Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Fylgi flokka
Skoðanakönnunin, sem DV birtir í dag, gefur okkur
dágóða hugmynd um fylgi flokkanna nú. í slíkum könn-
unum getur þó alltaf einhverju skakkað, svo að fólk
skyldi ekki einblína á ákveðið prósentustig. En breyt-
ingar frá kosningunum eru talsverðar. Þar er ekki um
að ræða sveiflu til hægri eða vinstri. Ekki er um að
ræða sveiflu til eða frá ríkisstjórnarflokkunum. Tveir
þeirra bæta við sig en hinn þriðji tapar.
Greinilegt er af könnuninni, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur endurheimt talsvert af fylgi frá Borgaraflokknum.
Þetta stafar auðvitað af því, að fólk hefur í sumar hugs-
að minna en fyrr um klofning sjálfstæðismanna og hvað
honum veldur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setzt í ríkis-
stjórn og formaður hans orðið forsætisráðherra.
Borgaraflokksmenn hafa þó ekki setið auðum höndum,
ritað greinar og stofnað félög. Þeir gætu aftur náð
dampi, þegar þing kemur saman. En þeir verða að spjara
sig í umræðunni, eigi þessi breyting ekki að halda áfram.
Sjálfstæðisforystan getur þó lært af þessari könnun, að
fylgisbreytingin þeim í hag er ekki afgerandi. Enn
mundi Borgaraflokkurinn halda allmörgum þingsætum
og kannski fleiri eftir kosningabaráttu. Könnunin gefur
Sjálfstæðisflokknum ekki grænt ljós um, að hann eigi
nú að efna til kosninga.
Framsókn bætir við sig. Sá flokkur hefur oft fengið
meira fylgi í kosningum en skoðanakannanir hafa gefið
til kynna. Hann græðir á endaspretti kosningabaráttu.
í síðustu kosningum réð fylgisaukning Steingríms Her-
mannssonar í Reykjaneskjördæmi úrslitum um heildar-
fylgi flokksins. Ekki kæmi á óvart, að flokkurinn nyti
Steingríms mjög í þessari könnun. Fólki þætti utanríkis-
ráðherra hafa spjarað sig vel gegn Bandaríkjamönnum
Samtök um kvennalista eru enn í sókn. Fólk sættir
sig við, hvernig þau komu fram í stjórnarmyndunartil-
raunum. Þingkonur kvennalista njóta mikils fylgis
láglaunakvenna. Hugmyndir um skattahækkanir og
aðhald eiga ekki upp á pallborð hjá þessu fólki, sízt
matarskattar. Kvennalistinn nýtur góðs af allri athygl-
inni, sem kosningasigur hans olli.
Alþýðuflokkurinn hefur nú tapað fylgi. Þótt skatta-
tal formanns flokksins nái til sumra, sem vilja hörku,
er örðugt fyrir formann alþýðuflokks að vera ákafasti
talsmaður þess, að hert sé að fólki.
Þá heldur niðurníðsla Alþýðubandalagsins áfram
samkvæmt þessari skoðanakönnun. Flokkurinn er illa
sundraður, sem er almenningi kannski ljósara nú en
nokkru sinni fyrr. Formaður flokksins stendur í rústum
hans. Ekkert hefur gerzt, sem vekur tiltrú á Alþýðu-
bandalaginu. Láglaunafólkið snýr sér frekar til kvenna-
lista.
Þessar fylgisbreytingar frá kosningunum eru flestar
af þeirri stærðargráðu, að rétt er 'að gefa þeim gaum.
Þær kunna að sýna ákveðna þróun, til dæmis þá að
Borgaraflokkurinn hjaðni. En þær þurfa alls ekki að
sýna annað en tímabundnar breytingar. Vel að merkja
hefur Sjálfstæðisflokkurinn oftast fengið minna fylgi í
kosningum en kannanir gefa til kynna. Sjálfstæðis-
flokkurinn á tiltölulega lítið fylgi meðal þeirra, sem eru
óákveðnir lengst af milli kosninga.
Yrði e&it til kosninga á næstunni, þyrfti það ekki
allt að koma fram, sem hér segir. Kosningar gætu varla
orðið fyrr en með vori. Kosningabaráttan gæti breytt
hlutföllum.
Haukur Helgason
Ég er hjartanlega sammála Jóni
Baldvini Hannibalssyni fjármála-
ráðherra sem segir það tilgangslaust
að stofria skattalögregluher til þess
að senda hann með bjúgsverð út í
óvígan frumskóg íslenskra skatta-
laga.
En tekst ráðherranum að fella
frumskóginn? Opnar hann með bylt-
ingu á skattalögunum greiða leið að
öllu því skattfé sem spökustu menn
KjaUaiinn
Herbert
Guðmundsson
blaðamaður
segja að skotið sé undan í skjóli
frumskógarins? Þeir segja það 5-7
milljarða króna sem dygðu út af fyr-
ir sig til þess að geimegla yfir öll
fjárlagagöt á svip>stundu.
Eða er þetta eintóm óskhyggja?
Allir sanngjamir menn - konur
og karlar- hljóta að mæna augunum
til Jóns Baldvins næstu mánuðina
og fylgjast náið með því hvort hon-
um tekst að uppræta með byltingar-
kenndum uppskurði sóðaskapinn í
íslensku skattakerfi.
