna yrðu skertar næstu 2-3
mánuðina. Það eru engar aðgerðir
skipulagðar af verkalýðsfélaginu en
menn úti á svæði eru mjög óhressir.
Það kemur svo í ljós í dag, þegar við
fáum launaseðlana okkar, hver við-
brögðin verða,“ sagði Baldur Baldurs-
son, trúnaðarmaður starfemanna
Álversins í Straumsvík, í samtali við
DV í morgun.
Baldur sagði að málið ætti sér nokk-
um aðdraganda. í sumar kom sending
af forskautum sem reyndist gölluð.
Vegna gallaðra forskauta varð að loka
mörgum kerjum og féll framleiðslan
niður við það. En bónusinn miðast við
framleiðsluna síðustu þrjá mánuði á
undan þannig að nú hrapar bónus-
greiðsla til starfemanna úr 7% niður
í 5,3% og á eftir að lækka enn á næstu
mánuðum.
„Starfemennimir lögðu mjög hart
að sér í sumar til að bjarga því sem
bjargað varð og þeim finnst því ekki
siðferðilega rétt að bónusinn sé skert-
ur vegna þessara gölluðu forskauta. “
Baldur sagði að engar aðgerðir væm
skipulagðar meðal starfemanna, alla
vega ekki opinberlega, en viðbrögðin
fæm eftir því hvað kæmi upp úr lau-
naumslögunum í dag.
-ATA
Minni ástæða
■ 21 M , JUjL „ „ JL
ni ao ovtast
- segir Sigurður Mailiússan
„Égtelaðþaðhljótiaðveraminni ríkjamanna í hvaladeilunni þegar
ástæða til að óttast grænfriðunga hann var spurður hvort hann óttað-
og aðra friðunarsinna eftir sam- ist aðgerðir grænfriðunga.
komuiagið við Bandaríkjamenn í Sigurður taldi ennfremur að málið
hvalamálinu," sagöi Sigurður Mar- yrði minna í sviðsljósinu á næstunni
kússon, framkvæmdastjóri sjávaraf- í Bandaríkjunum. „Ég tel að meiri
urðadeildar Sambandsins, um kyrrð verði um málið,“ sagði Sigurð-
samkomulag íslendinga og Banda- ur. -JGH
Vonumst til að
nú vevði friður
- segir Friðrik Pálsson hjá SH
„Við höfum fylgst mjög náið með Friörik Pákson' forstjóri Sö«ö-
hvalamálinu og vonumst til að nú
sé komin lausn sem dugi til þess að
friður sé um málið. Að öðru leyti vil
ég ekki tjá mig um máliö,“ sagöi
stöðvar hraðfrystihúsanna, í gær um
lausn hvaladeilunnar og hvort þeir
óttuðust aðgerðir friðunarsarotaka i
Bandarikjunum. -JGH