Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. 13 dv__________________________________________________________________Neytendur Kartöflur í 2 þúsund ár: Kartöflur í aðalrétt Gefriar hafa verið út margar mat- reiðslubækur sem fjalla eingöngu um kartöflur og rétti úr þeim. Úr bókinni Kartöflur og rótarávextir í Sælkera- safni Vöku er að finna margar skemmtilegar og góðar kartöfluup[> skriftir. Okkur leist alveg sérlega vel á nokkrar, t.d.: Kartöflubollurnar hennar ömmu 8-10 stk. meðalstórar soðnar kartöflur 1 msk. smjörl. 14-1 tsk. salt 14-'/2 tsk. kardemommur 1 stk. egg egg og rasp og smjörl. eða olía til að steikja úr. Þessi skammtur er ætlaður fyrir fjóra og má þá reikna með rétt um 400 hita- einingum á mann. Hakkið kartöflumar og hrærið sam- an við þær feiti, salti, kardemommum ,9g egginu. .Uúi)ð til bollur.jVfljtið þeim Stálhurðir: þykkt 50 mm. Einangrun: Polyurethane "Ú gildi 0,32 W/m2, 7 litir. Með og án mótordrifs. Sendum menn til uppsetningar um land allt. ASTRA TTTTTrnTTTTTTTTTrTTTTTTTTTTTTTTTTTrriTTTTTTnT" : ,, ..— lauksdal fékk fyrstu kartöfluuppskeru sína árið 1760. Ódýrar en lélegar kartöflur Hér á árum áður voru kartöflur mjög ódýrar en jafnframt ákaflega lélegar tegundir g markaðinum, sem virtust fá mjög slæma meðferð þannig að nán- ast skemmdar kartöflur voru á markaðinum mikinn tíma ársins. Inn- lenda uppskeran brást hvað eftir annað og inn voru fluttar handónýtar kartöflur. Svo var jafiivel komið á tímabili að margir vöndust hreinlega af því að borða kartöflur og sneru sér að hrísgtjónum og öðru meðlæti. Neytendur brugðust einnig við á þann hátt að auka eigin framleiðslu. I þeirri gífurlega góðu tíð, sem verið hefur undanfarið ár, er uppskeran nú betri en í manna minnum. Talið er að einkaframleiðendur í höfuðborginni framleiði hvorki meira né minna en 30 tonn sem er 4 tonnum meira en t.d. á síðasta ári. Eftir að verslun með kartöflur var gefin fijáls fengust loksins almennileg- ar kartöflur. Innlendir framleiðendur og þeir sem versla með kartöflur hafa gert gífurlegt átak í að koma kartöfl- um óskemmdum til neytenda. En það hefur einnig gert að verkum að verðið hefúr hækkað til muna. Ársneysla á kartöflum er um 55 kg á mann en enginn vandi er að auka það til þess að nota uppskeruna til hins ýtrasta. Margar þjóðir borða mun meira af kartöflum en við, jafhvel allt upp í um eða yfir 100 kg á mann á ári. Matreiðsluaðferðin mikils virði Hægt er að matreiða kartöflur á ótal vegu. Þær er hægt að sjóða, steikja, baka í ofni, mauka í stöppu, gratínera, blanda þeim í salöt, pottrétti eða ofn- rétti og nota þær í bakstur, bæði venjulegt matbrauð og einnig í sætar kökur. Það skiptir miklu máli fyrir C-víta- minnihald kartöflunnar hvemig hún er matreidd. Best er að sjóða kartöflur með hýðinu. Þannig varðveitast bæti- efni kartöflunnar best. Vatnsmagnið, sem kartaflan er soðin í, hefur engin áhrif. Ef kartöflur eru soðnar afhýddar fer hluti af bætiefnunum út í soðið. Talið er að þær kartöflur, sem soðnar eru með hýðinu, bragðist mun betur en hinar. Ef kartöflur em steiktar, stappaðar eða djúpsteiktar tapast mikið af C- vítamíninu. Ef kartöflum er haldið heitum, t.d. ef þær eru tilbúnar löngu áður en aðrir réttir, fer C-vítamínið forgörðum. Út frá því sjónarmiði er betra að snöggkæla kartöflumar og hita þær síðan upp aftur þegar á að neyta þeirra. Þegar kartöflur em djúpsteiktar drekka þær mikið af fitu og þar með eykst hitaeiningainnihald þeirra til muna. Venjuleg soðin kartafla inni- heldur nær enga fitu og sömuleiðis fáar hitaeiningar. Þetta eru fallegar kartöflur, nýuppteknar og ekki eln einasta kartafla spmngin eöa gölluð. úr þeyttu eggi og síðan raspinu. Steik- ið þær vel á báðum hliðum. Berið þær fram strax. Þær em góðar með beijasultu og salati. Kartöflugúllas Þessi réttur virðist vinsæll því við höfum fundið hann í mörgum mat- reiðslubókum. 750 g kartöflur 250 g fint hakkaður laukur 1 græn paprika 1 msk. olía 2-3 tsk. mild paprika DV-mynd EJ 2-3 dl kjötsoð 2-3 msk. sýrður ijómi, má sleppa Flysjið kartöflumar og skerið þær i 14 cm þykkar sneiðar. Flysjið laukinn og saxið. Skerið paprikuna í tvennt eftir endilöngu og takið innan úr henni kjamann. Saxið hana niður. Steikið kartöflur, lauk og papriku i feitinni. Saltið og kryddið. Hellið kjöt- soðinu út í og látið sjóða við vægan hita í 20 mínútur. Berið gúllasið fram vel heitt með sýrðum ijóma ef vill. Bakað úr kartöflum Auðvelt er að drýgja mat með því að nota kartöflur, þá soðnar og marð- ar. Má t.d. nefria buffkökur úr hökkuðu kjöti. Einnig er gott að baka alls konar bakkelsi úr kartöflum. Á krepputímum kunnu menn að notfæra sér þetta. Vom þá stundum notaðar kartöflur til drýginda með möndlum. Einnig er hægt að búa til gervimarsíp- an úr kartöflum. 1 matreiðslubók frá Vöku fundum við uppskrift að Jónu- tertu þar sem kartöflur em notaðar í botnana: 150 g soðnar kartöflur 5 dl hveiti 150 g smjörl. 3 msk. ijómi eða vatn 14 tsk. lyftiduft Fylling: 2 dl eplamauk 3 dl þeyttur ijómi Skreyting: 1-114 dl flórsykur 1-114 msk. vatn fersk ber til skreytingar Hakkið eða meijið kartöflumar. Mylj- ið saman hveiti og feiti, bætið öðm út í deigið og hnoðið vel saman. Gætið þess þó að hnoða það ekki of mikið, þá getur það orðið seigt. Látið það standa í kæli smástund og fletjið það síðan út í 5 kringlóttar kökur, ca 24-26 cm í þvermál. Leggið kökumar á blauta bökunarplötu með bökunar- pappír. Pikkið kökumar með gaffli. Kökumar halda betur lagi ef þær fá að standa á plötunni áður en henni er stungið í ofriinn. Bakið í 250°C heitum ofiú þar til botnamir hafa tekið lit. Látið kólna á grind. Leggið þá siðan saman með epla- mauki og þeyttum ijóma. Smvijið glassúr ofan á efsta lagið og skreytið með beijum. Þannig er hægt að nota kartöflur á ýmsa-vegu en algengast er hjá okkur. -A.BJ. VANTAR ÞIGHURÐIR?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.