Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987. Menning Myndlist Frá sýningu Outi Heiskanen i Norræna húsinu. Aðalsteinn Ingólfsson í anddyri Norræna hússins treð- ur hún upp með „ísjaka“, um- fangsmikinn hvítan massa, þekur hann með þrykktum grafíkblöðum og raðar svo innrömmuðum graflk- myndum utan um jakann í sosum 75 sentímetra hæð frá gólfi. Bernska og vísdómur í bókasafninu er síðan að finna þá fleti „ísjakans" sem leynast und- ir yfirborði sjávar, alþakta litlum grafíkverkum og stórum. í höndum Outi Heiskanen verður „ísjakinn" að eins konar líkingu fyrir sköpunargáfuna, og kannski mannssáhna hka, hvg,ð veit ég. En hún fylgir þessari líkingu ekki eftir í smáatriðum heldur lætur áhorfandann um að „tengja á milli“ hugmyndarinnar um jakann og þess kynlega mann- og dýralífs sem leikur lausum hala í myndverkun- um. Grafíkmyndir Outi Heiskanen eru í senn bernskar og upfuhar með vísdómi aldanna. Afstaða hennar til náttúrukraft- anna er í eðli sínu panþeísk, það er hún persónugerir (eða dýr-gerir) þessa krafta og gerir að vinum sín- um: fjall verður að skógarbimi, tréstofn veröur að mann-skepnu. Undirrót þessa myndræna við- horfs er löngunin eftir að verða Outi Heiskanen. eitt með náttúrunni, upplifa hana bæði innan frá og utan. Ritúöl og dulsmái Um leið eru grafíkmyndir Outi Heiskanen gegnsýrðar frumstæðri dulúð. Það er engu líkara en að hstakonan hafi á ferðum sínum um skóglendi sálarinnar rekist ófor- varandis á aévaforn og stundum ógnvekjandi ritúöl og dulsmál sem hún nóterar hjá sér eins og önnur einkamál. Svo persónulegar eru sumar þessara „endurminninga" hennar að áhorfandanum þykir stundum sem hann eigi enga heimtingu á að fá að berja þær augum. Það sem er einnig athyglisvert við list Outi Heiskanen og vel- gengni er að hvort tveggja er fyrst og fremst grundvahað á púra teikn- ingu, yfirlætislausu ferli grafíkná- lar um litlar málmplötur. En þetta ferh nálarinnar er með afbrigðum sérstætt og innfjálgt. Um leið rúm- ar það heila veröld og himintunghn með. Sýningu Outi Heiskanen í Nor- ræna húsinu lýkur þann 1. nóvember næstkomandi. -ai Grafík á ísjaka Sýning Outí Heiskanen í Norræna húsinu Þá er sú makalausa seiðkona, Outi Heiskanen, komin aftur í heimsókn til íslands en milh henn- ar og landvætta hér virðist hafa myndast nokkurs konar trúnaðar- samband á undanfornum árum. Að minnsta kosti hefur hún kom- ið hingað oftar en nokkur annar finnskur listamaður sem ég þekki. Þótt hún Outi Heiskanen hafi ah- an sinn ferh verið í miklum metum hefur vegur hennar farið vaxandi í heimalandi hennar hin síðari ár, meðal annars hlaut hún þar nafn- bótina listamaður ársins í fyrra. Sú útnefning þykir mikih heiður og fylgja henni yfirlitssýningar og ýmislegt annað umstang. Nú heldur hún meiri háttar sýn- ingu á grafíkverkum sínum í anddyri og bókasafni Norræna hússins. Sem endranær bindur Outi Hei- skanen bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir, hvorki í hstinni sjálfri né sýningum á henni. Skáldskapur úr skóla Kristján Hrafnsson - á flesta textana. Mynd Einar Karlsson Kjaftæði Útgáfufélag framhaldsskólanna, 1987 Kver þetta geymir rjómann úr ljóða- og smásagnasamkeppni framhaldsskólanna, 16 ljóð og 15 smásögur, þar á meðal að sjálf- sögðu verölaunaljóðin og verð- launasögurnar. Höfundar þessa valda efnis