Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Neytendur „Það er mesti misskilningur ef fólk heldur að hússtjómarfræðsla sé eitt- hvað gamaldags sem ekki eigi við í nútímaþjóðfélagi. Með hagnýtri fræðslu um hvemig á að halda heim- ili gengur öll vinnan miklu betur. Við þurfum öll að halda heimili einhvem- tíma, hvort sem við búum ein eða með öðrum.“ Þannig mælti Axma Guðmundsdótt- ir, hússtjómarkennari í Hússtjómar- kennaraskóla íslands, í samtali við DV á dögunum. Þótt hússtjómarskólunum hafi fækkað á landinu á undanfömum árum og hússtjómarkennarar séu ekki lengur við nám í Hússtjómar- kennaraskólanum er langt frá því að eitthvert auð og tóm sé yfir vötnum í þeirri stofnun. Þar fer fram kennsla allan daginn en nú em það kennara- neinar og kennarar sem þar nema heimi'isfræðikennslu, því enn fer fram kennsla í heimilisfræðum í grunnskólum. Heimilisfræði er skyld- unámsgrein frá því að bömin era 7 ára gömul og alit upp 8 bekk í grunn- skóla. Algert jafnrétti kynjanna Að sögn Önnu era námsefhiö í grunnskólanum nú aiit sniðið fyrir bæði kynin. Algert jafnrétti ríkir í öllu námsefninu og þess mjög vel gætt að á öllum myndum í verkefhum sem gefin hafa verið út fyrir heimilisfræði- kennsluna era jafnan bæði kynin við heimiiisstörfin, en ekki eingöngu kvenpersónumar, eins og áður var alsiða. Skólahúsnæðið í notkun allan daginn Þeir sem stunda nám innan veggja Hússtjómarkennaraskólans nú era nemendur úr Kennaraháskóla íslands auk þess sem nemendur úr Mennta- skólanum í Hamrahlíð, þrír átta manna hópar, nota aðstöðuna í skól- M$ÍM * ■ ÉMft Anna Guðmundsdóttir hússtjórnarkennari og Guðrún Lísa Óskarsdóttir. Guðrún er handavinnukennari frá gamla Kennaraskólanum og er nú að bæta við sig sérnámi í heimilisfræði til þess áð geta einnig kennt heimilisfræði í grunnskólanum. Annar „eldri“ nemandi var þarna einnig en vildi ekki láta nafns síns getið. DV-myndir KAE Allir þurfa að þeklga og kunna til vevka á heimilinu DV heimsækir Hússtjómarkennaraskólann þar sem kennaranemar læra hússtjómaifiræði anum. Þeir nemendur koma eftir að annarri kennslu lýkur á daginn og era fram á kvöld. Þannig er húsið í notkun alla daga. Kennarar og kennaranemar sækja margskonar námskeið sem haldin era í skólanum. Anna sagði að algengt væri að kennarar notuðu ársorlof sitt til þess að bæta við kunnáttu sína. Þessir kennarar kenna svo heimilis- fræði í grunnskólunum. Hins vegar bætast ekki við hússtjómarkennarar því slíkt nám er ekki hægt að stunda hér á landi lengur. Heimilisfræðin valgrein í Kennaraháskólanum Daginn sem DV kom í heimsókn í skólann vora þar fyrir þrír ungir nem- ar úr Kennaraháskólanum og tveir handmenntakennarar sem vora að bæta viö sig námsefni. Heimilisfræðin er valgrein í Kenn- araháskólanum. Ungu nemarnir þrír sögðu aö áhugi á þessari valgrein væri sæmilega góður miöað við aðrar valgreinar sem boðið er upp á. Hins vegar væra færri sem stunduðu þetta nám í ár en verið hefði, eða fimm. Átta kennaranemar vora í þessari valgrein í fyrra og tíu árið þar á undan. Talsverður áhugi virðist hinsvegar vera á heimilisfræði meðal nemenda í mennta- og fjölbrautaskólum. Stórir hópar úr menntaskólunum við Sund og Hamrahlíð völdu heimilisfræði sem valgrein og einnig margir úti á lands- byggðinni eins og í menntaskólunum á ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Hinum eiginlegu hússtjómarskólum hefur hins vegar fækkað. Nú era að- eins starfandi þrír slíkir á landinu, í Reykjavík, á Hallormsstað og á ísafirði. Á sl. þremur árum hafa verið lagðir niður þrír hússtjómarskólar. Mynddiskamir ómögulegir Neytandi skrifar: Svo er mál með vexti að ég fór með mynddisk til framköllunar í verslun- ina Ljósmyndavörur, Skipholti 31. Það tók vikutíma aö framkalla myndimar og þegar þær loksins birtust þá kom í ljós að verulega hafði verið kastað til höndunum við verkið, nánast eins og það hefði verið unnið af fúskara sem ekki kann til verka og er furðu- legt að fyrirtæki sem er að reyna aö hasla sér völl á markaðnum skuli láta svona vöra frá sér. Myndimar vora óskýrar og nánast ómögulegt að sjá Raddir neytenda hvað á þeim var. Fór ég með filmuna annað og lét framkalla hana aftur. Þar fékk ég myndimar daginn eftir og kom þá í ljós aö þær vora skýrar og góðar. Fór ég þá aftur í Ljósmyndavörur, Skipholti 31, og sýndi myndimar sem ég hafði fengið þar. Taldi þá afgreiðslu- maðurinn aö þær væra svona óskýrar vegna þess að þær væra ekki í fókus. Sagði ég honum þá að ég væri búinn að láta vinna þær aftur og að þær væra í lagi og fór fram á endur- greiðslu. Leitaði þá afgreiðslumaður- inn til yfirmanna sinna og kom til baka með þau svör að hann væri tilbú- inn að endurgreiða myndimar en aðeins ef ég gæti framvísað vinnslu- umslaginu. Nú vildi svo óheppilega til að því hafði verið fleygt og fékk ég því myndimar ekki endurgreiddar þó að afgreiðslumaðurinn viðurkenndi að þær væra unnar hjá fyrirtækinu. Svona er nú þjónustan þar. Mynddiskarnir ómögulegir? Þegar haft var samband við Ljós- myndavörur út af þessu máli fengust þau svör að rpjög eifitt væri við mynd- diskana að eiga. Filman væri rpjög lítil og því erfitt að framkalla hana. Játað var að eitthvað hefði farið úrskeiðis við framköllim og stæði vissulega til að endurgreiða manninum. -SMJ Greinilegur munur er á þessum tveimur myndum, sú til vinstri er ágætlega unnln en sú til hægri er illa unnin og eins og hún sé ekki í fókus. Hún er unnin hjá Ljósmyndavörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.