Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
UtLönd
ísraelar hefta störf
friðargæslusveita
Hernaöarumsvif Israela viö
landamæri ísraels og Libanons, þar
sem þeir viðhalda tíu kílómetra
breiðu „öryggisbelti“, hefta störf
friðargæslusveita Sameinuðu þjóð-
anna í suðurhluta Líbanons og
koma í veg fyrir að sveitirnar geti
uppfyllt það hlutverk sem þeim var
sett.
Tryggja Líbönum yfirráð
Friðargæsluher Sameinuðu þjóð-
anna í Líbanon, UNIFIL, er
samsettur af hermönnum frá níu
aðildarríkjum SÞ og var ætlað þaö
hlutverk að tryggja að Líbanir
næðu sjálfir að nýju fullum yfirráð-
um í landi sínu. Talsmenn gæslus-
veitanna segjast með engu Tnóti
geta sinnt því hlutverki meðan
Israelsmenn hafa herlið í landinu,
en talið er að um eitt þúsund ísrael-
skir hermenn séu að jafnaöi á
öryggisbeltinu við landamærin.
ísraelarnir eru þar til stuðnings
þrjú þúsund manna herliöi SLA
(South Lebanon Army) og hafa þeir
tryggt yfirráð SLA í stórum hluta
sunnanverðs Líbanons.
Illa skilgreint
Öryggisbelti það sem um ræðir
er ákaflega illa skilgreint. Þegar
ísraelsmenn drógu til baka megin-
hluta herliðs síns frá Líbanon árið
1985, þrem árum eftir innrás sína
í landið, ákvörðuðu þeir einhliða
að tíu kílómetra breitt belti Líban-
onsmegin við landamærin skyldi
teljast öryggissvæði og vera undir
eftirliti hers þeirra.
„Öryggisbeltið" er tíu kilómetra
breitt. Eitt þúsund ísraelskir her-
menn auk þrjú þúsund manna
herliðs SLA koma í veg fyrir að
friðargæslusveitirnar geti rækt
hlutverk sitt.
Óttast Shi’ita
ísraelar segjast verða að viðhalda
öryggisbeltinu þar sem þeim stafi
jafnmikil hætta af árásum skæru-
liða shita nú og aðgerðum Palest-
ínumanna á áttunda áratug
aldarinnar. Einn talsmanna ísra-
elska hersins lýsti því yfir nýlega
að átökin á þessu svæði myndu
ekki taka enda í fyrirsjáanlegri
framtíð. ísraelsmenn myndu því
halda áfram aðgerðum sínum þrátt
fyrir friðargæslusveitimar sem
geta einungis horft á aðgerða-
lausar.
Draga úr átökum
Þrátt fyrir að gæslusveitirnar
geti ekki sinnt grunnhlutverki sínu
hafa þær hvað eftir annað lent í
átökum í suðurhluta Líbanons. Til
þessa dags hafa um eitt hundrað
og fimmtíu hermenn úr röðum
þeirra fallið í átökunum og um tvö
hundruð og þrjátíu hafa særst.
Sveitirnar reyna að draga úr
átökunum með því að hefta starf-
semi skæruliða, aðallega shíta.
Hafa þær oft náð að stöðva fyrir-
hugaðar árásir þeirra og hafa þá
gert töluvert magn af vopnum upp-
tækt. Meðal þess vígbúnaöar, sem
tekinn hefur verið, eru M-16 rifílar,
vélbyssur, eldflaugar, eldflauga-
búnaður og jarðsprengjur.
Á sama tíma reyna gæslusveit-
irnar að knýja á um breytingar sem
gætu stefnt i átt til friðar á svæö-
inu. Nýlega tókst að fá SLA til þess
að hörfa frá tveim af stöðvum sín-
um, þar sem átökin milli þeirra og
ísraela annars vegar og skæruliða
shíta hins vegar höfðu nær gjöreytt
tveim þorpum.
Það viðhorf er raunar ríkjandi
innan Sameinuðu þjóðanna að end-
anleg lausn fáist ekki á vandamál-
um í suðurhluta Líbanons nema
ísraelsmenn dragi herlið sitt alger-
lega til baka yfir landamærin. Ljóst
er þó að slíks er ekki aö vænta í
bráð.
Yfirmaður úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna sýnir hluta þess
vígbúnaðar sem tekinn hefur verið af skæruliðum. Simamynd Reuter
Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, veit að hann mun geta
haft mikil áhríf á endanleg úrslit forsetakosninganna þó svo að hann
eigi enga möguleika sjálfur.
Breytt lög auð-
velda framboð
Le Pens
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
í Frakklandi verður frambjóðandi
til forsetakosninga að leggja fram
lista með undirskriftum fimm
hundruð viðurkenndra manna svo
framboö viðkomandi sé löglegt.
Þessir viðurkenndu menn hafa
hingað til veriö þingmenn, borgar-
stjórar og vissir ráðgjafar hjá hinu
opinbera.
Nú getur farið svo að lögum verði
breytt þannig aö ráðgjöfunum, sem
gefa mega undirskrift sína, veröi
fjölgað talsvert. Þessi breyting
snertir sérstaklega einn frambjóð-
endanna, nefnilega Le Pen, leiðtoga
Þjóðfylkingarinnar.
í vandræðum
Hann hefur átt í vandræðum með
aö safna undirskriftunum fimm
hundruð, sérstaklega vegna þess
að áhrifamiklir menn innan stjórn-
arflokkanna vildu að Le Pen yrði
gert ómögulegt að bjóöa sig fram.
Til þess að svo mætti verða voru
skrifuð bréf til allra þeirra sem
veita mega undirskriftir sínar og
þeir beðnir um að skrifa ekki undir
hjá Le Pen.
Að sjálfsögðu tilheyrði stór hluti
þingmanna og borgarstjóra þeim
flokkum sem nú sitja við stjórn-
völinn og því höfðu tilmæli
ráðamanna talsverö áhrif.
Breytt viðhorf
Nú hafa viðhorf ríkisstjórnarinn-
ar breyst og með breyttum lögum
fær Le Pen að minnsta kosti 135
undirskriftir á silfurbakka.
Menn velta nú fyrir sér ástæðun-
um fyrir þessum umskiptum.
Stjómarsinnar segjast ekki vilja
gera Le Pen að píslarvætti, eðli-
legra sé að kjósendur velji og hafni,
þetta sé lýðræðisleg breyting á lög-
unum sem lengi hafi staðið til og
ef mikið sé gert úr því að hindra
framboð Le Pens gætu kjósendur
litið á það sem hræðslu stjórnar-
innar.
Kænska
Hins vegar er líklegra að þetta sé
enn eitt dæmið um kænsku Le
Pens. Hann veit að hann á enga
möguleika á að verða kosinn for-
seti en hins vegar getur hann haft
mikil áhrif á endanleg úrslit. Leynt
og ljóst hefur hann látið í það skína
að ef meirihlutinn gefi honum ekki
eftir ýmislegt sé eins víst að hann
gefi fylgismönnum sínum fyrir-
mæli um aö styðja frambjóðanda
sósíalista í seinni umferð forseta-
kosninganna þegar hann sjálfur
væri dottinn út.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson