Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987. Fréttir Fáni Sameinuðu þjóðanna dreginn aö húni við Sveinatungu, hús bæjar- stjórnar Garðabæjar, á degi samtakanna sem var á laugardaginn. DV-mynd GVA Fáni SÞ að húni á friðarstundu Dagur Sameinuðu þjóðanna var á laugardaginn. Víða um land var fáni samtakanna dreginn að húni, en Láons-menn gáfu bæjar- og sveitar- stjómum fánann. Hápunktur dags- ins var við Höfða, en þar komu á annað hundrað manns og tóku þátt í sjö minútna þagnarstund. Það er í fyrsta skiptið sem slík þögn fer fram hérlendis á degi Sameinuöu þjóð- anna. „Þetta tókst ákaflega vel, þessi stund var mjög áhrifamikil,“ sagði séra Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, en hann flutti stutt ávarp fyrir utan Höföa áöur en þagnarstundin hófst. „Veðrið var rysjótt en það birti til í þögninni. Það minnti óneitanlega á veðrið sem var þegar leiðtogafundur- inn var haldinn," sagði Gunnar. Tilgangurinn með þögninni var að minna á þögnina sem ríkti í Hírósíma og Nagasakí eftir að atómsprengjun- um var varpað á borgirnar í síðari heimsstyijöldinni. „Þá fólst í þögn- inni fyrir framan Höfða ákveðin eftirvænting um árangur á leiðtoga- fundirium sem haldinn var í Höfða fyrir um ári og von um meiri árang- ur í afvopnunarviðræðum stórveld- anna,“ sagöi Gunnar Kristjánsson. -JGH DV Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga um helgina: Hart deilt a leigu á ríkisjörðum „Ein á skar sig úr með hækkun veiðileyfa milli ára, það er Hofsá í Vopnafirði. Hún kostaði á besta tima árið 198612.000 kr. dagurinn, án hús- gjalds og fæðis, en hækkaði í 27.000 kr. sl. sumar eða um 125%,“ sagði Rafn Hafnfjörð, formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga, í ræðu sinni á aðalfundi Landssambandsins í Munaðarnesi um helgina. Veiöi- menn um allt land fjölmenntu á þennan fund og urðu fjörlegar um- ræður um jarðir í eigu ríkisins sem leigðar eru til stangveiði. Rafn Hafnfjörð sagði ennfremur: „Ég væri ekki að hafa orð á þessu hér ef fjöldi íslenskra stangaveiði- manna, sem verið hafa tryggir viðskiptavinir Hofsárbænda í gegn- um þykkt og þunnt öll laxleysisárin, hefðu ekki haft samband við mig og sagt að þeim hefði hreinlega verið vísað frá á þeim forsendum að þeirra væri ekki lengur þörf, þaö væru aör- ir sem vildu borga betur. Þó var þeim ekki gefmn kostur á þessu háa verði, Rafn Hafnfjöró flytur ræðu sína á fjölmennum fundi veiöimanna viðs vegar af landinu í Munaðarnesi um helgina. DV-mynd G. Bender aðeins fullyrt að þeir hefðu ekki ráð á þessu. Vægast sagt fmnst mér þeir Hofsárbændur eða formenn þeirra hafa verið fremur neikvæðir í garð íslenskra stangaveiöimanna og fmnst mér því kominn tími fyrir Landssambandið að gera einhvers konar úttekt á þessum samskipt- um.“ Rafn Hafnfjörð talaði um ríkisjörð sem er í eigu Strandarkirkju og sagði: „Biskupsskrifstofan fær greiddar um 70.000 kr. á ári fyrir leigu á vatninu en fékk áður örfáar krónur frá einkaaðila. Þetta er ábending til þeirra opinberu aðila, sem með þessi mál fara, um hvort ekki sé rétt tii þess að lita hvort fleiri hlunnindajarðir í eigu ríkisins séu leigðar fyrir örfáar krónur," sagði Rafn Hafnfjörð meðal annars í ræðu sinni. Töluveröar umræður urðu um þetta mál og sýndist sitt hveijum. Setti þetta töluvert mark á fundinn sem annars bauð upp á margt fróð- legt og Qörlegt. í lok fundarins var Rafn Hafnfjörö endurkosinn formað- ur Landssamands stangaveiðifélaga næsta ár. -G. Bender Dansað af fullum krafti I Seljaskóla um helgina. Gamla metið var 48 klukku- stundir en það nýja er 52 klukkustundir. Skemmtilega gert. DV-mynd GVA Nemendur í Seljaskóla bæta eigið maraþonmet Nemendur í níunda bekk Selja- skóla bættu sitt eigið met í maraþon- dansi um helgina. Gamla metið, sett i mars síðastliðnum, var 48 klukku- stundir, tveir sólarhringar, en nýja metið, sem sett var um helgina, er 52 klukkustundir. Dansinn hófst klukkan nítján á fóstudagskvöldið og honum lauk klukkan ellefu í gærkvöld. Nemend- urnir notuðu maraþondansinn til aö safna áheitum fyrir ferðalagi sem fara á í vor. -JGH í dag mælir Dagfari