Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
9
r_________________________ÚtLönd
25 milljónir hart úti
eftir flóðin í Bangladesh
Fórnarlömb flóðanna i Bangladesh þurfa að bíða svo klukkustundum skiptir eftir matarskammti sem opin-
berir starfsmenn og hjálparstofnanir úthluta. Flóðin hafa eyðilagt að minnsta kosti þrjár milljónir tonna af mat.
Simamynd Reuter
Ján Oimur HaDdóisean, DV, Landan;
Flóð eru enn í vexti í mörgum
héruðum Bangladesh eftir einhverj-
ar mestu monsúnrigningar á öldinni
ó vatnasvæði Brahmaputra og fleiri
stórfljóta sem liggja um þetta þétt-
býlasta land veraldar.
í það minnsta tuttugu og fimm
milljónir manna hafa orðið hart úti
í þessum flóðum sem eyðilagt hafa í
það minnsta þrjár milljónir tonna
af mat hjá þessari hungruðustu þjóð
í heiminum. Liklegt er að heimili
fimmtán milljóna manna séu í
rústum eftir flóðin sem breytt hafa
stórum hluta þessa marflata lands í
samfellt stöðuvatn þar sem milljónir
manna hafast við á því litla sem
stendur upp úr vatninu.
Stór hluti hins marflata Bangla-
desh hefur breyst í samfellt
stöðuvatn eftir gifurlegar monsún-
rigningar á vatnasvæðum stórfljót-
anna þar. Talið er að heimili
fimmtán milljóna sé í rúst eftir flóð-
in.
Betur skipulagt
Opinberar tölur segja að innan við
þúsund manns hafi drukknað eða
dáið úr hungri en engum manni dett-
ur í hug að taka þessar tölur alvar-
lega. I síðustu stórflóðum í
Bangladesh, árið 1974, dóu þrjú
hundruð þúsund manns á nokkrum
vikum af afleiðingum flóðanna.
Margt bendir til að þó flóðin séu
verri nú en fyrir þrettán árum og
fólkið fleira og fátækara en þá þá
muni færri látast í kjölfar flóðanna
nú nema að til farsótta komi því
hjálparstarf er betur skipulagt af
stjóm landsins en áður hefúr verið.
Dugir skammt
Stjómin hefur þó mátt sæta alvar-
legum ásökunum um spillingu og
sleifarlag við björgunarstarfið en
þetta er þó mun skárra en ósköpin
árið 1974 þegar hundruð þúsunda
tonna af hrísgrjónum rotnuðu í
vömhúsum á meðan milljónir sveltu.
í landinu er nú til um ein milljón
tonna af varabirgðum en tugir millj-
óna manna hafa hins vegar mátt sjá
á eftir matarbirgðum sínum í flóðun-
um þannig að þetta mun duga
skammt. Nóg er hins vegar af mat í
næsta nágrenni landsins í öðrum
Asíulöndum þrátt fyrir verstu
þurrka á öldinni í Indlandi þar sem
í það minnsta þrjú hundmð milljón-
ir manna hafa orðið illa úti og þrátt
fyrir uppskembrest sums staðar í
Suðaustur-Asíu, einkum Indónesíu.
Unnið baki brotnu
Illa horfir hins vegar næstu miss-
eri í Bangladesh því sá tími, sem
nota þurfti til að koma útsæði í jörð,
er liðinn án þess að unnt hafi verið
að planta nokkm á stórum lands-
svæðum. Þar sem vatnið hefur
lækkað nægilega til þess að fólk nái
að setja niður hrísgrjón hefur hins
vegar verið unnið baki brotnu síð-
ustu daga en Bengalir em marg-
hertir af aldalangri baráttu við flóð
og geta því unnið það sem annars
staðar þætti kraftaverk á þessu sviði.
Fijósemi landsins er líka slík að
stór fjölskvlda getur lifað af landi
sem ekki þætti stór garður á fs-
landi. Þéttbýli landsins er líka
þannig að hvergi nema á eyjunni
Java í Indónesíu er nokkuð viðlíka
að finna. Stærð þurrlendis í Bangla-
desh er ekki stórum meira en á
íslandi en þama búa meira en
hundrað milljónir manna.
ISHIDR
Þeir fiska sem róa.
Nú í september eru lióin 10 ár,
síóan vió hófum mnflutning og
sölu ISHIDA tölvuvoga. í tilefni
þess og vegna sjávarútvegs-
sýnmgarinnar hefur ISHIDA
fallist á aó gefa 10% afslátt á
flestum* geröum ISHIDA tölvu-
voga gegn því að við gefum
10% á móti. Það er því 20%
afsláttur sé pöntun staófest á
meðan á sýningunni stendur.
* Þaö er þó ekki 20% afsláttur
á samvalsvoginm (ccw-
S-210WP), ,,sem sýnd er á bás
okkar Laugardalshöll". Enda
óþarfi, hún borgar svo fljótt
fyrir sig sjálf.
\S
«isÉ.os liF«#