Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Mútur í Nígeríu
Þaö er kunnara en frá þurfi að segja að íslendingar
hafa lengi selt skreið til Nígeríu. Á síðustu árum hefur
hins vegar orðið mikill samdráttur í sölu skreiðar, eink-
um vegna innanlandsástands í Nígeríu, bæði í efnahags-
legum og stjórnmálalegum efnum. í kjölfarið á hruni
olíuverðsins og versnandi efnahag Nígeríumanna hafa
nýir valdhafar tekið við stjómartaumunum og hefur
hvorutveggja komið niður á skreiðarviðskiptunum. ís-
lenskir útflytjendur hafa hins vegar gert sitt ýtrasta til
að halda þessum viðskiptum áfram en með misjöfnum
árangri. Nú er fullyrt að ógreiddar skreiðarafurðir nemi
allt að átta hundmð milljónum króna og er allt í tvísýnu
með uppgjör á þeirri skuld.
Það hefur verið opinbert leyndarmál að í tengslum
við Nígeríuviðskiptin viðgangist stórfelld mútuþægni
þar sem íslendingar og aðrir viðsemjendur Nígeríu-
manna borga brúsann. Þessar mútugreiðslur hafa átt
sér stað og látnar kyrrar hggja á þeirri forsendu að hér
sé um alvanalegan og óhjákvæmilegan viðskiptamáta
að ræða í Nígeríu, ef skreiðarframleiðslan getur á annað
borð farið fram.
íslensk stjórnvöld hafa látið þessi mútuviðskipti af-
skiptalaus og sett kíkinn fyrir blinda augað. Viðkvæðið
er að það sé mál úflytjenda hvernig þeir koma vöm sinni
í verð.
Nú hefur það hins vegar gerst að íslenskir útflytjend-
ur hafa kært umboðsmann í Nígeríu fyrir að hafa þegið
mútur, rúmar átján milljónir króna, og hann er krafinn
endurgjalds þar sem múturnar hafi ekki borið árangur
og engin sala farið fram. Með þessari kæm er í fyrsta
skipti staðfest opinberlega að mútugreiðslur eigi sér
stað.
Þessir atburðir hljóta að vekja upp ýmsar spurningar
og gera það nauðsynlegt að skreiðarframleiðendur geri
hreint fyrir sínum dymm. Hversu háar eru þær mútu-
greiðslur sem greiddar hafa verið til Nígeríumanna
síðastliðinn áratug, svo ekki sé farið lengra aftur í tím-
ann? Hveijir tóku við þeim, hvernig vom þær fjármagn-
aðar? Em mútugreiðslurnar gagnkvæmar eða með
öðmm orðum: Er eitthvað hæft í því að íslendingar
hafi sjálfir þegið mútur til að koma viðskiptunum á?
Ef Nígeríumenn telja sjálfsagt að þiggja mútur, þykir
þeim þá ekki jafn sjálfsagt að þeir sjálfir greiði mútur
í staðinn?
Ennfremur má spyija hvort mútugreiðslur viðgangist
í öðmm viðskiptum. Til dæmis í saltfisksölu til Spánar
og Ítalíu? Það orð hefur lengi legið á og nú þurfa fiskút-
flytjendur að gera hreint fyrir sínum dymm í þeim
efnum. Og enn ein spurniyng: Er það venja að íslenska
utanríkisráðuneytið útnefni ræðismenn, eins og herra
Ikense í Nígeríu sem gætir hagsmuna íslands með
greiðslum undir borðið?
Þessum og miklu fleiri spurningum er nauðsynlegt
að fá svar við. Úr því skreiðarframleiðendur hafa gert
mútugreiðslurnar opinberar með kæm á hendur ræðis-
manninum í Nígeríu verða þeir sjálfir að leggja spilin
á borðið. Á íslandi er það refsiverður verknaður að
bera fé á aðra aðila í hagsmunaskyni. Slíkur viðskipta-
máti gengur þvert á siðferðislega og lagalega vitund
íslendinga. Skreiðarsala er ekki einkamál útflytjend-
anna einna, sér í lagi þegar nú em famar að heyrast
raddir úr þeirra hópi um að ríkissjóður taki af þeim
höggið og ábyrgðina af fyrirsjáanlegu tapi á skreiðarvið-
skiptunum. Málið allt krefst skýringa.
