Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1987, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Gengið varið
Ríkisstjórnin rær nú lífróður til varnar gengisstefnu
sinni. Aðgerðir stjórnarinnar varðandi fjárlagagerðina
og viðskiptahallann, sem kynntar voru í fyrradag, eru
liður í þeirri varnarbaráttu. Sumar þeirra mæta and-
stöðu og gagnrýni og baka ríkisstjórninni óvinsældir.
En þær óvinsældir verður hún að kalla yfir sig, nauð-
ug, viljug, ef fastgengisstefnan á að halda velli. Ef gengið
fellur er stjórnin fallin. Þá er fjandinn laus, verðbólgan
komin á fulla ferð og allar forsendur fjárlaga, peningaað-
gerða og launasamninga brostnar. Ríkisstjórnin gerir
sér grein fyrir þeim háska, sem framundan er, og held-
ur uppi neyðarvörn sem hún verður að standa og falla
með.
Fastgengisstefna á vissulega í vök að verjast. Við-
skiptahallinn stafar af óhóflegum innflutningi í skjóli
hagstæðra gjaldeyriskaupa og sumir segja að gjaldeyrir
sé bókstaflega á útsölu vegna þess að gengið sé vitlaust
skráð. Þjóðin eyðir meiru en hún aflar, kaupir meira
en hún selur. Til að reisa skorður við viðskiptahallanum
eru aðflutningsgjöld á bifreiðum hækkuð, samfara öðr-
um aðgerðum sem takmarka eiga innflutning.
Þetta veröa óneitanlega skammvinnar aðgerðir með
tímabundnum áhrifum ef kaupmáttur heldur áfram að
vaxa og fólk sér áfram hag í því að eyða fjármunum
sínum í einkaneyslu. Þenslan á vinnumarkaðnum hefur
skapað launaskrið og eftirspurn eftir vinnukrafti er
langt umfram framboð og því hefur ríkisstjórnin gert
heiðarlega tilraun til að draga saman seghn í opinberum
rekstri og útgjöldum.
Þetta er annað lykilatriði vegna þess að með auknum
framleiðslukostnaði í launum seljum við afurðir okkar
með tapi, langt undir kostnaðarverði. Launastökkið um
síðustu mánaðamót var nýr bautasteinn á þessari leið
og ef launaskrið í skjóli þenslunnar á vinnumarkaðnum
heldur áfram stenst gengisskráningin ekki þau áfóll.
Ríkisstjórnin er því að reyna hvort tveggja: að draga
úr kaupmætti og draga úr þenslu.
Meðan þessu fer fram hafa ýmsir úr röðum atvinnu-
rekenda og hagfræðinga haldið því stöðugt á lofti að
gengið sé í raun fallið. Þeir boða gengisfellingu á næstu
vikum og telja stjórnina vera að blekkja sjálfa sig og
alla þjóðina ef hún þráast við.
Hvort heldur þessar fullyrðingar eru réttar eða rang-
ar er ljóst að allt shkt tal virkar gegn fastgengisstefn-
unni. Almenningur fer að leggja eyrun við og trúa því
að gengisfelling sé skammt undan. Kaupæðið eykst,
spákaupmennska kemst í algleyming og vantrúin á að
ríkisstjórnin hafi bolmagn th að standa boðaföllin af sér
grefur undan genginu og núverandi stefnu.
Fullyrðingar af hálfu forsvarsmanna atvinnurekenda
eru skaðlegar gagnvart viðleitni ríkisstjórnarinnar að
halda genginu stöðugu. Þær eru einnig skaðlegar gagn-
vart atvinnurekstrinum sjálfum því af gamalli reynslu
veit atvinnulífið að gengisfelhngar eru líkari því að pissa
í skóinn sinn. Ein gengisfelling kallar á aðra, víxlgengi
verðs og launa og vonlausa stöðu fyrirtækja til að gera
áreiðanlegar og marktækar fjárhagsáætlanir. Söngur-
inn um fallið gengi hefur alltaf verið fyrsta feigðarmerk-
ið. Þess vegna er hann óæskilegur og fjandsamlegur
þeirri stefnu sem ríkisstjórnin er nú að reyna að verja.
