Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Óhress með seinagang Kaupmaöur viö Skólavöröustíginn er mjög óhress meö seinagang og frágang framkvœmda þar. Kaupmaður hringdi: Ég er kaupmaður á Skólavörðu- stígnum og nú er ég orðinn ansi langþreyttur á þeim framkvæmdum og uppgreftri sem þar hefur verið frá því um miðjan ágúst. Það eru ekki einu sinni pallar eða tréplötur yfir skurðina svo að vegfar- endur og viðskiptavinir komist inn í verslanimar. Jafiivel kaupmenn sjálf- ir þurfa að stunda háifgeröa útíleik- fimi tíl að komast inn í fyrirtæki sín. Kaupmenn í götunni eru mjög óhressir með þetta og erum við alveg að gefast upp á því að leita að ein- hverjum verktaka sem ber ábyrgð á þessu ástandi og getur sett brýr yfir skuröina. Það væri alveg eins hægt að hafa verslanimar lokaðar eins og að hafa þetta svona. Spumingin Lesendur Hlusti segist vera farinn að taka sinfóniuna í Gufuradíóinu fram yfir hinar „glym- stöðvamar“. Gufuna fram yfir glymstöðvamar Hlusti skrifar: Ég vil leggja orð í belg í sambandi við þessi sífelldu skrif um útvarps- stöðvamar. Vinnu mixmar vegna hlustaði ég mikið á útvarp og varð eins og lands- menn flestir himinlifandi þegar rás 2 tók til starfa. Gleðin minnkaði ekki þegar Bylgjan og skömmu seinna Stjaman helltu sér líka út í bransann. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og nú orðiö er ég nær alveg hættur að nenna að hafa stillt á þessar glymstöðvar. Það er orðið þannig að ég jafnvel leita uppi gömlu góðu Guf- una og hlusta með ánægju á sinfóníu- tóniist sem ég áður kailaði bölvað garg. Maður hreinlega verður svo upp- gefinn á þessu sífellda suöi og sömu lögunum aftur og aftur að maður hlustar frekar á ekki neitt. Til að vera ekki svona hræðilega neikvæður þá verð ég að játa að núorð- ið finnst mér rás 2 að jafnaði vera besta rásin. Þar er dagskránni svolítið skipt niður og finnst mér það til mik- illa bóta því þá er ekki það sama allan daginn heldur t.d. einn listapopps- þáttur, einn rólegur, einn þungarokks- þáttur, einn sinfóníuþáttur, einn umræðuþáttur o.s.frv. Þetta gefur mikla hvíld. Ég sting upp á því að hinar rásimar fari að dæmi rásar 2 og skipti dag- skránni a.m.k. örlítið niður. Ég er viss um að þannig má koma til móts við marga hlustendur. Hvernig líst þér á ný kjörna forystusveit Borgaraflokksins? Stígur Snæland: Bara vel. Þetta er allavega breyting frá Sjálfstæðis- flokknum. Svanfríður Sigurðardóttir: Ég hef voðalega litlar skoðanir á því. Er þetta ekki bara ágætt miðað við að- stæður? Jóhanna Sigurbjörg Vilbergsdóttir: Svona sæmilega, þó ég sé ekkert mikið inni í pólitíkinhi. Pétur Sigurðsson: Alveg ágætlega. Er hún ekki alveg eins og hún á að Kristján Hreinsson: Það er nú senni- lega ekki gott að báðir, þeir Albert og Júlíus, séu úr röðum þingmanna. Annars tek ég það ekki nærri mér. Ásgeir Magnússon: Ágætlega. Ætli nokkru sé þar við að bæta. „Erlent efhi í stað innlends rugls“ Ragnheiður skrifar: Ég gat ekki setið á mér þegar ég heyrði í þættínum 19:19 á Stöð 2 að áskriftargjöld hækkuðu úr 1050 í 1250 af þvi að Stöð 2 er að auka innlenda dagskrárefnið. Persónulega finnst mér að Stöð 2 eigi að vera mestmegnis með erlent efni en ekki með innlent rugl sem er illa gert og ofleikið eins og t.d. nýji þátturinn „Heilsubælið í Gervahverfi" sem mér finnst grútleiðinlegur og bijálæðislega vitlaus. Ég vona að dagskrárgerðarmenn Stöðvar 2 sjái sig um hönd og bæti frekar erlenda efnið enn betur. - ClBCBftCBIIIVMB tapaðist Guðmundur hringdi: % varð fyrir þvl sL fimmtudags- morgun að tapa páfagauknum minum. Hann tapaðist í Breiöholti, frá Stekkjunum, Þetta er fullorðinn fúgl, aðaUiturinn f honum er ijósblár en einnig er í honum hvítt og smá- vegis gult Sá sem hugsanlega yrði fuglsins var er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 72728. Bréfritari spyr hvort ekki megi nota hanska við afgreiðslu á pylsum eins og smokka við samfarir. Kraflað á pylsum og pylsubrauðum Okurlán Húsnæðis- málastofnunar Marta Stefánsdóttir hringdi: Ég get ekki orða bundist yfir hvem- ig umfjöllun er höfð í frammi við afgreiðslu matvæla. Ég kaupi einstaka sinnum pylsur í sjoppum og ógeðiö sem maður fær viö að borða þær þeg- ar maður horfir á handfjötlunina i afgreiðslu. Brauðin tekin með berum höndum og pylsunni ýtt ofan í með berum fing- rum. Ein fór beina leið frá því að pússa glugga og í það að afgreiða mig án þess að þvo sér um hendumar. Hvar er allt hreinlætið og áróðurinn um smithættu. Heilbrigðisyfirvöld ge- rið átak í þessum ósóma því víða er pottur brotinn í hreinlæti við af- greiðslustörf. Því spyr ég, má ekki nota hanska við svona afgreiðslu eins og smokka við samfarir? 3433-8876 hringdi: Ég bý í einbýlishúsi og um áramótin ’81 til '82 tók ég svokallað orkuspar- andi lán hjá Húsnæðismálastofiiun upp á 88 þús. sem á að fara í að lækka hitakostnað. Þetta lán stendur ekki lengur undir nafni því að bara fyrir hinar árlegu afborganir þá gæti ég kynt 2 einbýlis- hús. Þetta kalla ég ekki orkusparandi lán. Ég borga um 42 þús. af láninu á ári en eftir öll þessi ár er ég samt ekki búin að borga af láninu sem nú er orðið að 350 þús. vegna vísitöluhækk- ana. Af 88 þúsundum á ég eftir að borga 63 þúsund kr. Þetta kalla ég svíðingslán, sannkall- að okurlán. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.