Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 31
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. I 31 Sandkom Forsætisráöherra og viöskiptaráö- herra (meö dómsmál sem aukagetu) gáfu Leikfélagi Akureyrar gúmmí- tékká á 125 ára afmæli Akureyrar- bæjar. Þeir fá ekki gula miöa. Gúmmítékki frá ráðhenum Margt er skrafað á Akureyri um afinælisgjöfina sem Þor- steinn Pálsson forsætisráð- herra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tilkynntu Akureyringum um á 125 ára afmæli bæjarins. I pakkanum voru meðal annars fimm millj- ónir króna frá Byggðastofnun til Leikfélags Akureyrar. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn hafði beðið um þetta fé hjá sjóðunum og það hefur ekki verið gert ennþá. Sjóðsstjómin úthlutar fé úr honum samkvæmt fyrirliggj- andi umsóknum og hjá henni er sem sagt hvergi staf að finna um þessar fimm miiljón- ir. Þess vegna gengur afmælis- gjöf ráðherranna undir nafninu gúmmítékkinn og er þetta auðvitað hinn „virðu- legasti" gúmmítékki sem áreiðanlega fer ekki á gula miða heim til Þorsteins eða Jóns. Til þess að bjarga andlitun- um hafa þeir látið Fram- kvæmdasjóð leysa gúmmí- tékkann til sín fram á næsta ár. Fékk loksins hempuna Kratar hafa nú komist í dómsmálaráðuneytið einu sinni enn, en þeir hafa rétt lit- ið þar við í mýflugumynd innan mn alla sjálfstæðis- mennina og framsóknarmenn- ina sem ráðið hafa dómsmálunum næstum því síðan innlend stjóm var sett á laggimar. Og viti menn. Fyrsta embættisveiting Jóns Sigurðssonar í dómsmála- ráðuneytinu var auðvitað að koma Hrafni Bragasyni í hempu hæstaréttardómara. Hrafn, sem er dyggur krati eins og faðir hans, Bragi Sig- uijónsson á Akureyri, fyrrum þingmaður og bankaútibús- stjóri, hefur sótt um áður og auðvitað gengið á vegg. Ekki það að Hrafn hafi ekki verið metinn hæfurtil starfs- ins. Hann var aldrei í réttum flokki eða þá ekki ráðherram- ir. En núna loksins höfðu báðir sett x við A og og þá var ekki að sökum að spyrja. Hrafn var borgardómari í Reykjavik og á móti honum sótti Haraldur Henrysson sakadómari sem telst einnig hæfúr umsækjandi um hempu í Hæstarétti. Það er hins veg- ar talið meira en lítið vafa- samt að hann hafi hitt á A-ið í kjörklefanum. Já, svona ger- ast kaupin á eyrinni. Hvemig er langur bolti? Það hefur vakið athygli upp á síðkastið í lýsingum íþrótta- fréttamanna útvarpsins af knattspymuleikjum að þeir hafa tekið upp nafnið bolti á knettinum. Og ekki nóg með það. Núna er sendur langur bolti eða stuttur bolti, sem til skamms tíma hét löng sending og stutt sending. Og í lýsing- unni á leik Akraness og Kalmar á þriðjudaginn var allt í einu kominn annar bolti fyrir markið, strax á eftir löngum bolta. Þá fyrst fóm útvarpshlustendur að skilja hvers vegna ekkert mark var skorað. Liðin vom auðvitað með sinn hvom boltann - knöttinn vildum við sagt hafa. Akínó Kóra- son Fjölmiðlar hér á landi hafa verið í vandræðum með að nefna eða skrifa nafnið á for- seta Filippseyja. Þeir hafa hver sinn háttinn á og þess vegna er forsetinn nefndur hér á mörgum tungumálum. Stundum er nafnið óbeygt og nefiit á „hreinni" útlensku og stundum er það beygt að hluta. Til dæmis er ýmist talað um stjóm Kórasonar Akínó eða Kórason Akínó - en stjóm Kórasonar Akínós heyrist sjaldnar og líklega aldrei. Á einni útlenskunni er svo talað um stjóm Corazons Aquino eða bara Corazon Aquino. Til þess að greiða úr þessari flækju væri auðvitað til í dæminu að snúa nafni kon- unnar upp á íslensku og nefha hann einfaldlega Akínó Kóra- son. Engirþjóð- flutningar Það fauk heldur en ekki upp í hugarheim meints ritara sandkomanna í gær þegar hann fullyrti að rýma ætti ís- bjamarhúsið sem nú er fisk- iðjuver Granda hf. á Grandagarði, út af meirihátt- ar lekaviðgerðum. Þetta hafði honum heyrst vera hin traust- asta frétt á sínum tíma en þar fór í verra. Brynjólfur Bjama- son, forstjóri Granda, segir að þetta hafi verið mögnuð gróu- saga og hafi hún verið borin til baka hér í blaðinu á sínum tíma í viðtali við fjármála- stjóra fyrirtækisins. Og þar höfum við það sem sannara reyndist. Það verða engir þjóðflutn- ingar milli aðsetursstaða Grandafólks út af þessum leka. Viðgerðir á þakinu em hafhar og verður húsið þétt í áfongum. Umsjón: Herbert Guömundsson T ! -J U G3 EKTA DÖNSK GÆÐIMED ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarfir Norduriandabúa - gæðl á gódu verðl! þorir og þolir KALDAR STAÐREYNDIR um það sem máli skiptir, svo sem kælisvið, frystigetu, einangrun, styrk- lelka, gangtíma og rafmagnsnotkun. Hátúni 6a, simi (91) 24420 1 PERMANENT FYRIR ALLA VERIÐ VELKOMIN. VALHÖLLá ÓÐMSGÖTU 2, REYHJAVÍK HÁRQREIÐSLUSTOFA mSÍMI:22158m FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALIIANCE FRANCAISE 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 21. september. Kennt verður á öllum stigum ásamt bókmenntaklúbbi, barna- flokki og unglingaflokki. Einkatímar eftir óskum. Undirbún- ingur fyrir próf í A.F. í Paris. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Lauf- ásvegi 12, alia virka daga frá kl. 14.00 til 19.00 og hófst fimmtudaginn 10. september. Allar nánari upp- lýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Ath. Greiðslukorta- þjónusta (Euro, Visa). Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. XaKIÐ EFTIR! Fa.RMA AUGLY! Vegna flutninga seljum við á spreng-hlægilegu verði t.d.: Gólfteppi frá kr. 295.- m2 — Flísar á gólf og veggi frá kr. 770.- m2 — Hreinlætistækjasett í litum (baðkar, handlaug, W.C.) frá kr. 15.000.— Handlaugar frá kr. 1.000.- — Baðkör frá kr. 1.500.- — Ennfremur blöndunartæki, baðmottur, baðhengi, baðljós, o.m.fl. Þetta stórkostlega tækífæri má enginn láta framhjá sér fara. A ÚTSÖLUMARKAÐUR farma Reykjavíkurvegi 64 — S: 652285

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.