Réttlát skattheimta og raunveru-
leg gildir til jafhs við laun í mati á
lífekjörum landsmanna. Ásamt með
því að hafa öruggt þak yfir höfuðið
em þetta grundvallarforsendur fyrir
sæmilegum sálarfriði íslendinga út
af efnalegri afkomu sinni.
Nú reynir á hvort skattalögin
verði gerð framkvæmanleg og að
þau verði síðan framkvæmd refja-
laust eða hvort áfram rekur á
reiðanum rakleitt í sálarháskann,
þrætubókina, öfundina og illindin í
skattamálum okkar.
Blóðugar götur
En nú segir fyrirsögnin ekkert til
um köld skattamál. Hvers vegna
dreg ég þau þá inn í umræðuna um
umferðarmál? Jú, það er auðskýrt.
Þama em tvö óhemjuleg vandamál
í sömu óreiðunni. Jón Baldvin hefur
skorið upp herör sem líklega mætti
nefha geislabyssu á nútímamáli í
þeim tilgangi að útbúa framkvæm-
anleg skattalög og framkvæma þau
síðan í fúlli alvöm. Jóni Helgasyni
tókst að puðra gegnum Alþingi nýj-
um umferðarlögum í tíð sinni sem
dómsmálaráðherra. Þau lög taka
gildi innan tíðar og það má nota
þau, þótt betur hefði farið á því að
lögin fæddust ögn skarpari í skinn-
inu.
En þessi lög breyta engu til bóta
í umferðarmálum nema að þeim sé
fylgt eftir. Og þar er pottur brotinn.
Lögin allsber ráða engu. Sem slík
em þau verri en engin lög og hreint
skálkaskjól misviturra manna sem
hafa þó tekið á sig ábyrgð valdsins
í umferðarmálum.
Með alþekktum undantekningum,
við hægri breytingu og á umferðar-
öryggisári, hefur umferðarmálin
rekið á reiðanum með þeim afleið-
ingum að hér ríkir ógnaröld í
umferðinni. Blóðið flýtur um götur
og þjóðvegi og blikkbrakið hrúgast
upp í haugum. Valdið veit vissulega
eitthvað af þessum ósköpum. En því
virðist nægja að berjast gegn millj-
arðatjóni og týndu fólki í gröfina og
á spítala í hundraðatali með ein-
tómri sýndarmennsku. Það er
umferðaöryggisslys. Að undanskildu
tveim árum af tuttugu höfum við
mátt þola sýndarmennskuna og tjó-
nið án alvarlegra viðbragða valds-
ins. Sóunin er ómælanleg. Og þar
að auki er enginn ábyrgur. Eða
hvenær hefur frést af þingheimi eða
ráðherragenginu andvaka út af
þessu? Eða borgarstjóm?
Valdið ákvað það fyrir mörgum
árum að komast billega frá þessu
“vandamáli". Það stofhaði umferð-
arráð sem er vopnað 12 milljónum
króna á þessu ári til þess að sýnast
vera til. Tryggingafélögin bættu,
aldrei þessu vant, öðru eins við. Það
var gert í óðagoti og sú góðsemi
hefur runnið út í sandinn. Það ætlar
að verða þriðja skálkaskjólið í ís-
lenskum umferðaröryggismálum.
Dauðasyndir
Ég mun aldrei reyna að draga hót
úr mikilvægi þess að umferðarlögun-
um verði framfylgt þótt þau mættu
vera skynsamlegri. En það er hégómi
og sýndarmennska að stunda lög
með geðþótta og þar sem grundvöll-
inn vantar til þess að rétt lög séu
framkvæmanleg af sanngimi.
Og hvers er þá vant? Það er sára-
einfalt í sjálfu sér.
1. Umferðarkerfið er eins og út úr
hálfruddum frumskógi. Það er
ósamstætt í öllum frágangi gatna
og vega, merkingum, lýsingu og
leiðbeiningum. Sem sagt: Ring-
ulreiðin er einkenni umferðar-
kerfisins. Ökumenn og aðrir
vegfarendur eru ofurseldir til-
búnum vahdamálum.
2. Framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs sagði mér fyrir löngu að
hann teldi þriðjung ökumanna
mjög vankunnandi eða óhæfa í
umferðinni. Ég er sammála og
meira en það. I umferðinni hér á
íslandi ráða í raun lögmál frum-
skógarins árið 1987.
Ég hef rakið þetta áður og rek
þetta enn, að gefhum nýjum og
nýjum tilefnum. Samviskan nag-
ar mig og ég get ekki orða
bundist út af heymarleysi og
sinnuleysi valdsins.
Ef umferðarlögin eiga að hafa
gOdi og stuðla í raun að um-
ferðaröryggi þarf tvennt umfram
annað til viðbótar.
1. Nothæft umferðarkerfi.
2. Algera endurhæfingu 180.000
ökumanna í samvinnu valdsins
og slysavamasamtaka um allt
land. (Þetta hefði verið verðugt
verkefiii fyrir tryggingafélögin
87.)
Eða - eigum við að halda áfram
að umlíða umferðaröryggisslys-
ið?
Herbert Guðmundsson
„Með alþekktum undantekningum, við
hægri breytingu og á umferðaröryggis-
ári, hefur umferðarmálin rekið á reiðan-
um með þeim aíleiðingum að hér ríkir
ógnaröld í umferðinni. Blóðið flýtur um
götur og þjóðvegi og blikkbrakið hrúgast
upp í haugum. Valdið veit vissulega eitt-
hvað af þessum ósköpum.“