Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1987, Síða 37
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1987. 5S Sviðsljós Apinn með frímerkin Það hefur skapast skemmtilegt samband á milli danskra frímerkja- safnara og dýranna í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Til dæmis má nefha að simpansinn Grinne hefur fengið gífurlegan áhuga á frímerkj- um, verður hreinlega óstöðvandi þegar þau eru annars vegar. Ástæðan er sú að um miðjan næsta mánuð verður í Bella Center heil- mikil sýning á frimerkjum og er ætlunin að koma þar upp litlum dýragarði fyrir smábömin. Þangað til sýningin verður opnuð hefur verið komið upp frímerkjaútstillingu í dýragarðirum í Kaupmannahöfn til að minna á sýninguna í Bella Cent- er. En apinn Grinne hefur sýnt þessari frimerkjaútstillingu sérstakan áhuga og er ánægðastur þegar ein- hver kemur með frímerkin til hans og leyfir honum að hand§atla þau að vild. Simpansinn Grinne, sem býr i dýragarðinum i Kaupmannahöfn, er orðinn mikill áhugamaður um frimerki. í áttunda sinn að klðLBRAUTASXÚUNN FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐ- HOLTI MÓDEL Módel vantar að myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Möguleiki á ráðningu er fyrir hendi. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. mm Jt u r ■■ Tonskoli -,w<v Emils Kennslúgreinar: • plarto • harmonlka • falmagnaorgel • gílár • munhharpá • blokktiautd • hðpUmarogeinkaHmar AÍIiratdUr8hópar altarinu? Allt bendir til þess að Elizabeth Taylor muni á næstunni gifta sig í áttunda sinn. Þannig er að hennar hefur verið beðið og er aldrei að vita hvað hún gerir í því máli. Sá sem vill eiga hana fyrir konu er ekki að sækjast eftir peningum leikkonunn- ar því hann á víst nóg af þeim sjálfur. Sá sem um ræðir er Malcolm Forbes, margfaldur milljónamæringur, en hann rekur Forbes bókaútgáfuna sem og tímaritin Forbes og American Heritage. Þau hafa verið vinir í mörg ár en það er ekki fyrr en nú, þegar önnur sambönd þeirra beggja hafa flosnað, að vinskapurinn hefur tekið óvænta stefnu. „Allt sem viðkemur Liz finnst mér hreint dásamlegt. Hún er svo lífsglöð og skemmtileg og til í hvað sem er,“ segir Malcolm. Elizabeth tekur í sama streng. „Malcolm býr yfir óvenjulegum lífskrafti sem meira að segja er vanfundinn hjá yngri mönn- um,“ segir hún. „Sérhver dagur með honum er spennandi, það er aldrei að vita hvað honum dettur i hug að gera.“ Enda kom bónorðið á allsérstakri stundu. Nánar tiltekið þegar þau keyrðu um á mótorhjóli. Liz sat aftan á hjóli sem hann ók og hélt sér um mittið á Malcolm. í miðjum klíðum snýr hann sér aftur og spyr hvort þau ættu ekki að giftast. .Sérhver dagur með Malcolm er svo spennandi. Það er aldrei að vita hvað honum dettur í hug,“ segir Elizabeth Taylor um nýjasta mannsefnið. TV/tR NÝJAR FRÁ ISHDA CB-rannsóknarvogin í buróartösku meó rafhlöðum eóa tengd rafmagni. Þessar vogir eru á sérstöku kynningarvgrói á sjávarút- vegssýningunni 19.-24. september. VERÐ: 23.800 •f 20% 4.700 ISHIDA 'NOVA-af í uppvigtún og meó veróútréikningi. = 19.040 + söluskáttur PI.isl.os hfé# KROKHALS 6 SIMI 671900 J'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.