Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. Tíðarandinn_____________ pv Innansveitarkroníka - hatrammar deilur um kirkjubyggingu í Trékyllisvík Undanfarnar vikur hafa mikil blaðaskrif farið fram vegna kirkju- byggingar í Trékyllisvík á Ströndum. Deilurnar snúast aðaUega um kirkjubygginguna á staðnum en í hita leiksins hafa menn blandað ýmsum persónulegum deilum þama inn í. Sveitarfélagið skiptist í tvær fylkingar í málinu og hafa komið fram kvartanir á báða bóga. Önnur fylkingin vill gera gömlu Árneskirkj- una upp en hin síðari viil byggjá nýja kirkju. Gamla kirkjan Gamla kirkjan er byggð á árunum 1850-1852 og er því orðin 135 ára göm- ul. Byggingin er að sögn sóknar- prestsins ein af tíu merkilegustu timburkirkjum landsins. Húsið er byggt í gullinsniði en í því felst að ákveðið hlutfall er milh hæðar, lengdar og breiddar. Styrkir hafa borist frá húsafriðunarnefnd og fjár- veitingamefnd Alþingis til varð- veislu hússins og hafa sjálfboðaliðar úr Ámessókn undanfarið unnið að endurbótum á húsinu. Er því greini- legt að mikill áhugi er fyrir varð- veislu kirkjunnar. Nýja kirkjan Síðari fylkingin, þar á meðal sókn- amefnd, er á þeirri skoðun að reisa verði nýja kirkju. Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt teiknaði kirkjuna og er bygging hennar þegar hafm. Grunnurinn er nú tilbúinn en fram- kvæmdum verður ekki haldið áfram í vetur. Innansveitardeilur þessar em orðnar nokkuö heiftarlegar. Undan- farið hafa birst fréttir, opin bréf og lesendabréf á síðum dagblaðanna um máliö. Má á þeim sjá að mikill hiti er í heimamönnum. Er nú svo komið að ekki er víst hvort sóknamefndin lætur styrk þann, sem veittur var af Texti: Jóna Björk Guðnadóttir Alþingi til viðhalds gömlu kirkjunni, ganga til þess máls. Heyrst hafa raddir um að styrknum verði skilaö til ríkisféhirðis en hann hljóðar upp á 145 þúsund krónur. Peningar þeir sem húsafriðunamefnd gaf til við- halds kirkjunnar hafa aftur á móti þegar verið notaðir. Söfnuðurinn samþykkti nýja kirkju En lítum á málavöxtu. Ámeskirkja hefur verið í nokkurri niðurníðslu undanfarin ár. Húsið var í raun réttri orðið nokkuð lasburða, hurðin var orðin léleg, skipta þurfti um gólf, glugga, klæðningu og þak. Ásamt því sem umhverfi hennar var illa við- haldið. Vorið 1986 fannst sókninni þörf á að gera eitthvað í kirkjumál- unum og var því haldinn almennur safnaðarfundur í Ámessókn í maí sama vor. Var eftirfarandi tillaga samþykkt þar með 32 atkvæðum gegn 13: „1. Almennur safnaðarfundur Ámessóknar haldinn í Ámesi þann 3. maí 1986 samþykkir, að byggð verði ný sóknar- kirkja af hóflegri stærð. Húsgerð og staðarval veröi ákveðið síðar. 2. Um meðferð gömlu kirkj- unnar er gerð eftirfarandi samþykkt: Áhugamönnum um varðveislu hennar er heimilt viðhald hennar og verði það ekki á vegum safn- aðarstjórnar. Söfnuðurinn samþykkir, að fé, sem húsfriðunamefnd hefir veitt til við- halds kirkjunni gangi til þess máls. Meðan kirkjan er í eigu safnaðar- ins, og til afnota fyrir hann er þeim sem að viðgerö standa gert skylt að halda kirkjunni í nothæfu ástandi.“ Ósamræmi í túlkun samþykktarinnar En deilan á einmitt rætur sínar að rekja til mistúlkunar á þessari sam- Endurbygging gömlu kirkjunnar er nú langt komin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.