Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Alger umskipti Alger umskipti hafa orðiö á afstöðu landsmanna til bjórsins á tíu ára tímabili. Þetta sýna skoðanakannanir DV. Staðan var sú fyrir tíu árum, að tveir þriðju voru andvígir því, að sala áfengs öls yrði leyfð hér á landi. Nú eru um tveir þriðju því fylgjandi. Fylgi bjórsins fór vaxandi í lok seinasta áratugar. Hann komst í meiri- hluta í skoðanakönnunum um 1980. Sjaldan eða aldrei hafa skoðanakannanir hér á landi sýnt svo geysilega breytingu á hlutföllum á ekki lengri tíma. Eðlileg afleiðing þessara breyttu viðhorfa í landinu hefði átt að vera, að þingið samþykkti bjórinn. Það hef- ur ekki orðið enn, en oft hefur litlu munað og stundum hafa kúnstugar uppákomur stöðvað framgang málsins. Vonir standa til, að þetta breytist nú og nýkjörið þing samþykki að leyfa bjór. Vilji mikils meirihluta lands- manna getur ekki verið greinilegri en nú, í hverri könnuninni á fætur annarri. Sjáifsagt er að skoða, hvers vegna afstaða meirihluta landsmanna hefur breytzt. í umræðu síðustu ár hafa margir lagt áherzlu á misréttið í þessum efnum. Það eru ákveðnir hópar landsmanna, sem hafa aðgang að bjór. Aðrir áhugamenn geta kannski nálgazt smyglaðan bjór á margfóldu verði. Áhafnir fengu lengi að koma með dálítið af bjór. í vaxandi mæli þótti fólki þetta ranglátt, að aðrir ferðamenn máttu. ekki koma með bjór inn í landið. Þá var gerð sú merkilega breyting að leyfa ferða- fólki að koma með nokkuð af áfengu öli inn í landið. Þessi breyting hefur síðan í sjálfri sér valdið talsvert breyttum hugsunarhætti. Nú segir fólk sem svo, að ein- kennilegt sé, að ferðafólkið geti haft með sér nokkrar dósir en aðrir landsmenn megi ekki ná í bjór. Fólki fmnst það ekkert réttlæti. Og fólk skilur ekki þau rök, að þetta sé unnt að leyfa, ef áfengt öl sé jafnskaðlegt landsmönnum og andstæðingar þess vilja vera láta. Fleira kemur til. íslendingar hafa síðustu árin ferðazt meira en nokkru sinni fyrr. Þegar landinn kemur til útlanda er algengast, að hann fagni því að geta fengið sér öl. Það gildir um mikinn meirihluta. Vissulega sjá menn sóðaskap við meðferð bjórs sums staðar erlendis. En sá fjöldi landsmanna, sem hefur notið öls erlendis, skilur ekki, hvers vegna hann má það ekki hér heima. Æ fleiri líta á það sem mannréttindi að hafa aðgang að öli. En sjálfsagt væri að setja hömlur, einkum fyrst í stað. Bjórinn má ekki flæða yfir allt. En hann ætti að vera fáanlegur í áfengisverzlunum og á vínveitingahús- um. Þetta mætti í byrjun hugsa sér sem nokkurs konar tilraun. En enginn efi er, að hún mundi gefast nægilega vel. Fráleitt er að leyfa ekki veikari drykki, þar sem hinir sterkari er á boðstólum. Landsfeðurnir eiga að hætta að líta á almenning hér á landi sem einhvern úrhrakslýð, sem ekki megi leyfa það, sem víðast annars staðar þykir sjálfsagt. Slík skoð- un hlýtur að vera á undanhaldi. Vissulega ætti hvergi að slaka á reglum, þótt bjórinn kæmi, svo sem um áfeng- ismagn í blóði ökumanna. Þar verður hver að sjá um sig og fylgja settum reglum. Áfengisböl er hér mikið eins og víðast hvar. En líklegt er, að það yxi ekki við tilkomu bjórsins. Margir drykkju þá léttari drykk, sem nú neyta hinna sterkari við ýmis tækifæri. Tveir þriðju landsmanna vænta þess, að nýkjörið Alþingi taki af skarið í vetrarbyijun og leyfi loksins bjór í landinu. Haukur Helgason Menn eru almennt hættir aö kippa sér upp við misvitrar ákvarðanir Davíðs borgarstjóra Oddssonar og hirðar hans í meirihluta borgar- sljómar, enda er farið að heyra til undantekninga að eitthvað sæmi- lega gáfulegt komi írá þeim bæ. Sem betur fer er oft á tíðum um aö ræða heimskupör sem ágætir möguleikar em á að bæta fyrir seinna meir er ábyrgur og mannlegur meirihluti kemst til valda í borginni. Því miöur er hirðin þó í allt of mörgum tílfell- um að styðja við bakið á herra sínum í aðgerðum sem borgarbúar þurfa að sitja uppi með um alla framtíð, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þrátt fyrir þetta er það ótrúlegur fjöldi borgarbúa sem telur Davíð nær guðlegan og hirð hans til mikils sóma. Ein ástæða þess er sú stað- reynd að borgarbúar sitja ekki borgarstjómarfundi og fylgjast því ekki með þeim skrípaleik sem meiri- hluti borgarstjómar stendur oft á tíðum fyrir, með