Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Page 28
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. ' 40 Jarðarfarir Ingólfur Guðmundsson lést 10. okt- óber sL Hann var fæddur að Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð 12. febrúar 1910. Ungur aö árum hneigðist hann til sjómennsku sem varð hans aðalstarf næstu ára- tugi. Eftir að hann hætti til sjós starfaði hann við matreiðslustörf, lengst af á Keflavíkurflugvelli og á Hótel Sögu og nú síðustu árin hjá Veitingahölhnni í Reykjavík. Hann giftist Sigrúnu Helgadóttur en hún lést árið 1980. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. útför Ingólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Helga Jóhannesdóttir lést 16. októb- er. Hún var fædd í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 17. janúar 1912. Foreldrar hennar voru Jóhannes Pétur Jónsson og Guðríður Guðrún Gísladóttir. Helga giftist ekki en eignaðist eina dóttur. Útfór Helgu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. '"'Skapti Skaptason frá Presthúsum í Mýrdal verður jarðsettur frá Reynis- kirkju í Mýrdal laugardaginn 24. október kl. 14. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 9 sama dag. Eymundur Sigurðsson hafnsögu- maður, Höfðavegi 5, Höfn, Homa- firði, verður jarðsungiim frá Hafnarkirkju laugardaginn 24. okt- óber kl. 14. Jóhanna S. Jónsdóttir, Suðurgötu 33, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. október kl. 14. Ebba Þorsteinsdóttir lést 13. októb- er sl. Hún fæddist 19. maí 1927, dóttir hjónanna Þorsteins Jónssonar og Elínborgar Gísladóttm-. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Bárður Auð- unsson. Þeim hjónum varð fimm bama auðiö. Útfór Ebbu verður gerð frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. LUKKUDAGAR 23. október 64246 Litton örbylgjuofn frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 20.000,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. I gærkvöldí__________________________________pv Sturia Birgisson matreiðslumaður: Sjónvarpið sterkari miðill Ég er vanur að hlusta nokkuð mikið á Stjömuna en eftir að ég var beðinn um að fylgjast með dag- skránni settist ég niður og horfði á 19.19. Vanalega finnst mér meir til fréttaþáttar stöðvar 1 koma en 19.19 er vaxandi í fréttaflutningi. Alia- vega horfði ég í þetta sinn á hann til enda, því mér fannst fréttirnar þar höfða til mín. Yfirleitt finnst mér viðtalsþáttur- inn með Bryndísi Schram góður, en ég varð nokkuð fyrir vonbrigð- um með þáttinn í gær. Næst stillti ég yfir á stöð 1 enda á ég ekki af- ruglara. Þar varð fyrir þátturinn Matlock sem ég missi helst ekki af. Matlock þessi er mjög skemmtileg- ur og ákveðinn karakter. Þættirnir um Derrick og Matlock eru bestu framhaldsþættir sjónvarpsins. Næst ákvað ég að skipta yfir á hlustunarmiðil og varð Stjaman fyrst fyrir valinu. Þar varð fyrir umræðuþáttur um bjórinn, sem er orðinn ansi mikið leiðindamál og okkur íslendingum til skammar. Niðurstaða í því máli er löngu feng- in en engin álkvörðun tekin. Það er engin spurning hvernig þjóðarat- kvæðagreiðsla myndi fara. Ég ákvað því að reyna Bylgjuna og sá þá að ég var að missa af þætti sem ég hlustaði alltaf á áður en stöð 1 hóf útsendingar á fimmtudögum. Það er þátturinn hennar Jóhönnu Harðardóttur, Hrakfallabálkar og hrekkjusvín. Það er því greinilegt að sjónvarpið er sterkari miðill því maður stillir ómeðvitað á það þótt áhugaverðara efni sé í útvarpinu. Um ellefuleytið lét ég svo eftir mér að svífa inn í draumalandið. Tilkyimingar Náttúruverndarþing 1987 Náttúruverndarþing, hið sjötta í röðinni, verður haldið dagana 23.