Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1987, Síða 33
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987. 33 Fólk í fréttum Pétur Ormslev, landsliðsmaður í knattspymu, markakóngur og fyrir- liði Fram, heíur verið í fréttum DV að undanfömu, enda nýkjörinn knattspymumaður ársins. Pétur er fæddur 28. júlí 1958 og uppalinn í Skólastrætinu fyrir ofan Bemhöftstorfuna í Reykjavík. Þar byrjaði hann fyrst að sparka bolta við fremur þröngar aðstæður. Hann lék fyrst með meistaraflokki Fram sumarið 1975 og sinn fyrsta landsleik lék hann móti Vestur-Þjóðverjum 1979. Árið 1981 fór hann til Vestur- Þýskalands og lék þar með Fortuna Diisseldorf til ársloka 1984. Þá kom Pétur aftur heim og hefur síðan leik- ið með sínu gamla félagi. Sambýliskona Péturs er Helga Möller söngkona. Bróðir Helgu er Ámi Möller, b. á Þórisstöðum í Ölf- Pétur Ormslev usi, en foreldrar hennar em Jóhann Möller, skrifstofustjóri hjá 0. John- son og Kaaber, og kona hans, Elísabet Á. Möller. Helga á dóttur sem heitir Maggý Helga Jóhanns- dóttir en Pétur og Helga eiga fimm mánaða son, Gunnar Ormslev. Systkini Péturs em: Áslaug flug- freyja, f. 1951, gift Ásgeiri Pálssyni flugumferðarstjóra, syni Páls Ás- geirs Tryggvasonar, sendiherra í Bonn. Áslaug og Ásgeir eiga þrjú höm. Margrét, f. 1953, er gift Leifi Franssyni lyfjafræðingi og eiga þau þijú böm. Jens, f. 1960, er starfsmað- ur hjá Hans Petersen. Sambýliskona hans er Amheiður Stefansdóttir og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Péturs em Gunnar Ormslev hljómlistarmaður, f. 22.3. 1928, d. 1981, og kona hans, Margrét Ormslev (fædd Petersen), f. 2.8.1927. Faðir Péturs, Gunnar Ormslev, var sonur Jens Gjeding Ormslev fiá Árósum á Jótlandi og Áslaugar, hálfsystur Þórunnar, móður Jó- hanns Hafsteins forsætisráðherra. Þær vom dætur Jóns fræðslumála- stjóra Þórarinssonar, prófasts í Görðum á Alftanesi, Böðvarssonar, afkomanda Presta-Högna. Móðir Jóns var Þórunn Jónsdóttir, prófasts á Steinnesi, Péturssonar, og Elísa- betar Bjömsdóttur, prests í Bólstað- arhlíð, Jónssonar, sem Bólstaðar- hlíðarættin er kennd við. Móðir Áslaugar var Sigríður Magnúsdóttir Stephensen, b. í Viðey, Olafssonar. Móðir Sigríðar var Áslaug Eiríks- dóttir, sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíð, Sverrissonar, systir Ingi- bjargar, langömmu Gunnars Thor- oddsens forsætisráðherra. Foreldrar Margrétar vom Hans Petersen kaupmaður og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Agnars- dóttir, læknir og alþingismaður, Bima Jónsdóttir læknir og Ástríður Thorarensen, kona Davíðs borgar- stjóra, em systradætur Margrétar. Meðal fjarskyldari frændmenna Pét- urs í föðurætt móður hans má nefiia Vilmund Gylfason alþingismann, ólaf Ólafsson landlækni, Ólaf Bjömsson, prófessor og alþingis- mann, og Olöfu Pálsdóttir mynd- höggvara. Meðal frænda í móðurætt móður hans má nefiia Bjöm alþing- ismann á Ijöngumýri, Pál alþingis- mann á Höllustöðum og Hannes Hólmstein. Pétur Ormslev. Afmæli Gunnar Bjamason Svavar Þór Sigurðsson Gunnar Bjamason, lagerstjóri í Jámblendiverksmiðjunni á Grund- artanga, til heiinilis að Garðahraut 7, Akranesi, er sextugur í dag. Gunn- ar fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði en missti föður sinn tólf ára gamall. Þrettán ára fór Gunnar til Akur- eyrar og hóf fljótlega nám í bifvéla- '/irkjun. Hann lauk iðnskólanámi á Akureyri og flutti til Akraness 1946. Gunnar vann lengi við bílaviðgerðir. Hann varð hluthafi í Bílaverkstæði Akraness 1952 en verkstæðið var lagt niður 1959. Þá stofhaði Gunnar bílaverkstæðið Vísi með Pétri Guð- jónssyni en 1968 seldi Gunnar og hóf störf hjá Sementsverksmiðjunni. Hann hefur svo starfað sem lager- stjóri á Grundartanga frá 1979. Gunnar var einn af stofiiendum UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði. Hann var formaður björgunarsveitarinnar AVÍ í sjö ár og einn af stofhendum 70 ára Eiríkur Kúld Sigurðsson bifreiðar- stjóri, Álfheimum 3, Reykjavík, er sjötugur í dag. og í stjóm Skíðafélags Akraness. Hann var einnig í stjóm ÍA í nokkur ár. Gunnar kvæntist árið 1949 Ásu, f. 24.4. 1930. Foreldrar hennar vom Hjörtur Bjamason og Ásrún Láms- dóttir en þau em bæði látin. Gunnar og Ása eiga þrjú böm: Hjörtur raftæknifræðingur, f. 14.8. 1949, er kvæntur Lilju Guðlaugs- dóttur. Þau eiga tvö böm og búa á Akranesi. Atli vélvirki, f. 16.12.1953, er kvæntur Sigrúnu Þórarinsdóttur. Þau eiga einnig tvö böm og búa á Akranesi. Ásdís húsmóðir, f. 11.8. 1956, er gift Pétri Bjömssyni, ofh- gæslumanni á Grundartanga. Þau búa á Akranesi og eiga þijú böm. Gunnar á sex systkini á lífi. Þau em Sveinn sem býr í Hafnarffrði, Jón sem býr á Akranesi, Magnea og Antonía sem búa í Hveragerði, Þór- laug sem býr í Reykjavík og Berg- 50 ára Jóhannes Sverrisson tæknifræð- ingur, Grenilundi 11, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Gunnar Bjamason. þóra sem býr á Akureyri. Gunnar er yngstur systkinanna. Foreldrar Gunnars vom Bjami Jónsson og Ragnheiður Magnús- dóttir sem bæði em látin. Gunnar tekur á móti gestum í Frí- múrarahúsinu, Stillholti 14, föstu- daginn 18.9. kí. 17.30. Georg Karlsson, Sólbrekku 15, Húsavík, er fimmtugur í dag. Ferdinand Alfreðsson arkitekt, Lálandi 22, Reykjavík, er fimmtug- ur í'dag. Svavar Þór Sigurðsson, múrari og bifreiðarstjóri, Selási 29, Egilsstöð- um, er fimmtugur í dag. Svavar fæddist í Egilsstaðabænum þar sem foreldrar hans vom í vinnumennsku hjá þeim Sveini Jónssyni og Sigríði Fanneyju. Svavar flutti síðan kom- ungur með foreldrum sínum til Reyðarfjarðar og þaðan aftur til Egilsstaða 1948 þar sem foreldrar hans byggðu sér hús. Svavar var í skóla á Eiðum en fór síðan i iðnnám til Akureyrar. Iðnnámi lauk hans svo á Egilsstöðum eftfr að iðnskóli tók þar til starfa og hefur Svavar meistararéttindi í múrverki. Svavar hefur unnið við iðn sína á Austur- landi en 1966 hóf hann að aka vöruflutningabílum milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Nokkm síðar keypti hann sér vöruflutningabifreið og hefur nú tvær slíkar bifreiðir í flutningum. Svavar Þór kvæntist 1962 Þóreyju Kolbrúnu, f. 1.7. 1940. Faðir hennar er látinn en hann var Halldór, b. á Brú í Jökuldal, Sigvarðsson, b. á sama stað, Péturssonar. Eftirlifandi kona Halldórs og móðir Þóreyjar er Unnur Stefánsdóttir frá Merki í Jök- uldal. Svavar og Þórey Kolbrún eiga fimm böm: Ulfar Þór múrari, f. 1960, er kvæntur Maríu Jónsdóttur. Þau eiga eina dóttur og búa á Egilsstöð- um. Svala íris, f. 1962, er gift Friðgeir Vilhjálmssyni. Þau búa á Akureyri og eiga eina dóttur. Katla Rán, f. 1965, hefur stundað nám í mennta- skóla en er nú erlendis. Örlygur Óðinn, f. 1966, býr í foreldrahúsum og er bílstjóri hjá föður sínum. Broddi Ægir f. 1968, býr einnig heima hjá foreldrum sínum og hefur unnið hjá föður sínum í sumar. Svavar Þór á tvö systkini: Gísli, f. 1935, er línumaður hjá Rafmagns- veitunum en hans kona er Heiða. Dagný, f. 1944, er starfsmaður hjá Pósti og síma en hún er gift Am- finni Jónssyni, vélamanni hjá Prjónastofunni Dyngju. Foreldrar Svavars em Sigurður, sem nú er látinn, f. 1907, Einarsson, og Margrét, f. 