Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. Tippað á 12 Storutlat úr sögunni Náðst hafa samningar við Stöð 2 um vikulegan tippþátt um getraunir. Slikir þættir eru víða í löndum þar sem getraunir njóta vinsælda. Þátt- urinn verður á hveijum laugardegi og hefst nákvæmlega klukkan 19.19. Fyrsti þátturinn hefet einmitt laug- ardaginn 19. september. Ætlunin er að stjómandi þáttarins fái gest til sín sem tippar á getraunaseðil næstu viku, en einnig verður farið yfir úr- slit leikja, spáð í stöðuna og skýrt frá vinningsupphæðum og öðrum atriðum sem snerta getraunastarfið. Getraunir hyggjast hefja leit að vinningum á getraunaseðlum strax og leikjum er lokið. Skemmstan tíma tekur að fara yfir opnu seðlana og er búist við að leitarmauramir hafi skoðað um það bil 80 prósent seðla þegar getraunaþátturinn verður á skjánum. Þá hefur ef til vill fundist seðill með 12 réttum. Ef ekki þá hafa línur skýrst með vinninga. Tippurum er ráðlagt að hringja í Getraunir eftir að leikjum er lokið og tilkynna ef þeir hafa fengið 12 rétta. Það liggur ljóst íyrir að þessi tipp- þáttur á eftir að létta miklu fargi af þeim tippurum sem hafa fengið tólf eða ellefii rétta því hingað til hafa heppnir tipparar þurft að bíða í óvissu fram á mánudag til að fá á hreint hverjir vinningar verða. Yfir- leitt hafa vinningshafamir tekið til þess ráðs að hringja um borg og bæ að leita frétta og sumir hafa farið á öldurhús til að taka út á sæluna fyrirfram. Því miður hafa tipparar jfirleitt fengið glýju í augun af heppni sinni, en nú munu línur skýr- ast mjög og þá geta vinningshafar gert fjárhagsáætlun strax. Umsjón: Eiríkur Jónsson □ Mbl. Tíminn — > «o 'O ‘E r-— i. 3 O) (0 Q c jO O) >. ffi Ríkisutvarp Stöð 2 Stjarnan LEIKVIKA NR.: 4 Arsenai ..Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Charlton ..Luton 2 X 2 X X 1 X X 1 Chelsea ..Norwich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Coventry ..Nott Forest 1 1 1 X 1 X 1 X 2 Derby „SheffWed 1 1 1 1 X 2 1 2 1 Everton ..Manch Utd X X 1 2 1 X X X 2 Oxford „QPR 2 2 X 2 2 1 X 2 1 Watford „Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 X 1 West Ham „Tottenham 2 2 X 2 2 2 2 2 2 Huddersfield „Aston Villa 2 1 1 X 1 2 X 2 X Leicester „Plymouth 1 1 2 1 1 X 1 X 1 Manch City „Stoke 1 1 1 1 1 1 1 1, 1 Hve margir réttir éftir 3 leikvikur: TTI TT T3 T2~ rrr Tcr tct W 11 Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 7 3 1 0 7 -2 QPR 3 0 0 5-0 19 7 4 0 0 9 -2 Tottenham 0 2 1 2 -3 14 5 2 0 0 5 -2 Liverpool 2 1 0 7 -3 13 7 2 2 0 7 -3 Manch Utd 1 2 0 5 -3 13 7 1 3 0 7 -4 Wimbledon 2 0 1 3-2 12 7 3 0 0 9 -4 Chelsea 1 0 3 5 -7 12 7 1 2 1 4 -4 Nott Forest 2 0 1 6 -5 11 6 1 1 1 3 -5 Coventry 2 0 1 5 -3 10 7 2 1 0 5 -0 Everton 0 2 2 2 -4 9 6 1 0 1 7 -2 Arsenal 1 2 1 2 -3 8 5 1 1 1 1 -1 Derby 1 1 0 3 -2 8 7 1 2 1 5 -5 Luton 1 0 2 5 -6 8 7 0 2 1 3 -4 Southampton 1 2 1 7 -7 7 7 1 1 2 5 -5 Norwich 1 0 2 1 -3 7 6 1 1 1 2-2 Watford 1 0 2 3 -5 7 6 1 1 1 3 -4 West Ham 0 2 1 4-5 6 7 1 2 1 5 -7 Portsmouth 0 1 2 2-10 6 6 0 0 2 1 -3 Newcastle 1 2 1 5 -6 5 6 1 0 1 6-7 Oxford 0 2 2 2 -7 5 7 0 1 3 3 -8 SheffWed 0 1 2 2 -7 2 6 0 0 3 2 -6 Charlton 0 1 2 4 -8 1 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR UTILEIKIR L U J T Mörk