-25. október nk. á Holidaj’ Inn að Sigtúni 38, Reykjavík. Um 130 fulltrúar víðs vegar af landinu eiga rétt á setu á þinginu. Aðalefni þings- ins er framtíðarskipan náttúru- og umhverfismála á íslandi. Hjallaprestakall Stofnað hefur verið nýtt presiakall í Kópavogi, Hjallaprestakall. Nú eru til sölu minningarkor. Byggingasjóðs Hjallaprestakalls í Vedu bóka- og rit- fangaverslun, Hamraborg 5, Kópavogi. Síðdegiskaffi fyrir eldri Reyðfirðinga og Eskfirðinga verður haldið sunnudaginn 25. október kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. íþróttafélag Reykjavíkur Frjálsíþróttadeild Vetrarstarfið er byijað, æfingar- tímar fyrir 13 ára og eldri: Baldurshagi, undir stúku Laugar- dalsvallar: Mánudagar...............kl. 19.40. Miðvikudagur..................kl. 18.00 Fimmtudagar...................kl. 19.40 Fellaskóli: Þriðjudagar..............kl. 20.50. Föstudagar...............kl. 20.00. Þjálfarar eru: Steindór Tryggvason, Gunnar Páll Jóakimsson, Erlendur Valdimars- son, Oddný Árnadóttir og Friðrik Þór Óskarsson. Æfingatafla knattspyrnudeild- ar KR veturinn 1987-1988 Meistarafiokkur karla: Fimmtudagar..........kl. 21.20-22.10 Laugardagar..........kl. 11.20-12.10 2. flokkur karla (fæddir ’69, ’70 og ’71): Mánudagar............kl. 22.10-23.00 Fimmtudagar..........kl. 20.30-21.20 3. flokkur karla (fæddir ’72 og ’73): Mánudagar............kl. 20.30-21.20 Miðvikudagar.........kl. 18.50-19.40 4. flokkur karla (fæddir ’74 og ’75): Mánudagar............kl. 18.50-19.40 .....................kl. 19.40-20.30 Miövikudagar.........kl. 18.50-19.40 5. flokkur karla (fæddir ’76 og ’77): A. Mánudagar........kl. 18.00-18.50 B. Mánudagar........kl. 17.10-18.00 Laugardagar..........kl. 10.30-11.20 Laugardagar..........kl. 09.40-10.30 6. flokkur karla (fæddir ’78 og ’79): A. Miðvikudagar.....kl. 18.00-18.50 B. Miðvikudagar.....kl. 17.10-18.00 Sunnudagar...........kl. 12.10-13.00 Sunnudagar...........kl. 11.20-12.10 7. flokkur karla (byijendur, fæddir ’80, ’81 og ’82): Sunnudagar...........kl. 10.30-11.20 Meistaflokkur kvenna (fæddar ’71 og eldri): Mánudagar............kl. 21.20-22.10 Laugardagar..........kl. 13.00-13.50 2. flokkur kvenna (fæddar ’72, ’73 og ’74): Laugardagar..........kl. 13.50-14.40 3. flokkur kvenna (byijendur, fæddar ’75, ’76 og ’77): Sunnudagar...........kl. 15.30-16.2C Ath.: Litli salur. Viðskiptasamningur milli íslands og Kína Hinn 17. október sl. var undirritaður í Peking viðskiptasamningur milli Islands og Alþýðulýðveldisins Kína. Samninginn undirrituðu Pétur Thorsteinsson sendi- herra og frú Zhu Youlan, aðstoðarráð- herra í utanríkisviðskiptaráðuneytinu. 1 samningnum er gert ráð fyrir að stjóm- völd geri viðeigandi ráðstafanir til efling- ar áframhaldandi og stöðugri þróun viðskipta milli landanna, auk þess að sköpuð verði eins hagstæð skilyrði og hægt er fyrir þá þróun. Samkvæmt samn- ingnum verður skipuð sameiginleg nefnd sem fjallar um viðskipti landanna. Samn- ingurinn tók gildi við undirritun. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í Keflavík og á Selfossi Föstudaginn 23. október verða tónleik- arnir svo endurteknir í Iþróttahúsi Gagnfræðaskóla Selfoss kl. 20.30. Ein- leikari á tónleikunum verður Óskar Ingólfsson og stjórnandi Páll P. Pálsson. Kórstjóri er Jón Ingi Sigmundsson. Laug- ardaginn 24. október, á degi tónlistarinn- ar, kemur svo Sinfóníuhljómsveitin fram í Kringlunni kl. 12.30 og leikur fyrir við- skiptavini Kringlunnar i klukkustund ýmsa vinsæla kafla úr þekktum tónverk- um. Þessum tónleikum verður útvarpað á Bylgjunni. Heimsmeistaramótíð í brídge: Allt í jámum í úrslita- leiknum Fyrsta lotan í úrslitaleiknum í heimsmeistaramótinu í bridge á milli Breta og Bandaríkjamanna var leik- in í gær. Eftir lotuna er allt í jámum og munar aðeins tveimur stigum á Bandaríkjamönnum, sem hafa for- ystuna, og Bretum. Bandaríkjamenn eru með 118 stig gegn 116 stigum Breta. Áfram verður keppt í dag og á morgun. í keppninni um þriðja sætið í und- ankeppni heimsmeistaramótsins áttust við lið Taiwan og Evrópu- meistara Svía. Svíar sigruðu með 138 stigum gegn 101. í kvennaflokki eru Bandaríkja- menn komnir með afgerandi forystu á móti Frökkum í úrslitaleiknum. Þær bandarísku eru komnar með 130 stig á móti 86 stigum frönsku stúlkn- anna og er talið nokkuð víst að bandarísku stúlkurnar beri sigur úr býtum í þeirri viðureign. -ATA Fjármálaráð- herra mikill sölumaður Regína Thorarensen, Selfossi: Hjá sláturhúsinu Höfn, Selfossi, var