Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
Neytendur
Odýrar
kartöflur
Flestir hafa eflaust tekið eftir gámi
sem stendur við Umferðarmiðstöð-
ina. í gámnum er starfrækt kartölu-
sala og eru kartöflumar þar líklega
þær ódýrustu sem fáanlegar eru í
bænum. Hvert kíló kostar 22 kr. og
em kartöflumar seldar í fimmtán
kílóa sekkjum. TO gamans má geta
þess að í Hagkaupi kosta kartöflur
39 kr. Það vakti furðu okkar hvemig
hægt væri að komast fram hjá sam-
tryggðu sölukerfi því sem tiðkast
hefur í grænmetisverslun tii þessa
og var því skroppið niður að Um-
ferðarmiðstöð. Þar hittum við fyrir
Kristínu Guðnadóttur ásamt ungum
syni sínum en hún rekur kartöflu-
söluna ásamt manni sínum, Gunn-
laugi Mikaelssyni.
„Við byrjuðum söluna í byrjun
september og þá uppi í Mjódd og
komum hingað fyrir svona viku síð-
an. Einhveijir reyndu að aö láta loka
hjá okkur, ég veit ekki hveijir það
hafa verið, en þeir reyndu að kæra.
Þeir vora að hringja í Heilbrigðiseft-
irlitið allan morguninn og lokuðu
hjá mér síödegis á þeim forsendum
að ég hefði ekki skriflegt leyfi en ég
hafði fengið munnlegt leyfi hjá Heil-
brigðiseftirlitinu. Það gekk hins
vegar vel að útvega skriflegt leyfi.
Þá reyndu þeir að láta loka á þeim
forsendum að við hefðum ekki versl-
unarleyfi, én maðurinn minn er með
verslunarleyfi þannig aö það gekk
ekki. Það er ekki hægt að loka.
Við uröum þó að hafa lokað alla
síðustu viku vegna veðurs en nú
erum við komin með gasofn í gám-
inn þannig að það ætti að vera hægt
að þrauka eitthvað áfram, allavega
fram í nóvember.
Við fáum bíl hingað reglulega meö
kartöflur og erum þegar búin að
selja svona 60-80 tonn. Við kaupum
kartöflumar af Tryggva Skjaldar-
syni í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ,"
sagði Kristín Guðnadóttir að lokum
-PLP
Kristín Guðnadóttir með kartöflusekk i fanginu. Kartöflurnar í þessum sekk
kosta ekki nema 22 krónur kilóið. DV-mynd S
Nýir símasjálfsalar
Nokkuð hefur verið kvartað yfir því
að undanfómu að ógerlegt sé að
hringja til útlanda úr ýmsum síma-
sjálfsölum. Hefur sjálfsalinn í Laugar-
dalslaug oft verið nefndur í því
sambandi en skammt þar frá er tjald-
stæði sem er mikið sótt af útlending-
um. DV haíði samband við Jóhann
Hjálmarsson, blaðafulltrúa Pósts og
síma, og spurði hann út í þessi mál.
Jóhann sagði að skýringin væri sú
að eldri gerð símasjálfsala tekur ekki
hærri mynt en fimm krónur. Þegar
hringt er til útlanda reynist myntin
of verðlítil til að halda sambandinu
gangandi og þá slitnar það. Lengi hef-
ur staðið til að breyta þessu og setja
upp nýja sjálfsala sem tækju tíu króna
mynt. Tafir í afgreiðslu á nýju sjálfsöl-
unum hafa hins vegar gert það að
verkum að þeir komu síðar til landsins
en áætlað var og hefur því ekki reynst
umit að setja þá upp fyrr en nú.
Þeir verða settir upp næstu daga auk
þess sem fljótlega er von á því að
hægt verði að nota nýju fimmtíu króna
myntina í símasjálfsala. Besta lausnin
á þessu máh em hins vegar kortasjálf-
salamir en þeir hafa þegar verið settir
upp á nokkrum stöðum, svo sem í
skólum, sjúkrahúsum og á áningar-
stöðum SVR.
-PLP Sjálfsali fyrir símakort.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í september 1987:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.
Nýtt Smarties
Einhveijir muna kannski eftir
umfjöllun okkar irni nýjan auka-
efnalista Hollustuvemdar ríkisins. í
greininni var sagt að ýmsar vörur,
þ.ám. Smarties súkkulaðipillumar,
myndu hverfa af markaði er listinn
tæki gildi.