Mútur í Nígeríu Ræðismaður íslands í Nígeríu, Ikense að nafni, hefur ritað forseta íslands bréf þar sem hann kvartar undan ómaklegum árásum á mannorð sitt. Ikense þessi hefur verið sakaður um mútuþægni upp á átján milljónir króna og krafinn um endurgreiðslu á þessum pen- ingum. Ræðismaðurinn hefur aldrei heyrt aðra eins ósvífni, enda tekur hann fram í bréfum sínum og mótmælum að hann hafi notað peningana til að múta öðrum. Sjálf- ur hafi hann ekki tekið krónu. Þessa framhleypni segir Ikense vera svo makalausa og rakalausa að hann telur engar líkur á því að íslendingar fá nokkurn tímann greiddar þær átta hundruð milljón- ir sem enn eru útistandandi fyrir skreiðarsölu til Nígeríu. Allt er þetta nokkuð fróðlegt fyrir sauðsvartan almúgann. Það hefur reyndar verið opinbert leyndarmál að íslendingar mútuöu Nígeríu- mönnum til viðskipta um skreið- ina, en það er nýtt að frá því sé sagt og menn fari í mál út af því að múturnar beri ekki árangur. Eins er það nýtt innlegg í þessi viö- skipti við Nígeríu að Landsbankinn hafl tekið að sér að íjármagna mú- tumar með vitund og vilja góðvilj- aðra bankastjóra. Hlýtur það áð vera til eftirbreytni fyrir aöra við- skiptavini bankans að sækja um fyrirgreiðslu til skilningsríkra bankasljóra, sem viija efla alþjóð- leg viðskipti og útflutning héðan, að þeir styðji við bakið á þeim bis- nessmönnum íslenskum sem vilja múta útlendingum til viðskipt- anna. Eina skilyrðið, sem bankinn getur sett í framtíðinni, er að tryggt sé að múturnar beri árangur. Það er til að mynda ófært til afspumar að íslenski ræðismaðurinn í Níger- íu sé að údeila mútunum til annarra og óskyldra aðila þegar íslenskir útflytjendur em að af- henda honum fúlgumar í þeirri góðu trú að hann hirði þær sjálfur. Annaðhvort mútar maður manni eða maður mútar ekki manni. Hann á að hafa vit á að skilja sitt hlutverk, enda hefði íslenska utan- ríkisráðuneytið aldrei útnefnt hann sem ræðismann ef ráðuney- tið heíði vitað um þennan heiðar- leika mannsins og glópsku að afhenda öðrum mútur sem honum eru ætlaðar fyrir sig. Það er auðvitaö dýrt aö stunda útflutning á sjávarafurðum og flsk- vinnslu þegar dijúgur peningur fer í að múta kaupendunum og verst er þó þegar ekkert fæst fyrir afurð- ina þrátt fyrir múturnar. Það er ekki von að skreiðarframleiðendur geti borgað há laun til flskvinnslu- fólksins eða hafl mikinn afgang í mútugreiðslur þegar skreiðin er send til Nígeríu og étin þar með góðri lyst án þess að nokkuð fáist fyrir hana. En það er einmitt þetta sem skreiðarframleiðendum sárnar varðandi Ikense. Til hvers hélt maðurinn að hann væri? Og til hvers var verið að skipa hann sem ræðismann, nema vegna þess að menn héldu Ikense traustan og heiðvirðan mann sem tæki við mútum möglunarlaust? Hins vegar skilur maður vel að Ikense sé bæði sár og móðgaður og skrifi kvörtunarbréf til forsetans. í Nígeríu þekkja menn ekki þá rétt- arvitund og löghlýðni að kæra hver annan fyrir það að skila ekki mút- unum aftur þótt þær beri ekki árangur. Hann bendir á það með réttu að íslendingar hafi mútað Nígeríumönnum um árabil með lánsfé frá Landsbankanum og aldr- ei hefur verið spurt um það hvað gert hafi verið við múturnar. í Ní- geríu éta menn ekki skreið nema fyrir mútur en annað mál er það hvort þeir hafi lyst á skreiðinni þótt þeim hafl verið mútað. Menn hafa nú eins og áður meiri lyst á mútunum en skreiðinni og verður að fyrirgefa þeim það. Þetta eiga þeir að vita sem sent hafa bæði skreið og mútur niður til Nígeríu og fengið borgað fyrir það. Það er gott til þess að vita að ís- lendingar eru vel representaðir í Nígeríu. Þar situr maður sem er svo vandur að virðingu sinni að hann kærir þá sem eru að kæra hann fyrir mútuþægni. Hann hefur ekkert við múturnar að athuga heldur þann dónaskap í viðskipt- um að ætlast til þess að þeim sé skilað aftur. Þessi maður þarf að fá fálkaorðuna. Það er það minnsta sem við getum gert fyrir hann eftir að hafa reytt af honum æruna með því að heimta að hann borgi mútur sem hann er búinn að nota til aö múta öðrum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.