1909, Gísladóttir. Föð- urafi Svavars var Einar, b. á Víði- völlum ytri í Fljótsdal, Jónsson, en kona Einars var Þórunn Einars- dóttir. Móðurafi Svavars var Gísli, b. í Skógagerði í Fellum, Helgason, en kona Gísla var Dagný Pálsdóttir. Andlát Sveinn V. Sveinn V. Ólafsson hljóðfæraleik- ari er látinn. Hann verður jarðsettur í dag frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Sveinn fæddist á Bíldudal 6.11.1913. Hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þrettán ára að aldri og hóf þá fljótlega nám í fiðluleik hjá Þórami Guðmundssyni fiðluleikara og tónskáldi. Hann stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík eftir að hann var stofhaður 1930. Sveinn spilaði mikið með íslenskum og erlendum hljóðfæraleikurum á Hótel Borg, Hótel íslandi og víðar í Reykjavík á árunum 1935-1955. Árið 1946 fór Sveinn til Kaupmannahafn- ar og lærði þá hjá Gunnari Fredrik- sen, fyrsta víóluleikara dönsku útvarpshljómsveitarinnar. Sveinn var víðsýnn og fjölhæfur tónlistar- maður. Auk þess að vera í hópi virtustu fiðluleikara hér á landi um árabil þótti hann afbragðs saxófón- leikari og fylgdist vel með þróun djasstónlistar. Sveinn var í gömlu Utvarpshljómsveitinni og spilaði með fjölda strengjakvartetta. Hann var í Sinfóníuhljómsveit íslands frá stofriun hennar og starfaði með henni alla tíð. Hann var formaður FÍH um tveggja ára skeið. Eftirlifandi kona Sveins er Hanna, Olafsson f. 4.6. 1915, dóttir Sigurbjöms Þor- kelssonar í Vísi og fyrri konu hans, Gróu Bjamadóttur, trésmiðs í Reykjavík, Jakobssonar. Sveinn og Hanna eignuðust þrjá syni. Ólafúr tæknifiæðingur, f. 1942, er kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur og eiga þau fjórar dætur. Amór, starfsmaður hjá Gunnari Ásgeirs- syni, f. 1943, er kvæntur Hrafnhildi Rodgers og eiga þau sex böm. Sigur- bjöm, f. 1950, er læknir í Búðardal. Kona hans er Elín Ásta Hallgríms- son og eiga þau þijú böm. Foreldrar Sveins eignuðust þrjá syni og eina dóttur, Guðrúnu Ástu, en hún lést á fyrsta ári. Bræður Sveins vom Bjami Óskar verkamað- ur, f. 1904, d. um 1964, og Anton Þráinn vélstjóri, f. 1906, d. 1956. Foreldrar Sveins vom Ólafúr Vet- urliði, skipstjóri á Bíldudal, f. 1874, d. 1936, Bjamason b. á Dufansdal, Péturssonar, og kona hans, Guð- mundína Kristjana ljósmóðir, f. 1876 að Hvallátrum á Rauðasandi, d. 1953, Hálfdánardóttir, Ámasonar, b. á Lambavatni, Rauðasandi, Jóns- sonar. Sveinn V. Ólafsson. <* HANN VEIT HVAÐ HANN Úrval Baldur Bjamason Alma Helene Hjartarson, fædd Kummer, Hólmgarði 33, Reykja- vík, andaðist í Landakotsspítala að morgni laugardagsins 12. sept- ember. Eiríkur Erlendssont Leimbakka 12, Reykjavík, andaðist í Vífils- staðaspítala miðvikudaginn 16. september. Baldur Bjamason magister lést á Sólvangi 11. 9. sl. Baldur fæddist í Jónsnesi í Helgafellssveit á Snæfells- nesi 31. 3. 1914. Hann varð stúdent frá M.A. 1936 og stundaði nám við Háskólann í Osló á árunum 1937—41. Hann kom heim til Islands 1945 og á árunum 1947-54 var hann kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Meðal rita hans má nefna: I Grinifangelsi, sem út kom 1945, og Finnland, í bókaflokknum Lönd og lýðir. Baldur flutti fjölda fyrirlestra í útvarp en auk þess skrif- aði hann fjölda greina í hlöð og tímarit. Eftirlifandi systur Baldurs em Unnur, Erla og Auður. Foreldrar Baldurs vom Bjami Guðmundsson, b. í Jónsnesi, Bjamasonar og kona hans, Sólveig kennari Albertsdóttir. Sérverslun með blóm og skreytingar. Liugauegi 53. simi 20266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.