Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 22
22
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987.
Iþróttir
I-----------------------------------—I
„Eg er mjög osattur
kk !
i
- sagði Viðar Þorkelsson, vamarmaður í Fram
„Ég er mjög ósáttur við úrslitin í fati,“ hélt hann áfram. „Það vantaði gengur og gerist. Að vísu voru þeir um. Við eigum mjög fljóta framheija
leiknum og hann sjálfan líka,“ sagði einfaldlega hreyfingu í liðið og því sterkir í loftinu en aldrei líklegir til
Viðar Þorkelsson, Fram, eftir 0-2 fór sem fór.“ að skora, að mínum dómi.“
tapið í gærkvöldi. -Voru stórir sóknarmenn Spörtu -ÆtlaFramararaðgerabeturúti?
„Við fengum á okkur tvö léleg erfiðir viðureignar? „Við reynum að spila þéttan vam-
mörk sem við færðum þeim á silfúr- „Nei, þeir voru ekkert erfiðari en arleik úti og beita síðan skyndisókn-
og ætlum okkur að ná betri úrslitum
en í kvöld."
-JÖG
„Það datt botninn úr leik okkar
eftir að Pétur Ormslev fór út af
vegna meiðsla," sagði Þorsteinn
Þorsteinsson, vamarmaður Fram.
„Þar fyrir utan bráat einbeiting-
in því pressan á leikmenn var
óneitanlega mikil. Við fengum á
okkur ákaflega slysaleg mörk.“
-JÖG
Framarar
festust inni í
varnarskelinni
og máttu sætta sig við tap, 0-2, fyrir Spórtu
Bikarmeistarar Fram ollu miklum
vonbrigðum á Laugardalsvellinum,
þar sem þeir máttu þola tap, 0-2, fyrir
Sparta Prag frá Tékkóslóvakíu í Évr-
ópukeppni meistaraliða. Framarar
léku mjög yfirvegað í fyrri hálfleik
þegar þeir vom með strekkingsvind í
fangið. Vamarleikur þeirra var vel
útfærður. Hann var þó of vel útfærður
því að þeir festust í honum og náðu
aldrei að komast út úr vamarskel-
inni. Framarar buðu því hættunni
áieim. Tvö vamarmistök kostuðu þá
tvö mörk og Tékkamir fögnuðu sigri.
Framarar léku langt undir getu í
leiknum sem var háfgerður „mömmu-
leikur", einkenndist af dúkkuspili
beggja liða. Þegar Pétur Ormslev varð
að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 64.
mín. seinni hálfleiksins hrundi leikur
Fram. Tomas Skuhravy skoraði fyrra
mark Spörtu á 69. mín. og síðan bætti
varamaðurinn, Jan Musil, öðm marki
við fjórum mín. fyrir leikslok.
Leikurinn gegn Spörtu Prag er leik-
ur sem Framarar vilja ömgglega
gleyma sem fyrst. Fátt var boðið upp
á til að ylja áhorfendum í kuldanum
í Laugardalnum.
-sos
„Þetta var góður leikur þrátt fyrir
fimamikinn kulda. Á þeseum árs-
tíma er sumarveður i mínu heima-
landi og því er ekki laust við að
okkur hafi bmgðið við að leika við
slíkar aðstæður.“
Þetta sagði Václav Némecek, einn
leikmanna tékkneeka liðsins, eftir
Evrópuleikinn í gærkvöldi.
„Við komum hingað til að halda
jöfiiu,“ hélt hann áfram, „eða að tapa
með sem minnstum mun. Sigurinn
er því enn sætari fyrir bragðið."
- Hvemig þótti þér Framliðið?
„Fram barðist mjög vel í þessum
leik en leikmenn eiga engu að síður
eitt og annað ólært í knattspyrnu."
-JÖG
Byrjendanámskeið karate-
deildar Breiðabliks hefst
mánud. 21. sept. kl. 20.00
í íþróttahúsinu, Digranesi,
Kópavogi. Karate er skemmti-
leg og góð íþrótt þar sem lögð
er áhersla á samhæfingu hugar
og líkama. Sérstakir barna-,
unglinga- og fullorðinshópar.
Betri upplýsingar og innritun
er í síma 43699 eða 641158 frá
kl. 18.-20.
• Ragnar Margeirsson var oft einn í sókn að glíma við varnarmenn Tékka.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Við spiluðum
nokkuð vel og
skynsamlega“
- sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram
„Það var óneitanlega erfitt að eiga
við leikmenn Spörtu, þeir voru bæði
líkamlega sterkari og stærri en ég átti
von á,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari
eftir leik manna sinna í Fram við
Spörtu frá Tékkóslóvakíu.
„Við spiluðum nokkuð vel og skyn-
samlega meginhlutann af leiknum en
það fléttuðust inn í hann slæmir kafl-
ar.
Við gengum til leiks með það fyrir
augum að sigra og töldum okkur eiga
þokkalega möguleika. Við vissum hins
vegar að hann gat rétt eins farið á
hinn veginn og sú varð raunin."
- Hvemig leggst leikurinn ytra í þig?
„Ég geri ráð fyrir að síðari leikurinn
verði mjög erfiður. Úti verða aðstæður
framandi. Ef að líkum lætur verður
Sparta með dómarann með sér og
áhorfendur án efa.“
-JÖG
„Framliðið er gott“
- sagði Václav Jazek, þjálfari Sparta Prag
ins?
„Ég var ekki sáttur við upphafsmín-
útumar. Við vorum ekki nægjanlega
áræðnir og spiluðum boltanum full-
mikið til hliðanna í stað þess að leika
honum fram völlinn og sækja,“ sagði
Václav Jezek, hinn geðþekki þjálfari
Spartverja.
„í seinni hálfleiknum náðum við
hins vegar betur saman og undir lokin
sóttum við af nokkrum krafti. Það gaf
vel af sér og við skoruðum tvö mörk.
Að mínum dómi var sigur okkar því
sanngjam. Hvað leikinn heima varðar
þá munum við sigra, það er einfaldlega
skylda okkar við aðdáendur liðsins."
-Hvemig þótti þér leikur Framliðs-
„Framliðið er gott, því er ekki að
neita. Leikmenn þess börðust gríðar-
lega vel í vöminni og var þar mikil
hreyfing á þeim. Þá áttu þeir ágæt
færi sem þeim tókst þó ekki að nýta.“
-JÖG
„Vægast sagt dapurt“
„Þetta var vægast sagt dapurt að
tapa þessu því að þeir óðu hreint ekki
í færurn," sagði Pétur Amþórsson,
daufur. „Við náðum bara ekki að spila
með þeim hætti sem okkur er eigin-
legt.“ -JÖG