Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Útlönd
Frökkum
Meira en tuttugu og fitrnn þúsund
franskir hermenn settu í gser á svið
bardaga og sýndu hæfni sína á æf-
ingum akammt norðaustur afParís.
Meðal áhorfenda á sefmgum þess-
um voru tóif liðsforingjar úr herjum
Varsjárbandalagsins, sem boðið
hafði verið að fylgjast með, jafnframt
liðsforingjum frá NATO-rögum.
Æfingamar hófust á mánudag en
þetta er í fyrsta siim sem fulltrúum
frá Austur-Evrópu hefur verið boðið
að fylgjast með frönskum heræfing-
um.
Byttingarafmæli í Mexíkó
íbúar Mexíkó fognuðu því í gær
að þá voru liðin 177 ár frá því upp-
reisnin gegn yfirráðum Spánverja í
landinu hófet, en í lok þeirrar upp-
reisnar hlaut Mexíkó sjálfstæði sitt
Hátíðarhöldin hófust með því að
Miguel de la Madrid, forseti lands-
ins, hringdi frelsisbjöilunni á svölum
þjóðarhallarinnar við Zocalo-torgið
í Mexikóborg og hrópaði „Lifi Mex-
íkó“ þrisvar sinnum. Hundruð
þúsunda Mexíkana, sem saman voru
komnir á torginu, hrópuð „Lifi“ á
móti
Brúðarbrenna á Indlandl
Loftávás á
flutningaskip
Irakar tilkynntu í morgun að þeir
hefðu í nótt gert loftárás á stórt flutn-
ingaskip á norðanverðum Persaflóa.
Einnig tilkynntu þeir um árás í gær á
flutningaskip og olíubirgðastöð írana.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
Perez de Cuellar, gerði Öryggisráðinu
grein fyrir friðarför sinni við komuna
til New York í gær. Stjómarerindreki
segir aðalritarann hafa greint frá því
að íranir hafi ekki hafiiað neinu atriði
vopnahléstilmæla Öryggisráðsins.
Hins vegar myndu íranir, að því er
stjómarerindrekinn sagði, aðeins
verða við tilmælunum eftir að alþjóð-
leg nefnd hefði úrskurðað hver bæri
ábyrgð á stríðinu.
Irakar hafa sagt að fyrst verði að
koma á vopnahléi. Hvor aðilinn um
sig ásakar hinn um að hafa gert fyrstu
árásina.
Bandaríkjamenn að störfum á Persaflóa þar sem árásir á skip eru hafnar á ný.
Símamynd Reuter
Fjárlögin afgerandi
fyrir setu stjómarinnar
Haukur L. Hauksson, DV, Kaup-
mannahöfn:
Erhard Jacobsen, samhæfingar-
ráðherra í efnahagsmálum og
formaður miðdemókrata, segir fjög-
urra flokka stjóm Schlúters standa
og falla með fjárlagafrumvarpinu
sem endanlega verður afgreitt í des-
ember. Ef fjárlögin verða samþykkt
sem varla nokkur þorir að hindra
sitji ríkisstjómin alla vega næstu tvö
árin.
Auk þess segir ráðherrann að
Framfaraflokkurinn lifi aðeins einar
kosningar í viðbót. Glistmp megi
aðeins þakka fylgisaukningu sína
lýðskrumi í flóttafólksmálmu. Spáir
Jacobsen ríkisstjómarflokkunum
fylgisaukningu í skoðanakönnunum
fyrir áramót og því þori stjómarand-
staðan ekki að fella fiárlögin og þar
með ríkisstjómina. Muni jafhaðar-
menn hefia samvinnu við róttæka
vinstri menn og ríkisstjómina þar
sem það er eina leiðin fyrir þá. Hafi
þeir aðeins tvo þriðju hluta fylgis
þess sem þeir höfðu í stjómartíð
Jens Otto Krag. Til að rétta sig við
þurfi jafhaðarmenn að geta bent á
árangur í samstarfi við stjómina og
þeim umleitunum taki ríkisstjómin
vel.
Meira en tvö hundruð þúsund Indveijar gengu þvert á bann stjómvalda
í gær og söfhuðust saman til að heiðra átján ára gamla stúlku, sem sjálf-
viljug gekk á bálköst eiginmanns síns og lét brenna sig til bana.
Eiginmaður stúlkunnar lést nýverið og á Indlandi tíðkaöist það áður fyrr
að eiginkonur vom brenndar lifandi með líki eiginmanns síns, enda slíkt
talið hið endanlega merki trúmennsku.