eru þó einungis 19 því að sumir eiga fleiri texta en einn. Aht er þetta ágætlega frambærilegt efni og sumt mjög vel samið þegar haft er í huga hversu ungir höfund- arnir eru. Nokkrir þeirra eru raunar ekki með öhu ókunnir, þar sem hugverk eftir þá hafa birst á prenti áður. Þátttaka í samkeppn- inni er sögð hafa verið mikh, jafnvel svo að „sumum þótti nóg um“, að því er stendur á bók- arkápu. Verðlaunaljóðin eru ahs góðs verðug, ekki síst Stjörnur Steinars Guðmundssonar sem fengu 1. verð- laun: Skínandi stjama á kolsvörtum himni. Skýjakljúfar, leigubílar. Þaö eru mhljónir aht í kring ljósár í burtu í þessu knappa ljóði er brugðiö upp tærum og sérkennilegum myndum og ekki bruölað með orð- in svo sem oft vih verða hjá ungum ljóðasmiðum (og reyndar mörgum „fuUorðnum" líka). 2. verðlaun hlaut Þómnn Björnsdóttir fyrir Bókmeimtir Eysteinn Þorvaldsson ljóðið 39 dagar og hin 3. Uggi Jóns- son fyrir Hugannir en hann hlaut 2. verðlaun í smásagnakeppninni að auki. Hugkvæmni og hugarflug Smásögumar eru misjafnar eins og vænta má og margbreytilegar að efni. Ein þeirra gerist á næstu öld, eftir að „Keflavík hvarf af landakortinu“. Atburðir sögunnar sem hlaut 1. verölaun, Minningar spámanns eftir Garðar Árnason, eiga hins vegar aö gerast árþús- undum aftur í tímanum. 3. verð- laun sagnaskálda hlaut Elsa Björk Valsdóttir. AUar era verðlaunasög- umar góðra launa verðar á þessum vettvangi, en auk þeirra þykja mér vel samdar og framlegar sögur eft- ir Sindra Freysson og Melkorku Ólafsdóttur. Hjá þeim ríkir hug- kvæmni og hugarflug sem þeim tekst vel að hemja og vinna úr. Sumar hinna sagnanna líkjast fremur frásögnum eða ritgerðum enda varla við öðru aö búast af unglingum sem enn eiga eftir að fá langa þjálfun. Skyldu ekki vera í Kjaftæði ein- mitt sumir þeirra höfunda sem eiga eftir aö verða merkisberar í ís- lenskum bókmenntum á næstu árum? Árið 1969 kom út svipuð bók, Nýr Grettir, með ritverkum nemenda í fjórum menntaskólum. Meðal hinna lítt þekktu unglinga- höfunda voru Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjám, Ragnar Ingi Að- alsteinsson og Hrafn Gunnlaugs- son. Nú fer ekki á milli mála að næsta kynslóð er komin fram því að það er einmitt sonur Hrafns, Kristján, sem flesta texta á í Kjaft- æði, og á þeim enginn byijenda- bragur. Batnandi bókmenntakennsla Auk ljóðanna og sagnanna flytur þessi bók þau ánægjulegu skhaboð að í framhaldsskólum landsins rík- ir góður bókmenntaáhugi og að þar eru stundaðar athyglisverðar til- raunir í ritmennsku. Um þetta vitna líka fiölmörg safnrit hinna ýmsu skóla sem komið hafa út und- anfarin ár. Þetta kann að virðast furðulegt í skólakerfi sem óneitan- lega hefur vanrækt hinn skapandi þátt í bókmenntakennslu. En þetta er eigi að síður vitni um að bók- menntakennsla í framhaldsskólun- um hefur fariö stórbatnandi á undanfórnum árum. Lestrarefni í nútímabókmenntum hefur aukist mikið og kynnin við nútímabók- menntir, ásamt thstuðlan áhuga- samra móðurmálskennara, hefur glætt sköpunarneistann meöal nemenda og lagt grunn að þeirri miklu grósku sem er í yrkingum ungs fólks nú. Aö síðustu má ekki gleyma að þakka framhaldsskólanemum fyrir framtakið, bæði samkeppnina og bókina sem gefin er út af Útgáfufé- lagi framhaldsskólanna. . Eysteinn Þorvaldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.