Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Side 16
16
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987.
Spumingin
Ætlarðu í leikhús í vetur?
Ingvar Óskarsson: Nei, ég hef ekki
hugsað mér það ennþá, enda hef ég
lítið kynnt mér hvað húsin hafa upp
á að bjóða. Ég fer í leikhús svona
einu sinni til tvisvar á ári.
Jóhannes Ragnarsson: Nei, ég held
ekki, allavega ekki hér í bænum því
ég er bóndi norður í landi. Það eru
leikfélög bæði á Blönduósi og
Hvammstanga og ég hef stundum
farið að sjá eitthvað hjá þeim. Svo
fer ég auðvitað á Húnavökuna.
Sigurlaug Magnúsdóttir: Það getur
vel verið, maður veit aldrei. Ég fer
stundum í leikhús og hef mjög gaman
af. Ég fer helst í Þjóðleikhúsið en
líka stundum í Iðnó.
Anna María Rafnsdóttir: Ég er ekki
búin að ákveða það neitt og hef ekki
einu sinni kynnt mér málin. Annars
er ég frá Stykkishólmi og þar er
áhugamannaleikfélag sem setur upp
eina sýningu á ári og ég fer á hana.
Þórunn Guðbjörnsdóttir: Ég er ekk-
ert búin að ákveða það, enda hef ég
ekki kynnt mér það. Ég hef nú ekki
farið mikið í leikhús undanfarin ár.
Jóhannes Ólafsson: Nei, ég held ekki.
Það er ekkert sérstakt sem heillar
mig í vetur en ég fer líka afskaplega
lítið í leikhús. Ég lék í Herranótt
þegar ég var yngri en nú orðið leið-
ast mér leikhús.
Lesendur____________________________________________________________dv
Nútímaþjódfélagið:
„Bömin orðin aukaatríði
Móðir skrifar:
Ég get ekki á mér setið lengur í sam-
bandi við fóstureyðingamar sem allir
telja sjálfsagðan hlut nú til dags.
Fóstureyðingar eru gefnar fijálsar og
við fáum að heyra ótrúlegar tölur um
fjölda kvenna á öllum aldri sem nýta
sér þessa aðferð til að halda bameign-
um i ske§um.
Fólk nú til dags má hreinlega ekki
vera að því að eignast böm hvað þá
að hugsa um þau. Bömin era orðin
aukaatriði og þeim ýtt út í hom. Eng-
inn má vera að því að sinna þeim. Það
er ekki pláss fyrir þau í hraða nútíma-
þjóðfélagsins.
Fóstureyðingar eða fósturdráp eins
og ég kýs fremur að kalla þessa at-
höfn er afleiðing þessa gerilsneydda
þjóðfélags. Böm era óvelkomin í heim-
inn, þeirra er ekki óskað og því er
notuð sú aðferð að drepa þau á fóstur-
stigi. Það er verið að hamla á móti
móður náttúra.
Þessar ungu konur taka þessu sem
einhverjum leik. Það þarf ekkert að
passa sig því það er bara hægt að eyða
fóstrinu, láta eins og það hafi aldrei
verið til. En líf kviknar við getnað og
þetta athæfi, fóstureyðing, er eitt það
ómannúðlegasta sem læknavísindin
hafa fundið upp. Ekki má heldur asta sem læknavisindin hafa fundiö upp.“
gleyma áhrifunum sem þetta er sagt
hafa á hveija konu. Þetta leggst á
sálarlífið og getur brenglað huga æ
síðar.
Það er heldur ekki að passa sig unga
fólkið í dag. Nú þegar þessi hræðilegi
sjúkdómur eyðni er kominn fram á
sjónarsviðið hefði maður haldið að
ábyrgðartilfinningin ykist en því er
aldeilis ekki að heilsa. Svo virðist sem
ábyrgðarleysið hafi aldrei verið meira.
Ólæti og oíbeldi veður uppi og enginn
er tilbúinn að taka afleiðingum gjörða
sinna.
Ég sé engin haldbær rök með fóst-
ureyðingum. Það er kannski helst ef
meðganga og fæðing stefrúr lífi og
heilsu móður í mikla hættu sem þetta
ætti að leyfa en alls ekki eins fijálst
og nú er. Svo virðist sem hver sem er
geti fengið fóstureyðingu án teljandi
vandræða.
Nú segja fréttir okkur að íslending-
um fækki ár hvert og stefrú í landauðn
ef heldur fram sem á horfir. Við fáum
einnig fréttir af fólki sem bíður í mörg,
mörg ár eftir því að geta ættleitt böm
frá útlöndum. Ég bara spyr, hvers
vegna er þessu fólki ekki leyft að fá
þessi óæskilegu íslensku böm? Er ekki
hægt að slá tvær flugur í einu höggi
með því?
Ester hringdi:
óvenjugóðri reynslu minni af sölu-
manni því það er svo sérstakt að
maður lendi í svona almennileg-
heitum. Hann heitir Lárus en
manni einum. föðumafeið veit ég því miður ekki.