Þessi siður hefur hins vegar verið bannaöur um nokkurt skeið og því
brugðust yfirvöld ókvæða við þegar fréttist að stúlkan ætlaði að ganga á
bálköstinn.
Bönnuðu yfirvöld allar athafnir við brennuna og lét stöðva fólskflutninga
inn á avæðið þar sem brennan fór fram. Þá var mágur stúlkunnar hand-
tekinn en hann bar eld að bálkestinura.
Þrátt fyrir bann stjómvalda söfnuðuat að minnsta kosti tvö hundmð þúa-
und manns saman til að votta stúlkunni virðingu sína og óopinberar
heimildir segja að mannfiöldinn hafi verið allt að fiögur hundruð þúsund.
Stúlkan gekk síðan á bálköstinn og ættist niður. Beið hún síðan róleg
þess að verða eldinum að bráð.
Tötvusjóræníngjar á ferð
Vestur-þýskir tölvusjóræningjar
skýrðu frá þvi í gær að þeir hefóu
komist inn í tölvunet þar sem þeir
hefóu fundið upplýsingar um vopna-
kerfi og aðrar viðkvæmar upplýsing-
ar. Sögðust þeir hafa komist inn í
tölvunet æm tengir bandarísku
geimvísindastofiiunma við rann-
sóknarmiðstöðvar í Evrópu og Asíu.
Að 8Ögn talsmanns tölvuklúbbs
þess sem mennimir tilheyra gátu
þeir opnað allt kerfið og náð upplýs-
ingum sem voru svo viðkvæmar að
þeir þorðu ekki annað en skýra frá
því.
Páfl ámlnnlr Bandaríkjamenn
Jóhannes Páll páfi II. áminnti í gær
Bandaríkjamenn enn einu sinni og
sagði að hugsanlegt væri að banda-
rískum kaþólikkum yrði neitað um
sakramenti ef þeir ekki hlýddu
kennisetningum kirkjunnar um
getnaðarvamir, kynvillu og hjóna-
skilnaði.
Páfi lét þesaa áminningu frá sér
fara á fundi með biskupum kaþólsku
kirkjunnar í Bandaríkjimum í gær.
Hún er einhver sú harðorðasta sem
páfi hefur látið frá aér fara.
Eftiriaunaþegi glæpaforingi
Haukur L. Hauksscm, DV, Kaupmaimahcfci:
Sextíu ára maður sat í íbúð sinni
í Kaupmannahöfh og kippti í spott-
ana á meðan aðrir sáu um rán og
fíkniefnasmygl. Útvegaði sá gamli
vopn, tók við þýfi, seldi fíkniefhi og
hafói sprengiefni í kæliskápnum ef
á þurfti að halda.
Allt þetta fékk bæjardóm Kaup-
mannahafíiar til að dæma manninn
í tveggja og hálfe árs fangelsi. Útveg-
aði gamli maðurinn meðal annars
byssu er notuð var við rán í gull-
smíðabúð í fyrra. Fengurinn var tvö
hundmð og tólf þúsund danskar
krónur og ógrynni skartgripa. Tók
sá gamli peningana og sá um að selja
þýfíð. Hann var einnig viðriðinn
smygl á heróíni frá Pakistan.
Sá gamli vísaði ásökunum lögregl-
unnar á bug og áfrýjaði dómnum.
Andstaðan gegn
Aquino sterkari
Andstaðan gegn Corazon Aquino,
forseta Filippseyja, varð sterkari í gær
eftir að varaforseti landsins, Salvador
Laurel, sagði af sér utanríkisráðherra-
embættinu. Við það komst á óformlegt
samband milli hans og leiðtoga sfjóm-
arandstöðunnar, Juan Ponce Enrile,
að því er stjómmálaskýrendur segja.
Laurel hefur sakað forsetann um lin-
kind gagnvart skæruliðum kommún-
ista.
Laurel sagði í gær að hann myndi
ekki vilja starfa í breyttu ráðuneyti
en að hann myndi halda áfram emb-
ætti sínu sem varaforseti. Fullyrt var
að hann heföi viljað vera fyrri til áður
en hann heföi verið formlega beðinn
um að hætta.
Aquino tilkynnti önnur ráðherra-
skipti í gær og braut þar með loforð
Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, sýndi myndir frá ferð sinni til herbúða sitt um að nefha engar breytingar fyrr
um leið og hann tilkynnti að hann hefði sagt af sér embattl utanrikisráðherra en þeim væri öllum lokið. Búist er við
Íandsins. Sfmamynd Reuter frekari breytingum í dag.