Ellert B. Schram
„Hagfræðingar í hópi félagshyggjufólks, einkum þeir Ragnar Árnason, lektor i Háskóla íslands, og Birgir
nokkur Árnason á Þjóðhagsstofnun, hafa haldið þvi fram, að ástandið á íslandsmiðum mætti hafa til marks
um, að hinn frjálsi markaður dygði stundum lítt eða ekki.“
Leiðir frelsi til
ofveiði á
íslandsmiðum?
Hagfræðingar í hópi félags-
hyggjufólks, einkum þeir Ragnar
Árnason, lektor í Háskóla íslands,
og Birgir nokkur Ámason á Þjóð-
hagsstofnun, hafa haldið því fram,
að ástandið á íslandsmiöum mætti
hafa til marks um, að hinn frjálsi
markaður dygði stundmn lítt eða
ekki. Óheft frelsi útgerðarmanna
hefði haft í fór með sér ofveiði á
miðunum og offjárfestingu í sjávar-
útvegi miðað við aðra atvinnuvegi.
Sjómenn hefðu þyrpst á miðin, þar
sem aðgangur að þeim hefði til
skamms tíma verið fijáls, og spillt
þar hver fyrir öðrum. Hér væri um
það að ræða, sem hagfræðingar
kalla „markaðsbrest“ (e. market
failure), þar sem fullt frelsi leiddi
til óhagkvæmrar niðurstöðu. Allir
veiðimennimir hámörkuöu hag
sinn, en afleiðingin yrði að lokum
öllum í óhag. Víðtæk afskipti ríkis-
ins af fiskveiðunum við landið
væru auðsjáanlega nauðsynleg.
Of margir togarar aö eltast
viðoffáa fiska
Það er rétt, að ýmsir fiskistofnar
viö ísland hafa verið ofnýttir. Of
margir togarar hafa verið að eltast
við of fáa fiska. En að mörgu er að
gæta. Fyrst þurfum við að gera
okkur grein fyrir, að ofnýting er
hagfræðilegt hugtak, ekki líffræði-
legt. Sumir halda, að veiöa megi
fisk, þangað til komið sé að líffræði-
legum endumýjunarmörkum
stofnsins. Líffræðingar geti einir
sagt okkur, að hvaða marki við eig-
um að veiða fisk. Þetta er þó mikili
misskilningur. Það, sem við hljót-
um að reyna að hámarka með
veiðum okkar, er ekki tala fiskanna
í sjónum, heldur tala auranna í
buddunni.
Þar sem við veiðum fisk í fjáröfl-
unarskyni, höldum við veiðúnum
áfram, þangað til kemur að því
marki, að einhver önnur fjáröflun-
arleið er orðin hagkvæmari, tU
dæmis þjónusta við ferðamenn eða
álframleiðsla. Hugtakið ofnýting
skírskotar tU þess, þegar of miklu
er kostað til að draga afla að landi
miðaö við það, tU hvers annars
hefði mátt nota þetta fjármagn. Ef
togarar eru til dæmis tvisvar sinn-
um fleiri en nauðsynlegt er tíl að
veiða þann afla, sem hagkvæmt er
að veiða (eins og giskað er á hér á
landi), þá er augljóslega um gífur-
lega sóun að ræða. Það fjármagn,
Eymd félagshyggjunnar
T^aUaiinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
stjórnmálafræðingur
sem bundið er í óþörfum togurum,
hefði þá mátt nota tíl annars, svo
sem tU raforkuvera, álvera, sam-
göngubóta eða skólahúsnæðis.
Eignarréttur á fiskistofnum
En síðan þurfum við að skýra
pfnýtingu ýmissa fiskistofna við
ísland. Ástæðan er ofureinfold,
held ég. Aðgangur að fiskimiðun-
um hefur verið ókeypis. Þessi
auðlind hefur ekki verið verðlögð,
þótt takmörkuð sé. Og hún hefur
ekki verið verðlögð, vegna þess að
enginn hefur haft á henni viður-
kennt eignarhald og því ekki getað
sett neitt verð upp fyrir hana. Á
frjálsum markaði myndast hins
vegar verð á gæðum í viðskiptum
þeirra, sem gæðin eiga, og slíkt
verð flytur ómissandi upplýsingar
á miUi manna um, hversu mikið
þeir eigi að fjárfesta og framleiöa,
hvemig og hvenær.