Ég keypti mér bíl hjá Fiatumboð- Hann var alltaf í sama góða skap-
inu og þar sem ég fékk bílinn ekki inu, afelappaður og tilbúinn að gera
strax þurfti ég að fara oft til þeirra. sitt besta.
Stöðvið busa-
vígsluósómann
4416-8898 skrifar:
Ég get ekki þagað. Ég hlýt að láta
í ljós hryggð og viðbjóð á því fram-
ferði sem tíðkast í a.m.k. sumum
menntaskólum okkar og kallað er
busavígsla.
Ég vona að sú frétt, sem sýnd var
10. sept. sl. á Stöð 2 af busavígslu
Menntaskólans við Sund, verði til þess
að þeir sem hafa vald til að stöðva
svona ofbeldi geri það.
Því miður munu fleiri skólar leyfa
svipaðan viðbjóð. Við hljótum að ætl-
ast til þess af menntaskólunum okkar
að þeir vinni að þvi að koma nemend-
um sínum til nokkurs þroska en ekki
að eldri nemendum sé leyft að hafa í
frammi jafnsiðlausar athafnir og sum-
ar busavígslumar era orðnar.
Það var mikill munur og ánægjuleg-
ur að lesa um vígslu nýnema í sam-
félag eldri nema í Fjölbrautaskólanum
við Armúla; fjallgöngu og grillveislu
á eftir. Það var mjög ánægjuleg frétt
og skemmtilegur vitnisburður um sið-
ferði þeirra sem þar ráða.
Ég segi enn: Ég vona að þeir sem
hafa vald til að stöðva þennan ósóma
geri það.
hlýt aö láta í Ijós hryggð og viðbjóð á því framferöi sem tíðkast í a.m.k.
sumum menntaskólum okkar og kallað er busavígsla."
Síversnandi
umgengni
R.J. hringdi:
Það er alveg ótrúlegt hversu margir
stunda þann leiða ósóma að opna hjá
sér bílgluggana og kasta alls kyns
rusli út, stóra og smáu. Ég hef svo
oftsinnis tekið eftir þessu og nú get
ég ekki orða bundist lengur. Fólk virð-
ist enga virðingu bera fyrir landinu
eða heimabyggð sinni. Enginn virðist
muna lengur eftir slagorðunum; hreint
land, fagurt land og hrein borg, fögur
torg. Sígarettupökkum, gosdósum og
karamellubréfum er kastað út hvar
sem bíllinn er staddur í það og það
skiptið, jafevel heilu appelsínunum
eins og ég sá um daginn.
Annað er það í sambandi við um-
gengni sem ég vil minnast á og það
era blómakerin og trén sem vora á
Laugaveginum þegar hann var opnað-
ur. Strax á fyrsta og öðrum degi var
byijað að skemma kerin og slíta upp
blómin. Síðan vora þau hreinlega fjar-
lægð, sennilega vegna þess að þetta
fékk ekki að vera í friði. Eitt dæmi
veit ég um verslun á Laugaveginum
þar sem sett var blómaker út fyrir
dymar en klukkan sex, þegar átti að
taka kerið inn, var það hreinlega horf-
ið.
Umgengni hér á landi er að verða
alveg hryllileg og fer síversnandi. Það
er furðulegt að fólk skuli ekki sjá sóma
sinn í að halda umhverfi sínu hreinu
og snyrtilegu. Það er t.d. ekki svo
mikið mál að hafa alltaf sérstakan
poka við höndina í bílnum undir rusl.
„Sígarettupökkum, gosdósum og
karamellubréfum er kastað út hvar
sem bíllinn er staddur í það og það
skiptið."
Hjólastuldir
Hersir skrifar:
Nú er mælirinn fullur hjá mér og
öragglega hjá fleirum. Ég vil koma á
framfæri nokkra sem búið er að vera
vandamál hjá okkur í fyrra og í sumar.
Til að byija með var alltaf verið að
stela ventlum úr hjóli dóttur minnar,
alveg þangað' til búið var að fylla
ventlalausu hjólin í kring. Ekki nóg
með það heldur var svo hjólinu henn-
ar stolið í fyrra og fannst aldrei.
Við keyptum handa henni nýtt hjól
í vor, BMX, svart og gult, með brett-
um. En viti menn, þessir púkar vora
aftur á ferð helgina 12.-13. sept. og
stálu nýja hjólinu sem var læst við
grindverk svo að þeir þurftu klippur
eða sög til að losa það.
Þetta verður kannski svona hjá mér
þangað til búið verður að fylla kvó-
tann hjá bömum sem vantar hjól, eins
og með ventlana.
Furðulegast af öllu er að foreldrar
skuli ekki sjá bömin sín leika sér með
nýtt hjól sem þeir hafa ekki séð áður
og forvitnast um hvar þau hafi fengið
það.
Þessu hjóli var stolið að Eyjabakka
24 og vil ég biðja þá sem verða varir
við hjól í reiðileysi eða sjá einhvem
með hjól sem hann var ekki með fyrir
þessa helgi að láta okkur, Hersi eða
Hrafnhildi, vita í síma 78988.