búið að slátra um miðjan mánuð- inn tíu þúsund og fimm hundruð kindum. Slátrun gekk vel enda alltaf sama góða fólkið við vinnu. Slátursala var ágæt eftir fyrstu vik- una. Kjötsala var lengi í lágmarki en jókst talsvert síöustu dagana fyrir helgina eftir að fjármálaráöherrann hótaði að setja söluskatt á allar kjöt- vörur eftir 1. nóvember næstkom- andi. Haraldur Geirsson sláturhússtjóri segir að hann hafl ekki séð jafnfalleg lömb þau fimm ár sem hann hefur verið sláturhússtjóri enda fallþung- inn jafn og góður. Áframhaldandi sláturtíð verður í sláturhúsinu Höfn hf. Svínaslátrun er á hveijum einasta laugardegi allan ársins hring og stundum verður að slátra svínum tvo daga í viku því að svínakjötsneysla hefur aukist mjög síðustu árin. Leiðrétting Helgi Jónsson, dómari hjá Saka- dómi Reykjavíkur, haíði samband við DV og bað um að það yrði leið- rétt aö hann hefði tekið við máli Vals Magnússonar í desember árið 1986 ásamt fjölda annara mála en ekki árið 1985 eins og mishermt var í blaðinu. -J.Mar Tónleikaröð í Óperunni Styrktarfélag Islensku óperunnar stend- ur fyrir röð tónleika með íslenskum tónlistarmönnum í Óperunni nú í vetur. Tónleikarnir verða haldnir einu sinni í mánuði, á laugardögum kl. 14. Fyrstu tónleikarnir verða þann 31. október nk. og næstu tvennir eru ákveðnir 14. nóv. og 5. des. Með því að annast og skipu- leggja hljómleika af þessu tagi vill styrktarfélag Islensku óperunnar auka tækifæri íslenskra söngvara og hljóð- færaleikara til að koma fram og jafnframt bjóða styrktarfélögum Islensku óperunn- ar upp á fjölbreyttara tónlistarlíf. Islensk- ir tónlistarmenn, sem áhuga hafa á þátttöku, eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Islensku óperunnar til nán- ari upplýsinga og leggja inn umsókn. Miðaverð er kr. 400. 25% afsláttur er veittur til styrktarfélaga Islensku óper- unnar, námsmanna og ellilífeyrisþega. Menning DV James Emery gítarleikari. Aðkallandi gítar Af tónleikum James Emeiy í Norræna húsinu Einn af kunnustu djassgítarleik- urum Bandaríkjanna í dag, James Emery, hélt sólótónleika í Norræna húsinu í fyrrakvöld. Hann leikur jöfnum höndum á rafgítar og klass- ískan gítar, en þarna lét hann þann síðamefnda duga aö viðbættum sóprangítar sem er helmingi minni en sá klassíski og stilltur áttund ofar. Emery stendur fóstum fótum í klassískum lærdómi og gæti eflaust spilað margt fallegt eftir gömlu meistarana. En þarna var hann eingöngu með eigin músík sem virðist vera spiluð af fingrum fram, þ.e. impróviseruð að nokkm leyti, en er þó þrælskipulögð fyrir- fram í öllum aðalatriðum. Hvemig hún er gerð að þessu leyti skiptir ekki höfuðmáli heldur að hún er bæði skemmtileg og spennandi. Þar kennir allra mögulegra grasa; mað- ur heyrir sterkan enduróm af Charlie Parker á milli Djangekynj- aðra hljómþreifinga, með ívafi frá Stockhausen og Cage o.m.fl. Öllu er þessu raðaö saman af mikilli til- finningu og rökvísi og með yfir- burða tækni á hljóðfærið. Oft er reyndar sterkur „blúsfilingur" á bakvið þetta og líklega er það ein- mitt hann sem heldur þessu svona vel saman. Ég er að vísu ekki viss um aö all- ir myndu flokka músík James Emerys raeð djassi. í öllu falli voru fáir eða engir af eldri kynslóð djass- unnenda þarna í Norræna húsinu og reyndar fáir af þeim yngri líka, enda voru tónleikarnir litið sem ekkert auglýstir. En hún er frábær- lega framreitt sýnishorn af amer- ískri afstöðu til lista, sem á rætur Tónlist Leifur Þórarinsson að rekja til Charles gamla Ives eða lengra: frelsis til að innlima allt sem er bitastætt, hvaðan sem það kemur. Oft leiðir þetta til óþolandi tilgerðar eða þykjustu en Emery er einn af þessum ekta músíkönt- um sem tekst að gera hlutina eðlilega og aðkallandi. Ég vildi tals- vert gefa fyrir að heyra hann með grúppunni sem hann leikur með venjulega, þ.e. String Trio of New York, sem margir djassmenn telja með því besta í Vesturheimi. Það verður kannski næst en þá verður líka að halda betur á spöðunum í upplýsingaþjónustunni. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.