Efnahagsaðgerðir stjórnarinnar eru flestum lítt að
skapi. En þær eru skiljanlegar og réttlætanlegar eins
og sakir standa.
Ellert B Schram
Umférðarmál:
Staldraðu við!
Þaö er ekki oft sem laglína eða
textabrot grípur mann og heldur
huga fóngnum. Afspymuilla samdir
textar að yfirgnæfandi hluta sjá til
þess og ekki síður ærandi síbyijan,
sama taktlausa barsmíðin, þar sem
hávaðinn einn ræður ríkjum. Máski
er ég orðinn ónæmur af aldurs-
ástæðum, kominn úr tenglsum við
þann tíðaranda sem setur ærandann
æðst; ómlaust- og hljómlaust skal
hamrað í hávaðasamfellu öskursins.
Örstuttstef
Um þetta einkenni samtímans hef-
ur margt verið greindarlega skrifað
að undanfómu. Þetta er þáttur sölu-
mennsku samtíðarinnar, liður í því
að láta fólk gleyma, hætta að hugsa,
sætta sig við allt eins og það er. Nóg
um það.
En örstutt stef við lúmskt grípandi
lag varð til þess að ég staldraði við
agnarögn. Og orðið var það: staldr-
aðu. Orð í tíma talað og skal ekki
frekar um textann fjallað en orðið
eitt, svo óralangt frá virkileika hrað-
fleygrar stundar með ys sinn og
gauragang, vakti og ýtfi við sljóum
vanans þankagangi, bundnum búk-
sorgum og fjarska miklu magni af
fánýti.
Ég staldraði fyrst við umferðina:
Nýlegt atvik frá heimaslóðum hélt
huga enn fóngnum við þá ógn sem
af óaðgætni, tiUitsleysi og kæruleys-
inu köldu stafar.
Á hverjum einasta degi má sjá í
umferðinni fólk á öllum aldri sem
er að aka eitt og sér í allri ösinni,
eins og sér algerlega ómeðvitandi
um það að aðrir séu þar einnig á
ferð, enn síður hafandi hugmynd um
það að aðrir eigi þar einnig sinn til-
verurétt. Hið stóra ég er þama á ferð
og það eiga allir aðrir að vita og við-
urkenna. Staldraðu við - á þar við
því m.a.s. er því gullna orði gleymt
þegar rauða ljósið er að renna upp,
þegar gamla konan gengur út á
merkta akbraut, þegar bifreiðin fyrir
framan færist ekki svo úr stað sem
sá vill og telur rétt sem á eftir renn-
ir. Og afleiðingamar, óbætanlegu
tjónin, blasa við öllum og fólk hristir
höfuðið yfir hinum og hagar sér dag-
inn eftir eins og jafiian áður, enda
alltaf nóg sem að kallar í huganum
annað en aðgætnin, kurteisin og til-
litssemin.
' Stöldrum við - á sjúkrastofiiunum,
endurhæfingarstöðvum eða í kirkju-
görðunum og hugsum - hugsum svo
að við högum okkur eftir því.
Allir séu „hressir“
En staðnæmst er við fleira.
Lífsgæðakapphlaupið er ógnvald-
in- alltof margra í dag. Að því skal
aðeins vikið á eftir.
En væri þó ekki rétt að staldra
fyrst við þá staðreynd að ýmsir eiga
þess engan kost að skrá sig þar til
keppni. Ágætt út af fyrir sig ef ekki
væri sakir þeirra ástæðna að alls
konar hömlun á aðstæðum veldur
því að hlutgengi er ekki til staðar,
ekki einu sinni til lífsnauðsynja, og
það er hin skuggahliðin á þessu máli.
„Tvær þjóðir í sama landi" hefur
hljómað sem slagorð. „Hver skyldi
nú eiga ísland?" var einnig spurt og
ekki að ástæðulausu. Nú er ekki
spurt lengur og slagorð læst niður
en staðreyndir hafa ekki breyst og
enn býr óialinn fjöldi fólks við
ómælda erfiðleika við að sjá sér og
sínum farborða. Frjálshyggjan segir
þetta af hinu góða, lögmál sem ekki
megi raska, sá sterki og betur setti
á að fá aukna umbun í sinn hlut og
þó sú umbun sé frá öðrum komin,
sem ekkert á, þá er það hluti hins
kalda lögmáls sem þjóðfélagið á að
fylgja.