borgarstjórann sjálfan fremstan í flokki. Þótt borgarstjóm hafi verið í sex vikna sumarfríi í júlí og ágúst þá dró meirihlutinn ekkert úr asnastrikum sínum. Meðal þeirra má nefiia eitt asnastrik sem ekki verður bætt í framtíðinni þó nýr og ábyrgur meiri- hluti taki við völdum. Það var úthlutun lóðar undir starfsemi Iðn- aðarbankans á homi Miklubrautar, Háaleitisbrautar og Safamýrar. Gatnakerfiö sprungið Gatnakerfi Reykjavíkurborgar er sprungið. Sérstaklega er ástandið slæmt á umferðaræðum í kringum nýju Kringluna og má segja að þar „Með því er borgarstjóri Reykjavíkur, sem oddamaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn, að leggja líf og limi barna og unglinga i Háaleitishverfinu í hættu. Sofi hann vel eftir fyrsta umferðarslysið í Safamýri.“ Asnastrik Davíðs og hirðar hans skapist daglega algjört neyðar- ástand. Miklabrautin, sem lengi vel var sæmilega trygg leið milli austur- og vesturhluta borgarinnar, er nú að nálgast Laugaveginn hvað um- ferðaröngþveiti snertir. Afleiðing þessa er að bílstjórar velja í auknum mæli íbúðagötur, sem liggja samhliða Miklubrautínni, til að komast á milli. Þannig er nú neyðarástand í Hamrahlíðinni þar sem bæði umferðarmagn og um- ferðarhraði er langt umfram það sem veijanlegt er á íbúðagötu. Ekki bætir úr skák að við Hamrahlíð eru bæði grunnskóli og menntaskóli þannig að daglega þurfa böm og unglingar á aldrinum sex til átján ára að ganga yfir götuna, jafnvel oft á dag. Þá hefúr umferð um Safamýrina stóraukist eftir að verslunarmið- stöðin í Kringlunni tók til starfa. Við Safamýri em tvö bamaheimili,.einn grunnskóli og víðfeðmt íþróttasvæði sem tugir bama og unglinga sækja daglega. Þar er því stöðug umferð gangandi bama yfir götuna frá morgni tíl kvölds. Tvöfaltstórslys Nú förum við að nálgast kjama málsins. Með því að leyfa Iönaðar- bankanum að byggja hús undir aukna starfsemi sína á mótum KjaUarinn Hallur Magnússon formaður FUF í Reykjavík Miklubrautar, Háaleitisbrautar og Safamýrar er meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjóm að valda tvöfoldu stórslysi. í fyrsta lagi er ömggt að umferð um Safamýri mun aukast til enn meiri muna en nú er orðið þar sem fólk mun örugglega nota þá götu til að komast að og frá Iðnaðarbankan- um því bílsfjórar kjósa síður troð- fúlla Miklubrautína. Með því er borgarstjóri Reykjavikur, sem odda- maður sjálfstæðismanna í borgar- stjóm, að leggja líf og limi bama og unglinga í Háaleitishverfinu í hættu. Sofi hann vel eftír fyrsta umferðar- slysið í Safamýrinni. í öðm lagi mun bygging á þessu homi verða til þess að ekkert pláss verður fyrir eðlileg umferðarmann- virki sem óhjákvæmilega verður að reisa á homi Háaleitisbrautar og Miklubrautar til að leysa þá um- ferðarkatastrófú sem sjálfskipaðir umferðarsérfræðingar sjálfstæðis- manna í borgarsljóm hafa skapað á undanfömum árum með ákvörðun- um sinum. Það er ljóst að fyrirhuguð Foss- vogsbraut sjálfstæðismanna í Reykjavik verður ekki að veruleika því sem betur fer hafa þeir ekki vald yfir útivistarsvæðum Kópavogsbúa í Fossvogi en yfir þau vilja sjálfstæð- ismenn leggja malbik. Bústaðavegur mun heldur ekki geta tekið við þeirri aukningu sem orðin er á umferðar- straumi milli austur- og vesturhluta borgarinnar. Til þess þrengdu sjálf- stæðismenn í borgarstjóm of að þeirri umferðaræð þegar þeir sam- þykktu skipulag íbúðahverfa og verslunarmiðstöðvar þétt við Bú- staðaveginn á sínum tíma. Eina lausnin er breikkun Miklubrautar og að gatnamót við Miklubraut verði á brúm. Ef Iðnaðarbankahús rís á homi Miklubrautar, Háaleitisbraut- ar og Safamýrar verður ekki lengur pláss fyrir þess háttar brú. í framtíð- inni mun því nýr og ábyrgðarfúllur borgarsljómarmeirihlutí eiga um tvo kosti að velja, að lifa við um- ferðaröngþveiti eða kaupa nýbygg- inguna af Iðnaðarbankanum dýrum dómum og bijóta hana niður til að koma fyrir eðlilegum umferðar- mannvirlgum og em báðir kostir illir. Væri ekki nær að afturkalla asnastrikið meðan enn er tími til? Hallur Magnússon „Með því að leyfa Iðnaðarbankanum að byggja hús undir aukna starfsemi sína á mótum Miklubrautar, Háaleitis- brautar og Safamýrar er meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn að valda tvöföldu stórslysi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.