u J T Mörk S 8 3 1 0 11 -5 Crystal Pal 1 2 1 10 -5 15 8 2 2 0 7 -5 Hull 1 3 0 5-3 14 8 2 1 1 5 -4 Barnsley 2 1 1 4 -4 14 6 2 1 0 5-1 Bradford 2 0 1 4 -3 13 7 1 1 1 2 -2 Swindon 3 0 1 6 -5 13 7 2 1 1 4 -7 Birmingham 2 0 1 5 -3 13 7 2 2 0 10 -4 Plymouth 1 0 2 3 -4 11 8 2 1 1 6 -4 Blackburn 1 1 2 5 -7 11 6 3 0 0 8 -3 Millwall 0 1 2 2 -5 10 7 2 0 1 6 -2 Bournemouth 1 1 2 3 -6 10 7 2 1 1 7 -4 Middlesbro 1 0 2 2 -4 10 8 2 1 1 2 -2 Leeds 0 3 1 1 -2 10 7 2 1 0 4 -1 Ipswich 0 2 2 1 -3 9 7 2 1 1 5 -4 Stoke 0 1 2 0 -4 8 7 2 1 1 7 -7 Oldham 0 1 2 0 -4 8 5 1 0 ,1 3 -1 Reading 1 1 1 1 -3 7 7 0 2 1 0 -1 Shrewsbury 1 2 1 2 -3 7 5 1 0 1 3 -3 Manch City 0 3 0 2 -2 6 7 0 2 2 1 -4 Aston Villa 1 1 1 4 -3 6 7 1 2 1 4 -3 Sheffield Utd 0 0 3 2 -6 5 7 1 1 1 3 -2 WBA 0 1 3 5-11 5 6 o 3 o 2 -2 0 1 2 5-11 4 6 1 0 2 1 -3 Leicester 0 0 3 2 -5 3 Brasiliski knattsnillingurinn Mirand- inha hefur vakið upp vonir hjá aðdáendum Newcastle um að betri1 tíð sé í vændum og góðir sigrar. Enn safnast í pott- inn Nú er farið að krauma í get- raunapottinum því leifar úr 2. og þriðju viku hafa verið að safnast fyrir og bíða nú í 1. vinningi 614.033 krónur. Má því búast við að pott- urinn verði rúmlega milljón krónur á laugardaginn. Úrslit vom frekar óvænt um síðustu helgi og olli því að enginn röð fannst með 12 réttar lausnir. Ein röð fannst með 11 réttar lausnir og fékk sá heppni tippari, sem er frá Akra- nesi, 137.596 krónur í sinn hlut, en notaði hvítan getraunaseðil sem er með átta einstökum röðum. Alls vom tólf markajafntefli á ensku getraunaseðlunum. Númer- in em: 3-6-10-12-18-24-31-33-35-42-45 og 55. Markalaus jafhtefli vom númer 11 og 19. Einungis enskir leikiráseðlinum 1 Arsenal - Wimbledon 1 Arsenalliöið hefur verið að ná sér á strik eftir slæma byrj- un. Wimbledon gengur mjög vel og er í fimmta sæti. En að spila á Highbury er erfitt hverju liði sem er í 1. deild. Margir snjallir knattspymumenn eru í Arsenal og Alan Smith farinn að skora mörk. Arsenal vann samsvarandi við- ureign 3-1 í fyrra og vinnur nú. 2 Charlton - Luton 2 Charlton hefur nú spilað sex leiki en náð einungis einu stigi af átján mögulegum. Luton byrjaði illa í haust en hefur ve- rið að þokast upp stigatöfluna. Vöm Charlton er slæm því liðið hefur fengið á sig fjórtán mörk í þessum sex leikjtnn sem búnir em en það em rúmlega tvö mörk á leik. Hinir snöggu leikmenn Luton nýta sér göt í vöminni og vinna. 3 Chelsea - Norwich 1 Eftir ágæta byrjun Chelsea er kominn afturkippur hjá liðinu og það hefur unnið og tapað á víxl í síðustu sex leikjum. Síðast tapaði liðið ogætti því að vinna nú. Norwich hefur ekki verið eins sannfaerandi og í fyrravetur. Liðið hefur einungis unnið tvo leiki og tapar nú. 4 Coventry - Nottingham Forest 1 Búist var við því að Coventryliðið yrði geysilega sterkt í vetur eftir bikarsigurinn í vor. Ekki hefur sú spá ræst enn ef marka má stöðu liðsins á stigatöflunni. En Coventry hefur fengið sterk lið á heimavöllinn sinn: Liverpool og Manchest- er United og nú er það nágranaliðið Nottingham Forest. Forestliðið er byggt upp á ungum leikmönnum sem eiga margt ólært. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og tapar þeim þriðja nú. 5 Derby - Sheffield Wednesday 1 Derby kom upp úr 2. deild í vor eftir að hafa verið í 3. deildinni um tírna. Margir snjallir leikmenn hafa verið keypt- ir til liðsins, svo sem Peter Shilton, markvörður enska landsliðsins, og Mark Wright miðvörður. Báðir komu þeir frá Southampton. Liðið hefur spjarað sig vel og er með átta stig eftir fimm leiki. Ekkert gengur upp hjá Sheffield Wednesday um þessar mundir og hefur liðið gert tvö jafn- tefli en tapað fimm leikjum. 6 Everton - Manchester United X Hvorugt þessara stórliða hefur náð umtalsverðum árangri í haust en United er þó taplaust. Hefur unnið þrjá leiki en gert fjögur jafntefli. Everton hefur þegar tapað tveimur af síðustu þremur leikjum. Einhver afturkippur er í liðinu en aldrei tapast nema í mesta lagi tveir leikir á heimavelli hvert keppnistímabil. Jafntefli líklegustu úrslit. 7 Oxford - Q.P.R. 2 Oxford byrjaði vel í haust, vann fyrsta leik, gerði þvinæst tvö jafntefli en hefur síðan tapað þremur leikjum í röð. O-P- R. hefur aldrei byijað keppnistímabil jafnvel, er langefst með fimm stiga forystu á Tottenham. Liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sem er nýtt félagsmet. Sókn Q.P.R. er mjög hættuleg því liðið hefur skorað tólf mörk í sjö leikjum en vömin hefur ekki fengið á sig nema tvö mörk. Útisigur. 8 Watford - Portsmouth 1 Watford hefur komið á óvart þrátt fyrir að gengi liðsins sé ekkert sérlega gott. Portsmouth átti í erfiðleikum fyrstu leik- ina en hefur sett fyrir vamarlekann sem olli þremur töpum í fjórum fyrstu leikjimum. En liðiö á erfitt með að skora mörk og hefur ekki unnið nema einn leik á heimavelli. Nú er það Watfordsigur. 9 West Ham - Tottenham 2 West Ham er léttleikandi lið sem hefur ekki gengið mjög vel í haust. Einungis einn sigur í sex leikjum. Tottenham hefur unnið fjóra leiki af sjö og tapað einum. Liðið hefur unnið afla fjóra heimaleiki sína en á eftir að vinna á úti- velli. Nú er tækifærið gegn létthömrunum. Útisigur. 10 Huddersfield - Aston Villa 2 Aston Vifla lék í 1. deild í fyrra en liðið varð Englands- meistari árið 1981 og Evrópumeistari meistaraliða 1982. Nú er það 2. deildin með öflu því fimbulfambi sem þar er. Huddersfield hefur ekld unnið leik ennþá en hefur gert fjög- ur jafiitefli. Vöm liðsins er ákaflega ósannfærandi því liðið hefur fengið á sig þrettán mörk í sex leikjum. Aston Villa sigrar. 11 Leicester - Plymouth 1 Leicester var í 1. deild í fyrra en gekk nokkuð brösuglega þá eins og í byijun keppnistímabilsins nú. Liðið er í neósta sætí, hefur unnið einn leik en tapað fimm leikjum. Ply- mouth hefur gengið betur því liðið er með ellefu stig eftir sjö leiki. Þrátt fyrir að Plymouth hafi skorað mikið af mörk- um hef ég þá trú að Leicester muni sigra í þessum leik. 12 Manchester City - Stoke 1 Manchesterliðið má muna sinn fífil fegri því eins og Aston Villa og Leicester lék liðið í 1. deild í fyrravetur. Ekki hef- ur leikmönnum liðsins gengið of vel að fóta sig í 2. deild í haust því liðið er með fimm stig eftír sex leiki. Stoke er einnig með átta stig en eftir sjö leiki og hefur ekki unnið á útivelli enn. Cityliðið er erfitt heim að sækja og má búast við heimasigri. Mi íéS' I í i Itl S* 1 .! i,J' m í fff ■»*£ *:Ti t#*I Í3K2Í 1TP l.i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.