Og frjálshyggjan á fulltrúa í æðstu
landssýóm í öllum flokkum þar þó
undantekningar ágætar séu þar á
og félagshyggjan eigi þar fulltrúa
líka. En hvers mega þeir sín? Fá þau
aðra til að staldra við og hyggja að
hinum smæstu? Ég hlýt að efast afar
mikið því örvænting og allsleysi eiga
ekki upp á pallborðið hjáþví hði sem
Kjallaiiim
Helgi Seljan
fyrrverandi atþingismaður
lifir eftir því mottói að allir eigi að
vera „hressir“, annars séu þeir ekki
hlutgengir í samfélaginu.
Misskipting auðs og annarra gæða
em vissulega þess eðlis að ástæða
sé fil að staldra rækilega við.
Ógeðfelldar myndir
En aftur að lífsgæðakapphlaupi
þeirra hlutgengu og ýmissa sem
halda að þeir séu það. Þar er auð-
veldara að kenna heilræðin en halda
þau. Þetta kapphlaup tekur á sig
margar ógeðfelldar myndir og vissu-
lega er það ömurlegt þegar fólk
fómar eðlilegum fritíma sínum í
gegndarlausa yfirvinnu, hættir jafn-
vel heilsu sinni til þess einfaldlega
að toila í tískimni í verstu merkingu
þeirra orða, tísku tilbúinna, uppaug-
lýstra lystisemda, yfri gseða alls
konar sem engu skila í hamingju-
banka viðkomandi.
Það er í raun grátlegt að hugsa um
það að auglýsingar fjölmiðla, sem
höfða til heimskunnar og yfirborðs-
mennskunnar, ýktar og fjarri öllum
virkileika, skuli skila slíkum arði í
kassa kaupahéðna, sem allar líkur
benda til. '
Gerviþarfir hér, gerfviþarfir þar
spretta upp sem gorkúlur á haugum
gróðaspekúlanta og það sem venju-
legu fólki flaug ekki í hug að þaö
þyrfti nokkiffn tímann á að halda
verður að knýjandi nauðsyn sem
óþolandi er að vera án.
VíxiUinn, kreditkortið, að
ógleymdum afborgunum, sjá til þess
að óþarfinn verður álíka nauðsyn-
legur og fæði og klæði, gott ef ekki
framar á stundum.
Réttlát hlutaskipti
Og svo eru menn að undrast við-
skiptahalla þrátt fyrir það að fólkið
í framleiðslugreinunum skilar meira
verðmæti í þjóðarbúið til útflutnings
en áður. Og jafiivel eru menn að
undrast hallir og hof verslunar og
viðskipta og alls kyns gerviþjónustu
sem fólk er matað á lon og don að
það þurfi lifsnauðsynlega á aö halda.
Fólkið sjálft byggir þessi hof, m.a.
og sér í lagi með óhóflegu vinnu-
framlagi sem stundum nálgast
ofþrælkun. Erfiðið skilar sér ekki
nema í litlum mæli aftur til hins
vinnandi manns, aðrir og óverðugir
sjá um kúfinn, sleilga rjómann í ró
og næði og fá svo lof fyrir hið fijálsa
framtak og allt áræðið og dugnaðinn
og hvað það nú allt saman heitir á
máli hins óhefla markaðar.
Og enn ómar mér í hug, ómar
sterkar og ákafar: Staldraðu við.
Væri ekki þörf á því fyrir erfiðis-
fólk þessa lands að hyggja hér að,
hætta að fita púka fjósbitans svo
yfirþyrmandi sem augljóst er?
Væri m.a.s. ekki þörf á þvi að
hyggja að réttlátum hlutasltiptum,
að ná til baka með einhverjum hætti
hinum illa fengna auði - illa fengna
segi ég, að yfirgnæfandi hluta?
Já, hvemig væri að við stöldruð-
um - næmum staðar, spymtum við
fótum og segðum: hingað og ekki
lengra og aðhefðumst svo í samræmi
við það? Það gildir um allt það er
hér hefur verið minnt á og miklu
fleira.
Helgi Seljan