Þar sem enginn eignarréttur hef-
ur verið á fiskistofnunum, svo að
ekki hefur myndast neitt verð á
þeim, höfum við íslendingar ekki
fengið nauðsynlegar upplýsingar
um, að hvaða marki við ættum að
veiða og hvenær komið væri að því
að snúa sér að öðrum fjáröflunar-
leiðum. Afleiðingin hefur orðiö
geipileg oftjárfesting og sóun. Vant-
að hefur raunverulegan fijálsan
markað, þar sem verð gæti mynd-
ast í viðskiptum.
Uthlutun varanlegra og
seljanlegra kvóta
Það, sem allir eiga, hirðir enginn
um, eins og ofbeit á almenningum
upp til sveita sýnir. Til þess að
tryggja skynsamlega nýtingu fiski-
stofnanna þurfum við aö viður-
kenna einhvers konar eignarrétt á
þeim. Einfaldast er að nálgast það
markmið með því að úthluta var-
anlegum og seljanlegum kvótum,
eins og dr. Rögnvaldur Hannesson,
prófessor í fiskihagfræði í Björg-
vin, hefur lagt til. Ef það væri gert,
þá myndu veiðiréttindi smám sam-
an safnast á hendur þeirra, sem
veiöa með lægri tilkostnaði en aðr-
ir: aflaklæmar myndu smám
saman kaupa út fiskifælumar og
óhagkvæmri útgerð yrði hætt.
Smám saman hlyti eðlilegt verð að
myndast á fiskistofnunum, þannig
að ekki rynni meira fjármagn
þangað en hagkvæmt væri að festa
þar.
Þessi lausn getur strandað á þvi,
að menn komi sér ekki saman um,
hverjir eigi að hljóta kvótana eða
veiöiréttindin. Ég tel varla áhorfs-
mál, að veiðimennimir eigi að hafa
veiðiréttindin. Margir era þó því
miður haldnir þeirri meinloku, að
þeir hljóti sjálfir að tapa einhveiju,
ef veiðimennimir fái að græða. En
hið raunverulega val er á milli
tveggja kosta: að veiðmennimir
hljóti eignarrétt á fiskistofnunum
og fái að græða eða að allir (og það
merkir: enginn) fái eignarrétt á
þessum gæðum og enginn fái því
að græða. Sá gróði, sem hugsanlega
getur orðið af fiskveiðum, rýkur
út í veður og vind, ef eignarréttur
er ekki viðurkenndur á fiskistofn-
unum. Með úthlutun varanlegra
og seljanlegra kvóta væri ekki ver-
ið að taka neitt frá neinum, heldur
aðeins verið að koma í veg fyrir þá
sóun, sem ég lýsti hér að framan
og stafar af því, að raunverulegur
frjáls markaður hefur ekki fengið
að starfa í sjávarútvegi.
Ríkisbrestur, ekki
markaðsbrestur
Félagshyggjumenn eins og þeir
Árnasynir hafa kveðið hinar
verstu öfugmælavísur um íslensk-
an sjávarútveg. Þar hefur frjáls
markaður ekki bmgðist, því að
hann hefur ekki verið reyndur. Það
er ríkið, sem hefur vanrækt að skil-
greina þar eignarréttindi, þótt
hlutverk þess ætti einmitt að vera
að selja atvinnulífinu eðlilegar
leikreglur. Og ríkið hefur meira að
segja beinlínis hvatt til offjárfest-
ingar í sjávarútvegi með niður-
greiddu lánsfiármagni og öðrum
ráðum. Ef einhver hefur bmgðist,
þá er það ríkið.
Hannes H. Gissurarson
„Til þess aö tryggja skynsamlega nýt-
ingu fiskistofnanna umhverfis landið
þurfum við að viðurkenna einhvers
konar eignarrétt á þeim.“