Innflytjandi sælgætisins hefur nú
sagt okkur að umfjöllun Neytenda-
síðunnar hafi gert það að verkum
að saian á smarties snarminnkaði
og ’iefði hann því neyðst til að grípa
tfl þess ráðs að fá nýtt smarties til
dreifingar.
Það var kannski ljótt af okkur að
nefna svona eitt vörumerki öðm
fremur í þessu sambandi, en greinin
ýtti óþyrmilega við innflytjanda sem
strax fór að athuga hvort ekki væri
unnt að fá sælgætið án litarefnanna
sem bönnuð verða í framtíðinni.
Nú er komið á markaðinn smarties
sem kemur til með að standast aliar
kröfur listans og verður að segjast
að þama hefur innflytjandi sýnt
skjót viðbrögð en listinn tekur ekki
gildi fyrr en eftir nokkra mánuði og
þá hann tekur gildi er innflytjendum
gefinn hálfs árs aðlögunartími. Þetta
er gott fordæmi og óskandi að fleiri
sýni svo skjót viðbrögð.
Það sælgæti, sem nú kemur á
markað, er framleitt sérstaklega fyr-
ir Noreg og Svíþjóð en þar em
reglugerðir um aukaefni strangari
heldur en gengur og gerist. Þar sem
markaðurinn er lítill verður það
aðeins selt í einni stærð hér eftir.
-PLP
Tilkynning
Reglur um birtingu verðskráa
hárgreiðslu- og rakarastofa
Allar hárgreiðslu- og rakarastofui
em skyldar til að hafa uppi við inn-
göngudyr skýrar verðskrár með verði
(efni innifafiö) á algengustu þjónustu
sem viðskiptamenn almennt óska eft-
ir.
Einnig skulu stofumar hafa uppi
verðskrár við greiðslukassa eða á öðr-
um áberandi stað inni í starfsstofunni
með verði (efni innifalið) á allri þeirri
þjónustu sem þær veita.
Það skal tekið fram að samningar,
samþykktir og annað samráð milfi
fyrirtækja um verö og álagningu er
óheimilt þegar verðlagning er fijáls.
Reglur þessar era settar með heim-
ild í 1. mgr. 45. gr. laga nr. 56/1978 um
verðlag, samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti og varða brot á
reglunum viðurlögum samkvæmt 52.
gr. laganna.
Reglur þessar taka gildi þegar í staö.
Reykjavík, 1. ágúst 1984
Verðlagsstofnun.
Ekki skal þröngva upp á viðskiptavini
þjónustu sem þeir vilja ekki. Aðvörun
til viðskiptavina hárgreiðslustofa.
Samkvæmt gildandi reglum ber að
láta verðhsta hggja frammi á áberandi
stað þar sem tilgreint er verð þeirrar
þjónustu sem á boðstólum er á hár-
greiðslustofum.
Verðupplýsingar, sem gefnar em
munnlega og á verðlistum, skoðast
sem bindandi tilboð um söluverð þjón-
ustunnar í heild sem í té er látin. Að
sjáifsögðu eiga þau efni, sem nauðsyn-
leg þykja til að framkvæma þá
þjónustu sem beðið er um, að vera
innifalin í verðinu.
Kona nokkur, sem pantaði klipp-
ingu, sem samkvæmt verðlistanum
átti að kosta 850 kr., var hins vegar
látin greiða 1291 kr. á hárgreiðslustofu
hér í bæ. Tók hún skýrt fram að hún
óskaöi einungis efur klippingu en há-
rið var blásið á þeim forsendum að
aðeins ætti að þurrka þaö og væri það
alltaf gert á þessari stofu þegar hár
væri klippt. Að auki var borið í þaö
lakk-gel sem konan baö ekki um. Á
nótunni var verðið tiigreint á eftirfar-
andi hátt:
Klipping 850 kr.
Þurrkun 376 kr.
Lakk-gel 65 kr.
Samtals 1291 kr.
Slíkan reikning á viðskiptavinur að
neita að greiða ef þjónustan fer fram
úr því sem um er beðið.
Sigríður Haraldsdóttir,
deildarstjóri neytendamáladeildar
Verðlagsstofiiunar.