Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987. 23 Erlendir fréttaritarar Líknardráp heimiluð með lögum í Hollandi Jón Omuir Hafldácssan, DV, Landan; Þegar Beatrix drottning setti hol- lenska- þingiö fyrir fáeinum dögum voru kynntar fyrirætlanir stjómar- innar um að heimila líknardráp með lögum. Láknardráp hafa verið talsvert hitamál í Hollandi í mörg ár og innan ríkissljómarinnar kom til langra deilna áður en ákveðið var að setja í lög það sem í reynd hefur viðgengist í mörg ár í Hollandi. Á þessu ári er talið að allt að tíu þúsund einstaklingar muni sækja um að þeir fái sjálfir að ráða dauða sínum. Á síðustu árum hafa hollenskir lækn- ar orðið við slikum bónum frá þúsundum sjúklinga sem ekki hafa átt neinar batavonir. Opinbert fyrir löngu Löngu áður en ríkisstjómin sættist á löggjöf var þetta orðiö svo opinbert í Hollandi að læknar komu fram í fiöl- miðlum og lýstu því hvemig þeir gæfu oftlega sjúkhngum inn banvænt eitur að beiðni þeirra þegar ekki reyndist lengur unnt að lina kvalir þeirra eða framlengja líf af því tagi sem viðkom- andi sjúklingur taldi vert að lifa. Margir læknar í Hollandi, sem ekki hafa viljað ganga gegn landslögum eða eigin samvisku, sem bannaði þeim líknardráp, hafa engu að síður gefið sjúklingum, sem þess óskuðu, upp nöfn lækna sem hafa aðstoðað þannig komna sjúklinga við að enda líf sitt. Eins hefur verið unnt að fá bæklinga sem læknir tók saman um hentug ráð fyrir þá sem vilja sjálfir svipta sig lífi. Prestar þátttakendur Umræður um þetta mál hafa tekið á sig ýmsar myndir á síðustu mánuðum en mörgum utan Hollands hefur kom- ið einna mest á óvart að mikill fiöldi presta hefúr tekið þátt í baráttu fyrir þvi að líknardráp verði heimiluð með lögum. Fjöldi presta hefur einnig tekið óbeinan þátt í þessu með því að blessa sjúklinga áður en þeir tóku inn eitur. Þessir læknar og prestar, sem unnið hafa að þessum málum í Hollandi, hafa lagt mikla áherslu á samþykki fiölskyldna viðkomandi við því að bundinn verði endi á líf hans og eins að fiölskyldur raaði þessi mál opin- skátt. í mörgum tilvikum hafa nán- ustu aðstandendur sjúklinga verið viðstaddir þegar þeim er gefið inn eit- ur og eins hafa margir sjúklingar tekið á móti vinum sínum og ættingjum daginn áður en þeir láta lífi sínu lokið og tilkynnt þá um ætlun sína. Umræður í mörgum löndum Nýr hópur sjúklinga, sem leitað hef- ur til lækna í þessum tilgangi, eru eyðnisjúklingar en þeir eru talsvert margir í borgum Hollands. Stór hluti þessara sjúklinga mun hafa gert samninga við lækna sína um með hvaða hætti þeir yfirgefi heiminn ef öll von um bata eða sæmandi líf reyn- ist úti. Umræður um þessi efni hafa farið af stað í mörgum löndum Evrópu á síðustu mánuðum, ekki síst vegna reynslu Hollendinga, en ólíklegt má telja að nokkrar af stærri þjóðum álf- unnar muni feta í fótspor Hollendinga í þessum efnum. í Bretlandi er til að mynda mikil andstaða gegn þessu inn- an sem utan læknastéttar þó að nokkrir læknar hafi lýst því yfir opin- berlega nýverið að þeir ráðleggi Greifinn af París finnur sér eftirmann £^ami Hniikssan, DV. Bcaiieaux: Prins Henry Robert Ferdinand Marie Louis Philippe af Orleans, greifinn af Patis og einn viöur- kenndasti erfingi krúnu sem ekki er til, hefttr allt frá 1926 beðið eför aö Frakkar kölluöu hann til valda - en árangurslaust Reyndar segja sumir að franska sfiómarskráin geri þegar ráð fyiir einum kóngi, að vísu kjom- um i aimennum kosningum, það er aðsegja forsetanum, en það er önnur Kóngsríkishugmyndin var talsvert í tísku á fiórða áratugnum. Áriö 1934 var óróasamt í Frakklandi og litlu munaði að greifinn af París sæl draum sinn rætast Árið 1942 var hann næstum því orðinn æðsti mað- ur bráðabirgðastjómar Frakka i Alsír og að lokum má geta þess að árum saman taldi greifinn sig hafá góða ástæðu til að halda aö honum væri ætlaö að taka við þegar De Gaulle fiæri frá. Greifinn er vellríkur en að sama skapi gamall, 79 ára, og því ekki seinna vænna að finna sér eför- mana En þar kemur öriíöö babb í bátinn. Samkvæmt þúsund ára venju og öllum viðurkenndum siða- reglum ætti elsti sonur greifans af París að taka við af fööur sínum en sonurinn er fráskilinn og kvæntur á ný, borgaralegri giftingu og slfkt hæfir ekki verðandi mögulegum kóngi. Þvi hélt greifinn af París hefi- armikla veislu um helgina þar sem hann tilnefiidi sonarson sinn póKt- fskan og móralskan erflngja sinn. Ásakanirtil hægri og vinstri Bjami Hrmksaan, DV, Bordeaux: Frönsk stjómmál hafa nú um nokkurt skeið einkennst af væntan- legum forsetakosningum. Þótt kosningabaráttan sé ekki opinber- lega hafin og kosningamar verði ekki fyrr en í mars á næsta ári verð- ur hvert smámál og stórmál tfiefni pólitískrar refskákar og ásakana til hægri og vinstri. Sem dæmi má nefna nýlegan brottrekstur Michele Polacs úr starfi sem umsjónarmaður þáttar sem ver- ið hefur sá vinsælasti hjá franskri sjónvarpsstöð. í þættinum er tekið á viðkvæmum málum sem margir hafa viljað að lægju í þagnargildi. Einnig hafa hægrimenn álitið Polac vinstrisinnaðan í umfiöllun sinni. Sjónvarpsstöðin var í ríkiseign þar til síðastliðinn vetur að hún var seld byggingarverktaka. Sá móðgaðist illilega þegar Polac gerði grín að honum í einum þættinum. Um leið gagnrýndi Polac opinbera nefiid sem séð hefur um sölu á ríkisfiölmiðlum frá því að ríkisstjóm Chiracs kómst Mitterrand Frakklandsforseti gagnrýnir nú sölu fyrirtækja ríkisins í tilefni af brottrekstri umdeilds þáttagerðarmanns hjá sjónvarpsstöð rekinni af einkaáðilum. Sjónvarpsstöðln var 'á'ður i eigu ríklsinsr til valda. Þetta varð síðan til þess að Polac var rekinn þótt sumir telji reyndar að auglýst viðfangsefni næsta þáttar, vopnasala Frakka, hafi hrætt vissa aðila. Mitterrand, forseti og sósíalisti, hefur nýtt sér þetta til að gagnrýna ríkisfyrirtækjasölu hægrisfiómar Chiracs og Polac er orðinn nokkurs konar píslarvottur sem' sósíalistar hafa gripið fegins hendi. Annað mál, sem valdið hefúr gremju og orðaskaki, er yfirlýsing Mitterrands um síðustu helgi þess efnis að Frakkar og Þjóðveijar ræði nú stofnun sameiginlegs herráðs. Þessar samræður hafa staðið lengi yfir en áttu að vera leynilegar um sinn. Mitterrand hefur liklega viljað benda á að hann sem forseti eigi aö ráða utanríkis- og vamarmálum á meðan viðbrögö Chiracs sýna að honum er umhugað um að þetta verði Mitterrand ekki til pólitísks framdráttar. Chirac hefur þegar lýst yfir að hann sækist eftir forsetaemb- ættinu og Mitterrand þykir frekar * líklégúr til áð bjóða sig fram aflur. stundum sjúklingum, sem eiga í kvala- fúllum og banvænum sjúkdómum, um hvaða aðferðir séu þjáningarminnstar við að stytta slíkt lif. GfíUÐmSSTÆD MAIARINNKAUP SALTKJÖT 299,- kr. kg. LONDON- LAMB 435,- kr. kg. URBEINAÐUR HANGIFRAM- PARTUR 435 % ™ kr. kg. FRAMPARTAR Vx 239. - kr. kg. HRYGGIR 299,- kr.kg. SVIÐ 125,- kr. kg. o NÖATÚN WÓATÚNI17-ROFABÆ 39 17260 17261 S 671200 671220

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.